Tíminn - 28.06.1964, Page 14

Tíminn - 28.06.1964, Page 14
Baat i löngum röðum í ganginum fyrir utan svefnherbergi hennar. Hún hefur ekki frekar en Win- ston miklar mætur á skartgripum og oftast ber hún ekki fjölbreytt- ari skartgripi en perlufesti og ein- staka sinnum demantsbrjóstnál. í klæðaburði er hún látlaus en sfnekkleg og mest áherzla er lögð á mjúkar klassískar línur. Til dag- legra nota á Chartwell á sumrin vill hún helzt klæðast síðbuxum og skyrtu, helzt í bláum lit. Ef hún fær heimsókn eða heldur garð veizlu klæðist hún helzt einföldum léreftskjólum frekar en skraut- legum samkvæmisklæðnaði. Á hlýj um kvöldum fer hún oft í einn •f mörgum chiffonkjólum sínum með blómamynstri. Þeir eru frem ur síðir, drapperaðir, lítt flegnir og venjulega ermalausir. Fyrir kvöldverð á veturna klæðist hún venjulega svörtu og alltaf ber hún herðasjai úr annað hvort chiffon eða silki í grænum, bleikum eða bláum pastellitum. Hún 'parf alltaf að kaupa sínar afmælisgjafir og jólagjafir handa / sjálfri sér (formlegar gjafir „frá Winston"). Þar sem hann er niður sokkinn við að leysa heimsvanda málin eða önnum kafinn við að skrifa bækur, er ekki hægt að bú- ast við að hann muni eftir að kaupa afmælisgjöf handa konu sinni eða öðru slíku! Það er þó að vissu leyti furðu legt, að hann skuli ekki muna eftir þessu, eins umhugsunarsam ur og hann annars er um hennar hag. Eða eins og náin vinur þeirra 'sagði: „Hann lætur við hana eins og hún sé postulínsbrúða. Hún er og hefur verið eina konan í lífi hans.“ Áður en Winston hitti Clemen- tine, hafði hann lítið skipt sér af Ikonum. ITann hafði verið of önn 'um kafinn við að koma fótunum undir sig fjárhagslega og þjóð- félagslega. Þó að hann tignaði móður sína, fannst honum alltaf óþægileg sú til hugsun, að það væru hennar peningar, sem hann hafði umráð yfir á herþjónustu- árunum og höfuð markmið hans var, að binda endi á þá styrktar- starfsemi Það var ekki fyrr en hann hafði náð þessu takmarki sínu, að hann fór alvarlega að velta fyrir sér bónorðum og hjú- skap. Svo að það er satt, að hin fagra Clementine var fyrsta og eina konan i lífi hans, — og það var hún. sem hjálpaði honum upp metorðastigann Hann þolir ekki gagnrýni eða andstöðn annarra, en hennar, þar sem hún ein veit, hvernig á að fara að honum. Kvöld nokkurt var hún með Win ston í samkvæmi með um fjörutíu ; öðrum gestum. Þar voru meðal ( annarra þingmenn og forystumenn iðnaðarfélaga Winston ræddi i lléttum tón um það, sem efst var I á baugi í stjórnmálalífinu. þegar Clementine greip fram í: „Skýrðu þetta ljósar, skýrðu þetta ljósar ól íyrir tilheyrendum þínum“ sagði hún. „Eg skai segja ykkur þetta.“ Og það var einmitt það, sem hún gerði. Hún skýrði á einfaldan hátt þau mál, sem Win- ston hafði vafið inn í orðskrúð og heldur jj-flókinn umbúnað. Hann yppti öxtum, fórnaði höndum með uppgjafarsvip og sagði glettnis- lega: „Hvað á ég að gera?“ Tilhey-'endur hans — og -Cle- mentine — ráku upp skellihlátur. En í rauninni varpaði hún ljósi á málin, svc að allir skildu. En þeg ar hún gieip fram í fyrir honum. gerði hún það alltaf þannig, að honum gæti ekki gramizt. Bæði Winston og Clementine geta átt það til að verða skyndi- lega ofsareið, en reiðin er aldrei langvarandi og þau bera ekki neinn illvilja í garð, þeirra, sem hafa móðgað þau eða komið illa fram við þau Engim. hefur nokkru sinni orð ið áheyrandi að alvarlegu rifr- ildi eða þrætum þeirra í milli. Stundum hefur gamansöm deila sprottið upp af ást Clementine á dýrum pötum því að Winston á skilt við aðra eiginmenn að því leyti, að þó að hann vilji að konan sé klædd eins og bezt verður á kosið, hafa reikningarnir skotið honum lililega skelk í bringu. „Gerifðu þéi grein fyrir, hve margar greinai þetta á eftir að kosta mig?“ sagði hann stundum og gaf nenni hóglega áminningu fyrir. hve miklu hún hefði eytt nýjan kjól. Clementine, sem er mikill fjármálasnillingur á öðrum sviðum, lofaði venjulegast að fara sér hægar við fatakaupin í fram- tíðinni, en það var loforð, sem hún hafði sjaldan nægilegan vilja dyrk til'að halda Eitt sinn fyrir stríð lét Win- ston sex pund af hendi rakna til kaupa á nýjum kjól fyrir dóttur þeirra Díönu, og lét þau orð fylgja með, að hann mætti alls ekki kosta meira. Um kvöldið birtist Dían^ í kjól, sem hafði augsýnilega lcostað miklu meira en þettar og hálf- smeyk beið hún óveðursins, sem hún áleit að mundi óhjákvæmi- lega skella á. Winston lét hana ganga fram og aftur um herbergið og skoðaði kjólinn í krók og kring og þreifaði jafnvel á efninu til að meta gæði þess, Síðan kom dómurinn. ..Ég er fullkomlega samþykk- ur“, sagði hann og bæði móðir og dóttir vörpuðu öndinni léttar. Kvenfólkið í fjölskyldu Win,- stons er ekki eina fólkið, sem verður vinsemdar hans aðnjót- andi. Frú Thompson, sem þurfti að umgangast hann oft, þegar lund hans var erfið, sagði: „Hann er töfrandi maður og kann að segja margt á svo töfrandi hátt, að maður fellur næstum í stafi. Einu sinni höfðum við unnið lengi fram eftir á Chartwell. Drottinn minn dýri, hvað ég var orðin þreytt. Og sama var að segja um hann. Hann bauð mér góða nótt, þegar ég var á leið burt, en síðan kallaði hann skyndi lega á eftir mér: '„Eruð þér þreyttar, ungfrú Shearburn?" „Nei“, svaraði ég, enda vildi ég að sjálfsögðu ekki viðurkenna það. Hann þagði um stund, leit ekki á mig, en hristi höfuðið. „Nei“, I sagíi hann. „Það gæti heldur ekki ■ verið. Þér eruð hermannsdóttir". Ekkert hefði getað fengið mig tii að viðurkenna, að ég væri þreytt. Ég hefði haldið áfram, i þangað til ég hefði dottið niður. [ Hann valdi alltaf réttu orðin, og ! hún hefur einnig gott lag á fólki“. 1 Winston og Clementine skilja hvort annað eins og eiginmanni og eiginkonu ber að gera. Þó að þau eigi mörg sameiginleg áhuga- mál, vilja þau í sumum greinum vinna ein og sjálfstæð. Hún er á sama máli og hann um, að það sé bráðnauðsynlegt og afar mikil- vægt fyrir mann, sem gegnir um- fangsmiklum opinberum störfum, að fást við einhverja tómstunda- iðju og eiga sér önnur áhugamál í einkalífí sínu. Og hún mundi aldrei láta sér detta í hug að aftra því með eigingjörnum huga, að hann fái útrás á þennan hátt, sem svo nauðsynlegur er fyrir vel- líðan hans og heilsu. Sameiginleg skoðun þeirra er: „Það dugar ekki að gera aðeins það, sem manni líkar. Manni verður að líka það, sem maður gerir“. Winston segir: „Yfirleitt má skipta mönnunum í þrjá hópa: Þá, sem eru dauðskuldugir, þá, sem eru dauðkvíðnir og þá, sem eru dauðleiðir“. Clementine segir: „Það er hægt að slíta út hluta af heilabúinu, með stöðugri og sífelldri þreyt- andi notkun, alveg á sama hátt og hægt er að slíta út úr olnbogun- um á jakkanum sínum. En samt er sá meginmunur á lifandi heila- frumum og dauðum hlutum, að ekki er unnt að gera við útslitna olnboga á jakka með því að nudda í staðinn kragann eða herðarnar en hins vegar er unnt að hvíla hina þreyttu heilafrumur og styrkja þær ekki einungis með 23 að vera einhver skýring til á því . . . eða . . . Hægt og hikandi lyfti Tracy höndum og greip um stýrið. f rökkrinu inni í bílnum virtist andlitið nábleikt, en augun glömp- uðu . . . eins og hún væri glöð Brett horfði á fálmandi hreyfing- ar hennar, en hreyfði sig ekki. „Það er satt“, hrópaði ofsaglöð rödd innra með henni. „Ég kann ekki að aka bíl, ég get ekki hafa gert þetta voðalega . . . Ég veit ekki, hvernig það gerðist, ég veit að . . .“ Og þá — áður en henni var það sjálfri ljóst höfðu hend- ur og fætur farið að hreyfa sig. Vilji hennar hrópaði gegn þeim . . þið getið þetta ekki . . . þið vitið ekki, hvernig á að fara að þessu . . en það var gagnlaust. Bílinn fór í gang og rann mjúklega af stað, hreyfingar hennar voru öruggar og þjálfaðar þegar hún ók af stað eftir veginum. Hún starði fram fyrir sig á veginn, skipti um gír, ók út á þjóðveginn og kringum þorpið og -síðan aftur heim að Pilgrims Barn. Þar tók hún kröppu beygjuna heim að húsinu og ók bílnum beint' inn í bílskúr- inn, drap á bílnum og lét hend- urnar falla máttleysislega af stýr- inu. Brett uppgötvaði, að hann gat ekki enn sagt orð né hreyft sig. 0 — Jæja, þú hafðir rétt fyrir þér, ég kann að aka bíl. Rödd- in var blæbrigðalaus. — Þetta var barnaleg grilla hjá mér. Þakka þér fyrir að sýna mér þolinmæði. Hún hafði stigið út úr bifreið- inni og var horfin, áður en hann fann orð. Hann botnaði hvorki upp né niður í neinu. Hvað var það, sem Tracy hafði ætlað að sýna fram á? Hvað var það sem hann hafði sjálfur vonað í aðra röndina að myndi gerast? Hvers vegna hafði hans eigin vilji kosið helzt að ýta fæti hennar af benzín gjöfinni og höndum hennar frá stýrinu og gírstönginni? Ekkert í fari hennar gat hafa breytzt, jafnvel ekki þótt . . . en henni hafði skjátlast. Hann þurrkaði kaldan svita af enni sér og gekk inn. Tracy sat á rúminu í herbergi sínu. Hún hafði ekki hirt um að kveikja ljós. Hún hafði verki um allan kroppinn — hún var ör- magna. En nú var þýðingarlaust að berjast á móti því lengur — sannleikurinn var kominn í ljós. Hún kunni að stýra bíl, hún hafði setið undir stýri á bíl, sem ekið var á mann svo að hann beið bana. Hún hafði látið manninn sinn taka á sig sökina og afplána langa fangelsisvist. Loksins stóð hún augliti til auglitis við hinna Tracy Sheldon. 6. kafli. Það var daginn áður en Mark var væntanlegur heim til Pilgrims Barn úr fangelsinu, þar sem hann hafði afplánað refsinguna. Brett hafði ekið af stað í bílnum að sækja hann og hugðist vera næt- urlangt í burtu. Það var kominn júní og rhododrenrunnarnir stóðu í fullum blóma milli annarra ljómandi blóma. Grasið óx hátt á rústunum, gömlu. Frú Sheldon og Nan höfðu báðar horfið á burt eftir kvöldmatinn. Tracy var allt- of eirðarlaus til að geta setið kyrr og lesið. Hún gekk hvíidarlaust fram og aftur um herbergið sitt nokkra stund, síðan gekk hún út á ganginn og ósjálfrátt opnaði hún dyrnar að herbergi því sem útbúið hafði verið handa Mark. Það var stórt, lágt undir loft — og þar var stórt hjónarúm. Tracy hallaði sér að dyrastafnum. hún fékk þyngsli yfir höfuðið Þetta var herbergið, sem hún myndi I HUUN FORTIÐ MARGARET FERGUSON bráðlega deila með manni sínum — þessum óþekkta manni, sem Brett hafði lagt af stað til að sækja. Mundi slæðan rofna frá hinum myrka hluta heilans, þeg- ar hún sæi hann á ný? Andlitið á myndinni hafði ekki vakið hina minnstu kennd hjá henni. Hverj- ar kenndir mundi maðurinn sjálf- ur vekja hjá henni? Hún snerist skyndilega á hæli, hljóp niður tröppurnar yfir garðinn og út á stíginn. Hún kærði sig ekki um að hitta frú Sheldon eða Nan né nokkurn annan. Hún gladdist hverja stund, sem hún fékk að vera ein —alveg ein — og þurfti ekki heldur að deila tíma sínum milli sín og hinnar Tracy Shel- don . . . — Það lítur helzt út fyrir að þú hafir alveg heillast af gömlu rústunum síðan þú komst heim aftur, Tracy. Þú varst ekki sér- lega hrifin af þeim hér áður fyrr . . . — Jæja? sagði Tracy áhuga- laust og var ekki sérlega hrifin yfir félagsskapnum en auðvitað mátti alltaf búast við að hitta einhverja fyrir i svo litlu plássi Lenora hafði komið eftir vegin- um, dökk yfirlitum og fögur með rauðan klút um hálsinn, sem gaf andliti hennar hlýja glóð — Kannski skelfa þær mig ör- lítið, ég játa það, svaraði hún nokkurn veginn róleg. —En mér finnst stórkostlegt hvernig þær breytast eftii birtu og skuggum. — Mér finnst ósköp lítið til um þær, sagði Lenora kæruleysis- lega. —Ertu alein í kvöld? Hvar er þinn dyggi verndari, Brett? Rödd hennar var kaldhæðnisleg og Tracy komst ekki hjá að veita því eftirtekt. — Hann kemur ekki heim í kvöld. Tracy hikaði við. Hana langaði ekki til að segja Lenoru frá því, sem henni kom ekkert við, en á hinn bóginn væri sjálf sagt heimskulegt að gera tilraun til að halda því leyndu. — Hann ók af stað til að sækja Mark. Þeir koma heim á morgun. — Á morgun? Lenora leit snöggt á hana. —Mér var ekki ( Ijóst hann væri það væri svona | stutt þangað til. Tíminn hefur liðið fljótt fyrir þig, en sjálfsagt ekki hjá honum. — Nei. Og Tracy bætti við í huganum: Níu mánuðir innan fangelsismúra — og vegna verkn- aðar sem hann framdi ekki. Hún sneri sér skyndilega að Lenoru og sagði áköf: — Hvernig heldurðu að fólk komi fram við hann, Lenora? spurði hún. Eftir óhappið, sem hann varð fyrir. á ég við. — Óhappið’ Lenora lyfti brún- um —Það er yissulega vægt til orða tekið — En það var óhapp og ekkert annað. Blóðið fór að þrýsta að gagnaugunum og henni fannst hún ekki geta dregið andann. —Enginn gæti gert slíkt viljandi. auðvitað hefur það verið óhapp allir hljóta að skilja það? Og ef þið eruð vinir Marks hljótið þið að vita. — Það er einmitt það, sem við skiljum ekki, greip Lenora hugsandi fram í. —Við þekkjum Mark og það er svo frámunalega ótrúlegt að ímynda sér að hann aki á mann og skilji hann eftir í blóði sínu án þess að skeyta öðru en forða sér frá ábyrgðinni. — Einmitt þess vegna hljóta allir að skilja, að það er ekki annað en voðalegt óhapp. — Það hlaut að hafa verið ástæða til þess, skyndilegur las- leiki eða eitthvað slíkt, en það var ekki borin fram nein afsök- un. Mark játaði ’aðeins að hann hefði ekið ógætilega og að hann hefði ekki stanzað eftir árekstur- inn. Og þú færðir heldur ekki fram neina skýringu . . þú manst sjálfsagt eftir því? — Eg . . nei ég man ekkert Tracy var orðin þurr í kverkun- um. —Ég man alls ekki eftir Mark ennþá, bætti hún hraðmælt við. —En þrátt fyrir það held ég ekki að hann sé slíkur ódrengur að koma svo fram. Eruð þið ekki á sömu skoðun — þið vinir hans? Hún stárði gegnum rökkrið á andlit Lenoru. — Ég vona að hon um verði ekki refsað meira þeg- ar hann kemur heim? Ég . . . En hún gat ekki sagt meira. Og hvað átti hún að segja? Átti hún að segja Lenoru sannleikann? En Mark mundi ekki kæra sig um það. Þá væri allt til einskis gert, sem hann hafði lagt á sig. 14 T í M I N N, sunnudagur 28. júní 1964. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.