Alþýðublaðið - 31.01.1952, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 31.01.1952, Qupperneq 5
Jóhannes Guðmundsson aouri.nn FYRIR NOKKRU las ég dá- lítinn bréfkafla, þar sem meðal annars var getið um bónaa íiokkurn, er hafði bætt jörð sína mjög og unnið þar mörg stcrvirki ásamt sonum sínum. í niðurlagi bréfsins kemur sú skoðun fram, að þetta stingi mjög í stúf við hinar sífelldu og síauknu kaupkröfur og kaup skrúfur kaupstaðarbúa. Þegar ég hafði lokið lestrin- am, fór ég að hugleiða, .hvort það væri nú svo í raun og veru, að þessir kaupstaðabúar Væru eitthvað verra fólk held- ur en bændastéttin yfirleitt; hvort þeir væru eitthvað verr ínnrættir en hinir; hvort hér Væri um eðlislægan mismun að ræða. En ég sannfærðist brátt tim, að svo gæti ekki verið, því að, hvaðan eru kaupstaða- búarnir komnir? Allir vita, að þeir eru komnir úr sveitunum; því kaupstaðir og kauptún hafa bvggzt upp af sveitafólki. Fjöldinn af íbúum þessara staða er fyrrverandi sveitamenn, og aðrir afkomendur þeirra. Hér, getur því alls ekki verið um eðlislægan mun að ræða, heldur áunninn eða ávaninn; og þá er spurningin: Hvernig stendur á því, að hinn ötuli, áhugasami og nytsami bóndi og hugsjóna- maður breytist á skömmum tíma í ábyrgðarlausan kaup- kröfu- og kaupskrúfumann? svo að notuð séu orð bréfritar- ans. Það er sannarlega þess vert, að eyða ofurlítilli stund í það, að gera sér grein fyrir, hvernig á þessu stendur og að skilja það. Það gæti máske orð- íð til þess að bæta sambúðina ínilli þessara stétta; því: „að skilja er að fyrirgefa,“ segir máltækið. Við skulum þá fyrst athuga bóndann í sveitinni. Hvaða á- stæður liggja til þess, að hann er duglegur og athafnasamur framkvæmdamaður? Sérhver hendurnar á hverjum bónda. I Þriðja, síðasta og lang veiga mesta ástæðan er hagsmuna- hvötin. Hvötin til að sjá sér og sínum farborða og láta þeim vegna vel. Því meira - ræktað land, því meiri og ódýrri hey- skapur. Því betri peningshús, því betri afurðir af fénu og því minrj^ viðhald á eignunum. Því meiri garðrækt, silunga- klak, hirðing á varpi o. s. frv. þvUmeiri búsafurð’r. Þetta er hinn sterki og stóri aflgjafi í öllum búnaði: og er ekki annað en gott um það að segja. ! Enn má nefna það, að mörg af þessum störfum eru svo yndisieg og hei'landi, að það er blátt áfram hægt að gleyma sér við þau. Hvergi kemst maðar- inn betur í samband við nátt- úruna og hið gróandi líf, bæði jurta og dýra, en gegnum bú- störfin. Það er því í sjálfu sér ekkert merkilegt eða hrósvert :við það, þótt menn hafi oft langan vinnutíma og mislang- an við sveitastörfin og telji ekki eftir sér hvern snúning í þeirra þágu. Nú skulum við fylgja hinum ötula og afkastamik’a bónda í kaupstaðinn. Ymsar aðstæður geta legið til þess að hann flyt ur úr sveit í kaupstað; en hverj ar sem ástæðurnar eru, er stað reyndin sú, að þetta hefur Igerzt og það í stórum stíl, — | um það þarf ekki að deila. Stundum hafa þessir bændur , tryggt sér fasta a-tvinnu áður en þeir fluttu í kaupstaðinn — . stundum ekki. Nú skulum við 1 segja, að bóndinn hafi tryggt sér atvinnu, og að hann hafi getað byggt eða keypt hús. Hver verða þá áhugamál þessa bónda? í fyrsta lagi að sjá heim ili sínu farborða, ala upp börn ’sín, kosta þau í skóla o. s. frv’; til þess þarf í fyrsta lagi pen- inga, í öðru lagi peninga, í þriðja lagi peninga. Annað á- ið kaup. Hann getur verið trúr °g dyggur starfsmaður og unnið verk sitt vel og sam- vizkusam’ega og þar með tryggt sér frambúðarstarf, að svo miklu leyti sem slíkt er hægt; en hann leggur ekki sál sína eða orku í starfið. Hins vegar er. hann fús að vinna auka- vinnu, ef færi gefst, vegria péninganna. iem hann fær fyr:r það. Hin metnaðarlega og hagsmunalega hvöt til að vinna meira og betra starf en aðrir samborgarar og starfsfé- lagar bóndans, ekki sízt ef þeir eru margir, er svo hverfandi lítíl, að hennar gætir ekki nema 1 mjög lítið. Vissan um það, að starf hans hverfi í starfi fjöld- ans sviftir hann að mestu allri slíkri löngun. Þegar svo kaup- j kröfur og svonefndar kaup- ! skrúfur koma frá ákveðnum starfshópum, eða hinum vinn- j andi lýð í hei’d, fylgist hann j með; það eru hans hagsmunir, ! sem um er að ræða. Bóndinn er því skyndilega orðinn að . kaupskrúfumanni. Hann getur j haldið áfram að vera brenn- I andi framsóknarmaður, sjálf- | stæðismaður eða eitthvað ann- } að, keypt Tímann eða Morgun ; blaðið og lesið hvort tveggja með fjálgleik; en hann vill hafa kaup sitt og engar refjar. | Ég hef nú rætt nokkuð um hinn efnaða og heppna bónda, sem flyzt í kaupstaðinn og sezt þar að fastri vinnu. En nú vil ég víkja að hinum fátæka og atvinnulausa bónda, sem flyzt á mölina án þess að eiga þar nokkra atvinnu vísa til lengd- ar — og þeir bændur munu fullt eins algengir. Þeir verða af góðum og gildum ástæðum að láta sér lynda húsnæði í kjallara eða á hanabjálkaiofti j— langt um lélegra en þeýr hafa nokkurn tíma vanizt áður. Þeir eru með, öllu sviptir nátt- úrlegu sambandi mannsins við bóndi, sem gæddur er framan- greindum kostum, er það eink- um af þrem ástæðum, sem ég ætla að tilgreina; fleiri geta að vísu komið til greina. í fyrsta lagi er það metnáð- argirni. Ungi bóndinn' vill gjaunan vekja á sér athygli með því að framkvæma eitthvað nýtt, brjóta nýjar leiðir og vera til fyrirmyndar. Geti hann ekki verið til fyrirmyndar, gefur hann nánar gætur að nágrönn- um sínum og sveitungum; og slétti nágranninn hektara, sléttar hann líka hektara eða helzt tvo. Girði nágranninn land sitt eða tún, gerir hann það líka. Byggi nágranninn peningshús eða íbúðarhús, klífur hann þrítugan hamarinn til að gera hið sama. Þannig eru sveitabýlin ræktuð, girt og byegð. Onnur ástæðan til athafna- semi bóndans er sú hvöt, að láta eitthvað sjást eftir sig, löngunin til þess að hverfa ekki strax úr minningu manna eða gleymast að loknum hérvistar- dögum, sbr. vísuna í Hávamál- um: „Deyr fé, deyja frændur11 o. s. frv. Þessi ástæða getur veg- ið nokkuð og valdið allmiklu um afrek manna í búnaði. Og sveitin með sínu óræktaða og að vissu leyti ónumda landi hýður einmitt ágæt skilyrði til þess að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða, einkum nú á tím- um, þegar skilyrðin til þess eru að miklu leyti lögð upp í hugamál hans getur verið end- urbætur á húseign sinni; sé hún stór, þá að gera hana sem arðbærasta. En endurbætur á húseignum kosta mikið fé; til þeirra þarf meiri peninga. Svo kemur húsmóðirin til sögunn- ar, vön að hafa rausnarlegt heimili með myndarbrag; ekki lakara en önnur sveitaheimili; og máske dálítið betur. Og nú sér hún allan íburðinn og lúx- usinn í kring um sig; til hinna lakari húsa lítur hún ekki; þau eru neðan við virðingu hennar. En hún vill engin hornkerling vera í hinu nýja umhverfi frem ur en heima hjá sér í sveitinni; og til þess að fylgjast með þarf peninga og aftur peninga. Öll athygli bóndans beinist því í í eina átt, öflun peningá. Hann fyjgist því nákvæmlega með hækkun eða lækkun vöruverðs — uppbótum á vísitölu, hverri kjararýrnun og hverri kjara- breytingu. Meðan hann var í sveitinni hefði hann glaður fórnað lífi sínu og kröftum vegna jarðar sinnar, til þess að sjá hana gróa, batna, stækka og vaxa í á’iti. En hverju á hann nú að fórna starfskröftum sínum og lífi? Ekki vinnuveitandanum, nema að því leyti, sem honum ber skylda til. Hvort sem bónd- inn verður skrifstofumaður, af- greiðslumaður eða umsjónar- maður í einhverri mynd, þá vinnur hann aðeins sinn á- kveðna vinnutíma fyrir ákveð- hina gróandi jörð. Öll tilvera þeirra og ástvina þeirra, að ég ekki tali um vellíðan, er kom- in undir því að afla peninga: fyrsta og síðasta áhugamál þeirra er því atvinna og pen- ingar. Til þess að afla sér betra húsnæðis og losna úr kjallara- holunni eða súðarkytrunni þarf bætt kjör. meiri vinnu, meiri peninga. Til þess að börnin og konan geti ge.ngið betur til fara þarf meiri peninga; til þess í heild að vinna sér virðu’egri sess meðal samborgará sinna þarf meiri peninga; — og hver er það, sem ekki vill vinnna sér slíkan sess? Hver er það, sem ekki vill öðlast meiri hag- sæld, meiri þægindi. meiri vel- iíðan og meiri virðingu? Og sjá; aht þetta fæst fyrir pen- inga; að minnsta kosti lítur h'nn almenni borgari svo á. Hvað sem því stjórnmálaskoð- unum hins fáfæka bcnda líður. — hann getur huggað sig við það, að hann fylgi enn sínum flokki, — þá er staðreyndin sú, að hann er. orðinn verkamaður í kaupstað með öryggislausa af- komu; og öll hans framtíðar- heill er undir því komin, að hann hafi atvinnu og viðun- andi kaup. Ég þykist nú hafa sýnt fram á. að það er hvorki af heimsku né illgirni, að kaupkröfur og kaupskrúfur koma fram í kaup- stöðum og þorpum og eru born- ar fram áf hinum ýmsu starfs- Framhald a 7. síðu. M, þegar þér íiafii kamtaS vöru- birgðir yiar, asfiuð [lér aS aifíuga hvorí brunaíryggingar yðar eru í samræmi við verimæfi beírra. Leikfélag Dalvíkur: .Ðrengurinn minn' eftir l'Árrange DALVÍK í janúar. LEIKLISTIN á orðið traustar rætur í íslenzku þjóðlífi. Vart hefði því verið trúað á byrjunar skeiði leiklistarinnar hér á Iandi, að eftir fáa áratugi fyndist ekki það byggðarlag, er leiklist in. hefði ekki unmið land. Þótt hljótt fari, hafa undarleg þrek virki verið unnin í þágu leik- listarinnar vítt um landið. Hvert byggðarlag á undarlega frjóva og heilsteypta leikkrafta, og mætti segja að leiklistin hafi leyst ljóðlistina af hólmi; því áður fyrr var annar hver Is- lendingur hagyrðingur, en nú mætti með nokkrum rétti segja að ahnar hvor íslendingur hefði meðfædda leikaragáfu. Á Dalvik hefur leiklístinni fyr jrlöngu . auðnast- að ná tryggri fótfestu. Leikfélag Dalvíkur hef ur lyft mörgum Grettistökum, og auk þess hefur verið. að inn an vébanda þess hafa jafnan ver ið leikkraftar, er sómt hefðu sér fullkomlega á hvaða leik sviði sem er. í vetur hefur það sýnt leikritið „Drengurinn minn" eftir Adolph J. Arrange við hinn bezta orðstir, og er eigi of mælt. að sjaldan hafi betur tekizt og lofar það góðu um enn stærri afrek í framtíðinni. Sá leikari, er bar af á leik- j sviði Dalvíkur að þessu sinni, er Steingrímur Þorsteinsson, sem jafnframt er leikstjóri. Myndi Steingrímur sóma sér vel í þjóðleikhúsi íslendinga. Mun eflaust fáum gleymast leikur Steingríms í hlutverki Mörpss, skósmiðs, hinn rismikla og hof mátuga blindingja. er vegna of urástar á ,d.rengnum sínurrr upp skar að launum þann beizka kaleik, að sjá á eftir „drengn- um“ inn á braut óráðvendi og lítilmennsku. En sú raun varð þess þó valdandi, að Mörup skó smiður fékk sjónina og sá hlut- ina í rétíu Ijósi og varð að mikilmenni við fall sonar sins í fátækt sinn. Steingrimi hefur oft tekist vel og eigi mun það oflof, að hann hafi enn vaxið í þessu hlutverki s’nu. Af öðrum Ieíkúrum vil ég geta Sigfúsar Þorleifssonar í gervi Bertelsens Tullmektugs, góðlyr.ds og ailkátbroslegs júrista. Dætur hans tvær. Emmu og Maríu leika þær Ingibjörg Thoraiensen og Hallfríður Árna dótíir. Leikur Ingibjargar er frjór og listrænn og fannst mér hún skila sínu hlutverki næst bezt á eftir Steingrími. Leikur Hallfríðar. sýndi, að þar er leik konuefni á ferðinni, er margs megi af vænta í framtíðinni, ef henni tekst að þroska leiklistar hæfileika sína svo sem hugur hennar mun standa til. Klöru, dóttir Mörups skósmiðs. leikur Evvör Stefánsdóttir og skilar hlutverki lýtalaust. Drengurinn, bróðir hennar er leikinn af Vil helmi Þórarinssyni; skilar hann því laglega, en þó hefði hann mátt sína flysjungsháttinn með sterkari dráttum. Frank Skóara svein leikur Marinó Þorsteins- son með prýði og Sölling all ankannanlegan meinleysingja leikur Jóhann Þorleifsson og er sem skapaður í það hlutverk. Guðbjörg Vpldemai'sdóttir leik ur Stínu vinnukonu og verður enginn fyrir -vonbrigðum af leik hennar. Aðrir leikendur eru Sig týr Sigurðsson sem Vigberg grósseria. Haraldur Zophónias son leikur Fischer; skóarasvein arnir Larsen og Kristján eru leiknir af Sigurjóni Antonssyni og Ingólfi Jónssyni; Sverrir Valdemarsson leikur Lárus dáta; Arnar og Sævar Sigtýrs- synir leika litla drengi og þjón ustustúlku leikur Edda Ögmunds dóttir. Framhald á 7. síðu. ( i m- ■ -t AB 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.