Tíminn - 16.05.1964, Síða 16

Tíminn - 16.05.1964, Síða 16
Laugardagur 16. maí 1964, 109. tbl. 48. árg. Feriamenningin er komin út í Surtsey S® r r HUN UIR OG GRUIR AF ALLS KYNS DRASll Framsóknarflokkurinn senn í eigii hiisnæði KJ-Reykjavík, 15. maí. FRAMSÓKNARflokk'urinn lief- ur fest kaup á húsi fyrir starf- semi sína, aS Hringbraut 30, og cr búið áð mynda hlutafélag um húsakaup þessi- Blaðið átti tal við Steingrím Hermannsson framkvæmdastj. vegna húsakaúpanna, en hann er formaður bráðabirgðastjórr, ar hlutafélagsins, sem nefnt er Goðheimar. — Hús þetta hefur Framsókn arflokkurinn fest kaup á vegna þœs að öll starfsemi flokksin- hér í Reykjavík fer nú fram í leiguhúsnæði að Tjamargötu 26, sem hætta er á að hann missi þá og þegar. Með kaup- unum á Hringbraut 30, cr flokknum tryggður verustaður og vinnupláss til næstu ára, en það er ekki þar með sagt að þetta sé neitt framtíðarhúsnæði fyrir flokkinn. Vinna þarf ötul- lega að því að flokkurinn fái enn betra húsnæði til frambúð ar. Framhald á 15. síðu. 2000 ný númer i Reykjav, FB-Reykjavík, 15. maí. Fjöldi manns hefur sótt heim Surt að undanförnu og ber hann þess nú glöggt merki, að sögn vísindamannanna, sem þangað fóru í gær. Allt úir og grúir af tómum flöskum, dósum, pappír og metarleifum, og er þetta eins og í Þórsmörk eftir Verzlunar- mannahelgina, sagði Þorleifur Einarsson í dag. Um helgina er ráðgert, að ferða mannahópar fari út í Surtsey, og hvetur Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins, menn til þess að ganga vel um í Surtsey, og grafa niður leifar og drasl í stað þess að láta það liggja vítt og breitt um eyna. Eins og allir vita, er jarðveg- urinn í Surti ekki orðinn sérlega harður enn þá, og ætti því að vera auðvelt að losna við dótið og grafa það niður, sem er jafn- vel enn betra en kasta því í sjó- inn, en á þann hátt vill það ber- ast að landi aftur með öldunum. Sungið og spilað í Austurbæ jarbíó HF-Reykjavík, 15. maí. í snmar verður 2000 nýjum símanúmerum bætt við Grensás- stöðina í Reykjavík. Árlega ber- ast landssímanum 1500 óskir um síma í Reykjavík og er árlega SKOÐANA- KÖNNUN UM SJÓN- VARPIÐ! IIF-Reykjavík, 15. maí. Mcnningarsamtök háskóla manna liafa að undanförnu gert skoðanakönnun á með al ungs fólks um afstöðu þess til sjónvarps yfir- leitt. Hefur margt ungt fólk í bænum fengið upp- hringingu, en þó mun skoð anakönnuninni ekki vera lokið. Fróðlegt verður að sjá niðurstöður þessarar skoðanakönnunar, en þeirra er að væntá eftir svona hálfan mánuð. bætt við númerum, sem því svar- | en í fyrra voru þær 2900. í ár má ar. í hitteðfyrra bárust 2600 ósk- J því búast við því, að þær verði ir um nýjan síma af öllu landinu, I rúmlega 3000 að tölu. GB-Reykjavík, 15. maí. 1 dag var ungt tónlistarfólk í óða önn að æfa sig í Austurbæjar bíói, því að á morgun (laugar- dag) klukkan 2 e. h. fcr þar fram aðalviðburður skólaárs Tónlistar- skólans, hinir árlegu ncmendatón leikar, sem um leið eru próf þeirra, sem þar koma fram. Að vanda er efnisskrá mjög fjölbreytt, einleikur á fiðlu, selló og píanó, einsöngur og stofu tónlist, og eru allir velunnarar skólans velkomnir meðan húsrúm leyfir, verða aðgöngumiðar af- hentir við innganginn. Tónleikarnir hefjast með því, að stystkinin Páll Einarsson (selló) og Sigríður Einarsdóttir flytja konsert í a-moll eftir Vi- valdi. Eygló Helga Haraldsdóttir leikur sjö smálög fyrir píanó eft- ir Honegger og undirleik við söng Halldórs Vilhelmssonar. Á píanó leika einleik Þóra Krist- ín Joliansen, Gunnar Valtýsson, Frank Herlufsen, auk Sigríðar og Eyglóar. Sigríður Ella Magnús- dóttir syngur einsöng með undir- leik Sveinbjargar Vilhjálmsdótt- TOMATAR FB-Reykjavík, 15. maí. Upp úr hvítasunnunni eru tómatarnir væntanlegir á markað- inn aftur. Þeir eru að þcssu sinni nokkuð seinna á ferðinni en venjulega, og orsakast það af því, hve dimmt hefur verið í vetur þrátt fyrir hlýindin. Agúrkur hafa verið á markaðinum frá því í marz og sömuleiðis salat. Neyzla grænmetis fer stöðugt vaxandi með hverju árinu sem líður, að sögn Þorvalds Þorsteinssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. í fyrra fóru 400.000 stykki af agúrkum í gegnum hendurnar á Sölufélaginu á tímabilinu frá því í marz og fram í okt./nóv., og 260 lestir af tómötum, en þeir eru til sölu frá maíbyrjun og allt fram í desember. Þorvaldur Þorsíeinsson sagði í dag, að neyzla grænmetis færi sí- vaxandi og væri hún nú orðin mun meiri en menn hefðu þorað að vona, því að tiltölulega stutt er síðan íslendingar borðuðu ein- göngu kartöflur og rófur. Við ut- anferðir og annað slíkt hefur fólk kynnzt öðru grænmeti, og hvern- ig það er notað, og nú eykst sal- an sem sagt stöðugt. Eins og blaðið hefur skýrt frá áður hefur þessi hlýindavetur ver ið garðyrkjumönnum óþægilegur, og kemur það ekki aðeins niður á þeim, sem rækta blóm, heldur einnig þeim, sem rækta græn- metið. Veður hefur verið hlýtt, en sólar hefur aftur á móti ekki gætt og dimman er gróðrinum erfið. Agúrkurnar komu á mark- aðinn í marz og sömuleiðis salat- ið og hefur sala gengið vel. Gúrk- urnar eru aðallega ræktaðar í Biskupstungunum, i Hveragerði og í Borgarfirði. Tómatarnir eru að þessu sinni mun seinna á ferðinni en endra- nær, en oft eru þeir komnir í búðir í byrjun maí. Þeir eru hins vegar væntanlegir innan skamms og ‘ koma líklega upp úr hvíta- Framhald a 15. slðu ur, Stella Reyndal á fiðlu og Agústa Hauksdóttir á píanó flytja 1. þátt Vorsónötu eftir Beethoven. Rut Ingólfsdóttir á fiðlu og Lára Rafnsdóttir á píanó Ieika verk eftir Saint-Saens. Og loks flytja 1. þáttinn úr Silunga- kvintettinum eftir Schubert þau Helga Hauksdóttir, Ingi Gröndal, Gunnar Björnsson, Leifur Bene- diktsson og Lára Rafnsdóttir. t Bjorn kemur á nýju vélinni FB-Reykjavík, 15. maí. Björn Pálsson hefur fest kaup á nýrri flugvél, og kemur væntanlega með hana hingað til lands í kvöld eða um hádcgi á I morgun. Vélin, sem Björn er að kaupa, er af gerðinni De Haveland Dove og getur tekið 9 farþega. Hún er keypt í Englandi, og hefur Björn verið þar að undan- förnu og reynt vélina og var væntanlegur með hana heim í kvöld eða á morgun. Þessi nýja vél verður höfð í farþegaflutningum til ýmissa smástaða úti á landi í staðinn fyrir Lóuna sem tekur 14 farþega, og hefur þótt heldur stór í því flugi, þar sem farþegar eru sjaldnast nægilega margir til þess að fylla vélina. Bygging skógræktarstöðvar hefst að Mógilsá GB-Reykjavík, 15. maí. Nokkru fyrir nón í dag var stungin fyrsta skóflustungan að tilraunastöð þeirri í skógrækt að Mógilsá á Kjalarnesi, sem reisa á fyrir tvo þriðjunga af þjóðar- gjöfinni, sem Ólafur fimmti Nor- egskonungur kom færandi hendi í síðustu íslandsheimsókn sinni. Það var ulanrikisráðherra. Guðm. í. Guðmundsson, sem stakk fyrstu skóflustunguna í við- urvist norska sendiherrans á fs- landi, Johan Cappelen, og um þrjátíu forvígismanna skógrækt- ar á íslandi. Hörður Bjarnason. húsameistari ríkisins, og Gunn- laugur Pálsson arkitekt hafa gert teikninguna að stöðinni í sam- ráði við Hauk Ragnarsson, sem verður tilraunastjóri, og hefjast byggingarframkvæmdir nú þegar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.