Alþýðublaðið - 22.05.1952, Blaðsíða 5
fulípra hagfr
unum
FYRSTI MAÍ er nýlega lið-
ínn. Margt var þá að veniu rit
að og rætt, og að vonum féllu
ófá harðyrði í garð afturhalds
stjórnar þeirrar, er nú fer með
völcl á íslandi.
Ein athyglisverðasta ræðan,
sem þá var flutt að öllum ólöst
íuðum, var ræða Ólafs Björns-
sbnar prófessors. Því að harð-
ari áfellisdóm en í henni fólst
mun naumast hægt að gefa út
um starf og stefnu ríkisstjórn-
ar og stuðningsflokka hennar,
og var þó til alls annars ætiast.
Ólafur prófessor er sem
Icunnugt er lærðujr maður og
Siefur verið nú um skeið það
Mímishöfuð, sem hið einevða
afturhald á íslandi hefur sótt
í vísdóm sinn um efnahagsmál.
Einnig hefur Ólafur prófessor
um nokkur ár verið formaður
Bandalags starfsmanná ríkis og
bæja, og sakir þess starfa síns
því hlotið að taka nokkurn þátt
í baráttunni fyrir hagsmunum
launþega. Hins vegar hefur
hann sífellt haldið því fram, að
kauphækkanir séu í sjálfu sér
engar kjarabætur og skaðlegar
í efnahagslífi þjóðarinnar.
Ræddi hann kauphækkanirn
ar í ræðu sinni, og komst þar
meðal annars svo að orði:
,,Ég ætla því í þessum orð-
um, sem ég mæli hér sem full-
trúi Bandalags starfsmanna rík
Ss og bæja að reyna að gera eft
irfarandi spurningu nokkur
skil: Hverju; hafa launþegasam
tökin áorkað meðlimum sínum
til hagsbóta síðustu 10—15 ár-
In, er sá árangur viðunandi, og
ef svo er ekki, þá hvers vegna?
Það hefur mikið verið talað
um hinar svokölluðu kjarabæt
ur sem alþýða manna hér á
iandi hefur öðlazt frá byrjun
síðustu heimsstyrj aldar. Ef lit-
ið er á kauphækkanir þær, sem
att hafa sér stað, þá eru sigran
ir á þeim vettvangi vissulega
stórkostlegir, því að verka-
mannakaup hefur nú nrér því
tífaldazt frá byrjun styrjaldar-
innar. Sé hins vegar litið á það
sem máli skip'tir fyrir afkomu
verkamannsins, nefnilega kaup
mátt launanna, verður reyndin
önnur og ótrúlega miklu óglæsi
legri, og sé litið á hlutdeild
launþeganna í þjóðartekjunum,
þá hefur hún beinlínis rýrnað
á þessu tímabili eítir því sem
íiæst verður komizt. Raunveru
legar þjóðartekjur íslendinga
munu hafa um það bil tvöfald-
azt á tímabilinu 1838—1950, en
á sama tíma hefur kaupmáttur
tímakaups Dagsbrvmarmanna
aukizt um 34%, og þó raun-
verulega minna sökum þess að
vísitala sú, sem reiknað er með
vanmetur raunverulega verð-
hækkanir. Fyrir aðra launa-
menn mun útkoman sízt betri,
og án efa til muna lakari fyrir
meginþorra opinberra starfs-
manna.
Upplýsingar þær, sem prófess
orinn gefur þarna eru athygl-
isverðar fyrir alla lau.nþega.
Enginn mun væna hana um,
að þær séu rangar launþegun-
um í vil, eða settar fram til
árása á stjórnarvöld landsins og
stefnu þeirra. En samt kemur
í Ijós, að þrátt fyrir geysilega
kauphækkun hefur samt hlut-
ur launþega stórversnað síð-
asta áratuginn, eða réttara sagt
síðustu árin, því að framan af
umræddu tímabili fór kaup-
máttur launa vaxandi að frá-
sögn prófessorsins. Er einkum
athyglisverður samanburður-
inn við þjóðartekjurnar í heild.
Þá er og vert fyrir launbega
að festa sér í minni ummælin
um vísitöluna, sem að dómi
prófessorsins „vansnetur raun-
verulega verðhækkanir".
Það sem Ólafur prófessor
hyggst að sanna með þessum
ummælum sínum er það, að
sú stefna launþegasamtakanna
sé röng að beita styrk sínum
til þess að láta kaupgjaldið elta
vísitöluna.
En vér skulum nú staldra
við og leitast við að gera oss
ljóst af hverju kaupmáttur
launanna hefur reynzt svo rýr,
þrátt fyrir hækkun þeirra, og
hvern þátt launþegasamtökin
hafa í því átt.
Enginn, sem líta vill með
sanngirni á þessi mál, fær neit
að þeim staðreyndum, að hin
síaukna dyrtíð síðustu ár síðan
núverandi ríkisstjórn tók við
völdum, á fremur öliu öðru rót
sína til: gengislækkunar, báta-
gjaldeyris, afnáms verðlagseft
irlits og skefjaiausrar álagning
ar kaupsýslumanna og skattpín
ingar af hálfu ríkisvaldsins. En
hafa þessar ráðstafanir verið
gerðar að kröfu launþega?
Fjarri fer því. Samtök laun-
þega og Alþýðuflokkurinn hafa
barizt gegn öllum þessum at-
riðum, en ríkisstjórnin og stuðn
ingsflokkar hennar hafa látið
allar viðvaranir og kröfur i þá
átt að lækka dýrtíðina, sér eins
og vind um eyrun þjóta, o® not
ið til þess siðferðilegs stuðn-
ings sérfræðinga sinna.
Og hvað eiga launþegar þá
að gera? Engum mun ljósara en
einmitt þeim, að launhækkan-
ir í sjálfu sér eru engin lausn
málanna, þegar allt er gert af
hálfu ríkisvaldsins t:l þess að
rýra verðgildi penínganna. En
kauphækkanirnar eru eina vörn
in til þess að mæta að ein-
hverju leyti þeim álögum, sem
ríkisvaldið beint og óbeint legg
ur launþegunum á herðar, ef
þei reiga ekki beinlínis að
sökkva í hina dýpstu örbirgð.
Þegar svo- Ólafur prófessor
kemur að því, hvað sé til var-
anlegra kjarbóta launbegum til
handa telur hann að aukmng
framleiðsluafkasta sé eina leið-
in til þess.
Það munu allir verða sam-
mála um að aukning fram
leiðslu sé undirstaða fjársöfn-
unar í þjóðfélaginu sem lieild.
en að hún verði launbegum til
beinna kjarabóta, getur því að
eins orðið, að framleiðslutækin
og verzlun landsins sé í þeirra
höndum eða að tryggt sé, að
launþegar fái sinn hluta af aulf.n
ingu framleiðslunnar. Nú vitum
vér, að þessu fer fiarri í þjóð-
félagi voru, svo að bessi full-
yrðing prófessorsins er álíka
nærri sanni, og það að búðar-
þjónar hljóti kjarabætur af bví
að verzlunareigandinn græðir
á óhóflegri vöruálagningu.,
Nema prófessor Óláíur sé kom-
inn á þá skoðun að launþegaríi
ir skuli eiga framleiðslutækin.
En þar sem Ólafur nrófessor
er eitt bezta sverð afturhalds-
stjórnarinnar, þá mætti ætla,
að hún gæfi orðum hans og
lcenningum einhvern gaum og
hefði t. d. stutt að þessu heila-
ráði hans að efla framleiðsluna..
Skal þessu næst athugað,
hvað ríkisstjórnin hefur afrek-
að í því efni. En bar sem ann-
ars staðar er auðn og tóm.
. Á nýliðnran vetri var at-
vinnulevsi meira og langvinn-
ara en þekkst hefur hér á landt'
síðan á kreppuárunum eftir
1930. Sums staðar hefur það
orðið svo hatramlegt, að full-
komið neyðarástand hefur skap
azt í heilum bæjum cg sveitar
félögum. Verulegan hluta þessa
atvinnuleysis má rekja til að-
gerða ríkisvaldsins í verzlunar-
og skattamálum. Til þess að
þjóna gróðalöngun ,nokkurra
heildsala hefur verið unnið að
því að koma iðnaði landsmanna
á kné.
Iðnaður vor er enn á bernsku
skeiði og þolir ekki stór áföll,
en nú er svo komið, að sakir tak
markalauss innflutnings é vör
um, sem hægt er að gera í land
inu sjálfu, standa verksmiðj-
urnar tómar, vélar, sem keypt-
ar hafa verið til Iandsins fyrir
ærið fé standa óhreyfðar og íðn
verkamenn ganga atvinnjilaus-
ir eða hafa sums staðar þrengt
sér inn á starfssvið daglauna-
manna, þar sem fullt var áskip
að áður.
Þannig hefur stjórnarstefna
þess afturhalds, sem prófessor
Ólafur styður skapað geigvæn-
legt atvinnuleysi, og kallað
þannig yfir þjóðina það mest.a
óheillaástand, sem orðið getur
bæði fyrir launþaga og aðra.
Ekki gat hinu þröngsýna aftur
haldi einu sinni auðnast, að
fylgja þessu vafasaina ráði sér
fræðings síns til þess að bæta
kjör almennings í landinu.
Þess hefur oft verið getið,
að Ólafur prófessor er ráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar um
efnahags- o« fjárhagsmál. Það
má því fulltreysta honum til
þess að gera hlut ríkisstjórn-
arinnar ekki verri en hann er
í þessum málum. En ef vér les-
um ræðu hans ofan í kjölinn,
er ljóst, að svo gjörsamlega
hafi vopnin snúist í höndum
honum, að ræðan verður em
hin þyngsta ásökun, er enn hef
ur fram komið á hendur þeirri
stefnu og þeim ráðstöíunum,
Framh. á 7. síðu.
piuneínasr
Tuttugu vinningar að verðmæti 103.000,00 krón-
ur. Þar af eru 10 fyrstu vinningarnir fríar ferðir
á Ólympíuleikana í Helsingfors ásamt uppihaldi
og aðgangi að leikunum.
Ennfremur 3 gólfteppi. 3 þvottavéíar, 3 strau-
vélar.og ryksuga. Allt 1. flokks.
Dregið 29. júní. — Aðeins 5 kr. miðiim.
Olympíunefnd Islands.
H AFN ARF J ORÐUR.
HAFNARFJ ORÐ UR.
stuðningsmanna Asgeirs Asgeirssonar
er í verzlunarhúsi Jóns Mathiesen. — Sími 943G.
KJÖRSKRÁ LIGGUR FRAðfMI.
Fertugur t dag:
Vigíús Sigurðsson irésmíðameisfari
Lífsfykki
CORSELET — MAGABELTI —
BJÓSTAHÖLD . . í miklu úrvali.
Saumum eftir máli. — Sendum í póstkröfu.
%
HAFNARSTRÆTI 11
VIGFÚS SIGURÐSSON tré-
smíðameistari, Nönnustíg 8 B,
Hafnarfirði, er 40 ára í dag.
Vigfús er Árnesingur að
ætt, fæddur í Suðu.rkoti í
Grímsnesi, en fluttist ungur
til Hafnarfjarðar, með móður
sinni, Ingveldi Einarsdóttur,
og hefu.r átt hér heima síðan.
Vigfús nam ungur trésmíði,
og er með dugmestu iðnaðar-
mönnum í Hafnarfirði. Hann
var einn af stofnendum Skipa
smíðstöðvarinnar Drafnar h.f.
og hefur verið framkvæmda-
stjóri þess fyrirtækis hin seinni
ár.
En þrátt fyrir u.mfangsmikið
og vandasamt starf hefur hann
um margra ára skeið verið
mjög virkur þátttakandi í fé-
lagslífi Hafnfirðinga, og þá
fyrst og fremst í samtökum iðn
aðarmanna, en eínnig hefur
hann starfað mikið í Karla-
kórnum Þresti og verið gjald-
keri kórsins' í 10—12 ár og |
varið í það starf miklum tíma. |
Vigfús er góðu.r og gegn Al-;
þýðuflokksmaður og gegnir
innan flokksins ýmsum trúnað
arstörfum, meðal annars á
hann sæti í stjórn Alþýðuflokks
félagsins og í stjórn Alþýðu-
hússins.
Vigfús er maður sístarfandi
og ötu.U að hverju, sem hann
gengur, enda ávinnur hann sér
traust og álits þeirra, er kynni
hafa af honum, og þá mest
þeirra, er nánúst hafa kynni
af störfum hans og mest hafa
saman við hann að sælda.
Vigfús er kvæntur Ástu, Júní-
usdóttur frá Björk í Sandvíkur
hreppi og eiga þau tvær dæt-
ur. Einnig er móðir hans öldr-
uð á heimili hans.
Ég hef starfað mikið með
Vigfúsi á u.ndanförnum árum,
og vil ég í tilefni þessa afmæl-
is hans þakka honum fyrir
hans ósérplægni,, dugnað og
skyldurækni, jafnframt því,
Vigfús Sigurðsson.
sem ég óska honum, og fjöl-
skyldu hans allra heilla á kora
andi árum.
Guðm. Gissurarson.
eklaður fyrir
að gefa 5 poka
BREZKUR togaraeígandi í
Grimsby varð nýlega að greiða
eitt pund og fimm shillinga í
sekt fyrir að gefa 500 pund af
kolum. Hér var um að ræoa
afgang af kolum, sem var eftir
í kolaboxum togarans Limsley,'
sem átti að höggva upp.
Hinir fimm, sem þáðu sírn
pokann hver af kolum, urðu að
greiða 10 shillinga í sekt fj>rir
að þiggja kolin. Sagði dómar-
inn, að það rnyndi verða þeira
áminn.ing að þiggja ekki kol
að gjöf frá Pétri og Páli. Þeir
ættu að vera minnugir þess, aS
eldsneytismálaráðuneytið nef
keypt nema hjá löggiltum kola
sölum.
AB S