Tíminn - 28.06.1964, Síða 7

Tíminn - 28.06.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórís Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indri'öi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðssor. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Sk-rif stofur Bankastr. 7. Afgr;sími 12323 Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán. innan lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Jafnvægismál í mörgum löndum ber nú tvö verkefni einna hæst hjá þingum og ríkisstjórnum. Annað er aS tryggja jafnvægi í efnahagsmálum, en hitt er að tryggja jafnvægi í byggð víðkomandi lands. Þetta síðarnefnda þykir víða engu þýð- ingarminna, því að fólksflutningur til vissra þéttbýlis- svæða þykir alltof mikill. Meðal þeirra ríkisstjórna, sem nýlega haía látið þetta mál taka til sín, er franska ríkisstjórnin. Hún hefur ný- lega gert víðtækar ráðstafanir til aukins jafnvægis í byggð landsins. Landinu er skipt í nokkur ákveðin svæði og fá ný atvinnufyrirtæki á þeim svæðum, sem talin eru standa höllustum fæti, alveg sérstaka aðstoð. Á þeim svæðum, isem talin eru verst stödd, greiðir ríkið allt. að 20% af stofnkostnaði nýrra fyrirtækja, þótt hliðstæð fyrirtfeki fái engan slíkan stuðning í öðrum landshlutum. Þá fá umrædd fyrirtæki margvísleg skattahlunnindi. Gömul fyrirtæki, sem hafa verið staðsett á Parísarsvæðinu, þar sem fólksfjölgun þykir ískyggilega mikil, fá sérstaka að- stoð, ef þau flytja starfsemi sína til hinna afskekktari byggðarlaga. Það er áreiðanlega ekki síður mikilvægt verkefni hér á landi en í Frakklandi að tryggja jafnvægi í byggð lands- ins. Hér eru valdhafarnir hins vegar furðulega tómlátir um þau mál. Frumvarp Gísla Guðmundssonar og fleiri Framsóknarmanna um stofnun sérsíaks jafnvægissjóðs hefur hvað eftir annað verið svæft á undanförnum þing- um. Sama gildir um frumvörp, sem Framsóknarmenn hafa flutt um auknar og skipulegri hafnargerðir. Tillög- um Framsóknarmanna um eflingu skólakerfisins í strjál- býlinu, hefur á sama hátt verið stungið undir stól. Þannig mætti lengi telja. Slíkt andvaraleysi og aðgerðarleysi getur ekki haft nema eina afleiðingu. Það ýtir undir þá óheppilegu þróun, að þjóðin hnappist aðallega saman á fáum stöð- um, en byggð eyðist meira og minna, þar sem afkomu- möguleikar geta þó verið góðir. Víða má viðnámið ekki koma síðar, ef stórir landshlutar eiga ekki að leggjast að mestu eða öllu í auðn. Því aðeins mun þjóðinni vegna vel í landinu í franitíðinni. að hún byggi það allt og nýti gæði þess sem bezt. Hér er því að gerast miklu meiri háski en valdhafar þjóðarinnar gera sér Ijóst. Urelt skóI&Scerfi Það virðist sameiginlegt álit þessara manna, sem fást við kennslustörf, að núgildandi skólakerfi sé orðið úrelt. Fulltrúaþing íslenzkra barnakennara samþ.. ályktun, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta endurskoða og skipuleggja í heild skólakerfið með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta. t því sambandi var bent á, að okkur bæri að hagnýta reynslu nágrannaþjóðanna Hjá þeim eru nú að gerast stórar breytingar, t.d. í Noregi er verið að sameina barna- og gagnfræðaskólana. Landsprófið svo- nefnda þekkist ekki í þessum löndum. Þar Ijúka ungi- ingar stúdentsprófi 18 ára. en hér 19—20 ára. Þá hefur félag menntaskólakennara nvlega haldið fund og gert tillögur um margháttaðar breytingar á kennslu menntaskólanna, m.a. að dregið verði úr prófum Sérstaka athygli vöktu á þessum fundi tillögur, sem .Tó hann Hannesson skólameistari á Laugarvatni lýsti , Það er ánægjulegt, að kennarastéttin sknli þannig hafa forgöngu um endurbætur á hirm úrelta skólakerfi, því að oft vilja opinberir embættismenn gerast hættulega fast- heldnir á allt, sem fyrir er. Uppljóstranir um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar John McCorce yfirmaSur bandarisku leyniþjónusfunnar hefur reynf að sföðva bókina: „The invisible 0overnmenfu sem lýsir GIA innan frá og hann segir að Ijósfri upp a.m.k. 109 ríkisfeyndarmálum. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John McCone, hefur beitt öllum ráðum til að hindra útgáfu bókar, sem lýsir leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA, innan frá og af- hjúpar mörg helztu atriðin í starfsemi leyniþjónustunnar. McCone hefur boðizt til að kaupa 2 þús. fyrstu eintökin, sem þegar er búið að prenta og ætlunin er að senda til aug- lýsenda og blaða. McCone hef- ur ekki enn fengið svar við til- boði sínu, en forlagið, sem gef- ur bókina út, er hið virta Random House. Bókin heitir The invisible Government — hin ósýnilega ríkisstjórn — og er hún skrif- uð af tveimur virtum blaða- mönnum í Washington, þeim David Wise og Thomas Ross, en hann skrifaði meðal annars hina miklu sölubók „The U-2- affaire“, U-2-málið, sem fjall- aði um njósnaflug Bandaríkja- manna og þann atburð, er flug- maðurinn Powers var skotinn niður yfir Sovétríkjunum. — McCone heldur því fram, að í bók þeirra Wise og Ross, „The invisable Government" séu a.m.k. 100 rikisleyndarmál kunngerð — og enn fremur og það, sem er enn verra: í bók- inni eru gefin upp nöfn 49 leið toga innan CIA og þar af séu 26 menn, sem verði CIA til einskis gagns eftir að nöfn þeirra hafa verið gefin app. Þá heldur McCone því fram, að í bókinni sé skýrt frá fjór- um aðgerðum CIA, sem enn eru aðeins á undirbúningsstigi. — Þá upplýsir bókin það, sem reyndar kemur ekki á óvart, að „Radio Free Europe“, Útvarp frjálsrar Evrópu, svokallað, sem er í Vestur-Þýzkalandi og sem opinberlega er einkafyrir- tæki vestur-þýzkt og heldur uppi áróðursútsendingum á stuttbylgjum til Austur-Evrópu, er rekið og kostað af Banda- ríkjastjórn. McCone hefur haft áhyggjur af fleiri bókum en þessari. Ný- lega kom út bókin „The Bay. of pigs“ eftir Haynes Johnson og þar er sagt frá hinum miklu mistökum og feilreikn- ingum, sem leyniþjónustan gerði varðandi hina misheppn- uðu innrás á Kúbu. — Þessi bók og þá ekki síður „The invisible government" — mun auka þær umræður, sem nú eiga sér stað um nytsemi leyni- þjónustunnar bandarísku og einkum þó hinar svimháu upp- hæðir, sem leyniþjónustan kost ar bandaríska skattþegna. í myndablaðinu Look hefur verið birtur kafli úr bókinni „The invisibie government" og fjallar sá kafli um hina mis- heppnuðu innrás á Kúbu. Birt ing þessa kafla mun sennilega hafa i för með sér pólitískar sviptingar. f kaflanum segir, að hinn fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Republi- kana — og ef til vill næsti for setaframbjóðandi — Richard Nixon — hafi óskað eftir þvi ALLEN DULLES — hann stiórnaði hinni misheppnuðu Kúbu-innrás. og reynt að beita áhrifum sín- um í stjórn Eisenhowers, að innrásin yrði gerð fyrir for- setakosningarnar í USA, 8. nóv. 1960. Taldi Nixon, að innrásin myndi auka sér byr í kosning- unum. Á þeim tíma var Kenn- edy hlynntur aðgerðum gegn Kúbu/ en Nixon lagðist gegn þeirri hugmynd í framboðsræð um sínum eða með öðrum orðum: Nixon vissi, að innrás- in myndi aldrei takast eins og hún v^ai í pottinn búin, en vildi samt að hún yrði gerð til þess að gera skoðanir Kennedys tor- tryggilegar. í kappræðum við Kennedy 22. október 1960 sagði Nixon, að tillaga Kenn- edys í þessu máli væri óábyrg- asta tillaga, sem nokkur for- setaframbjóðandi hefði nokkru sinni borið fram. John McCone, núverandi yfirmanni leyniþjónustunnar bandarísku, CIA, sem er skammstöfun á Central Intelli- gencé Agency, verður ekki kennt um mistökin í sambandi við Kúbuinnrásina, Kúbuævin- týrið svokallaða. Þá var CIA undir stjórn Allen Dulles, bróð ur John Foster Dulles heitins, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Dulles lét af embætti litlu síðar og við tók McCone Ýmislegt er nú á spyði í njósnamálum og það nýjasta er að ýmsir bandarískir blaða- menn, sem sagðir eru vita lengra nefi sínu, fullyrða, að Bandaríkin og Sovétríkin hafi nú komið sér saman um að leyfa hverju öðru að stunda njósnir yfir . löndunum í því skyni að auka öryggi þeirra og forða skyndiárásum. Njósnir þessar eru sagðar stundaðar úr gervihnöttum. — Hafi þessar fregnir við rök að styðjast, má segja, að hér sé um byltingu í njósnamálum að ræða, því að njósnir verða þetta að kallast meðan ekki er birt opinberlega samkomulag um gagnkvæmt eftirlit þessara ríkja. — Tjeká. John McCone yfirmaður CIA — hefur áhyggjur af uppljéstrunum blaðamanna um starfseml og skipulag leyniþjónustunnar. í f M I N N, sunnudagur 28. júní 1964. T i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.