Alþýðublaðið - 30.05.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1952, Blaðsíða 4
AB-Aiþýðublaðið 30. maí 1952. Oráðsskrif um forsetakjörið. ENGU VAR ÞAÐ LÍKARA, að lesa skrif Morgunblaðs- ins um forsetakjörið í gær- morgr.n, en að ritstjórar blaðsins væru alveg búnir að missa ráð og rænu. Þarna rak hvert ramaveinið annað út af vondum mönnum, þar á meðal einu forsetaefninu, sem ætluðu að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn og leiða fylg- ismenn hans til stuðnings við annan flokk í stórmáli; en síð an var heitið á flokksmenn með mörgum fjálglegum orð um, að láta .svo skuggaleg áform ekki takazt, heldur slá skjald'borg um það forseta- efni. sem Morgunblaðið hef- u.r tekið upp á arma sína fyr- ir þá Ólaf Thors og Hermann Jónasson! Hvað kemur til, að ritstjór ar Morgunblaðsins skuli vera með þvílíkt óráð? Jú, orsök- in er auðsýnilega sú, að stu.ðningsmenn Ásgeirs Ás- geirssonar úr öllum lýðræðis flokkunum hófu í fyrradag útgáfu blaðs, sem meðal ann ars er. skrifað af nokkrum þekktu.m Sjálfstæðismönnum, svo sem Gunnari Thoroddsen borgarstjóra og Magnúsi Kjaran stórkaupmanni. Báð- ir þessir menn eru þeirrar skoðunar, eins og vafalaust mikiil meirihluti Sjálfstæðis flokksins og raunar allra flokka í landinu, að forseta- kjörið eigi ekki að vera neitt flokksmál; og þess vegna á- skilja þeir sér rétt til þess að vinna að kosningu þess for- setaefnis, sem þeir telja hæf ast; en það er Ásgeir Ásgeirs pon. Hitt hefur þeim áreið- þnlega ekki dottið í hug, að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, Hvítur Sú Asparagm 12,40 stór dós. Hið óviðjafnanlega NESCAFÉ komið aftur. Moiasykur 4,90. Strésykur 4,20 Kandís, dökktir Púðursykur Flórsykur þó að Morgunblaðið sé að rugla um það; enda er þvi beinlínis yfirlýst af Gunnari Thoroddsen í hinu, nýja blaði, að ágreiningur hans við flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins nái ekki til neins annars en forsetakjörsins. En það er hins vegar mál, sem hann sýnir fram á, með tilvitnun í flokkslög, að sé utan verk sviðs flokksráðsins, að taka ákvörðun um fyrir flokks- menn. Maður skyldi nú ætla, að Morgunblaðið léti sér loks- ins skiljast það af hinu nýja blaði stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar, að framboð hans til forsetakjörs er, eins og AB hefur margsinnis bent á, ekkert flokksframboð; því að auk þeirra áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum, sem þegar hefur verið frá skýrt, að skrifi í blaðið, flytur það einnig greinar um forseta- kjörið eftir þekkta Framsókn- armenn, svo sem Hauk Snorra son ritstjóra og Kristjón Kristjónssón fulltrúa. En það er öðru nær en að Morgun- blaðið láti sér segjast af þess- ari staðreynd. Það hefur aldrei hrópað hærra en í gær- morgun, að framboð Ásgeirs Ásgeirssonar væri flokks- framboð AJþýðuflokksins; og með slíkri blekkingu, sem öll þjóðin sér fyrir löngu, í gegn um, heldur það, að það geti handjárnað flokksmenn Sjálf stæðisflokksins til fylgis við forsetaefni þeirra Ölafs og Hermanns! Það er erfitt að taka slík ó- ráðsskrif alvarlega. Hins veg- ar verður Morgunblaðinu að sjálfsögðu, ekki bannað það af neinum, að halda áfram þessum heimskulegu tilraun- um sínum til þess, að draga forsetaefnin í flokksdilka og gera forsetakjörið yfirleitt að flokksmáli. En hætt er við, að slík blaðaskrif komi forsetaefni þeirra. Ólafs og Hermanns að litlu, haldi. Þjóðin er nú einu sinni búin ' að ákveða, að forsetakjörið skuli ekki vera neitt flokks- mál, og því fá engin blaða- skrif breytt eftir þetta. Kjós- endur vilja fá að velja manxr í hið hlutlausa embætti þjóð- böfðingjans án tillits til stjórnmálaflokka og stjórn- málaskoðana, með hæfileika forsetaefnanna eina fyrir augum. Þess vegna hefur sú þjóðareining þegar skapazt um framboð Ásgeirs Ásgeirs- sonar, sem með hverjum degi verður augljósari, voldugri og ómótstæðilegri. Morgunblað- ið og Tíminn geta haldið á- fram, svo lengi sem þau vilja, að bera brigður á þá þjóðar- einingu og kalla framboðið, sem hefur skapað hana, flokks framboð. Það verður ekkert flokksframboð fyrir það. Ás- geir Ásgeirsson gaf kost á sér seint og síðar meir fyrir æ eindregnari áskoranir úr öllum lýðræðisflokkunum. Og á fylgi hins óbreytta kjós- anda úr öllum lýðræðis- flokkunum byggist sú þjóðar eining, sem um framboð hans hefur skapazt, þrátt fyrir öll flokkspólitísk skrif um for- setakjörið. AB — AlþýSuMaSið. Oígefandi: AlþýBuflokkurlnn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Áugiýsingastjóri: Kmma Mólier. — Ritstjómarsímar:-4901 og 4S02. — Auglýsinga- síml: 4906. — Afgreiðslusíml: 4900. — Aiþýðuprentsmiðjan, Hvemsgötu 8—10. Ávárp frá landsnefnd stuðnings- manna Ásgeirs Ásgeirssonar. Landsnefnd stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirs- sonar fylgdi hinu nýja blaði þeirra, „Forsetakjör", úr hlaði með eftirfarandi ávarpi; 29. JÚNÍ næstkomandi gengur íslenzka þjóðin að kjör- borðinu til að velja sér forseta. Samkvæmt lögum nr. 36 19/15, um forsetakjör, er það þjóðin sjólf, sem kýs þennan æðsta embættismann sinn, beinni kosnmgu. Al- þingiámenn og forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa þar ekki meiri rétt en aðrir kjósendur. Þessi háttur á kjöri forsetans er vissulega í samræmi við vilja þjóðav- innar. Hún vill velja hann sjálf, eftir hæfileikum og mannkostum. — Æskilegast hefði verið að um þessa kosningu hefði ríkt fullkomin eining, og eftir að vitað var að Ásgeir Ásgeirsson mundi gefa kost á sér til starfs- ins, var full ástæða til að ætla að svo hefði getað orðið. Svo að segja úr hverjum hreppi og úr hverjum kaup- stað bárust fregnir um að sívaxandi fjöldi kjósenda mundi fylkja sér um hann, og enn halda þessar fregnir áfram að berast. Fólkið óskar eftir að mega fá Ásgeir Ásgeirsson fyrir forseta af mörgum ástæðum. Hann hef- ur áður gegnt vandamestu virðingarstöðum þjóðarinnar með slíkri prýði, að á betra væri ekki kosið. Hann þekk/v út í yztu æsar völundarhús stjórmnálanna, en án þeirrav þekkingar getur enginn gegnt forsetaembættinu svo vel só. Hann hefur aldrei verið einstrengingslegur flokks- maður heldur jafnan reynt að Iaða menn til samstarfs. Hann hefur ávallt, í öllum störfum, sýnt velvild, trú- mennsku og hollustu. Slíkan mann óskaði íslenzka þjóðin að fá fyrir for- seta. — En nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir þetta. Nokkrir menn úr forustuliði stjórnarflokkanna, Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins, virðast ekki geta sætt sig við að þjóðin ráði ein forsetavalinu. Þeir vUja hjálpa henni til. Og þeir hafa gert meira. Áróðurs- vélar þessara tveggja flokka hafa verið settar £ gang. Með blaðaskrifum og fundahöldum er leitast við að skír- skota til flokkshollustu manna og reynt að beita póli- tískum áhrifum. Flokksaginn á að koma í staðinn fyrir vilja fólksins. Stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar erxi úr öllum flokkum og öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir hafa ekki haft með sér nein skipuleg samtök á horð við það sem stjórnmálaflokkarnir liafa. Þeir höfðu heldúr ekki hugsað sér að hafa uppi áróður í þessuin kosning- um, heldur Iáta þjóðina alveg sjálfráða. En úr því sem komið er, verður ekki hjá því komizt, að mæta að ein- hverju leyti áróðri stjórnarflokkanna. Til þess er þetta blað stofnað og til þess að færa kjósendum fregnir af kosningaundirbúningnum og útlitinu. Skrifstofa hefur verið sett á Iaggirnar í Reykjavík og héraðsnefndir stofnaðar eftir því sem til hefur náðst. Eru stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar hvattir til að hafa samband við nefndirnar og skrifstofuna og til að útbreiða blaðið efíir því sem frekast eru föng á. Munið íslendingar, að f fólkið velur forsetann en el|ki fámennur hópur úr forystuliði neins stjórn- málafiokks. Bernhard Stefánsson, Emil Jónsson, Guiínar Thoroddsen, Jakobína Ásgeirsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Soffía Ingvarsdóttir. Kappleikur Brentfords og Reykja víkurúrvalsins í fyrrakvöld KNATTSPYRNUKAPP- LEIKNUM s.l. •miðvikudags- kvöld milli brezka atvinnuliðs- ins og úrvals Reykjavíkurfélag- anna lauk með öðrum hætti en almennt hafði verið búizt við. Fæsta mun hafa grunað að ís- fendingarnir myndu ganga með sigur af hólmi í viðureign við þessa brezku atvinnukappa á knattspyrnusviðinp, en þó fór; svo að landarnir sigruðu með1 2:1 eftir skemmtilegan og fjör- ugan leik, þrátt fyrir óhagstætt veður, kulda og storm. Brentford-Bretarnir eru vissulega snjallir knattspyrnu- menn, þó langt sé írá að þeir séu með þeim snjöllustu er- lendu knattspyrnumönnum, sem sótt hafa okkur heim, að minnsta kosti eítir þessum fyrsta leik þeirra að dæma. Bretarnir áttu völ á marki og kusu -þeirj gð leika nndan vindi. Hófu þéír þegar að sækja fast fram til ísl. marksins — en sókn þeirra var vasklega hrundið. Er 5 mín. voru af leik, fengu Bretar hornspyrnu á íslend- inga, sem Goodwin h. úth. fram kvæmdi vel, -en allt kom fyrir ekki. Eftir 8 mín. spknai'lotu Bret- anna, sem þeim þó tókst ekki að gera neitt úr, sneru íslend- ingar skjmdilega vörji sinni upp í harða sókn, sem vxrtist komá Bretum algerlega á "ovart. Stutt ar og réttar sendingar gsngu ör hratt frá manni til manns, og enduðu með föstu og óverjandi skoti frá; Reyni Þórðarsyni í mark, út við stöng, óverjandi með öllu, og náði brezki mark- vörðurinn ekki að nöndla knött inn fyrr sn hann greiddi hann úr netinu. Mark þetta- ö.rvaði mjög ísl. liðið til dáða og færði þvi heim sanninn um að það mætti sin vissulega nokkurs í viðskiptum við þessa gesti frá föðurlandi knattiþyrnunnar. Bretar herða sig nú er þeir hafa fengið þetta mark, en sóknar- lotur þeirra 'stranda allar á vörn ísl. liðsins, sem hvergi gsf ur eftir. Framherjarnir ísl. láta held- ur ekki á sig ganga málin. Þeir sækja fast fram, og skiptist á sókn og vörn hjá báöum liðum. Á 15. mín. rann knötturinn fram hjá auðu rharki Bretanna, og á 18. mín. tekst -enska mark- manninum að loka marki sínu á síðasta augnablikj með því að hlaupa fram. En á 20. mín. tókst Bjarna miðh. að skora frá víta- teig með föstu skoti eftir góðán samleik. S.tóð nú leikurinn 2:0 fyrir Reykjavík. •—•' Það, sem eftir var hálfleiksins hertu Bretar sig mjög, en vörn úrvalsliðsins lét engan bilbug á sér finna — voru þar drýgstir Karl, og' Magnús í markinu. Þó kom svo að lokum, að Bretíim tókst að skora þarna sitt fyrsta pg síð- asta mark í leiknum, skoraði Goodvvin h. úth. með koll- spyrnu. Lauk þessum fyrri hálf leik með 2; 1 fyrir úrvalið. I síðari hálfleik sóttu Bretar gegn vindinum, og var leikUr þeirra allur kröfíugri og á- kveðnari -en fyrr. Sóttu þeir fast fram til ísl. marksins,, sem þó sjaldnast var í alvarlegri hættu — vörnin var hin skeleggasta og brást aldrei á hverju sem gekk. Höfuðstoð liennar var Karl Guðm. sem sýndi afburða þróttmikinii leik og úthald. Á 10., 22. og 35. mín. íengu Bret- ar hornspyrnur, en þrátt íyrir að þeir vönduðu sig við fram- kvæmd þeirra, nýttust þær ekki. Á 35. mín. bjargaði Karl algerlega ísl. markinu á allra siðustu stund.u með því að skalla upp fyrir þvcrslána. Var þetta gert af þvílíku snarræði að undravert var. Þrátt fyrir það þó Bretar legðu sig .alla fram. í þéssúm hálfleik og sýndu oft ágætan Lsik, þá átti þó ísl. liðið nokkur tækifæri á enska markið þar sem hurð skall nærri hælum, eins og þegar Reynir á 28. mín. skaut fast á mark, en markmað ur bjargaði nauðulega með því að gera horn, og á síðustu mín. skoraði Gunnar mark meö föstu skoti, en var rangstæður. Þrátt fyrir þessi úrslit er því ekki að leyna, að lið þetta er gott knattspyrnulið, enda at vinnuménn í íþrótinni, svo mik ils má því af þeirn vænta, enda mun það sjálísagt koma í ljós í síðari léikjum þeirru hér, að um er að ræða menn, sem kunna sitt ,,fag“. Hin svegar er því heldur ekki að leyna, að ísl. lið ið kom á óvart með leik sinum, sem bæði í sókn og vörn var með ágætum, og sýndu aílir leikmenn þess mikinn dugnað og þol, og héldu hlut sínum.full komlega til hins ýtrasta. Dómari var Þorlákur Þórðar- son og dæmdi vel. Ebé. AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.