Alþýðublaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.03.1952, Blaðsíða 8
Ljósmyndasýningin opnuð í gœt ALÞY9UBLABIB Það, sem þarf Rií Davíðs Stefánssonar í heild- arútgáfu hjá Helgafelli í ar \ ------♦------- Hun flytur 7 Ijóðabækur, 3 leikrit og -Þessi ljósmynd er ein' af myndunum á Ijósmyndasýningunni í Listvinasalnum, sem opnuð var í gær. Myndin nefnist „Hliðio1 og er eftir Ásgeir Long, vélstjóra, 'í Hafnarfirði. — Sýningin er í dag og framvegis opin frá klukkan 1—10 síðdegis og á að standa til næstu mánaðamóta. rlffli oi Annar, sem tekinn hefur verið fastur, játar á sig siö innbrot í vetur. --------------------*---------- LÖGREGLAN hefur nú handsamað mann þann, er brauzt inn í verzlun Hans Petersens í Bankastræti þann 27. febrúar s.l. og slapp úr sjálíheldunni í búðinni með því að beina riffii að lögregluþjóninum, sem sat fyrir honum utan við bakdyrnar. Sakadómari skýrði fréttamönnum frá því í gær að Gunnar Gígja, tvítugur að aldri, til heimilís að Sunnuhvoli í Reykja- vík, hefði Viðurkennt að vera valdur að innbrotinu hjá Hans Petersen og einnig að hafa brotizt inn á tveimur öðrum stöð- um. Þá upplýsti sakadómari að Jónas Þórður Guðjónsson, 29 ára, Mávahlíð 31, hefði viðurkennt að vera valdur að 7 inn- forotum, sem framin voru í vetur. Gunnar Gígja hefur áður fengið dóm, en Jónas Þórður Guðjónsson ekki. ♦ GUnnar segist hafa verið undir áhrifum áfelagis er hann framdi innbrotin. Kvaðst harm fyrst hafa farið að verzlun Jó- hanns Ólafssonar h.f. við Hverf isgötu og brotizt þar inn um dyrnar. Leitaði hana þar í skrif stoíunni og í búðinni og fann ekki annað en 30 til 40 krónur í peningum, er hann hafði á brott með sér. Lagði hann síð- an leið sína að verziuninni Síld og fisk í Bergstaðastræti og komst þar inn um giugga, sem gleymzt hafði að loka. Þar fann hann 30 til 40 krónur og einn pakka af riffilskotum. í nýju uppþofi í stríðsfangabúðum NÝJAR kommúnistaóeirðir í fyrradag kostuðu 12 manns líf- ið og 28 meiri eða minni sár í stríðsfangabúðum sameinuðu þjóðanna á ey einni við strönd Suður-Kóreu. Óeirðirnar hófust með árás kommúnistískra fanga á Suður- Kórumenn og uxðu \erðirnir að skakka leikinn með því að skjóta; 12 árásarmannanna biðu bana og 26 þeirra særðust; en þar að auki særðist einn Suð.ur- Kóreumaður og einn Ameríku- maður. Viðburður þessi gerðist í rsömu fangabúðunum og komm- , únistar gerðu uppreisn í íyrir mánuði síðan; en þá biðu 75 manns b'ana. ST J ÓRN ARBLÖÐIN standa uppi berskjölduð í umræðun- um u,m iðnaðinn, sem nú er á heljarþröm, en það er bein og rökrétt afleiðing stefnu og starfs núverandi ríkisstjórnar, eins og iðulega hefur verið bent á hér í blaðinu. Morg- unblaðið og Tíminn þora ekki að bera á móti þessu af ótta við dóm kjósenda. En þau reyna í þess stað að drepa málinu á dreif. Nú fjölyrða þau u.m nauðsyn þess að rann sakað verði, hvað valdi erfið- leikum iðnaðarins. ÞESSI RANNSÓKN er ástæðu- laus með öllu. Sérhverjum heilvita manni_ liggur J aug- um uppi, hvað veldur því, að iðnaðu.rinn er að komast í kaldakol. f Orsöktn- "«r ..stefna og starf . aftui'haldsstjórnar- innar. Það er þess vegna á- stæðulaust að eyða tíma í rannsókn þá, sem stjórnar- blöðin eru að tæpa á. Aðal- atriðið er, að skipt verði um stefnu og hafizt handa um að bjarga iðnaðinum í landinu. RÁÐSTAFANIRNAR, sem gera þarf til bjargar iðnaðinu.m. eru fyrst og fremst þær, að iðnaðinum verði séð fyrir auknu rekstursfé og að allur innflutningur á hráefnum til iðnaðarins verði gefinn frjáls. Þetta er það, sem gera þarf og þessar ráðstafanir þola enga bið, ef ekki á að koma iðnaðinum fyrir kattarnef eins og helzt virðist vaka fyr- ir núverandi ríkisstjórn. Enn fremur ber að endurskoða tollalöggjöfina með hagsmuni iðnaðarins fyrir augum og breyta skattalögunum í það horf, að heilbrigð iðnfyrir- tæki geti þróazt og dafnað. Þetta er það, sem iðnaðurinn þarf til viðreisnar og eflingar, en ekki rannsókn á því, hvað valdi erfiðleikum hans, því að það þarf sannarlega eng- um að dyljast. skáldsöguna „Sólon íslandus“. ----------♦---------- HELGAFELL gefur út í ár heildarútgáfu af ritum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og verður hún í fjórum bindum. Tvö fyrstu bindin eiga að flytja öll kvæði skáldsins, en skáld- sagan „Sólon Islandus“ verður í einu bindi og leikrit Davíðs þrjú í einu. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi sér um útgáfuna, og' hefur verið ákveðið, að áskrifendur fái öll fjögur bindiu bundin í nylondúk fyrir 452 krónur. I Þetta er fyrsta heildarútgáf- an af ritum Davíðs, en áður hafa komið út tvö kvæðasöfn þessa ástsælasta núlifandi Ijóð- skálds íslendinga. Hið fyrra þeirra, „IKvæðasafn I—11“, kom út 1930, en hið síðara, „Kvæða safn I—III“, 1943. Bæði kvæða söfnin eru nú uppseld, og sama er að segja um Ijóðabækur Davíðs, sem eru orðnar 7 tals- ins, svo og skáldsöguna „Sólon íslandus“. Þessi heildarútgáfa af ritum Davíðs mun koma út í stóriz upplagi, enda er hann tvímæla- laust metsöluhöfundurinn með al núlifandi skálda þjóðarinn- ar, bæ&i þeirra, sem yrkja Ijóð og skrifa í óbundnu máli. BÆKUR DAVÍÐS. Ljóðabækur Davíðs Stefáns- sonar eru 7 talsins, „Svartar fjaðrir11, „Kvæðiý, ,,Kveðjur“, „Ný kvæði“, ,,í byggðum“, „Að norðan“ og „Ný kvæða- bók“. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1919, en hin síðasta haustið 1947. Leikrit hans eru „Munkarnir á Möðruvöllum“, „Gullna hliðið“ og „Vopn guð- anna“. Nú mun Davíð hafa í smíðum nýtt leikrit, sem þegar hefur verið ákveðið, að sýnt verði í . þjóðleikhúsinu hér. Ókunnugt er, livort það muni verða með í hinni fyrirhuguðu Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Menntaskólanum og Kennaraskólan- um boðnar lóðir ! BÆJARRÁÐ hefur samþykkt j heildarútgáfu tillögu samvinnunefndar um skipulagsmál, að ráðstafa ekki að svo stöddu lóð á Miklatúni við Lönguhlíð. Þá hefur bæj- arráð ennfremu.r samþykkt að gefa menntaskólanum og kenn araskólanum kost á lóðum í Hlíðarhverfinu, austan Stakka hlíðar, annarri fyrir norðan Miklubraut, suður af Vatns- geyminum, en hinni sunnan Miklubrautar. — Jón Axel Pét ursson Iagði til, að menntaskól anurn yrði gefinn kostur á nyrðri lóðinni, en kennaraskól anum á hinni syðri. Flogið með súrefnis- iæki að Laugar- valni lil að bjargá nýfæddu barni Sigurður Nordai sifur fund norrænna ríkismélaráðberra SIGURÐUR NORDAL, sendi herra íslands í Kaupmanna- höfn, situr fyrir hönd íslands fund norrænna utanríkismála- ráðherra, sem hófst í Kaup- mannahöfn í gær. Fundinum mun verða lokið í kvöld. NU VANTAÐI BARA RIFFIL Nú vantaði hann bara riffil og þar eð hann vissi að Hans Petersen hafði rifíla til sölu. fór hann þangað og braut rúðu á bakdyrum verzlunarinnar. Braut hann því næst upp aðr- ar dyr og komst með því móti inn í búðina. Þar fann hann riffil, sem hann hlóð skotunum úr Síld og fisk. Þetta var maga- sinriffill, sem tók fimm skot. Einu þeirra skaut hann í gluggapóst í búðinni til þsss að reyna áhaldið. Kúlan fannst siðar í gluggapóstinum. LENTI í SJÁLFHELDU Nú sagðist Gunnar hafa orð- ið var við mannaferð á götunni og ætlaði hann út um bakdyrn ar, en varð þá var við lögregl- una fyrir utan dyrnar. Hugðist hann þá fara út um aðaldyrnar, en treysti sér ekki vegna mannaferðar . þar íyrir utan. Fór hann aftur að bakdyrúnum og varð ekki. var .við lögregluna og hljóp því út í myrkrið. Við yfirheyrsluna sagðist Gunnar Framhald á 7. síðu: Tollar á bíl, sem kosíar 26 þúsund ! innnkaupi, eru rúmlega 31 þús. kr. --------•--------- Varahlutur, sem kostar 245 krónur í inn- kaupi, verður með bátagjaldeyri 720 kr. -----------------------«-------- NÝJAR BIFREIÐAR, sem hér kosta í útsölu á réttu verði kr. 71.900, kosta í innkaoipi ekki nema 26 þúsund krónur. Tollar af slíkri bifreið eru hvorki meira né minna en 31.300 kr. eða rúmlega fimm þúsundum hærri en iunkaupsverð bílsins, og flutningsgjöld nema 9700 krónxun, og loks er álagningin iV2%. JjM Frá þessu var skýrt, er 22 í gær, en þar eru eingöngu notaðir bílar til sölu, enda lít- ið flutt inn af nýjum bílum um þessar mundir, en sem hins vegar u,m innflutning á þeim að ræða, er verðið á þeim með öðrum orðum nálega þrefaldað frá raunverulegu innkaups- verði. Um varahluti til bifreiða gegnir sama máli, en þeir eru á bátagjaldeyri. Sem dæmi má nefna, að varahlutur, sem kost ar 245 krónur í innkaupi, kost ar út úr búð hér 720 krónur. blaðamenn ræddu við forstöðu menri Bílamarkaðsins, sem opnáður var að Brau.tarholti BÖRN Jóns heitins Stefáns- sonar útgerðarmanns á Seyðis- firði, sonur í Reykjavík og Öóttir á Akranesi, hafa gefið glysavarnafélagi ísiands kr. 1000 til minningar um föður sinn. Jón heitinn var fæddur þinn 16. marz 1982 og hefði því orðið sjötugur í dag. BJÓRN PALSSON flaug austur að Laugarvatni í gær með súrefnistæki slysavarnafé- lagsins til að bjarga lífi ný- fædds barns, sem mjög erfitt átti með andardrátt og var liætt komið. Tækin komu í tæka tíffi og lifir barnið. Þetta var upp úr klukkari eitt í gær, að Knútur Kristins- son læknir hringdi á skrifstofu Slysavarnafélagsins og bað um, að tækin yrðu send sem fljótast áustur. Náði slysavarnafélagið þá þegar sambandi við Björn. Pálsson flugmann, sem var á flugi með sjúkling vestan úr Dölum, og bað hann að bregða fljótt við og fljúga samstundia austur, er hann hefði lent í Reykjavík. Björn var þess al- búinn, og þegar hann kom á Reykjavíkurflugvöll, var full- trúi slysavarnafélagsins þar staddur með tækin. Björn flaug austur og lenti á Laugavatni ísi lögðu, en barnið, sem orðið var helblátt, tók brátt að ná sér, er það fékk notið súrefnisins. Tækin verða austur frá um sinn, ef þör£ verður vegna barnsins. Súrefnistæki slysavarnafélags ins hafa oft komið í mjög góðaí þarfir við lífgunartilraunir, astma o. fl. Eins og kunnugt er eignaðist slysavarnafélagið í vetur 60% í flugvél Björns Pálssonar, og alþingi veitti ríflegan styrk til rekstursins, sem Björn annast þó sjálfur að öllu leyti. Rómar slysavarnafélagið atorku Björns við flugið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.