Alþýðublaðið - 20.01.1952, Blaðsíða 1
ALÞYBUBLABIB
libáiur meS fignm mönnum
nf ¥Í lendingu í Grindavík
(Sjá 8. síðu.)
XXXIII. árgangur.
Sunnudagur 20. janúar 1952.
15. tbl.
Laxfossstrandið:
að skipið náist út
Farþegarnir skemmfu sér við spil
FARÞEGASKIPIÐ LAXFOSS. sem strandaði um miðnætri
í fyrrinótt við Nesvík á Kjalarnesi, er nú farið að síga nokkuð
í sjó. Farþegar 14 að tölu og skipshöfnin bjargaðist á land í
gærmorgun með aðstoð slysavarnadeildar Kjalarness. Bifreið-
ar, sem sendar voru af Slysavarnafélaginu í Reykjavík, koinu
með skipbrotsfólkið til Reykjavíkur í gær eftir hádegið. Far-
angur þess bjargaðist, en annar flutningur skipsins er enn í
því. Laxfoss mun nú hafa farið síðustu för sína og bíður
sinnar hinztu stundar einmana og yfirgefinn meðan livítfextar
öldurnar tæta í sundur byrðing hans.
Farþegaskipið Laxfoss, eign Laxfoss h.f., var vátryggður fyrir
eina og hálfa milljón króna. Skipið var byggt í Danmörku árið
1932. Laxfoss strandaði við Örfirisey árið 1944 og var þá end-
urbvggður .og stækkaður. Hann var 300 brúttólestir og hafði
leyfi til að flytja 350 farþega. Þórður Guðmundsson hefur verið
skipstjóri á Laxfossi síðan 1945.
Litlar líkur eru á, að Laxfossi
verði bjargað, þar sem vind-
áttin hefur snúizt til vesturs,
skélafólks
Minningarathöfn um
skipverjana af Val
í DAG fer fram í Akranes-
kirkju minningarathöfn um
skipverjana, sem fórust með
vélbátnum Val laugardaginn
5. janúar síðast liðinn.
FRUMVARP Hannibals Valdimarssonar og Haralds Guð-
mundssonar um árlegan skógræktardag skófafólks var sam-
þykkt í neðri deiid í gær og afgreitt sem lög frá alþingi.
Efni hinna nýju laga er eins'<
og hér segir:
Skógræktarstjóra er heimilt
samkvæmt lögunum, í samráði
við hlutaðeigandi skólanefnd
og skólastjóra, að kveðja hvern
þann ófatlaðan nernanda, pilt
eða stúlku, sem nýtur ókeypis
kennslu í ríkisskóla, til starfa
í þjónustu skógræktar rífcisins
einn dag á ári.
Skógræktarstjóri skipulegg-
Ur starfið og sér fyrir hæfri
verkstjórn og góðri vinnuað-
stöðu. Verkefni séu jaf-nan val ;
in innan. skólahverfisins eða í
nánd. við. skólastað.
’ Skógræktardagurinn skal
vera á vorin, að jafnaði áður
en skólar hætta störfum. Skal
ákveða hann með nægum fyr-
irvara í samráði við stjórnend
ur skólanna. Ber að taka tillit
til staðhátta og ákveða daginn
einvörðungu með tilliti til þess,
að ræktunarstarf skólafólksins
geti borið sem beztan árangur.
Ef áskjósanleg verkefni eru
ekki fyrir hendi á einhverjum
stað við skóggræðslu, mega
stjórnendur skóla, í samráði
við viðkomandi sveitarstjórn,
fela skólafólkinu verkefni við
gróðursetningu trjáplantna eða
skrúðjurta, til fegrunar á um-
Framhald á 7. síðu.
Ferðad umhverfis
jörðina til á5 læra
landafræðina
NIU ARA gömul amerisk
stúlka, Elizabeth Bean, lagði
nýlega af síað í ferSalag um
hverfis jörðina. Kostar faðir
hennar förina í því skyni að
vekja áliuga hennar á landa-
fræðinni, sem telpunni geng
ur báglega að nema.
Bean litla fór flugleiðis
frá New York til Lundúna,
en hafði þar skamma við-
dvöl. Þaðan fór .hún, einnig
flugleiðis, til Indlands, þar
sem hún mun í.veljast um
tíma hjá amerískri fjöl-
skyldu. Viðkomustaðir flug-
vélarinnar á leiðinni frá
Lundúnum til Indlands voru
Briissel, Frankfurt, Mikli-
garður, Beirut, Basra, Kara-
clii og Kalkútta.
og þá brimar fljótt á Kjalar-
nesi, að því er Ólafur bóndi í
Brautarholti tjáði fréttamanni
AB í símtali í gær. Eftir há-
degi í gær fóru þeir Þórður
Guðmundsson skipstjóri á Lax
fossi og Olafur í Brautarholti á
strandstaðinn og var skipið þá
tekið að hallast á stjórnborða.
Töldu þeir líklegt, að sjór væri
kominn í lestar skipsins. Lax-
foss liggur nokkru utan við
Nesvíkina og er ströndin þarna
klettótt og eru sker fyrir utan.
Ekki er ósennilegt, að botn
skipsins hafi rifnað, er það
rann á land.
Gert var ráð fyrir að varð-
skipið Þór athugaðþ björgunar
möguleika í gær, én að sögn
skipstjórans voru ekki líkindi
til þess að hægt væri að ná
Laxfoss á flot og draga hann
til Reykjavíkur, eins og nú
stendur, bæði sökum veðurs og
skemmda á skipinu.
Ólafur í Brautarholti sagði,
að veðrið hefði verið það
versta, er komið hefur þar um
slóðir, ofsastormur og með
snjókomu, svo að ekki sá út
úr augum. Um nóttina höfðu
Framhald á 7. síðu.
Minnisbiað um
verzlunarokrið
VEFNAÐARVARA cða
flík, sem flutt er inu fyrir
bátagjaldcyri og kostar nú
100 kr. í búð, het'ði kostað
88 kr. ef verðlag'sákvæðin
væru enn í gildi.
Mikilvægustu liðir verðs-
ins eru:
InnkaupsverS erlendis 33 kr.
Tol’ur og söluskaitur 25 —
Bátagjald 9 —
Álagning heildsala og
smásala 30 —
(þar af 12 kr. á’.agningar-
hækkun vegna afnáms verð-
lagsákvæðanna.)
<■■■■■«■■
«■■■■«■■■
Aðsúgur aðOrson
Welles í Dýiiinni
MIKILL mannfjöldi safnað-
ist nýlega saman úti fyrir Gate
leikhúsinu í Dýflinni til að mót
mæla nærveru hins lieimsfraega
kvikmyndaleikara Orson Wel-
les. Gat þarna að líta kröfu-
spjöld sem m. a. var ritað á:
„Við viljum ekki sjá yður,
Welles, stjarna Stalíns.“ Inni í
leikhúsinu var Orson Welles
hins vegar hylltur innilega.
Það var félagsskapur ka-
þólskra í Ðýflinni, sem gekkst
fyrir þessum samsafnaði. Lög-
reglan kom á vettvang, dreifði
mannfjöldanum og handtók
suma þeirra, sem ófriðlegast
létu.
Welles lét seinna svo utn
mælt í blaðamannaviðtali í tií-
efni þessa, að hann yæri ekki
kommúnisti.
Sir Francis Shepherd
fær nfff sendi-
ir ætia að vísa 12 sfunda
um frá aðgerðum
SJAVARUTVEGSNEFND
neðri deildar hefur nú loks
ins skilað áliti um frumvarp
Alþýðuflokksins um hvíld-
artínva háseta á íslenzkum
botnvörpuskipum og leggur
ti! að því sé vísað frá með
rökstuddri dagskrá.
Frumvarpið fjallar, eins
og menn muna, um það að
lögbjóða 12 stunda hvíld
íogaraháseta á sólarhring á
öllunr veiðum, Sogir í áliti
nefndarinnar, að umsagnar
Alþýðusambands íslands og
Félags íslenzkra botnvörpu
skipaeigenda liafi verið leit
að um málið, og fulltrúar
útgerðarinnar látið í Ijós þá
skoðun, að hvíldartíminn
ætti fremur a’ð vera samn-
ingsatriði en löggjafaratriði,
en á hinn bóginn ar sleppt
að geta um álit Alþýðusam-
bandsins, og ekkert tillit
vir'ðist nefndin liafa tekið
til þess.
Dagskrártillaga nefndar-
innar hljó’ðar svo:
„Þar sem áðilar liafa sam
ið um 12 stunda lágmarks-
hvíld togaraháseta á öllum
veiðum, nema þegar fiskur-
inn er fluttur ísvarinn beint
á erlendan markað, og eðli-
legt þykir, að ákvörðun þess
livíldartíma, scm enn er ó-
samið um, sé einnig samn-
ingsatriði, telur deildin ekki
ástæðu til að samþykkja
frumvarpið og tekur fyrir
næsta mál á dagskrá“.
Þannig ætla íhaldsflokk-
arnir enn að vísa á bug
þessari sjálfsögðu réttlætis-
kröfu sjómannanna.
TILKYNNT var í London í
gær, að Sir Francis Shepherd,
sendiherra Breta í Teheran,
muni innan skamms taka við
nýju sendiherraembætti.
Sir Francis hafði beðizt lausn
ar sem sendiherra í Teheran,
en ekki var vitað, hvort hann
myndi setjast í helgan stein
eða takast nýtt starf á hendur.
Ekkert var sagt um það, hvar
hann muni verða sendiherra.
Vaxandl líknr á að
Faure myndi sfjóm
SÍÐUSTU FRÉTTIR í gær-
kveldi bentu til þess, að vax-
andi líkur væru á því, að Mau-
rice Faure tækist að mynda
nýja stjórn á Frakklandi. Þótti
ekki ósennilegt, að ráðherra-
listi hansi yrði tilbúinn í dag.