Tíminn - 02.06.1964, Síða 3

Tíminn - 02.06.1964, Síða 3
K MA OG HEIMAf f þurfti ég aldrei að beita vopni, því að það var aldrei gerð al- vara úr að' ráða Stauning af dög- um. Föst vinna KópavogskaupstaSur óskar að fastráða til við- haldsvinnu 4 verkamenn — þegar í stað. Fastráða. Laun samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar hjá Axel Ólafssyni, verkstjóra, síma 40955. 'ljónatemjarinn Rita Florian (yzt t.h.) reynir að lokka eitt villidýrið til sfn. Skambyssuvopnalur ráðherra- hílstjári og „Katö írá Hóli" FLESTUM fullorðnum Reykvík- ingum er í fersku minni danski forsætisráðherrann Thorvald Stauning frá því að hann heim- sótti ísland á árunum fyrir stríð. því að alls staðar sópaði að hon- um, hvar sem hann fór, stór og kempulegur, alskeggjaður og glað legur. Hann varð forsætisráðherra Dana árið áður en við héldum Al- þingishátíðina, og því eimbætti gegndi hann unz hann lézt árið 1942. Nú um daginn var afhjúpað minnismerki um Stauning á torg inu framan við Tæknifræðistofn- unina í Kaupmannahöfn. Þar voru viðstaddir margir fyrrverandi starfsmenn hins látna forsætis- ráðherra, þeirra á meðal ráðherra- bílstjórinn, P. E. Kragerup, sem var einkabílstjóri Staunings öll ár in, sem hann forsætisráðherra. — Og hann var ekki aðeins bílstjóri, heldur og um tíma í lífverði for- sætisráðherrans, búinn hlaðinni skammbyssu og gúmmíkylfu. — Þetta voru óróatímar, árin milli 1930 og 1940, og Stauning var nokkrum sinnum hótað lífláti, þess vegna voru oft tveir leynilög- regluþjónar samferða aftur í bíln- um, þegar við ferðuðumst um land ið, sagði Kragerup í blaðaviðtali á dögunum. Þegar svo æsingaöld- urnar lægði, voru þeir látnir hætta, en mér var ætlað að gegna starfi lífvarðar. Ég fékk kennslu í vopnaburði og hafði alltaf til- tæka byssu hlaðna sex skotum, þegar ég var á ferli úti með for- sætisráðherranum. í hvert sinn seen Stauning sté út úr bílnum, var ég þegar kominn á hæla hon um og hafði gát á öllu við“hveit. fótmál hans. Til allrar hamingju — Stauning kom mér fyrir sjónir sem mjög dagfarsprúður og blátt áfram maður, segir Kragerup enn fremur. Ég byrjaði að vinna sern ráðherrabílstjóri í ráðherratíð Madsen-Mygdal, sem var ákaflega hlédrægur. Stauning var allt- önnur manngerð. Alltaf sá hann mér fyrir einhverju til að drepa tímann með á meðan ég' beið eftir honum og líka, að ég fengi alltaf nóg að borða á leiðinni. Hann þar fjölskyldu mína mjög fyrir brjósti og spurði oft um börnin, sem hann rétti oft hjálparhönd eftir að þau stálpuðust. Hann hafði til að bera mannlegan hlýleik, sern ég mun aldrei gleyma. — Hvíldist Stauning, þegar hann ferðaðist um landið? spurði blaðamaðurinn. — Já. Hann gat ekki sofið í bíln uen, en hann slappaði samt af á sinn hátt. Þegar við fórum í langferðir, var það oft vani minn að söngla dægurlög. Það þótti Stauning vænt um, og oft raulaði bann með. Og þegar hann var í sérlega góðu skapi, tók hann uncl ir viðlagið með sinni kröftugu raust. Ég man t. d. eftir að við sungum lögin úr „Kátu ekkjunní“ og „Kalli, Kalli, Kalli frá Hóir o. s. frv. Við skemmtum okkur stórkostlega. Og Stauning gleymdi alveg stjórnmálaþjarkinu og slapp aði vel af. Hann var mjög hjálp- samur. Einu sinni þegar við vor- um á leið suður eftir Jótlandi og ætluðum að komast til Tönder íy; ir kvöldið, var svo biksvört þok- an, að ég sá ekki fetið fram fyrir bílinn. Þá sté Stauning út úr bíln- um og gekk á undan og vísaði mér veginn marga kílómetra inn að bænum. Gleymdu gosinu, er IjóniB slupp út Ekki þykir Sikileyjarskeggjum það nein stórtíðindi, þótt eldfjallið Etna taki að gjósa, svo oft sem það kemur fyrir, nema þá helzt þeim, er búa í næsta nágrenni. En á meðan eldgosið stóð þar yfir á dögunum, fengu borgarbúarnir i Catania annað að hugsa einn dag- inn og gleymdu eldgosinu í skelf- ingu sinni út af öðrum atburði, sem því, að á einhvern óskiljan- legan hátt sluppu fjögur fullorðin ljón út úr sirkusbúri og æddu bandóð um götur borgarinnar. Flestir áttu fótum fjör að launa og hlupu hver í kapp við annan og Ijónin, flýttu sér að næsta húsi og skelltu í lás. Lögreglan og slökkviliðið létu hendur standa fram úr ermum í eltingaleiknum við ljónin, en að þessu sinni var yfirstjórnandfm kona, ljónatemj- arinn Rita Florian. Eltingaleikur- inn stóð yfir í fullar fimm klukku stundir. Eitt af ljónunum, Mabruk að nafni, stökk inn um opinn glugga í íbúð nokkurri — en hafn aði í baðherberginu. Húsmóðirin. frú Alfia Saitta, náði með hcrkj um að skella hurðinni að stöfum og snúa lytklinum áður en ieið yf ir hana. Og þegar lögreglan og björgunarsveit komu á vettvr„og lá frú Saitta í öngviti öðrum meg in við hurðina, en öskrandi og krafsandi ljónið hinum megin. Þegar ljónatemjarinn Bizarro ætlaði að ota Ijóninu út með krós stjaka, fékk hann stjakann í höf- uðið og lá við roti. Loks tókst honum þó að róa skepnuna og teyma hana á brott, Hin ljómn voru fönguð sitt í hverri áttinni. Eitt valsaði um í gerði á bak við vöruhús en tugir fólks skjálfandi fyrir innan. Annað komst inn < sölubúð og óð þar um „eins og grenjandi ljón“ og var ekki sjón að sjá söluvarninginn. Það þriðja var steinsofandi á byggingarpalii hjá húsi í stníðum. Rita Florian stóð sig eins og hetja við að safna þeim saman og vísa þeim inn í búrin en lö ; regluþjónarnir stóðu með hlaðna riffla allt um kring, P. E. Kragerup sem bílstjóri og lífvörSur Staunings, fór me8 honum hvert 6 land sem var, alla hans ráðherratíð. Á VÍÐAVANCI I„Óku betur ölvaðir" Morgunblaðið byrjar sér- kennilega hugsjónabaráttu með allmiklum bumbuslætti s. 1. sunnudag, og lætur sér ekki duga minna í fyrstu lotunni en tvær greinar, báðar ritaðar af blaðamönnum blaðsins sjálfs, til þess að lofsyngja dýrð þess og mæla með því, að menn aki bifreið ölvaðir. I annarri grein inni er frá því sagt — án þess að fréttaheimild sé greind — að danska sjónvarpið hafi gert tvær samanburðartilraunir með ökuhæfni ölvaðra manna og allsgáðra, og komið hafi í Ijós í báðum, að ölvaðir menn óku beíur en ódrukknir, og ef trúa má þessari frásögn- Mbl. ætti það að vera bezta hressingar- lyf fyrir langa og erfiða öku- ferð að fá sér „tvo tvöfalda snafsa, tvær flöskur af sterku öli og stóran skammt af líkjör“. Þetta finnst Mbl. svo mikill boðskapur, að það leggur til skrautramma og feitt letur til þess að vekja athýgli á stór- merkjunum. Fordæmi sýslumanna og lögreglustjóra En þetta var aðeins fyrsta vers. Svona góðu málefni verð- , ur að fylgja eftir. Á næstu blað síðu er enn stærri rammi, með stórri teikningu, þar sem menn staupa sig vel, og blaða- maður frá Mbl. í hópnum. Hann segir síðan fjálglega dæmisögu til rökstuðnings því framfaraspori, að lögreglustjór ar og sýslumenn fái sér vel í staupinu áður en þeir setjast undir stýri og séu þannig öðr- um góð fyrirmynd. Dæmisagan gerist í gólfklúbb á Orkneyjum, þar sem „Roddy lögreglustjóri . . . tekur sér vænan sopa af viskíglasi sínu, ber svo ölkrús að munni sér með hinni hend- inni og skolar niður sterkari vökvanum“. Og þegar Ærykkj- unni hefur verið allvel og ná- kvæmlega Iýst, er svo sagt frá heimförinni: „Sá eini, sem ek- ur sínum bíl, er Roddy“, vænt- anlega öðrum til fyrirmyndar. Er nú þess að vænta, að Mbl. herði sóknina í þessu trú- boði sínu undir kjörorðinu: Akið ölvaðir. Á að losa um hömlurnar? Það er engu líkara en Morg- unblaðið sé að boða það, að ríkisstjórnin ætli að fara að opna herstöðina á Keflavíkur- flugvelli og aflétta hömlum af ferðum og samskiptum hinna erlendu varnarliðsmanna og fs- lendinga. Blaðið grípur tæki- færið og skrifar heilan leiðara s. 1. laugardag af því tilefni, að erlendur blaðamaður hefur rætt málið í blaði sínu eftir dvöl hér á Iandi. Leiðarinn er látinn heita þessu sakleysislega nafni: Erlendur blaðamaður á íslandi", rétt eins og það sé nýlunda til þess að skrifa um leiðara, að hingað komi erlend- ur blaðamaður. En fljótlega verður ljóst, að ritstjórinn, sem leiðarann skrifar, er aðeins að byggja sér bru að ákveðnu áhugamáli, sem hann vill koma að, því að hann segir eftir all- miklar vangaveltur: „Það er rétt hjá greinar- höfundi, að hömlur hafa verið lagðar á ferðir varnarliðs- < manna út úr flugstöðinni. — Þessar hömlur voru hvorki sett ar af ótta né mannvonzku, held ur af illri nauðsyn á sínum (Framhald á 6 síðu) T ÍM I N N, þriðjudaginn 2. júni 1964 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.