Tíminn - 28.06.1964, Síða 3
í SPEGLITÍMANS
Mótmælaaðgerðirnar gegn
komu Krustjoffs til Svíþjóðar
höfðu bæði sínar broslegu og
alvarlegu hliðar.
Fæstir gátu varizt brosi, þeg
ar maður nokkur renndi bif-
reið sinni upp að Hagahöllinni
og hleypti iit grís með máluðu
mannsandliti á bjórnum. Lög-
reglan kom þegar á vettvang
og hófst nú mikill eltingarleik-
ur við aumingja grísina, sem
loks náðist og mátti gjalda hús
bónda síns með því að verða
fluttur í sláturhús Stokkhólms
borgar.
BYLTING / SUNDFA TA TIZKU
★ Sú var tíðin, að kvenfólkið kappklæddi sig áður en það fór í
snind.
■jir Með árunum hafa þær hins vegar fækkað fötunum meir og meir.
Allt ætlaði á annan endann í
vor, þegar bandaríski tízkusér-
fræðingurinn Rudi Gernrich sýndi
nýja tegund sundfata, sem hann
fullyrðir, að verði allsráðandi eft
ir nokkur ár.
Þó er hér ekki um neina nýja
„uppfinningu" að ræða, því að
Gernrich hefur aðeins endurvakið
hina gömlu tízku frá Kreta, sem
byggðist á þeirri sjálfsögðu jafn
réttisforsendu, að konur ættu líka
rétt á að láta sólina skína á efri
hluta líkamans!
„Topplaus bikini“ kalla menn
þennan nýja sundfatnað, ef fatn-
að skyldi kalla. Ber barmur er
kjörorð tízkusérfræðingsins og
heldur hann því fram, að hvítum
konum ætti ekki að vera vandara
’ um í þessu efni en þeldökkum.
Bikinibaðfötin hafa í seinni tíð
verið allsráðandi á baðströndum
um allan heim. Margir héldu því
fram, að lengra yrði ekki gengið,
enda hafa bikini-baðfötin þekkzt
síðan 1946.
En tízkan hefur sinn gang og
Rudi Gernrich varð fyrstur til að
ríða á vaðið. Hann segir: Nútíma
fólk er nógu þroskað fyrir þfessa
tízku, sem gerir ráð fyrir, að
kvenfólkið sé nakið í mittisstað,
þegar það fer á baðströndina.
Þessi orð hans virðast þó ekki
fullkomlega rétt, svo mikið er að
minnsta kosti víst, að þegar sýn-
inga'rstúlkur hans birtust í fyrsta
sinn á baðströndum í Bandaríkj-
unum, ætlaði allt vitlaust að
verða, og varð lögreglan að lok-
um að skerast í leikinn. Danir,
Alltaf öðru hvoru hafa komizt á kreik sögur um, að nú væri skakki
turninn í Písa í þann veginn að falla. Þessar sögusagnir virðast nú hafa
borizt yfirvöldum til eyrna og þau fengið einhverja bakþanka. Svo mikið
er víst, að nú hafa sérfræðingar í byggingarmálefnum verið ráðnir tll að
finna leiðir tll að bjarga þessum merkilega turni og gera ráðstafanir til að
hann megi standa áfram í þeirri stöðu, sem hann nú er f.
Á myndinni sjást nokkrir sérfræðingar við útreikinga sína, með turn-
Inn í baksýn.
sem einna fyrstir voru hér í Evr-
ópu til að tileinka sér þessa tízku,
virðast hins vegar vera „þrosk-
aðri“, samkvæmt kenningu Gern-
richs, því að ekkert sérstakt skeði,
þegar stúlkan, sem sést hér á
myndinni til hliðar, birtist í hin-
um nýja búningi á Bellevue-bað-
ströndinni — nema þá, að karl-
mennirnir gleymdu að fara í sjó-
inn, og þeim, sem voru svo óláns-
samir að vera komnir út í, fataðist
lítið eitt á sundinu!
Skyldu þær verða svona
kiæddar í Nauthólsvík-
inni í sumar, ungu
stúlkurnar.
900 MILLJÓNA BÆTUR?
Fólk um allan heim bíður nú í spenningi eftir úrslitum fyrsta
thalidomid-dómsmálsins, sem höfðað var í Aachen í Vestur-Þýzkalandi.
Ef framleiðendur hins skaðlega lyfs, sem valdið hefur vansköpun
fjölda barna, tapa málinu, má búast við málsókn 3000 þýzkra foreldra,
sem samanlegt geri kröfur um bætur að upphæð um 900 milljónir
íslenzkra króna.
Fyrstu kærurnar í Þýzkalandi
hafa nú verið í athugun hjá sak-
sóknaranum í Aachen í Þýzka-
landi í nær tvö og hálft ár, og
nú líður að því, að kæra verði
birt framleiðendum contergan-
taflanna, sem innihalda lyfið
thalidomid. Fyrirtækið, sem fram
leiddi svefnpillur þessar, heitir
Griinenthal og hefur aðsetur sitt
skammt frá Aachen.
Á síðasta ári voru í Hamborg
einni höfðuð 10 mál vegna hinna
svonefndu thalidomid-barna, þ. e.
barna, sem fæddust vansköpuð
vegna þess, að móðirin hafði not-
að contergan-töflurnar á með-
göngutímanum.
Engu þessara mála er lokið og
er orsökin í flestum tilfellum sú,
að málshöfðendur hafa ekki get-
að sannað, að vansköpun viðkocn-
andi barns sé eingöngu afleiðing
verkana thalidomid-lyfsins.
Contergan-töflurnar voru tekn-
ar af markaðinum í lok ársins
1961. Rannsókn á 20 fæðingar-
heimilum í Þýzkalandi sýndi, að
þar til í júlí 1962 fæddust mán-
aðarlega 2—3 börn með vanskap-
aða útlimi. Við fyrstu réttarhöld-
in í Aachen, mun bandariski lækn
irinn frú Frances Kelsey verða
leidd sem vitni, en hún varð
fyrst til að vara við lyfinu í
Bandaríkjunum og hlaut fyrir
það sérstaka viðurkenningu af
hálfu Kennedys forseta.
Forráðamenn Griinenthals-fyr-
irtækisins segja um ákærurnar
eftirfarandi: Vansköpun á úthm-
um nýfæddra barna er ekki nein
ný bóla. Slíkt á sér einnig stað
í löndum, þar sem contergan hef-
ur aldrei þekkzt.
í P0KAH0RNINU
ar sjónvarpstökumaður einn
var að búa sig undir að taka
hliðarmynd af henni á bað-
ströndinni, sneri Lynda Bird
sér við og horfði framan í
myndatökumanninn og sagði:
Þetta er mín bezta hlið.
Það er ekki alltaf öfundsvert
að vera afkvæmi þekktra
manna. Að minnsta kosti seg-
ir Lynda Bird, dóttir John-
sons forseta, að stundum geti
það verið þreytandi.
Þegar hún skrapp til Hawaii
fyrir skömmu til að njóta góða
veðursins á baðströndum og
hvfla sig, hafði hún ekki stund-
legan frið fyrir blaðaljósmynd-
urum, sem fylgdu henni, eins
og skuggar, hvert sem hún
fór. Þegar einn ljósmyndari
hefur tekið af þér 17 Ijós-
myndir í sömu stellingum, ferð
þú að þreytast, segir hún. Þeg
☆
Brezka fyrirtækið Newman
and Guardia í Hariow hefur
hafið framleiðslu á nýrri, lítilli
og meðfærilegri kvikmynda-
sýningarvél, sem er mjög hug-
vitsamlega útbúin.
Vélin vegur aðeins 8 kg og
er hægt að sýna 8 mm myndir
með henni. Hún hefur áfast
sýningartjald og innbyggt há-
talarakerfi. Vélin gengur fyrir
rafhlöðum og er hægt að sýna
sextíu sinnum með hverri fyll-
ingu, en rafhlöðurnar er hægt
að fylla aftur með því að
tengja þær við venjulegan raf
magnsrofa. Hægt er að sýna
bæði litmyndir og svart-hvítar
myndir með þessu nýja tæki.
it
Frakkar hafa smíðað nýja
tegund brunabíla, sem útbún-
ir eru með nýrri tegund af
brunadælum, er sprauta með
miklurn krafti dufti er gengur
undir nafninu Granito. Með
þessum nýju dælum er hægt að
slökkva á níu sekúndum t. d.
eld, sem komið hefur upp við
sprengingu i benzíntank flug-
vélar. Þetta nýja duft hefur
verið reynt lengi í Frakklandi
og gefizt mjög vel.
Þessir brunabílar, B-4000,
hafa fjórar brunadælur, sem
sprautað geta 2,200 kg. af
Granito-dufti á mínútu á eld
í 600 metra fjarlægð.
M M I N N, sunnudaqur 28. iúní 1964?
3