Tíminn - 02.06.1964, Síða 8

Tíminn - 02.06.1964, Síða 8
Haraldur Böðvarsson: Sjúkrahúsið á Akranesi ÉG SKRIFAÐI stjórn Andaikíb- árvirkjunar neðangreint bréf, sem mig langar til að komi fyrir al- menningssjónir og vil svo bæta við nokkrum orðum að endinga til hvatningar um fraimlög íil sjúkrahússins. Akranesi, 30. okt. 1963. Þegar byggja átti Sjúkrahús Akraness fyrir nokkrum árum síð- an, var eiginlega ekki fé til að gera það með, að undanskildum sjóði, sem kvenfélagið hér hafði 6afnað, ca. 165 þúsund kr., og áheita- og gjafasjóður ca. 100 þús- und, en húsið átti að kosta samkv. áætlun 2 milljónir og þar af átti að koma frá Ríkissjóði 800 þús. eða 40%, nú, þá vantaði 935 þús- und og það lagði Bíóhöllin til þannig: Nokkuð af upphæðinni var greitt úr sjóði, en stærsti hlut inn var fenginn að láni hjá Trygg ingastofnun ríkisins gegn veði í tekjum hennar, og nú er sú skuld að mestu greidd (aðeins eftir 60 þúsund). Eg var kosinn í nefnd ásamt fjórum öðrum til þess að vinna að framkvæmd málsins. Eft ir ca. 4 ár var húsið loksins full- gert og afhentum við þá bæjar- stjórninni það skuldlaust, en þá var eftir að kaupa allan húsbúnað og lækningatæki ’m. m. og kom það í hluta Akranesbæjar. Eg var þá líka í stjóm Anda- kílsárvirkjunar, sem er sameign Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraneskaupstaðar. Mér fannst þá mjög æskilegt og næstum sjálf sagt, að sýslumar legðu fram vera lega upphæð til Sjúkrahússins, þar sem (eins og reynslan hefur sýnt) að Sjúkrahúsið hefur verið not- að að jöfnu fyrir Akumesinga sýslumar og aðra, eftir því, sem rúm leyfir. Eg talfærði þetta við Jón heit. Steingrímsson, sýslumann og Guðmund heit. Jónsson á Hvít- árbakka og bað þá að athuga mögu leifca hjá sýslunefndunum, hvort þær sæju sér fært að láta eitt- hvað af mörkum í þesisu skyni, en árangur af því varð enginn og var borið við að ekki væri fé fyrir hendi. Nú er svo komið, að Sjúkrahús- ið er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þann mikla fjölda sjúklinga, sem sækja um vist á því, og þess vegna stendur til að hefja bygg- ingu nýs fjórðungssj úkrahúss hér í sambandi við það, sem fyrir er. Gert er ráð fyrir að þessi nýja bygging muni kosta um 25 millj. en þar af leggur Ríkissjóður til 60% eða 15 milljónir, nú, og þá verður að koma annars staðar frá 10 milljónir og þar að auki allur búnaður og mikið af nýjum lækn- ingatækjum. Eg var sjúklingur í sjúkrahús- inu í júní s.l. og skil þess vegna enn þá betur, hve mikið öryggi felst í því fyrir þá sem veikjast, að geta leitað til fullkomins sjúkra húss með úrvals lækna og hjúkr- unarliði, — þú getur þurft á því að halda fyrr eða síðar. — Reynsl an sýnir, að margir hafa fengið bót meina sinna á Sjúkrahúsi Akra ness og hefur það unnið sér álit og hróður víða um land. Þá vil ég snúa mér að merg málsins; Akranesbær hefur ekki bolmagn til að byggja þetta á eig- in spýtur og er því nauðsynlegt að leita annarra úrræða, og kem- ur þá fyrst til mála að leita stuðn ings nærliggjandi sýslna, en þá kemur að því sama og þegar sjúkrahúsið gamla var byggt, fé er ekM fyrir hendi, hvorM hjá sýslunum né Akranesbæ. En samt sem áður er hægt að leysa þetta vandamál á mjög auðveldan hátt, sköralegan og með miMum mynd- arbrag, héraðinu öllu til sóma og blessunar. Andakílsárvirkjun er eign sýsln anna og Akraness eins og fyrr segir að Va hvert, fjárhagur virikj- uninnar er með miMum blóma, þrátt fyrir að hún selji raforkuna ódýrar en nokkur önnur virkjun á landinu. Til samanburðar við aðrar virkjanir, sem byggðar hafa verið síðustu árin miðað við kostn aðarverð og framleiðslugetu, þá er Andakílsárvirkjun minnst 100 milljóna króna virði, hún átti um s.l. áramót peningaeign um 3,5 millj. en áhvílandi skuldir era að eins 9,8 milljónir og má því segja, að virkjunin eigi samkv. framan- sögðu skuldlausa eign milli 90 og 100 milljónir, og þar að auM græðir hún árlega nettó 1—2 milljónir með sama verðlagi og nú er. Eg vil geta þess til skýringar, að Andakílsárvirkjun hefur haft tvo þriðju hluta tekna sinna af seldri raforku til Akraness, en að eins einn þriðja frá öðrum sam- anlagt. Mér hefur dottið í hug að bera fram fyrir hinn virðuiega 27 full- trúafund fund Andakílsárvirkjun ar (9 frá hvorri sýslu og 9 frá Akranesi) að virkjunin leggi fram til Fjórðungssjúkrahúss Akraness óafturkræft framlag 9 milljónir króna, þ. e. 3 milljónir frá hverj- um aðila, Akranesi, Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu. En þá einu milljón sem á vantar ásamt lækn- ingatækjum og húsbúnaði öllum leggi Akranesbær til þar að auki. Nú getur enginn aðilinn borið því við að fé sé eMd fyrir hendi, því eins og áður segir er vandamálið leyst á auðveldan hátt án þess að nokkur þurfi að kveinka sér. Virkjunin getur ekki tekið alla upphæðina úr eigin sjóði á þessu ári, en eftir því sem mér hefur verið sagt um, mun nægja að upp hæðin verði af hendi látin á 6 ár um, þ. e. IV2 milljón á ári, eða til vara, á 9 árum, þ. e. 1 milljón á ári. Nú veit ég ekM hvort hægt sé að gera þessa ráðstöfun án þess að breyta lögum félagsins Anda- kílsárvirkjunar, en til lagabreyt- ingar þarf samþykM félagsfundar, þ. e. 27 fulltrúa fundarins. En til þess að ekki þurfi að kalla saman félagsfund, sem er ýmsum vand- kvæðum bundið, þá finnst mér að óathugúðu máli þó, geti fund urinn samþykkt tillöguna um 9 milljóna króna framlagið og feli stjóminni (7 manna) fullt og ó- afturkræft umboð til að ganga frá málinu og þar með lagabreyting unni ef með skyldi þurfa. Það er hugsanlegt að fara megi ýmsar leiðir án þess að til laga- breytinga þurfi að koma, en það er atriði, sem ég veit, að fulltrú- amir muni leysa á fundinum. Þegar stjóm Andakílsárvirkjun ar var á fyrstu fundum sínum að ræða og taka ákvörðun um bygg- ingu og stærð virkjunarinnar, var þar jafnan mættur tækni- og verk fræðingur fyrirtækisins, hr. Árni Pálsson .Hann áleit, að 1600 hest- afla virkjun mundi nægja okkur fyrst í stað og 2400 hestöfl nokk- ur ár, og það væri hámark fyrstu virkjunar. Verkfræðingurinn hafði rétt fyrir sér að vissu marki, en ég þóttist hafa lært það af reynsl- unni, að allar virkjanir fram að þeim tíma reyndust fljótlega of afkastalitlar og lagði þess vegna til, að virkjuð yrðu strax 5000 hestöfl og fékk meðnefndarmenn mína og okkar ágæta Árna Páls- son til að samþykkja þessa stærð. Fyrstu árin var orkan ekM full- notuð, en ekki leið á löngu þar til allt var komið í gagnið. Nú ber ég fram nýstárlega til- lögu samkvæmt framansögðu, sem ég vona að fulltrúamir 27 beri gæfu til að samþykkja, og tel ég líMegt að framtíðin muni minn- ast þeirra manna með virðingu, sem komu henni fram með at- kvæði sínu. Eg hefi beðizt undan endurkosn ingu í stjórn virkjuninnar sökum veikinda, en mér er eins og fyrr Hálfan fjórða tuginn ára tel ég runninn. Hugurinn flýgur fornar slóðir, fljúgið með mér vinir góðir. Prófi lokið, blóm í barmi, birta og ylur. Himinglöð við sungum saman, sjö með stúdentsframann, Þá var sól_og sunnanblær í sálu minni. Hlýtt er enn í hug og sinni, haustlitir í framtíðinni. Ljúft er mér að líta í anda læri- feður: Meistara vil ég mæra fyrstan, mjög annt um heiður, heill og framgang Andakílsárvirkjunar. Með vinsemdarkveðju, Haraldur Böðvarsson. Eftirmáli: Því miður var tillaga mín í of- angreindu bréfi ekki samþykkt á fundinum í þetta sinn og ekkert framlag innt af hendi frá virkjun- inni, því miður. En sem betur fer hafa sjúkrahúsinu borizt stórgjaf- ir nú nýlega, fyrst og fremst hin höfðinglega gjöf frá Kaupfélagi Borgfirðinga, 500 þúsund krónur og ein milljón fyrir milligöngu hins mikla athafnamanns Júlíusar Bjarnasonar bónda á Leirá, frá velunnurum sjúkrahússins í Borg arfjarðar- og Mýrasýslum, en bet- ur tná ef duga skal og vil ég beina máli mínu fyrst og fremst til Ak- urnesinga og annarra velunnara sjúkrahússins, t. d. sýslnanna í Vesturlandsumdæmi og víðar, afl taka nú höndum saman í þessu velferðarmáli, og bið ég þá að taka sér í munn hin frægu orð Grettis: „Ekki skal skuturinn eft- ir liggja ef vel er róið frammí“. Sérstaklega vil ég þó beina máli mínu til fullorðna fólksins, sem á einhver efni, að athuga gaumgæfi lega, hvort ekki sé rétt að leggja nokkuð af cnörkum af efnum sfn- um til þessa nauðsynjamáls. Ég hefi ekki þessi orð fleiri að sinni, og treysti því fastlega að gjafmildi og rausn eigi eftir að sýna sig í verM frá fleiri en komið er. Akranesi, 25. maí, 1964. Vinarkveðja, ég man hann glettinn, hlýjan, byrstan. Klæddur sloppnum, kveðandi sitt kennilagið, á stórri kippu Iætur löngum lykla hringla á skólagöngum. Með Guðmundi var gott að skoða grös og steina. Forna gátu reyna að ráða — rúnum jarðlaganna skráða. í nefið tók með tignarbrag í templarsskrúða Brynleifur á sögu sviði — sækir hart að Bakkusliði. Framhald á 13. s(5u. HARALDUR BÖÐVARSSON. 35 ÁRA AFMÆLI2. ÁRGANGS AKUR- EYRARSTÚDENTA 1929-1964, 31.5. THE UNCOMMON COMMON- ER: a study of Sir Alec Dou- glas-Home. Höfundur: John Dickie. Útgefandi: Pall Mail Press. Verð: 25sh. 1964. Það er blaðamaður, sem hef- ur sett saman þessa bók um núverandi forsætisráðherra Breta. Eins og mörgum blaða mönnum er títt, virðist hann gefa nokkuð ýkta mynd af manninum, hann segir að titla afsal Douglas-Home eigi sér enga hliðstæðu brezkri sögu og hann stundi það að brjóta hefðir ættarinnar með hegðun sinni fyrr og nú. Þetta er rang' og gefur ranga mynd af mann inum. Það er almennt viður kennt að Sir Alec sé meinleys- ismaður, ef til vill of mein- laus til þess að gegna embæt.ti forsætisráðherra, hann býður af sér góðan þokka, enda vel uppalinn. Það er langt frá því að hann hafi brotið hefðir ætt ar sinnar, nema þá í atriðum. sem engu máli sMpta. Líf hans hefur verið atburðalítið hing- að til og hann hefur lifað eðli- legu yfirstéttarlífi, haft þann smekk og skoðanir sem gerast og ganga meðal brezkrar yfir- stéttar, og hefur el?M gert nein frávik frá því. Hann hefur stjórnað búgörðum sínum í Skotlandi af dugnaði og kann með peninga að fara. í stjórn málum er hann íhaldsmaðar að eðli og uppeldi. f öllum helztu deilumálum undanfar- inna áratuga hefur hann stutt íhaldsflokkinn. Hann studdi Chamberlaine í Munchenar- samningunum 1938. Hann að hylltist skoðanir Edens á Súez málinu. í einu máli snerist hann gegn meirihluta flokks manna sinna og það var í sam bandi við Yalta-ráðstefnuna. Þessi ævisaga er hentug að því leyti, að í henni era dregn ar saman allar heimildir uai cnanninn, sem máli skipta, en þær benda einnig til þess að hæfni hans til þessa embættis sé eikM þyngri á metum en Sir ALEC DOUGLAS-HOME hæfni flestra fyrirrennara hans nema síður sé. Höfundur legg- ur mikla áherzlu á áhuga Sir Alec fyrir framförum og ný mótun brezks þjóðfélags, en manni virðist sá áhugi mann inum lítið eiginlegur, sem er lika mjög skiljanlegt. Mesti veiMeiki hans eru andstæðurn ar, hann sjálfur, íhaldssamur og venjulegur yfirstéttar-Breti og þær skoðanir sem hann á lítur sig þurfa að styðja, fram farir og nýmótun brezks þjóð- félags. Ef rétt er að þessar skoðan ir muni leiða til farsældar, þá hlýtur að hvarfla að manni hvort Sir Alec allra manna verði þessum skoðunum til framdráttar. Hann er mörgum góðum kostum búinn að áliti höfundar, gamansamur, vel- viljaður, hugdjarfur og þægi- legur í umgengni, en jafn- framt íhaldssamur og venju- bundinn, og hlýtur því fremur að aðhyllast verndun ríkjandi ástands en fracnfarir. Þrátt fyr ir galla bókarinnar er hún þó fengur. Gallarnir spretta af atvinnu höfundar, að stækka fyrir sér menn og málefni, láta fólk undrast, stundum og ærið oft er blaðamennskan, að gera úlf alda úr mýflugu, láta lesendur gapa af undran. Og blaðamenn irnir sjálfir verða alteknir af þessum atvinnuháttum, þeir undrast og masa um hluti og menn, sem enga undrun eiga skilið eða aðdáun. Kostir bók- arinnar eril, hún er lipurlega skrifuð og skemmtileg aflestr- ar -Góðir blaðamenn geta gert fáfengilega atburði og venju- legt fólk sögulega. OPERATION BARBAROSSA: Höfundur: Roald Seth. Útgef- andi: Anthony Blond. Verð: 25sh. 1964. Stríðssaga. Góð og hlutlaus lýsing á árás Þjóðverja á Sov- étríkin 1941. Höfundurinn lýs- ir bardagaaðferðum beggja að- ila og Yiðbrögðuim þeirra við framvindu atburðanna. Bókin er skrifuð fyrir almenning, Ijós og Lifandi frásögn, en hún er það vel unnin, efnið það vel rannsakað, að hún verður- einn ig heimildarrit, sem vitna má til. Saga þessara atburða hefur að nokkru verið þöguð hingaS til, af stjórnmá’aástæðum fyrst og fremst og það er fyrst nú sem hlutlausar lýsingar þess- ara atburða hafa séð dagsins ljós. . v ------- 8 TÍMINN, þrlSiudafllnn 2. |ðnf 19M

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.