Alþýðublaðið - 30.03.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.03.1952, Blaðsíða 8
attolux-plastmálning frá Hörpu um helmingi ódýrari en venjuíeg *-------♦------- Verksmiðjan setor einnig tvær nýjar tegundir af ?"kkum á markaSinn. --------4.------ LAKK- OG MÁLNINGARVERKSMIÐJAN IIARPA hefur nú sett á marlcaðinn nýja tegund af málningu, sem, marka mun tímamót í sögu fyrirtækisins. Nefnist málning þessi Mattolux- plastmálning og er hún um það bil helmingi ódýrari í notkun en venjuleg máíning. Enn fremur hefur Harpa liafið frarn. leiðslu á nýrri tegund af laklci, er nefnist Harpoflint, en lakk þetta hefur sérstaka eiginleika, og þolir mikinn hita, þannig að viðurinn untlir því sviðnar áður en sjálf iakkhúðin lætur á sjá. Loks er framleidd ný íegund af gljálakki, sem íekur fram japanlakki og öðrum gljálökkum. Verksmiðjan heiur um eins*-1 ‘ árs skeið haldið uppi tilraunum Setning slysavarna- þingsins í gær MorQimkyrrð. Þetta y ein ™ */ mvndasvnineu af myndunum á ljós- myndasýningunni og heitir „Morgun- kýyrð“. Hún er frá Vestmannaeyjum, tekin af Kristni Sigurðs- - yni í Hafnarfirði. prinn 1950 nam 2,3 millj. hestsburðum og kartöfluuppsker- an nam rúmum 86 þús. tunnum. ______—Am ..... Mjólkorfrainleiðslan óx um 9 rraiilj. Sitra frá Í946--50, en nam á 69.661.000 lítrum. --------4------- ÁRIÐ 1950 var heyfengur landsmanna samtals 2 291 000 hestburðir, þar af 1 696 000 hestar af töðu og 595 000 hestar úthey. Árið áður var heildarheyfengurinn 2 129 000 liestar, þar af 1 505 000 hestar af töðu og 624 000 hestar af útheyi. Kart- Bfluuppskeran nam árið 1950 86 033 tunnum, og rófnauppsker- an 8353 tunnum. Árið áður nam kartöfluuppskeran 39 781 tunnu og rófnauppskeran 5835 tunnum. Mjólkurframleiðslan hefur aukizt um 9 milljón lítra frá 1946 til 1950. Er þetta samkvæmt upplýs- mjólk. og 2,7 millj. lítrum bet- ingum úr nýútkomnum Hagtíð- indum, en tölur þess eru byggð ar á búnaðarskýrslum þessa árs. Heyfengurinn 'fór jafnt og stöðugt vaxandi fyrstu 30 ár aldarinnar, segir enn fremur. Útheyið var nokkurn veginn jafn mikið, aðeins lítils háttar árferðismunur, en töðufengur- inn óx ár frá ári úr 500 þús. hestum um aldamotin í 1000 þúá. hesta árið 1930. Síðan hef- ur útheyið farið minnkandi næstum jafn ört og taðan hefur vaxið. Með töðunni er talið hafragras og annað grænfóður, en það var 17 500 hestar árið 1950 og 14 300 hestar 1949. Mjólkurframleiðslsn 1950 nam samtals 69 661 000 lítrum og hefur aukizt um rúmlega 9 milljón lítra frá 1946, og Kem- ur öll sú aukning fram sem sölu r * Ufför forsefa Islands og Bretakonungs á kvikmynd AUKAMYND í Stjörnubíó eru frétamyndir frá Pólitiken í Kaupmannahöfn. Þar eru, meðal annars sýndar myndir frá útför Sveins Björnssonar forseta og einnig frá útför Georgs Bretakonungs. og heim komu Elísabetar og Philip frá Afríku, eftir að þau fréttu lát konungs. ur. Árið 1946 var mjólk til heimanotkunar 29 939 000 lítr- ar, en seld mjólk nam þa 30- 669 000 lítrum, en 1950 fóru 27 208 000 lítrar í lieimanotkun en seld mjólk nani 42 453 000 lítrum. Minnkun sú, er varð á heimanotkun mjóllcur 1949, er talin stafa af því, að á því ári tóku tvö ný mjóikurbú til starfa, mjólkurbúin á Blönduósi og Húsavík. Meðalársnyt var á öllu land- inu talin vera 2191 lítri árið 1949, en 2234 lítrar árið 1950. Úrslit í hnefa- leikamótinu HNEFALEIKAMEISTARA- MÓT KR fór frá að Háloga- landi í fyrrakvöld að við- stöddu. fjölmenni. Keppt var í 8 þyngdarflokkum og urðu úr- slit sem hér segir: í þungavigt sigriði Friðrik Clausen Banda ríkjamanninn Rowpolls með rothöggi í þriðju lotu, en aðr- ir sigu.rvegarar unnu á stigum. í veltervigt sigraði Jón Norð- fjörð, í léttþungavigt Banda- ríkjamaðurinn Djusco, í flugu vigt Hilmar Pielsch, í batam- vigt Grétar Geirsson, í fjaður- vigt Guðbjartur Kristmunds- son, í léttivigt Sverrir Sigurðs son, í léttveltervigt Bergur Guðnason og í millivígt Þórður Eydal. á þessum nýju tegundum fram leiðslu sinnar, en nú er komin full reynsla á þær. Mattolux-plastmálningin hef- ur þann kost, að hún dekkir mun betur en venjuleg máln- ing og bindur sig við stein án þess að nokkra undirmálningu þurfi, Þannig að í stað 5 um- ferða af venjulegri málningu duga 2—3 umferðir af þessari málningu. Sé málað yfir aðra málningu nægir í ílestum til- fellum ein umferð, jafnvel þótt Titir séu mjög gagnstæðir. Þött málningin sé nokkru dýrari miðað við kíló, mun hún verða um hslmingi ódýrari en venju- leg málning í notkun', vegna þess að hún þekur meira og dekkir betur. Mattolux-plastmálningin hefur fallega matta áferð, og gagn- stætt öðrum möttum málning- um þolir hún mjög vel þvott, t. d. sjást ekki blettaskil, þótt lít ill blettur sé þveginn upp úr volgu sápuvatni. Þsssi málning inniheldur ekkert vatn og á ekkert skylt við vatnsmáln- ingu. Eins og nafnið bendir. til, er bindiefnið í málningunni plast, er það í upplausn, en við uppgufun á upplausnarefnun- um verður plastið eftir og myndar það slithúöina. Þá hefur verksmiðjan hafið framleiðslu á nýrri tegund af gljálakki, sem þolir sérstak- lega vel sterkar s'ápur og lút- I lausnir. Reynslan ’ hefur sýnt, að lakk þetta er mjög gott á eldhús og baðherbergi, og er því hentugt til notkunar, þar sem daglegur þvottur er nauð synlegur. Áferðin >ar mjög svip ! uð og á venjulegu Japanlakki, en nýja lakkið hefnr þó þann kost, að það harðnar talsvert fljótar. Enn er svo ný tegund af lakki, sýruhert lakk, sem nefn ist Harpoflint. Þetta lakk hef- ur alveg sérstaka eiginleika, og á ekkert skylt við neinar lakk- tegundir, sem verið hafa hér á boðstólum. Lakkið þolir það mikinn hita, að viðurinn sviðn ar undir því, án þess að lakkið saki. Alla áníðslu þolir lakkið vel, og er því mjög ákjósan- legt fyrir alls konar íþrótta- tæki, skólahúsgögn o. þ. u. 1. Lakk þetta er framleitt bæði glært og litað. , í undirbúningi er nú stór- felld stækkun og aukning á efnarannsóknastofu félagsins, enda hefir því bætzt nýr starfs- maður, Hannes B. Kristinsson, sem lokið hefir námi í efna- verkfræði við verkfræðihá- j skóla í Bandaríkjunum. Félag- 1 ið hyggst með þessu að geta I fylgzt betur með öllum nýjung j um í málningariðnaðinum, sem | eru nú mjög örar. Hefir félagið í þessu skynj fest kaup á ýms- um nýjum rannsóknartækjum, sem auðvelda munu allar athug- .anir á hráefnum. Hannes .hefur um nokkurn tíma unnið á rann- sóknarstofum í Bandaríkjunum á vegum Efnahagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verður því rannsóknarstofan sniðin eft- ir nýjustu fyrirmyndum í Bandaríkjunum. ALÞYBDBLASIS SJÖTTA landsþing Slysa- varnafélags íslands var sett í gær í Tjarnarcafé af forseta fé- lagsins, Guðbjarti Ólafssyni hafnsögumanni. í upphafi máls síns minntist hann sérstaklev^ hins látna forseta íslands og fyrrverandi ráðherra Finns Jónssonar alþingismanns og stjórnarnefndarmanns S.V.F.Í., sem lézt nýlega, einnig þeirra manna, sem undanfarið hafa látizt af slysförum. Risu fund- armenn úr sætum í virðingar- skyni við þá látnu. Þá var kosinn forseti þings- ins Gísli Sveinsson fyrrverandi sendiþ^rra, 1. varaforseti var kosinn Sigurjön Á. Ólafsson fyrrv. alþingismaður og 2. vara forseti Júlíus Havsceen sýslu- maður. Þá flutti forseti félagsins skýrslu sína um’ störf félags- stjórnar og félagsins. Frá síð- asta landsþingi, er var háð fyr ir 2 árum, hefur verið bjargað með aðstoð S.V.F.Í. 481 manns- lífi, 21 deild stofnuð og félags- deiidir nú 185 með samtals 26- 416 félögum. Sæbjörg hefur dregið að landi 92 skip m>eð samtals 568 manns mnanborðs. Árni Árnason kaupm., gjalda keri félagsins, las upp reikn- inga félagsins. Kl. 18 flutti Em il Jónsson vitamálastjóri ýtar- legt yfirlitserindi nm þróun vitamálanna á íslandi frá byrj- un til þessa dags og framtíðar áætlun í þeim málum. Fyrsta íslandsmótið í stökkum án at- rennu fer fram í dag FYRSTA meistaramót ís- lands í stökkum án atrennu, innan húss, fer fram í íþrótta- húsi háskólans í dag og hefst kl. 2,30. Keppendur verða 23 frá 8 félögum. Keppt verður í langstökki, hástökki og þrístökki. Meðal keppenda eru, Svavar Helga- son íslandsmethafi í lang- stökki án atrennu, Gylfi Gunn arsson drengjamethafi í lang- Dtökki án atrennu, Skúli Guð- mundsson, íslandsmethafi í há ctökki án atrennu, Hörðu.r Har aldsson, Sigurður Friðfinnsson og Þorsteinn Löve. í NÓTT var öllum kirkju- klukkum í Rómaborg hringt til messu. Verður það gert í til efni af því, að páfinn hefur fyrirskipað vakningarviku, sem helguð er vakningu kristilegr- ar samvizku meðal kaþólslíra manna. Nýlendukúgun VIÐBURÐIRNIR í TÚNIS, þar sem franska íhaldsstjórn in lætur nú handtaka forustu menn sjálfstæðishreyfingar- innar hu.ndruðum saman og hneppa í fangelsi, sviptir meira að segja ráðherra völd um og setur í stað þeirra þæg verkfæri sín, vekja undrun um hinn fr.jálsa heim. Og ó- líkt ferst hinni frönsku í- haldsstjórn í viðskiptum sín- um við sjálfstæðishre^Ting- una í Túnis brezku jafnaðar mannastjórninni, þegar hún var eftir stríðið að binda enda á tveggja alda nýlendustjórn og kúgun Breta á Indlandi og hjálpa þeim 350 milljónum manna, sem þar búa, til stjórnarfarslegs sjálfstæðis. EN ÞAÐ ERU EKKI ALLIR, sem hafa til að bera víðsýni og skilning jafnaðarstefnunn ar á sjálfstæðishreyfingu ný- lenduþjóðanna; og því he*ur öðrum Evrópuþjóðum en Bretum gengið miklu verr eftir stríðið að finna nauð- synlega og frjálslega lausm þess vandamáls, sem nýlendu póiitík undanfarinna manns- aldra hefur skapað Evrópu- þjóðunum í dag. Þess vegna urðu Hollendingar að heyja blóðu.ga nýlendustyrjöld í Indónesíu áður en þeim skild ist nauðsyn þess að viour- kenna sjálfstæði 70 milljóna þjóðarinnar þar. Og þess vegna hafa Frakkar nú átt í margra* ára styrjöld I Indó- Kína, sem enginn sér enn . fyrir endann á. Sú styrjöld hefði vissulega átt að vera búin að kenna valdamönnum Frakka sitt af hverjui. En við burðirnir í Túnis benda ekki til þess, að þeir hafi lært mik ið af henni. KÚGUN RÚSSA við þær mörgu þjóðir bæði í Evrópu og Asíu, sem rússneska keis- arastjórnin lagði á síðustu öldu.m sínum undir Rússa- veldi, er kapítuli út af fyrir sig. Einu sinni ætluðu bylt- ingarforingjar kommúnista að gefa þær þjóðir frjálsar, eins og brezkir jafnaðarmenn gáfu þjóðir Indlands, Ceylon og Bu.rma frjálsar eftir síð- asta stríð. En það er nú löngu gleymt áform, eins og fleira, sem þeir ætluðu að gera; og nú er kúgunarhönd rússneska kommúnismans enn þá ægilegri martröð á þjóðum Eistlands, Lettlands, Lithaugalands, Póllands, Kákasus og Túrkestan, en ný- lendupólitík keisarastjórn- arinnar var nokkru sinni. Móti þeirri kúgun, sem þessi lönd verða að þola, er gerræði frönsku íhaldsstjórnarinnar í Túnis nú sjálfsagt ekki þung vægt. En engu að síður er það furðu skammsýnt. Skömmfunarseðlar ÚTHLUTUN skömmtunar- seðla fyrir næstu þrjá mánuði hefst á þriðjudaginn, 1. apríl, og stendur yfir í þrjá daga í Góðtemplarahúsinu kl. 10—5. Seðlarnir verða afhentir gegn árituðum stoínum núgild- andi skömmtunarseðla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.