Alþýðublaðið - 11.06.1952, Síða 5
Þorsteinn Pétursson:
SÍÐUSTU 10 VETUR hefur
íslenzk alþýða ekki haft neitt
verulega af atvinnuleysi að
segja, þegar frá eru talin
nokkur kauptún, þar sem at-
vinnuleysið virðist vera o^ðið
staðbundið alla vetur. — Um
það bil þriðjungur allra vinn-
andi manna hér á landi, þ. e.
allir þeir, sem bætzt hafa við
á vinnumarkaðinn síðasta ára-
tuginn hafa því ekki kynnzt
atvinnuleysi af eigin raun fyrr
en á umliðnum vetri.
Veturinn 1951—52 markar
tímamót í íslenzkri atvinnu-
sögu. Atvinnuleysið hélt aftur
ínnreið sína í þjóðfélagið —
jbessi vágestur allra vinnandi
manna. Tímabil, sem færði al-
þýðunni fulla vinnu, aukna
menningu og betri afkomu, er
lokið að sinni. Atvinnuleysið
virðist hafa komið ráðamönn-
um þjóðfélagsins mjög á óvart,
ef tekið er tillit til þeirra við-
bragða, sem hin opinbera for-
sjá hefur sýnt kröfum hinnar
vinnandi alþýðu um lausn
þessa þjóðfélagsböls.
Valdhafarnir hafa eftir
fremstu getu reynt að bera
forigður á, að skortur væri á
.Vinnu. Þeir hafa vefengt þær
upplýsingar, sem verkalýðs-
samtökin hafa lagt á borðið í
þessu efni, þeir hafa einnig
haldið því fram að bverrandi
atvinnu á s. 1. vetri væri að-
eins afleiðing hins harða vetr-
ar, og loks hafa málpípur
þeirra vitnað óspart til hinnar
opinheru atvinnuleysisskrán-
íngar, sem víðast hvar hefur
sýnt miklu minna atvinnu-
leysi en raun var á.
Um skýrslur þær, sem
verkalýðssamtökin söfnuðu s.
1. vetur um atvinnuleysi í ein-
stökum byggðarlögum og
starfsgreinum má segja, að
þær hafi engan veginn verið
tæmandi og því ekki náð til
allra þeirra, sem atvinnulausir
voru. Um hinn harða vetur er
það að segja. að stór hluti
hinna atvinnulausu misstu
ekki. atvinnu sína vegna veðr-
áttunnar, heldur einfaldlega
vegna samdráttar í starfs-
greinum þeim, sem þeir höfðu
starfað í áður og ekkert voru
háðir veðráttu. Á þetta sér-
staklega við um verksmiðju-
íðnaðinn, og það sama er
einnig að segja um bygginga-
xðnaðinn, sem vegna skorts á
fjárfestingarleyfum fyrri hluta
ársins 1951 gat ekki búið hús
þau. sem í byggingu voru,
undir innivinnu að vetrinum.
í þessu efni má einnig benda
á það, að mjög vítavert væri
að miða íslenzkt atvinnulíf við
milda vetur. Um hina opin-
foeru atvinnuleysisskráningu
er það hinsvegar að segja, að
hún er framkvæmd á þann
hátt, að mjög torvelt er að
fá atvinnulaust fólk til þess
að mæta til skráningar. Ræður
þar mestu um, hvernig skýrsl-
xtr eru teknar af fólki. Þar er
hnýst í einkamál manna, sem
ekkert koma atvinnuleysi við,
og spurt ýmissa atriða, sem
menn gefa opinberum aðilum
árlega í skattafræntölum sín-
um. Auk þess eru þessar
skýrslur teknar af fólki í heyr-
anda hljóði. Loks má benda á
það, að engin trygging er fyrir
því, að þeir, sem láta skrá sig
.atvinnulausa, gangi fyrir þeim
mönnum um vinnu, sem ekki
láta skrá sig. Þess eru mörg
dæmi, að menn, sem hafa
skotið sé undan þeirri skyldu
að láta skrá sig, fá atvinnu,
sem framkvæmd er af opin-
berum aðilum.. Þetta fyrir-
komulag virðist vera viðhaft
af ásettu ráði til þess m .a. að
sýna fólki fánýti þess að tnæta
til skráningar, en tilg.angi vald-
hafanna er hins vegar náð, þ.
e. að sýna atvinnuleysið minna
en það raunverulega er.
En við höfum fleira til
marks um það, hve atvinnu-
leysið er mikið. Samdráttur í
atvinnulífinu og minnkandi
kaupgeta hafa talað skýru
máli s. 1. vetur: Verzlun og
viðskipti hafa stórlega dregist
saman, og það svo, að jafnvel
brýnustu lífsnauðsynjar eins
og mjólk og brauð seljast nú
að minna magni en nokkru
sinni s. 1. 10 ár.
Þegar á s. 1. hausti hófu
verkalýðssamtökin baráttu
fyrir því að halda uppi fullri
vinnu. Ríkisstjórninni og for-
ráðamönnum bæjar- og sveita-
félaga voru færðar kröfur sam-
takanna. Færð voru ótvíræð
rök fyrir því, að atvinnuleysið
myndi aukast stórlega, þegar
á liði veturinn. Bent var á
ýmiss verkefni, sem vinna
mætti, þótt um vetur væri.
Jafnframt stóðu samtökin vel
á verði um, að atvinna sú,
sem fyrir var, yrði ekki rýrð.
Um árangurinn af þessari
baráttu samtakanna skal ekki
fjölyrt, en víst er um það, að
ef íslenzkur verkalýður hefði
ekki notið samtaka sinna á
liðnum vetri, þá hefði afkoma
hins vinnandi fóiks verið stór-
um verri.
íslenzk alþýða hefur gengið
á undan hörðum vetri, at-
vinnuleysi og hvers konar
skorti. Við væntum þess, að
sumarið færi okkur næga
vinnu og skortinum verði um
stundarsakir bægt frá alþýðu-
heimilunum. En það leysir
okkur ekki fi’á þeirri skyldu
að hugsa fyrir næsta vetri.
Engar líkur eru til þess, að
nokkur breyting verði í at-
vinnulífi okkar næstu mánuð-
ina. Fjárfestingarleyfin munu
ekki bráðna í sumarhitanum.
Þau verða vel fryst í Arnar-
hvoli, inntlutningi fullunnins
iðnaðarvarnings mun verða
haldið áfram, bönkunum verð-
ur e. ,t. v. fjölgað, en lána-
starfsemin dragast saman að
sama skapi.
Verkalýðssamtökin verða
þegar í staðað hefja undirbún-
ing að -því að tryggja næga at-
vinnu næsta vetur. Þegar í
stað þarf að gera nákvæma
rannsókn á því, á hvern hátt
verði unnt að halda uppi fullri
vinnu næsta vetur. Gera verð-
ur áætlanir um, hvað unnt sé
að vinna á hverjum stað.
Verkalýðssamtökin verða að
gera valdhöfunum það ljóst. nú
þegar, að hefjast verður handa
um að undirbúa þær fram-
kvæmdir. sem skapað geta
vinnu næsta vetur. Minnumst
þess, að enginn lifir á þeim
áætlunum, sem ekki sjá dags-
ins Ijós. fvrr en atvinnulevsið
er skollið á og sulturinn hefur
á ný haldið innreið sína til
þúsunda alþýðuheimila. Þess
vegna verður að hefjast handa
str3.5c
’ (TÍMARITIÐ VINNAN).
130 fullfrúar á vor-
fjingi Umdæmissfúk-
unnar nr. 1.
VORÞING Umdæmisstúk-
unnar nr. 1 (I.O.G.T.) var
haldið í Hafnarfirði dagana
24. og 25. maí s. 1. Þingið sátu
130 fulltrúar frá 2 þingstúkum,
17 undirstúkum og 6 barna-
stúku.m-
í umdæminu starfa nú 3
þingstúkur, 29 undirstúkur og
32 barnastúkur.
í framkvæmdanefnd Um-
dæmisstúkunnar voru: koshir:
Umdæmistemplar Sigurður
Guðmundsson, Rvík; umdæm-
iskanzlari Kristinn Magnus-
son, Hafnarf.; Umdæmis vara-
templar Guðrún Sigurðardótt-
ir, Rvík; umdæmisritari Jens
E. Níelsson, Rvík; umdæmis
gjaldkeri Páll Kolbeins, Rvík;
umdæmis gæzlumaður ung-
lingastarfs Páll Jónsson, Rvík;
u.mdæmisgæzlumaður löggjaf-
arstarfs Sigríður Snæland,
Hafnarf.; umdæmis fræðslu-
stjóri Jón Hjörtur Jónsson,
Rvík; umdæmiskapellán Klrist-
jana Benediktsdóttir, Rvík;
umdæmis fregnritari Þórður
Steindórsson, Rvík; fyrrver-
andi u.mdæmistemplar Sverr-
ir Jónsson, Rvík.
Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur:
Gangsféflagjöld
í tilefni af innheimtu gangstéttagjalda, sem nú
sendur yfir í Reykjavík, hefur Fasteignaeigendafélagið
leitað eftir því við bæjaryfirvöldin:
1. Að veittur verði gjaldfrestur í sambandi við heimild
laga nr. 42, 1911, um gjöld til holræsa og gangstétta
í Reykjavík o. fl.
2. Að gjaldendum verði gefinn kostur á að kynna sér
hvernig gjöldin eru reiknuð út.
Bæjaryfirvöldin hafa fallizt á þessi tilmæli Fasteigna
eigendafélagsins, og eiga þeir gjaldendur, sem óska eftir
gjaldfresti, að snúa sér til skrifstofu borgarstjóra með
þau tilmæli. Upplýsingar um álagningu gjaldsins eru
einnig gefnar þar og í skrifstofu félagsins, Austurstr. 5.
Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur.
H
m
stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar
Austurstræti 17.
Opin kl. 10—12 og 13—22.
Símar 3246 og 7320.
KJÖRSKRÁ LIGGUR FRAMMI.
oprani harsnonikax
120 bassa til sölu. -
Upplýsingar í síma 6524 eftir hádegi í dag.
HAFNARFJORÐUR.
HAFNARFJORÐUR.
Kosningarskrifsfofa
r r
stuðningsmanna Ásgeirs Asgeirssonar
er í verzlunarhúsi Jóns Matthiesen, Strandgötu 4. Opin
kl. 10—12 og 13—22. Sími 9436.
Stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar eru vinsam-
Iegast beðnir að hafa samband við skrifstofuna.
Minningarorð
Jóhann Kr. Helgason Ha
í DAG verða bornar til
moldar jarðneskar leyfar Jó-
hanns Kr. Helgasonar, verka-
manns í Hafnarfirði.
Hann var fæddur 13. desem-
ber 1889 að Lækjarkoti í Mos-
fellssveit, og andaðist eftir erf-
iða sjúkdómslegu 2. júní s. 1.
Jóhann fluttist til Hafnarfjarð-
ar 1914 og kvæntist eftirlifandi
konu sinni Guðrúnu Helga-
dóttur um það leyti.
Hafa þau hjón búið hér í bæ
síðan. Þau eignuðust 2 börn,
sem bæði eru dáin.
Jóhann vann mörg ár hjá
Hafnarsjóði Hafnarfjarðar og
er þeim, er þetta ritar, sérstak-
lega ljúft að minnast hans í
því starfi, enda mun nú vand-
fundinn sá maður, sem fær
mun um að leysa það starf er
Jóhann hafði hjá höfninni, með
þeim ágætum, sem hann gerði
og raun bar vitni um. Trú-
mennska, skyldurækni, árvekni
og hjálpsemi einkenndi öll
störf Jóhanns. Allir þeir fjöl-
mörgu viðskiptamenn ’hafnar-
innar, og samstarfsmenn hans
þar, munu við þetta kannast.
Eins og gefur að skilja, var
starf Jóhanns þannig að t. d.
á öllum vetrarvertíðum, varð
hann að dvelja niður við höfn
oft fram á nætur, líta eftir að
allt væri í lagi og annast ýms-
ar viðgerðir á tækjum og sjá
um verbúðir og viðlegupláss
róðrabáta og leysti hann þetta
allt svo vel af hendi að betur
varð ei á kosið. Honum var
einkanlega ljóst, hverju breyta
þurfti um til hagræðis fyrir
viðskiptamennina, enda miðuðu
störf hans, sem starfsmanns
hafnarinnar, mest að því að
laga, bæta um fyrir öllum þeim
mörgu, er njóta áttu.
Það er þetta, sem sá er þetta
ritar, minnist fyrst og fremst,
þegar við stöndum eftir á
ströndinni og horfum eftir
burthorfðnum vini yfir móð-
una miklu.
Beztu eftirmæli hvers o g
eins, er að geta sagt að sá sem
farinn er, hafi verið trúr í síru
alhliða. Hitt er ekki eins mikiis
vert hvar í tröppu þjóðfélags-
ins hann stóð. Þar ráða oít
meira atvik og skapgerð hvers
og eins.. Hitt er mest um vert
að lokum að geta sagt: Þar er
góður maður genginn. Og það
munu allir þeir. er bezt kynni
höfðu af Jóhanni heitnurn
Helgasyni geta tek.ið undir.
Jóhann var einn þeirra
manna, sem ekki tranaði sér
mikið fram í lífinu. Hann var
glaður í lu,nd hversdagslega,
ljúfur í viðmóti og það var oft
ánægjulegt að rabba við Jóhann
um eitt og annað. Hann sá
margt, sem betur mátti fara, eni
aðrir sáu ef til vill ekki. Og
var þar að verki hin meðfædda
sköpunar og skarphvggnisgáfa
Jóhanns. Margar hans hug-
myndir um eitt og annað, til-
lögur hans til úrbóta, gátu
gefið til kynna, að hann væri
lítið eða stórt brot af uppfind-
ingamanni. En það var eins og
áður segir, Jóhann fór dult
með margt er hann yfir bj ó,
og visu það tæplega hans beztu
vinir.
Þegar nú við sem eftir stöndÞ
um, rennum huganum aftur í
tímann og minnumst samveru-
stundanna, samstarfsins við
Framhald á 7. síðu.
AB 3*