Tíminn - 16.05.1964, Page 14

Tíminn - 16.05.1964, Page 14
CLEMENTINE — skólastjóranum. Hann gekk við Ihlið 'hennar, augsýnilega himin- llfandi yfir að vera í návist þess- arar fallegu stúlku. Skyndilega tók skipið harkalega beygju og alda reis við borðstokk- inn. Okkur gafst ekki tími til að vara þau við, áður en himinhá aldan reið yfir og gleypti þau gersamlega. Eg horfði á þetta og fannst ég ■verða að gera eitthvað. Við mund tnn aldrei þora að horfa framan í Wlnston framar — við yrðjiiim að fara á eftir henni. Drottinw minn dýri, hve skelfdur ég ,var. Það var hreint kraftaverk, að hún skyldi ekki hafa drukknað. Þegar sjórinn rann aftur út komu þau í ljós skötuhjúin, þar sem þau höfðu skorðazt undir bita. Mary var borin í var. Var hftn mar in en ekki meidd til stórra miska, og eftir að henni hafði verið gef- ið konjak, var hún leidd upp í báetu móður sinnar. Clemmie tók hana í. sína umsjá og báðar birtust þær við kvöld- verðarborðið um kvöMið í matsal aðmírálsins. Ekki var minnzt á atburð þennan við Winston. Eg lield í rauninni, að Clesmmie hafi ékki sagt honum frá þessu fyrr en í ferðalok." Sjálf sagði Mary móður sinni síðar að þegar aldan rtið yfir hana ihefði hún verið viss um, að henni mundi skola fyrir borð og hún þar láta lífið. g Næsta ár var boðað til annarrar KONA CHURCHILLS Quebeck-ráðstefnunnar, og Cle- mentine vildi enn á ný fara með Winston, fyrst og fremst vegna þess að Winston hafði enn einu sinni fengið snert af lungnabólgu og í þetta sinn á ferð sinni til Ítalíu. Þriðjudaginn 5. september, sigldu þau í annað sinn frá Clyde með Queen Mary. Winston hafði skýrt Clementine frá því, að nú væri sá tími kom- inn, að Asía yrði frjáls, og hann hafði ákveðið að láta Bretland taka fullan þátt í þeim aðgerðum. Hann var ákveðinn í því að búa svo um hnútana, að Bandaríkin gætu ekki sagt að stríðslokum, að þau hefðu hjálpað þeim í Evr- ópu og síðan látið þau ein um að áfgreiða Japan. Skipið var aftur gert að vasa- útgáfu af Whitehall. Herráðsfor- ingjar gengu til fundar við Win- ston einu sinni og stundum tvis- var á dag á meðan á þessari sex daga siglingu stóð. „Winston var mjög veikur, þreyttSr og var í illu skapi alla leiðina, þó að Clementine gerði sitt ýtrasta til að láta honum líða vel. Hann var taugaóstyrkur og gramUr og kunni sér að vanda engin takmörk í starfi.“ sagði Ismay lávarður. „Hann hefði aldrei átt að leggja í þessa ferð“ Alanbrook vísigreifi ritaði í dag bók sína: „Hádegisverður með Winston og Clementine. Það var langt frá því að hann liti vel út og 82 oftast var hann hræðilega niður- dreginn. Það hefur getað að miklu leyti stafað af lyfinu M. & B. sem hann tók inn . . . Síðastliðna nótt sigldum við yfir þýzkan kafbát og náðum merkjum frá honum, sem sýndu að hann hefði séð okkur . . Við höfðum siglt í Golfstraumn-, um allan daginn og það var eins! og við værum stödd í tyrknesku| gufubaði. Við byrjuðum með stutt: um herráðsfundi og kl. 12 um! hádegið sátum við fund, sem var; til klukkan 1.30 e.h. Fundurinn! var með forsætisráðherranum. IJann var gamallegur ásýndum, laslegur og niðurdreginn. Það var auðséð, að hann átti erfitt með að einbeita sér að verkefnunum og fól andlitið iðulega í höndum sér ..." • Um borð í skipinu voru einnig ameriskar herdeildir, sem voru á leið í orlof til Ameríku. Til hag- ræðis fyrir Churchill og föruneyti hans hafði förinni verið frestað um nokkra daga. Winston gat gert sér í hugarlund, hve vinsælt það mundi hafa verið með hersveitum þessum og bar því persónulega upp við Roosevelt þá bón, að fram iengja leyfi hermannanna, svo að þeir fengju bætta þá daga, er far- ið höfðu í frestun fararinnar hans vegna. Á meðan Winston sat að störf- um í skrifstofu sinni um borð, notaðj Clementine tímann til að líta til særðra bandarískra her-' manna um borð. Hún talaði sér- staklega við hvem og einn og færði þeim þann frið og ró, er aðeins .nóðir getur gefið. Þegar komið var til Halifax var farið með lest til Quebeck. Á leið inni fóru þau í gegnum marga litla bæi. Fréttirnar um að Churc hillhjónin væru á leiðinni hafði borizt á undan þeim og mannfjöldi beið þeirra á hverri stöð til að hylla þau. Þar sem stanzað var, stigu Winston, Clementine og Mary út úr lestinni niður á braut- arpallinn við aftasta vagninn og veifuðu til fólksins. Mackenzie beið þeirra í Que- beck og ennfremur forsetinn og frú Roosevelt. Lest Roosevelt og föruneyti hans gekk niður timbur- stigann og inn í bifreið sína. Á meðan rann lest Churchills inn á stöðina um fimmtíu metra frá lest forsetans. Winston brosti breitt, gerði V- merkið og hrópaði til mannfjöld- ans: „Sigur næst hvarvetna!“ Hann gekk með konu sinni til bíls Roosevelts til að taka í hönd forsetahjónanna." Það er ánægju legt að sjá þig, Winston“, sagði forsetinn. „Eleanor er hérna með mér. Vai ferðin ánægjnleg?‘“ „Ja, við áttum þrjá yndislega daga“, svaraði Winston. „En ég var afar veikur stundum.“ Forsetmn sneri sér að Clemen- tine og sagði: „Hann er orðinn miklu fölari og sjálfur hef ég ég grennzt mikið.“ Allir stigu nú inn í bifreiðir sínar og síðan var ekið í einni röð til Citadei, en til beggja hliða stóð fagnandi mannfjöldi. Bifreiðunum var ekið eftir þröngum og djúpum vegum Cita- del svæðissins, unz numið var stað- ar fyrir framan húsið. Forsetinn sat kyrr í bifreið sinni en Winston steig út með staf í hendi og hélt af stað .til að kanna heiðursvörðinn. Þegar bifreið Roosevelts hélt af stað, héldu þau Winston og Clementine, sem einnig hafði stigið út úr bifreið- inni, af stað upp að húsinu. Hann var augsýnilega mjög ánægður af að hafa hana með sér í þetta sinn. Hann var glaður, drengjalegur og mklu líkari sjálfum sér en áður. „Fyrsta kvöld okkar í Quebeck, snæddum við kvöldverð í Citadel með Churchillhjónunum,11 sagði frú Roosevelt. „Landsstjórinn bauð til kvöldverðarins. Lands- stjórinn var jarlinn af Athlone og kona hans var Alice prinsessa. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kom með manni mínum á styrj- aldarráðstefnu. Ástæðan til þess að ég var með í þetta sinn, var sú, að þegar maðurinn minn talaði við Churchill í síma um undirbún- ing ráðstefnunnar, sagði Winston: Eg ætla að taka Clemmie með mér einnig núna. Fyrst svo er, svaraði maðurinn minn, tek ég Eleanor með. Þannig var það til komið. Mann inum mínum fannst það prýðishug mynd, að ég kæmi með, þar sem frú Churchill mundi vera með forsætisráðherranum. Á meðan við dvöldum í Que- beck, lét Churchill búa til líkan af lendingahhöfn fyrir innrásardag- inn og sýndi það síðan. • • DAUÐINN I KJOLFARINU MAURI SARIOLA 40 að ég hefði séð þau, talað við þau og gert mínar athuganir. Nú var það í rauninni svo, að Latvalá var hinn bezti eiginmaður. Hann steig raunar víxlspor, þegar tæki- færi gafst, en sneri alltaf aftur í tryggan faðm heimilis og eigin- konu, sem hann var bundinn all- nánum böndum á margan hátt. Hann hefur alltaf haft einkarit- ara og hann hefur boðið þeim út, ef til vill sýnt þeim ástaratlot við og við, en fyrir honum var eigin- kona hans lífsförunautur hans og félagi. — Einmitt það? — Harri brosti ögn vonsvikinn. — Nú, það hljót- ið þér að vita betur en ég. En ef Aulikki Rask hefur nú orðið fómardýr hinnar brennandi ástar, ástar, sem var meira en dálítið ævintýri. . . Storm glotti, svo að skein í hvítan tanngarðinn. — Brennandi ástar . . . , sagði hann. — Hún þekkir ekki tíma, stað, svefn né dauða, segir vinur okkar Ómar Khajam. Afskaplega fallegt og sjaldgæft um leið. Að minnsta kosti þefar i hlut á kaupsýslumaður á fimmtugsaldri. Það var nú það. Hvað snertir Aulikki Rask, gét ég frætt yður á því, að hún tók með glöðu geði við demantshring, utanlandsferð og meira að segja sló hún ekki hendi við minkapelsi. En það er skolli langt milli þess og að myrða eiginkonu húsbónda síns. Ungfrú Rask er laglegasta stelpu- hnáta, en hún er alls ekki vit- laus og lítur raunsæjum augum á lífið og tilveruna ... — Jæja, flýtti Harri sér að grípa fram í. — Ég hef að sjálf- sögðu ekki séð hana . . . hm . . . og það gæti breytt ýmsu. — Við skulum halda áfram, sagði Storm. Hann las áfram: „Ég álit, að enginn annar en fyrrgreind hafi haft ástæðu til að myrða frú Latvala, hafi þá morð- ínginn í raun og sannleika haft í huga að myrða einmitt hana. En ef gert er ráð fyrir, að morðingj- anum hafi orðið á mistök, þar sem konumar voru eins klæddar og höfðu sama gráa háralitinn, og að hann hafi haft í hyggju að myrða frú Berg, eykst tala hinna grunuðu allmjög: Berg verkfræðingur: 1) Auðæfi eiginkonunnar, Berg hefur af því fjárhagslega hagsmuni að myrða hana. , 2) Hatar konu sína, þar s.em hún er gömul, harðbrjósla og nöldursöm, 3) elskar Kirsti Hiekka. Eiginkonan hefur hótað því, að standa í vegi fyrir að elsk- endumir fái að eigast. Kristi Hiekka: Elskar Berg. Eig inkona hans hindmn. Verður að ryðja henni úr vegi. Ef til vill gerir hún það (þar sem hún er dugnaðarkona) sem Berg þorir ekki . . . , þótt hann gjarnan vildi. Albert Latvala (aftur). Frú Berg kippir að sér hendinni með lánin til handa fyrirtækis Albert Latvala og hann stendur því á barmi gjaldþrots. Hann má engan tíma missa, þar sem frú Berg hef- ur hótað því að láta strax til skarar skríða, þegar í land er komið. Dauði frú Berg mundi verða honum a.m.k. kærkominn frestur. Sennilegast sjá erf- ingjarnir ekki ástæðu til að inn- heimta það fé, sem stendur inni í fyrirtæki Latvala.“ Storm leit upp af blöðunum og brosti. Brosið var vingjarnlegt, en Harri, sem þegar hafði tapað sjálfsöryggi sínu, tók það ekki sem neina viðurkenningu. — Ojájá . . . Storm virti fyrir sér neglur sínar og leit síðan rannsakandi á Harri. — Vesa- lings Berg er þarna í slæmri klípu Auðæfi, hatur og heitar ástir . . . Ég verð enn að benda á, að það er auðvelt að komast að þvílík- um niðurstöðum, á meðan maður hefur ekki annað í höndum en þurrar staðreyndir á pappír. — Staðreyndirnar renna stoð- um undir þessar ályktanir að mínu áliti, sagði Harri hikandi. — Hvers vegna ekki . . . að vissu leyti gera þær það. Og við vitum líka, að Berg varpaði af sér oki hins undirokaða eigin- manns á meðan á ferðinni stóð og byrjaði loks að segja mein- ingu sína fullum hálsi. Loks brauzt allt það hatur út, sem hafði safnazt fyrir í huga hans í mörg ár. En ... Storm hagræddi sér í stólnum og krosslagði fæturnar. — En nú, þegar ég hef haft tækifæri til að kynnast persónu- lega verkfræðingi þessum og ungu konunni, lækninum, er ég — þó ég að vísu vilji ekki vera að leika neinn mannþekkjara — tilneydd- ur til að líta öðruvísi á málið. Ég sagði áðan að samband Latvala við einkaritara sinn væri ekki nægilegt til þess að unnt væri að hafa uppi morðkæru á hann . . . — Já, sagði Harri. — En ég hef þá skoðun, að miklu inni- legra samband hafi verið á milli þeirra Bergs og ungfrú Hiekka. Storm kinkaði kolli. — Alveg rétt. Þau eru mjög ástfangin hvort af öðru, m.a.s. svo ástfang- in, að þau nenna ekki einu' sinni að hafa fyrir því að fara í laun- kofa með það, heldur þvert á móti sýna það, hverjum sem sjá vill, og eru stolt af. Málið liggur á hinn bóginn fyrir á eftirfarandi hátt: Þau eru bæði tilfinningarík. Ég hef veitt því athygli oftar en einu sinni. En um leið hafa þau . . . tja . . . hvernig á ég að orða það, þau hafa skýrar hug- myndir um skyldur sínar við þjóð félagið, um hvað sé rétt og hvað rangt. Og morð er áreiðanlega að þeirra áliti eitt af því, sem er rangt. Leynilögreglumaðurinn Harri hóstaði. Storm brosti aftur. — Yður finnst þetta náttúrlega allt saman heimskulegar bollaleggingar, sem ekki koma starfi lögreglumanns- ins við, starfi, sem byggjast verð- ur á ytri staðreyndum og ekki öðru. Fjöldahandtökur og stanz- lausar yfirheyrslur, með sterk Ijós in framan í yfirheyrða . . . — Það var nú ekki svona, sem ég . .. Storm varð alvarlegur. — Berg verkfræðingur og ungfrú Hiekka eru bundin mjög nánum tengsl- um. Á því er enginn vafi. En einmitt þess vegna bendn allar líkur til, að þau mundu mjög nauð ug vilja byggja framtíð sína á svo ljótum glæp. Þau vita, að þau mundu aldrei geta gleymt því og að lokum mundi það verða sem ókleifur veggur á milli þeirra . . . Storm braut eldspýtu milli fingranna og fleygði brotunum í öskubakka á borðinu. Síðan hélt hann rólega áfram: — Það kemur auk þess enn annað til: raunverulegar stað- reyndir. Berg og ungfrú Hiekka eru bæði gáfuð. Hvers vegna skyldu þau fremja morð, þegar þeim er fullvel kunnugt um, að það er alls ekki svo erfitt nú á tímum að fá skilnað, þótt annar aðilinn setji sig upp á móti því, eins og frú Berg var búin að hóta þeim. í öðru lagi: þau eru áreiðanlega ekki það einföld, að þau geti ekki sett sig í spor lög- reglunnar. Þar sem vitni eru fyr- ir hendi um orðaskipti þeirra og frú Berg, hefði verið alltof áhættu samt að fremja morðið. Og í þriðja lagi: Ef þau hefðu í raun og sannleika haft í hyggju að fara svo óhugnanlega leið að fremja morð, hefðu þau áreiðan- lega farið allt öðruvísi að. Lækn- ir þekkir miklu geðslegri og auð- veldari aðferð við að koma manni fyrir kattarnef. Og ég er viss um, að sérhver læknir mundi hugsa sig tvisvar um, áður en hann tæki upp á því að kála fólki, enda slíkt brot á Hippókratesareiðnum. Harri hafði hlustað á Storm með athygli og hann neyddist til að fallast á rök hans. — Ef til vill hafið þér rétt fyrir yður, sagði hann hálfþrjózkulega. — En ef við sleppum Berg og 14 T í M I N N. laugardagur 16. mai 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.