Alþýðublaðið - 30.03.1952, Side 4
AB-Alþýðublaðið
30. marz 1952
Oheillavænleg öfugþróm
SIGURÐUR MAGNÚSSON
ræddi fyrir Rokkn'.m dögum
í útvarpserindi, sem síðan
hefur verið prentað hér í blað
inu, hina óheillavænlegu öfug-
þróun í flugmálum oklcar ís-
lendinga nú. Við eignuðumst
á árunum eftir síyrjöldina
margar góðar flugvélar, sem
stjórnað var af mikilhæfum
flugmönaum. Þá voru þrjár
íslenzkar millilandaflugvélar
í förum og ekki aðeins milli
íslands og útlanda, heldur um
\dða verild. í>ær kölluðu nafn
íslands yfir heiminn, og er-
lendis þótti það miklum tíð-
indum sæta, að smáþjóð á
borð við íslendinga skyldi á
örfáu.m árum hafa náð á sviði
flugsamgangnanna árangri,
sem margar margfalt stærri
þjóðir höfðu ástæðu til að öf-
unda okkur af. En nú er þetta
breytt. Tvær af hinum þrem-
ur miUilandaflugvélum eru
úr sögunni, og fjórða flugvél-
in hefm' verið seld úr landi.
Annað flugfélaganna hefur
neyðzt til að hætta starfsemi
sinni, og íslenzkir flugmenn
verða um þessar mundir að
i leita sér atvinnu úti um víða
veröld í þjónustu erlendra
| flugfélaga. Hér er því um að
| ræða mikla og sorglega aftur-
j för.
Vissulega voru þessi orð
Sigurðar Magnússonar í tíma
töluð. íslendingum er skylt að
hyggja að því, að hér er um að
ræða ískyggilega öfugþróun.
Flugfloti okkar hefur að vísu
orðið fyrir tilfinnanlegum og
óviðráðanlegum áföllum. En
þau hefðu átt að verða okkur
hvöt þess að taka höndum
saman og einbeita okkur að
því að bætá skaðann. í þess
stað höfum við lagt árar í bát.
Bjartsýnin og stórhugurinn
er ekki lengur fyrir hendi.
Þetta er miklu alvarlegra
mál en almenningur gerir sér
grein fyrir, og auðvitað eruj
stjórnarvöldin sofandi fyrir
því, sem hér er að gerast.
Mannflutningar framtíðarinn-
ar hljóta að verða að vax-
andi leyti á sviði flugsam-
gangnanna, og auk þess er á-
stæða til að ætla, að vöru-
flu.tningar á vettvangi þeirra
myndu stórbæta aðstöðu okk
ar íslendinga um afurðasölu
í samkeppni við aðrar þjóðir.
Enn fremur virtust miklir
möguleikar á því, að okkur
auðnaðist að afla dýrmæts
gjaldeyris með þeim hætti, að
millilandaflugvélar okkar
flyttu fólk og varning um
víða veröld, og við höfð-
um jafnvel náð merkilegum
áfanga á þeirri sóknarleið,
þegar afturkippurinn kom til
sögunnar. Flugvélarnar eru
í dag eitt allra mikivæg-
asta samgöngutækið. Þetta
höfðu framsýnir menn gert
sér ljóst og því bundizt
samtökum um kaup á álit-
legum flugflota og rekstur
hans innan lands og utan.
En þetta hefur aðeins orðið
skammvinnt ævintýri, eins
og Sigurður Magússon bend-
ir á. Það er óviðunandi. Okk
ur er lífsnauðsyn að bæta okk
ur flugvélatjónið, sjá flug-
mönnum okkar fyrír atvinnu,
í heimalandinu og reka loft-
siglingar í stórum stíl í fram
tíðinni. Við getum ekki stað-
izt samkeppni annarra, ef við
bregðumst því hlutverki.
Það er athyglisvert í þessu
sambandi, að allar þjóðir,
sem lagt hafa stund á far-
mennsku, á umliðnum öldum,
hafa kostað kapps um að koma
sér upp öflugum flugflota síð
asta aldarfjórðunginn. Það
stafar af því, að flugvélarnar
hljóta að leysa kaupförin að
nokkru Ieyti af hólmi. Hollend
ingum hefur t. d. tekizt að
gera flugsamgöngumar að
miklum og arðvænlegum at-
vinnuvegi. Þó eru þeir smá-
þjóð, svo að aðeins er í því
efni stigmunur á þeim og okk
ur íslendingum. Okkur ætti
sannarlega ekki að vera of-
viða að eignast og reka álit-
legan flugflota. Lega landsins
veldur því, að við stöndum
flestum þjóðum betur að vigi
í þessu efni. ísland er og verð
ur fjölfarinn áningarstaður á
flugleiðinni milli gamla og
nýja heimsins. Og íslenzku
flugmennirnir eru, áreiðan-
lega vaxnir þeim vanda að
geta sér sams konar orðstír og
sjómennimir okkar hafa þeg-
ar gert. Farmennskan ér ís-
lendingum í blóð borin.
Við megum þess vegna ekki
horfa upp á það aðgerðalaus,
að merki íslands á sviði flug-
samgangnanna sé látið niður
falla. Þjóðin verður að sam-
einast u,m að hefja það hátt
á loft að nýju.
S.K.T.
DANSLEIKUR
S.G.T.
Damlagakeppni í kvöld
klukkan 9 — bæði í Röðli og í G.T.-húsinu.
Keppnin sjálf hefst klukkan 10 um sömu átta dans-
lögin á báðum stöðunum. Söngvarar með hljómsveitunura-
G.T.-húsið, Svavar Lárusson og Edda Skagfield.
Röðull, Haukur Morthens og Sigrún Jónsdóttir.
Aðgöngumiðasala í dag á báðum stöðunum frá kl. 6 síðd.
Símar 3355 og 5327.
Frú Roosevelt við rokkinn. Frú Eleanor
Roosevelt hef-
ur undanfarið verið á ferðalagi um Vestur_Asíu og Indland.
í Nýju Dehli, höfuðborg Indlands, var henni sýndur meðal
annars roklíur þeirrar tegundar, sem öldum saman hefur verið
spunnið á þar eystra og Mahatma Gandhi lagði mikla áherzlu-
á að Indverjar héldu fast við. Á myndinni sést frú Roosevelt
við rokkinn, sem henni hefur vafalaust þótt garnan að sjá og
prófa, þótt sennilega sé hún á töluvert öðru máli en Gandhi um
gildi rokksins fyrir Indverja á öld vélanna.
áfli báfanna sunnan og suð-
vesfan lands í febrúarmánuSi
AB — AIþý5ubL-,31S. TJtgefandl: AlþýSufloktan-tnn. Ritstjórl: Stefán PJetursson.
Auglýsingastjóri: Kmma Möller. — Rltstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
cfml: 4906. — AfgrciSslusimt: 4900. — Alþýðuprentamiðjan, Hverfisgötu 8—10.
SKÝRSLUR lig'gja nú fyrir
um aflabrögð í febrúar í ver-
stöðvum sunnan og suðvestan
lands og á Eskifirði. Aflamagn
ið er miðað við slægðan fisk
með haus. Landssamband ís-
lenzkra útvegsmanna hefvr lát
ið skýrslurnar blaðinu í té.
ESIFIFJÖRÐUR.
Frá Eskifirði stur.duðu 4 bát-
ar veiðar í mánuðinum. Sá sein
asti hóf veiðar 29. febrúar.
Einn bátanna stundaði línu-
veiðar ;allan mánuðinn, tvetr
voru með þorskanet og einn
með línu fyrra hluta mánaðar-
ins en síðar með þorskanet.
Bátar þessir voru í lok mán-
aðarins búnir að I-eggja á land
afla ur samtals 8 veiðiferðum, og
nam aflinn samtals tæpleg'a 155
smól.
í janúar var afli Eskifjarðar-
báta rúml. 26 % lest, en auk þess
lögðu aðrir bátar á land á Esk’
firði rúml. 12 smái.
Af aflanum voru 64% smál.
þorskur, 38 smál. ýsa, tæplega
28 smál. af keilu og einnig all-
mikið af löngu og skötu.
Næstum því allur þorskurinn
og öll ýsan var hraðfryst, en
langa og skata söltuð. Keila var
unnin í beinamjölsverksmiðju.
Gæftir voru stirðar fyrri
hluta mánaðarins en bötnuðu, er
á leið.
HÖFN í HORNAFIRÐI.
í mánuðinum stunduðu 10
bátar veiðar, 8 línubátar og 2
netabátar. Línubátar fóru sam-
tals 165 róðra og öfluðu sam-
tals tæpl. 493% smál., en neta-
bátamir fóru samtals 7 veiði-
ferðir og öfluðu tæpl. 34%
smál. Afli samtals tæpl. 528
smál. í janúar nam aflinn 72%
smál. af 4 bátum.
Mestan afla höfðu:
Auðbjörg 106% smál. í 17
róðrum, Gissur hvíti 102 smái.
í 17 róðrum.
Þorskur var allur saltaður en
ýsa hraðfryst. I sama mánuði
í fyrra var aflinn ýmist saltað-
ur eða fluttur ísaðuc á erlendan
markað.
í febrúar voru gæftir óvana-
lega góðar og veiðarfæratjón líi
ið.
VESTMANNAEYJAR
Veiðar stunduðu í mánuðin-
um, að meðtöldum aðkomubát-
um, 66 bátar. 31 voru með línu
og net, 21 botnvörpu og 12 drag
nót. Neta- og línubátar fóru
samtals 492 róðra og öfluðu rúm
lega 1.839% smál., togbátar
fóru 114 veiðiferðir og öfluðu
rúml. 91 smál. Samtals varð afl
inn í mánuðinum tæpl. 2.409
smól. í 666 vsiðiferðum. Lifur
samtals 226.5 smál. í janúar var
heildaraflinn rúml. 338% smál.
af 16 línumátum, 6 togbátum
og 6 dragnótabátum. Aflahæstu
línu- og netabátar urðu:
Ver með 88 smál. í 11 róðr-
um, Týr með 65.2 smál. í 21
róðrum, Frigg með 85.3 smál.
í 21 róðrum.
Togbátar: Gullbovg með 72.2
smál. í 6 veiðiferðum, Vonin II.
með 55,6 smál í 11 vt'iðiferðum,
Björg með 38.9 smal. í 6 veiði-
ferðum.
Dragnótabátar: Aldan með 11
smál. í 12 veiðifevðum, Birgir
með 9.8 smál. í 8 voiðiverðum,
Mýrdælingur með 8.7 smál. í 3
veiðiferðum.
Tíðarfarið í febiúar var fá-
dæma gott og voru almennt
farnir 20—21 róðrar í mánuðin
um, og er þó ekki ráði á sunnu
dögum. Sjaldgæft mun vera, að
svo margir róðrar séu farnir í
Vestmannaeyjum í þessum mán
uði.
Afli var tregur í öll veiðar-
færi, einkanlega hjá togbátum,
sem venjulega hafa aflað meira
í febrúarmánuði en' að þessu
sinni.
Veiðarfæratjón var lítið sem
elckert og vélabilani_r litlar og
varla hefur komið fyrir að
draga hafi þurft bát að landi.
Nokkrir bátar voru um síð-
ustu mánaðamót en ekki byrj-
aðir vertíð vegna þess að verið
var að setja vélar í þá eða end
urbæta þá á annan hátt.
Mest af febrúaraflanum var
fryst, en einnig töluvert saltað.
Þá var og allmikið hert.
Fiskurinn, sem veiddist fram
að 22. febr. var mjög löngu- og
keilublandinn, en ettir þennan
tíma veiddist nær eingöngu
þorskur, sem var stór og af göml
um árgöngum. Fiskurinn var ó-
venjulega lifrar mikill, ^ á það
ekki sízt við um ýsuna. Úr henni
hafa undanfarin ár fengizt 50
—55 kg. lifur úr hverri sro.ál.,
en í vetur hefur lifrarmagnið
verið allt að 70 kg. úr hverri
smál.
ÞORLÁKSHÖFN.
Frá Þorlákshöfn stunduðu 4
heimabátar veiðar og lögðu þcir
afla sínum á land daglega. Auk
Framhald á 7. síðu.
Píanófónleikar Jóns
Nordal á mánudags
og miðvikudagskvöld
JÓN NORDAL píanóieikari
heldur liljómleika á vegum Tón
listarfélagsins næstkomantU
mánudag og miðvikudag í Aust
urbæjarbíó.
Jón Nordal hóf nám í píanó-
leik í einkatímum hjá Árna
Kristjánssyni, stundaði síðan
framhaldsnám undir hand-
leiðslu hans í Tónlistarskólan-
um, en lagði þar einnig stund á
nám í tónfræði og tónsmiðum,
og lauk þaðan burtfararprófi.
Síðan stundaði hánn framhalds
nám við Tónlistarháskólann í
Sviss; tónfræði og tónsmíðanám
stundaði hann hjá prófessor
William Burckard og píanóléik
hjá .Walther Frei, en báðir þess
ir kennarar eru víðkunnir rista-
menn,
Enda þótt Jón Nordal sé enn
ungur að árum, aðeins hálfþri-
tugur, og eigi erfiðan og tír.ia-
fnskan námsferil að baki, liggja
þegar eftir hann nokkrar at-
hyglisverðar tónsmíðar, og haía
verk hans verið fiutt á Eng-
landi, Finnlandi og víðar. Má
þar til nefna „Konsert fyrir
hljómsveit“, „Systurnar í
Garðshorni“, svíta fyrir fiðlu
og píanó, sálmaforleik fyrir
orgel og fleiri tónverk.
Meðal verka þeirra, sem Jón
Nordal leikur næstkomandi
mánudag og miðvikudag má
nefna: Chaconne eftir Handel,
Sónötu eftir Strawinsky, ung-
versk þjóðlög, sex rúmenska
þjóðdansa og Allegro barbaro
eftir Béla Bartók og tónverkið
„Myndir á sýningu“ eftir Mus-
sorgsky.
Búið að velja verð-
launamyndirnar á
Ijósmyndasýninguna.
EINS og áður hefur verið
sagt frá hér í blaðinu, á að veita
fern verðlaun á Ijósmyndasýn-
ingu áhugamanna, —- kjósa sýn
ingargestir sjálfir tvær mynd-
irnar, en dómnefnd atvinnuljós
myndara tvær. Þá dómnefnd
skipa: Jón Kaldal, Ingibjörg
Sigurðardóttir (Asis) og Vigfús
Sigurgeirsson. Úrslitin voru
þau, pð dómnefnd valdi mynd
nr. 14, „Dagrenning" eftir Bíbí
Gísladóttur, Rvík, og „Fro&in
strá“ m;. 128 eftir Þorvarð R.
Jónsson, Rvík.
Aukaviðurkenningu vildi
nefndin veita.R. T. Hannam fyr
ir myndina „Morgunmjólk“ og
Herdísi Guðmundsdóttur fyrir
„Æskudraum“.
Þessi tvenn verðlaun eru gef-
in af verzlun Hans Petersen og
firmanu Sveinn Björnsson og
Ásgeirsson.
Sýningunni lýkur í kvöld kl.
11 og geta sýningargestir greitt
atkvæði um hinar tvær verg-
launamyndirnar fram til þ:ess
tíma.
&ðalfundur Bakara-
sveinafélags íslands
AÐALFUNDUR Bakara-
sveinafélags íslands var hald-
inn nýlega. Úr stjórn félagsins
áttu að ganga formaðurinn, rit-
aririn og fjármálaritarinn, en
þeir voru allir endurkjörnir.
Stjórn féiagsins skipa: Guð-
mundur Hersir formaður, Jón
Árnason varafonnaður, Hauk-
ur Friðriksson ritari, Alfreð
Antonsen gjaldkeri og Þórður
Hannesson fjármálaritari.
AB 4