Alþýðublaðið - 25.01.1952, Qupperneq 6
1
í TILEFNI DAGSINS
Alþingi íslendinga er að
Ijúka að þessu sinni. Síðustu
starfsdagar þess hafa borið því
glöggt vitni, samkvæmt venju
Enginn getur m%ö sanni sagt,
að þingmenn vorir vinni ekki
fyrir fæði sínu síðustu daga
hvers þings. Þeir nota sömu að
ferðina og tiu kílómetra hlaup-
arar. Spara kraftana og lulla
hægt og rólega 39/40 hluta leið
arianar og taka svo hundrað
metra sprett í markið. Það mun
ekki fjarri sanni, að þingmenn
afgreiði- jafnmörg mál tvo til
þrjá síðustu daga þingsins og
alla hina rriörgu daga þingtím-
ans, og ber ekki tiltakanlega á
því, að sú hraðsuða málanna
reynist óhollari h.eldur en moð-
t suðan nema síður sé. Ef til vill
fyrir þá sök, að þegar hraðsoð-
:ið er, vinnst síður tími til þess
að spilla grautnum með flokka-
eldamennsku bak við tjöldin.
Það furðulega fyrirbæri hef-
ur gerzt í sambandi v.ið 'þetta
þing, að vissir hópar maima
hafa látið í sjós þá skoðun, að
aðkallandi þörf krefðist þess,
að það sæti ler.gui’. Bráð bjóð-
arþörf, meira að segja. Mundu
þó fl&stir mæla hití, að aðkall-
andi þjóðarþörf krefðist, að það
sæti skemur. Svo íurðuleg sem
•skoðun þessara manna hlýtur
að teljast, verða þó forsendurn
ar, sem þeir færa fram henni til
sanninda, að teljast hálfu furðu
legri. Þeir telja sem sé, að þir.g
•**inu beri að sitja lengur aðeins
til þess að leysa öröugt og að-
kallandi vandamál! Maður veit
: ekki hvort maður á að hryggj-
ýást eða gleðjast yfir þeirri hei'-
: ögu einfeldni, sem slík skoðun
■ ber vitni, að enn skuli þó finn-
’ast þeir utanveraldar hugsjóna
,/fnenn, er bera slíkt traust til
.þessarar stofnunar! Eflaust ber
/manni að gleðjast, þótt ekki
,væri nema vegna hinnar eid-
j gömlu og virðulegu stofnunar,
,því að svo segir mátlækið, að
f ekki sé úti öll von am neinn á
/•meðan einhver sýnir honum t’i
' trú. Sjálfsmat stofnunarinnnr
; ber þó vitni meira raunsæi.
• Hún flýtir sér sem mest hún má
við að gefa sjálfri sér lausn og
hvíld, áður en hún neyðist til að
; láta þetta mikla /andamái til
sín taka, í því heilbrigða trausti
• að torveld vandamái ieysist bezt
af sjálfu sér, svo fremi, sem
þau verða ekki lcyst með geng-
isfellingu og bátagjaldeyri eöa
öðrum viðurkenndum patent,-
, universallyfjum. Það er nógu
bölvað að verða að taka afstöðu
til prestakallafækkunarinnar og
eiga ekki aðeins á hættu veika
von um sáluhjálp hinum meg-
in, heldur og líka atkvæði og
jafnvel kjördæmi hérna megin,
‘sem ekki getur talizí léttara á
i paetunum en sáluhjáipin.
Framhaídssagan 5
Agatha Christie:
Morðgátan á Höfða
'Á
■:
tís
M
s
ODYB
,:S
S
' s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Helgi Magnússon & Co. S
Hafnarstræti 19. •
Sími 3184. ^
S
þakpappi
nýkominn
Verð á rúllu kr. 38,00
ekki af orðum þínum ráðið
U
,,Þú veður algerlega í villu
og svíma, kæri vinur. Að vísu
hef ég óneitanlega áhuga fyrir
ungfrúnni, — jú, jú, — en
satt bezt að segja hef ég enn
meiri áhuga fyrir hattinum
hennar“.
Ég rak upp stór augu, er.
þetta virtist alvara hans.
Hann kinkaði til min kolli.
„Jú, Hastings, — einmitt
fyrir hattinum þeim arna“.
Hann lyfti honum, eins og
hann vildi sýna mér hann.
„Hér sérðu þennan hlut, sem
vakið hefur hjá mér óumraeði-
legan áhuga. Og þú hlýtur einn
ig að geta séð hvers vegna“.
„Allra laglegasti hattur“,
sagði ég, og vissi ekki hvaðan
á mig stóð veðrið. „En hins veg
ar mjög venjuleg.t höfuðfat.
Fjöldi stúlkna ber_slíka hatta“.
„Ekki öldungis eins og þenn
an“.
Ég fór að athuga hattinn
nánar.
„Hvað sérðu, Hastings?11
„Mjög hversdagslegan, barða
mikinn hatt. En gerðin er snot
ur ....“
„Ég var ekki að biðja þig
að lýsa fyrir mér hattinum.
Það er bersýnilegt, að þú sérð
ekki neitt. Það er leiðinlegt,
Hastings, hvað þú ert gersam-
lega blindur á báðum augum
öðru hverju. Það vekur undr-
un mína hvað eftir annað. En
gættu nú betur að, minn gamli,
góði heimskingi. Þú þarft ekki
að brjóta heilann um þetta, —
augun duga, ef þú bara beitir
þeim hægt og rólega . .. . “
Og nú kom ég loksins auga
á það, sem hann vildi sýna mér.
Hann sneri hattinum enn haegt
á figur sér, en fingurgómnum
hafði hann stungið í gegn um
örlítið gat á hattbarðinu. Þeg-
ar ég veitti þessu ahygli, sk:'*3i
ég þegar, hvað hann meinti.
Hann rétti mér hattinn, gatið
var kringlótt og mjótt, og mér
var óskiljanlegt í hvaða til-
gangi það hafði verið gert, ef
það hafði nokkurn tilgang ....
• „Veítturðu því athygli, hve
snöggt ungfrúin hnykkti til
höfðinu, þegar broddflugan
nálgaðist hana? Broddflugan
stingur í andlitið .... og gatið
á hattbarðinu . . . . “
„Ekki getur broddfluga stung
ið gat á hattbarð“. ,
„Öldungis rétt, Hastings! !
Hvílík skapskyggni! Broddflug t
an hefur ekki getað gert þetta
gat á hattbarðið. Hins vegar
gæi það verið eftir byssukúlu,
vinur sæll!“
„Byssukúlu?“
„Já, kemur heim. Byssukúlu,
eins og þessa“.
Hann opnaði lófann og sýndi
mér útflatta byssukúlu.
„Það var þessi kúla, sem fé’l'
á þrep verandarinnar rétt áð-
an“.
„Þú átt við . . . .“
„Ég á við, að ekki hefði mátt
muna nema svo serri þumlungi
til þess að kúlan hefði farið í
gegn um höfuð hennar, í stað
þess að gera gat á hattbarðið.
Og nú sérðu hvað vakið hefur
áhuga minn, Hastings. Þú hafð
ir á réttu að standa áðan; mað
ur skyldi aldrei fortaka neitt.
Já, maður er ekki nema mann
legur. En þessi náungi gerði
slæma skyssu. þegar hann
skaut á stúlkuna, sem hann
hugðist myrða, úr svo löngu
færi. Hercule Poriot! Þarna er
verkefni við þitt hæfi. Nú skil
ur þú eflaust, hvers vegna við
förum á morgun og heimsækj-
um stúlkuna. Á þrem síðast
liðnum dögum hefur hún lent
í bráðri lífshættuj Það sagði
hún, Við verðum að bregða
skjótt við, Hastings. Ungfrúin
er í bráðri hættu stödd . . . . “
ANNAR KAFLI
Að Höfða.
„Poirot,“ sagði ég. „Að und-
anförnu hef ég verið að hugsa
íí
„Nytsöm æfing, vinur minn,
Þú ættir að iðka hana fram-
vegis.“
Við sátum að morgunverði
við lítið borð í útskoti við
gluggann.
„Skotinu hlýtur að hafa ver-
ið hleypt af mjög nálægt okk-
ur,“ hélt ég áfram, „þess vegna
furðar. mig á því, að við skyld-
um ekki heyra neinn skot-
hvell.
„Og þú ályktar sern svo. að
við hlytum að hafa beyrt hvell
inn í þeirri dásamlegu kyrrð,
sem ríkti, og sem ekkert rauf
nema öldugjálfrið við klett-
ana.“
..Það tel ég ekki nokkrum
vafa bundið.“
„Og samt er það nokkrum
vafa bundið. Maður getur van-
izt sumum hljóðum, svo að
maður hættir ,að taka eftir
þeim. Allan liðlangan morgun
inn höfðu þessir hraðskreiðu
lystibátar verið á skriði fram
og aftur um víkina. Fyrst i
stað vöktu yélaskellirnir at-
hýgli þína, en að nokkurri
stund liðinni hættir þú að taka
eftir þeim. En vinur minn, —
þá hefð einnig verið hægt að
hefja vélbyssuskothríð án þess
að þú veittir því athvgli fyrst
í stað, svo svipað er það hijóð
vélarskellu\um.“
„Satt er það.“ .
„Já, meðal annarra orca.“
tuldraði Poirot, „ég hef grun
um að ungfrúin fagra snæði
hér morgunverð ásamt kunn-
ingjum sínum. Ég verð því að
skila hattinum, hvort sem mér
þykir það ljúft eða leitt. En
það gerir engan mismu.n. Mál-
ið er nægilega alvarlegt til
þess, að ég geri rnér það að
heimsóknarerindi."
Hann reis léttilega úr sæt-
inu, gekk hröðum skrefum
þvert yfir gólfið og rétti ung-
frú Buckley hattimi með tii-
hlýðilegu bukti og beygingum.
er hún og kunningjar hénnar
voru í þann veginn að setjast
til borðs.
Þau voru fjögur saman, ung
frú Nick Buckley, Challenger
liðsforingi, ungur maður, sem
við höfðum enn ekki haft tæki
færi til að kynnast og ung
stúlka í fylgd með honum. Við
sáum hópinn þaðan, sem við
sátum; við heyrðum að sjóliðs-
foringinn rak öðru hverju upp
rosahlátur; hann vú'úst lát-
laus, hreinskilinn og blátt á-
fram í framkomu, og mér fell
þegár vel við hann.
Vinur minn sei þögull og
annars hugar það sem ef-tir var
máltíðarinnar. Hann braut
brauðið í mola, tuldraði öðru-
hverju lágt við sjálfan sig og
fann sér alltaf eitthvað til að
lagfæra á borðinu. Ég gerði
nokkrar tilraunir til að hefja
umræður, en gafst upp.
Hann sat við borðiö góða
stund eftir að hann liaf'ði lokið
matnum. Um leið og ungfrú
Buckley og kunningjar hennar
héldu á brott, reis hann þó úr
sæti sínu. Þau voru einrnitt í
þann veginn að taka sér sæti
frammi í setustofunni, þegar
Poirot stikaði til þeirra, reist-
ur og keikur eins og herforingi,
og ávarpaði ungfrú Buckley.
„Má ég gerast svo dja.’fur,
ungrú, að biðja yðnr að tala.
við mig nokkur orð?“
Það kom hálfgerður vand-
ræðasvipur á andlit ungu stúlk
Myndasaga barnanna
Dvergurinn fjölkunnugi
® jf ’ rgQl
'MSÆsÆ
Þeir héldu af stað, og sat
Bangsi á flekanum. Á leiðinni
skýrði Bangsi fyrirætlun sína
fyrr dvergnum. Hann ætlaði að
nota hengirúmið fyrir segl á
bátinn og sigla honum svo til
Sandflóa og fá Samma sjó-
mann til að h-jálpa þeim.
Dvergurinn sá, að þetta var
heillaráð, og fyrr en varði
komu þeir að öldubrjótnum.
Svo mikið var þá tekið að fjara
að staurarnir voru að byrja að
koma upp úr vatninu. Þeir fóru
strax heim í hellinn með hengi
rúmið.
Það var orðið rokkið, þegar
þeir komu með hengirúmið
heim í hellinn, en á klöppun-
um biðu öll hin og Dísa hljóp
og sótti skærin sín, því að
dvergurinn kallaði til þeirra,
að þau ættu að búa til segl úr
rúminu.
J
SUNNUDAGASKÓLAKENN-
ARI er að segja Jóa litla frá því
þegar kona Lots leit til baka og
varð þá að saltstólpa. „Ja,“
sagði Jói litli ákafur og ánægð-
ur yfir því að geta nefnt kenn-
aranum svipað dæmi, „einu
sinni þegar mamma var að
keyra bíl leit hún til baka og
klesstist utan í girðíngarstólpa."
❖ *
ÍRI nokkur kom þjótandi inn
í veitingahús og sagoi við veit-
ingamanninn, kröftulegan ná-
unga: „Láttu mig hafa glas áf
brennivíni áður en slagsmálín
byijja.“ þegar hann hafði skvett
brennivíninu í sig sagði hann:
..Láttu mig hafa aftur í glasið
áður en slagsmálin byrja.“
Þegar írinn hafði teygað úr
glasinu, spurði veitingamaður-
inn: „Hvaða slagsmal?“ — ,,Ég
er blankur," sagði ír.inn.
LÆKNIRINN skoðaði kon-
una mjög nákvæmlega og sagði
svo glaðlegur á svip: „Ég. Jief
góðar fréttir að segja yður, frú
Petersen.“
„Afsakið læknir — úngfrú
Petersen.“
„Ó,“ sagði læknii’inn, „ung-
frú Petersen, ég hef slæmar
fréttir fyrir yður.“
„HAMINGJAN góða,“ sagði
konan við mann sirm er hún sá
hann taka ferðatösku sína þeg-
ar hann.átti að leggja. af stað til
skrifstofunnar. „þú ert þó ekki
að fara i'rá mér?“
„Nei, ég heyrði þig tala um
að þið ætiuðuð að halda kirkju-
bazar, svo ég er bara að fara
með fötin mín niður á skrif-
stofu, þar sem ég ætla að
geyma þau þangað til bazarinn
er afstaðinn.“
LEYNILÖGREGLUSÖGURN-
AR af Sherlock Holmes eru svo
vinsælar í Bandaríkjunum, að
útgáfufyrirtæki þar hefur boð-
ið 20 þúsund dollara fyrir út-
gáfuréttinn að síðustu sögunni,
sem enn hefur ekki verið gefin
Út.
Bandaríkjamenn eru jafnvel
enn hrifnari af leynilögreglu-
maruiinum Sherlock Holmes,
aðalsöguhetju þessara bóka.
Þeir hafa stofnað Sheriock
Holmes klúbb og eru deildir úr
honum um öll Bandaríkin. Það
er ekki svo auðveit að fá að
gerast félagi þessa klúbbs, því
inntökuskilyrðin eru ströng.
Þeir, sem ætla að gerast félag-
ar, eru prófaðir á lögreglu-
mannshæfileikum. — Margir
þekktir mann hafa íallið á því
prófi, en Franklin Roosevelt
náði því og sömuleiðis Wendell
Willkie.
a *
piltar og stúlkur. Var hún flutt
í sérskóla fyrir stúlkur í nár
grenninu.
Stúlkan var flutt með leyfi
foreldra hennar, en föður henn
ar í'annst það ekki ósanngjarnt
að skólinn greiddi lionum það,
ssm kostaði hann meira viku-
lega að koma stúlkunni í
kvennaskóla. — Skólastjórinn
féllst ekki á að greiða það, sem
faðir stúlkunnar krafðist. Hantr
sagði: — Með tilliti til afleið-
inganna getum við ekki gert
það. Hversu marg&r fegurðar-
dísir höfum við ekki þurft að
flytja frá skólanum vegna þess
að skólapiltarnir hafa ekki got-
að stundað nám sitt msðan þær
voru í skólanum.
AB6