Alþýðublaðið - 30.03.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.03.1952, Blaðsíða 6
Vöðvan Ó. Sifrurz ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Heilir íslendingar! Þar, sem allar líkur benda til, að ég undirritaður hafi, með síðasta ítróttaþætti mínum, orð ið til þess að délítili skriður sé nú að komast á landkynningar- málin, og talsvert merkilegt hefur komið fram í málinu síð- an, þá finnst mér ég hafi tals- verðan rétt, — siðferðislegan rétt, mun það vera kallað, — til þess að leggja orð í belg. Það hefur verið stuugið upp á keðjubréfaðferðinni ,og hún virð ist að mörgu leyti talsvert snið- rtg, — en einhlít er hún vitan- lega ekki. Og nú hefur komíð fram til- laga að slíku bréfi. Að forminu til hef ég ekkert við það að at- huga, en aðalefninu, sjálfum landkynningarkafla bréfsins, finnst mér, vaegast sagt, alger- lega ábóta vant. Þar er til dæm ist ekkert minnst á íþróttaafrek, hvorki forfeðra vorra né samtíð armanna, og það er þó helzt til langt, eða öilu heldur, helzt til ■skamnit gengið! Ég veit ekki fyrir hvað þjóð vor er gjald- geng á erlendum markaði, ef það er ekki fyrir íþróttaafrek vor að fornu og nýju. Það er til dæmis margsannað, að margir útlendingar, sem höfðu ekki hug mynd um landið, vissu að það var til, bara fyrir þá sök að Huseby var Íslendíngur. Ég leyfi mér því að koma með breytingatillögu við upphaf bréfsins, og yrði það þá eitthvað á þessa leið! ,.Kæri vinur í keðjunni! Á íslandi búa engir Eskimóar i snjóhúsum, heldur erum við komnir út af Skarphéðni og Gunnari, sem á sinni tíð áttu met í langstökki og hástökki, Gretti heimsmeistara í Drang- eyjarsundi og öðrum frægustu íþróttagörpum veraldar. Við er um heldur ekki ættarskömm, þótt við höfum enn ekki eignast neinn heimsmeistara: við eigum marga Evrópumeist.ara og Norð urlandameistara, og heimsmet í öllum keppnisgreinum, miðað við fólksfjölda og ernm þannig mesta íþróttaþjóð heimsins. Vér höfum aldrei tekið svo þátt í keppni á erlendum vettvangi, að vér höfum ekki sigrað hana fyrirfram, — og eftir á líka, mið að við fólksfjölda! Að öðru leyti erum vér tEdsverð menningar- þjóð, nú erum við til dæmis að hleypa asf stokkunum stórfeng- legri getraunastarfsemi, sem allt útlit er fyrir að slái út allar atómbókmenntír veraaldarinn- ar, en áður höfum vér skrifað allar íslendingasögurnar og eitt hvað meira. Vér höfum margar sundhallir og sundlaugsr o.i auk þess er baðker eða minnsta kosti steypibað í öllum húsum í höfuðborginni, nema í bröggun um, en þar eru þökin svoleiðis, að þess þarf ekki. . . “ Ég hef bréfið ekki lengra að sinni, en þarna má vitanlega i; bæta ýmsu við, til dæmis um ný sköpunartogarana. En sem sagt, — þetta, sem ég hef tekið fram verður að koma með. Sterkari Áandkynning en í íþróttaafrek- in, er ekki til, bravó, bravó, foravó! Með íþrót'takveðjum! Framhaldssagan 59 ✓>*y,*^,«y*>** Agatha Christie: Morðgátan á Höfða spjaldi og á spjaldinu, sem þér senduð með blómunum. Mér kom ekki til hugar að efast um að sælgætið kæmi frá yður.“ Poirot hristi höfuðið. ,,Það var ekki við því að búast, að yður kæmi annað til hugar. (Hann er kænn, sá djöfull. jKænn og grimmur, sá djöfull; iþað er hann. En snjaU er hann; |það verður eklú af honum dreg- ið; hann er snillingur. Með beztu kveðjum frá Hercule Poirot. Þetta er svo ofureinfalt í rauninni. Mér hefði átt að detta þetta í hug; — en mér datt það ekki í hug. Það gerði gæfumuninn. Ég lét undir höf- uð leggjast að athuga nægilega til hvaða bragðs hann myndi grípa næst.“ Nick hreyfði sig til í rekkj- unni, eins og henni liði illa. ,,Þér megið ekki kenna sjálfri yður um að svona fór, ungfrú. Þér eruð algerlega saklaus. Yður verður ekki á neinn hátt um kennt. Það er mig, sem ber að ásaka. Mig, þennan vesa- lings, heimska sauð. Ég hefði átt að sjá þetta bragð hans fyr- ir. Já; ég hefði átt að sjá það.“ Hann laut höfði, aumur og niðurdreginn. ,,Ég hygg .. . .“ mælti hjúkr- unarkonan, sem hafði haldið sig í nálægð okkar. og var auð- sjáanlega ekki sem ánægðust með dvöl okkar hjá sjúklingn- um. „Hvað? Já; við erum að fara. Verið hughraust, ungfrú. Þetta verður síðasta vanræksla mín í þessu máli; því heiti ég. Ég 1 skammast mín, fyrirlít sjálfan mig; ég hef látið Ieika á mig, hafa mig að fífli, öldungis eins og ég væri heimsku.r og óreynd- ur skólastrákur. En það skal ekki koma fyrir aftur. Nei; það kemur ekki fyrir aftur. Jæja; við skulum koma, Hastings.“ Þegar við komum niðux, gerði Poirot forstöðukonunni orð að tala við sig. Hún tók sér auðsjáanlega mjög nærri þenn- an atburð. - „Ég skil alls ekki í þessu, herra Poirot. Ég skil það ekki,“ sagði hún. „Að slíkt og þvílíkt skuli geta komið fyrir í mínu, hjúkrunarheimili, það er mér Vöðvan Ó. Sigurs. með öllu óskiljanlegt. Það segi ég satt.“ Poirot sýndi henni fyilstu samúð og hæversku. Það var fyrst, er honum hafði tekizt að róa hana, að hann fór að spjnja hana nánar um aíburðinn. Fyret var það með hvaða hætti böggujlinn hafði komið. For- stöðukonan svaraði því til, að um það vissi starfsmaður nokk- ur, sem átt hafði vörzlu, þegar böggullinn kom, betur en hún sjálf. 1 Starfsmaður sá/sem uná'var að ræða, hét Hood, einfeldn- ingslegur, en hrekklaus náungi að sjá, á að gizka tuttugu og tveggja ára að aldri. Hann leit út fyrir að vera feiminn og jlcvíðandi; en Poirot tókst fljótt að koma honum í skilning um, I að hann hefði ekkert að óftast. ' „Það er ekki vegna þess. að hægt sé að ásaka yður neitt í þessu sambandi," sagði Poirotý en okkur ríður á að vita allt. um það, hvernig það bar við, að þessi böggull kom hingað.“ ! Starfsmaðurinn hu.gsaði sig um góða stund. ■ „Það er ekki svo gott að segja um það,“ mælti hann j vandræðalegur. „Það kemur hingað svo margt fólk með hina og þessa böggla, sem það biður mann að koma til hins eða þetta meðal sjúklinganna.“ | ,,Hjúkrunarkonan segir, að I böggu,Uinn hafi komið uffi sex- ' leytið síðast liðið kvöld,‘ mælti .Poirot enn. i Þá birti yfir svip starfs- mannsins. ,,Nú man ég það, herra. Það var ungur maður, sem kom með hann.“ „Ljóshærður maður, magur í andliti?" spurði Poirot. „Ljóshærður var hann: en ég held, að ekki sé hægt að kalla hann magran í andliti. Nei: ekki held ég það.“ „Heldurðu að Karl Vvse hefði farið að komá sjálfur með bögulinn?" mælti ég lágt við Poirot. Ég steingleymdi því í svip- inn, að nafn Vyse hlaut að vera öllum kunnugt í nágrenninu. „Það var ekki Karl Vyse,“ s\raraði starfsmaðurinn; „ég þekki hann. Nei; þetta var síæri maður, laglegur og vel vaxinn náungi. Hann ók stórri bífreið.“ „Lazarus," varð mér að orði. Poirot leit aðvarandi á mig. Ég sá þegar eftir fljótfærni minni. „Hann kom akandi í stórri bifreið, fékk yður böggulinn og jbað yður að koma honum til ungírú Buckley.“ ,,Já, herra minn.“ ,.Og hvað gerðuÁ þér?“ „Ég gerði ekki neitt, herra minn. Það var hjúkrunarkona, er tók við bögglinum,“ svaraði starfsmaðurinn og þóttist ber- sýnilega hrósa happi. „Öldungis rétt. En þér hafið þó 9nert á böglinum, þegar þér tókuð \úð honum úr höndum u.nga mannsins, sem rétti yður hann, enda þótt þér fengjuð hjúkrunarkonunni hann síðan, eða er það ekki rétt athugað?“ „Jú, vitalega, herra minn. Hann rétti mér böggulinn, ég tók við honum og lagði hann á borðið,“ svaraði starfsmaður- inn. „Hvaða borð? Viljið þér gera svo vel að sýna mér það?‘‘ Starfsmaðurinn gekk á u,nd- an okkur fram í anddyrið. Úti- dyrnar stóðu opnar. Skammt íjrrir innan dyrnar stóð langt borð með marmaraplötu, og ^ var auðsjáanlega til þess ætlazt, j að bögglar og bréf væri lagt þar, enda lá þar dálítið af hvoru ÍVéggja, sem enn hafði ekki verið afhent. „Allar sendingar og öll bréf, sem sjúklingunum berast, er geymt þarna, herra minn, þang að til hjúkrunarkonurnar fara með það og færa réttum við- takendum," mælti starfsmað- urinn. „Munið þér hvað klukkan var, þegar böggullinn var lagð- ur á borðið?“ spurði Poirot. ..Hún hlýtur að hafa verið því sem næst hálfsex. Ef til vill nokkrar mínútur yfir. Ég man, að pósturinn var í þann veginn að fara. og hann kemur venju- lega um það leyti. Það var mik- ið að gera þetta kvöld, fjöldi jfólks, sem kom með blóm eða I kom í heimsókn til sjúkling- GAMAN OG ALVARA J Myndasaga barnanna: Mangsi og álfaíhjallan Hver er munurinn. Hver er munurinn á Iiálfræð ■um og hálfmenntuðum maimi og fullprófuðum og vel menntuðum manni? Hinn fyrri ber fróðleik sinn utan á höfðinu (skólahúf- an), en hinn inn í höfðinu Lamb mteð sex fætur. Nýlega fæddist I Alberta lamb með tvö auka herðablöð og þar með með fjóra fullskap aða framfætur. Forsetiimi í sundskylu. Churchíll hefur alörei þótt sér síaklega viðkvæmur eða hör- 1 undssár, en þegar hann var í heimsókn hjá Trumsn forseta. eftir síðustu áramót, varð hann stundum gramur vegna ágengni og frekju amerískra blaða- manna. „Þeir eru nú. ekki orðn ir svo slæmir nú orðið“, sagði Truman, þeim hefur milcið far ið fram síðustu hundrað árin“. Þegar Churchill lét orð falla um það að þeir hefðu varla getað verið verri, sagði Truman hon- um þessa sögu, máli sínu til sörmunar. John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna frá 1825 til 1829. Hann hafði þann vana að rísa snemma úr rekkju og ganga niður að Pofomac fljót inu og afklæða sig og synda þar nokkra stund. Það var einn morgun að hann hafði lokið við morgun sundið og var í þann veginn að stíga upp á fljótsbakkann, éiris nakinn og guð hafði skapað hann, að hann tók eftir Önnu Royal, ein um frekasta fréttaritara, sem nokkurn tíma hefur verið hér í Washington. Sat hún á fötum hans á fljótsbakkanum og kall- aði til hans: „Herra forseti, ég íe'r ekki fet fyrr en þér haíið svarað fjórum spurningum fyrir blað mitr, -og svo spuxði hún“. Forsetinn hafði ekki nema tvo kosti og varð að velja milli uppgjafar, þótt spurningarnar væru í liæsta máta óþægilegar og hins síór- kostlega hneykslis, að ganga nakinn til konunnar. Hann gáfst upp. „Síðan hafa forsetar Banda- ríkjanna aidrei látið sér til hug ar koma að leggjast til sunds án þess að veri í sundbuxum“, sagði Truman forseíi kankvís- lega“. :/,(N C7 O CD Álfahöfðinginn skipaði Bangsa stuttaralega að segja sér, hvernig hann hefði kom- izt til kastalans. Og bangsi ruddi úr sér skilaboðunum: „Álfarnir ykkar í Hnetuskógi eru í mestu vandræðum. Þið verðið að senda þeim sex til viðbótar. Sjáðu! Þetta sannar, að ég segi satt.“ Hann tók upp bjölluna og merkið og sýndi höfðingjanum. Höfðinginn varð alveg klumsa. „Þetta hefur aldrei komið fyrir áður,“ taut- aði hann svo. Þegar Bangsi var þagnaður, hljóp álfurinn af stað til þess að sækja Gutta. En höfðinginn fór með Bangsa að undarlegu tæki í salnum, hreyfði ýmsa takka og hlustaði við lúður. „Þetta er alveg rétt,“ sagði hann. „Það er eitthvað í ólagi í Hnetuskógi. Ég heyri ekkert þaðan.“ Hann var alvarlegur á svipinn, þegar hann sneri sér að Bangsa. „Ég þakka þér kær- lega fyrir, að þú skyldir koma. Þú hefur dugað okkur vel.“ Höfðinginn hafði nú engar : veiflur á, nema kallaði fyrir ; sig sex álfa. Þeir komu strax og höfðu meðferðis verkfærakassa, j tól og tangir. „Það er þokubil- i un í Hnetuskógi,“ skipaði hann I fyrir: „farið þangað allir og I verið fljótir.“ Jafnskjótt og ! hann hafði lokið máli síhu, | voru þeir horfriir. „Ég veit ekk- í ert, hvað þetta getur verið; en | alvarleg bilun hlýtur það að i vera, fyrst þeir.biðja um sex | álfa,“ tautaði hann gramur. FELAGSLÍF: s Ferðir verða á skíðamótið við Kolviðarhól og Vífilfell og í skála skíðafélaganna við Jósefsdal og Hveradali í dag kl. 9, 10 og 13—13.30. Burt- fararstaðir: Félagsheimili K. R. laugardag kl. 13.45 og 17. 45, sunnudag kl. 9.45 og 12. 45. Horn Hofsvallagötu og Hringbrautar 5 mín. seinna. Amtmannsstíg 1, alla aug- lýsfa heila tíma. Skátaheim- ilið 10 mín. seinna. Undra- land 15 mín. seinna. Larig- holtsvegamót 20 mín. seinna. Skíðalyftan í gangi. Miðar seldir á skrifstofu slcíðafélág- anna. Allt íþróttafólk er minnt á að nota ferðir skíða- félaganna. — Afgreiðsla skíðafélaganna, Amtmanns- stíg 1. — Sími 4955. AB 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.