Alþýðublaðið - 03.10.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.10.1952, Blaðsíða 4
jSsB —j Alþýðublaðið 3. okt. 1952; Fyrstu þingmál Álþýðuflokksins ALÞÝÐUFLOKKURINN flutti á alþingi í fyrravetur mörg frumvorp og þingsá- lyktunartillögur, sem vörðuðu hin brýnustu vandamál, bæði alþýðu í landinu og þjóðar- innar í heild. Má þar til dæm- is nefna frumvarp flokksins til laga um nýtt verðlagseít- irlit og nýtt hámarksverð á allar vörur og þjónustu; þings- ályktunartillögu hans um skipun mill’.binganefndar til þess að undirbúa iöggjöf um atvinnuleysistryggingar, og frumvarp hans um lögfestingu tólf stunda hvíldar á sólar- hring á togarafloía landsins. Ekkert þessara stórmála fékk afgreiðslu á alþingi í fvrravetur. Þeim var stöðugt frestað af þingmeirihluta í- haldsstjórnarinnar, sem vildi hliðra sér hjá því, að þurfa að taka opinberlega afstöðu til þeirra og greiða atkvæði tim þau; 6g þinginu lauk í fyrravor án þess að þau h.efðu íengizt útrædd. Þannig tókst íhaldsstjórn- inni að vísu að fresta þeim 1 úrræðum, sem Alþýðuflokk- urinn einn benti á til lausnar mokkrum alvarlegustu vanda- málum þjóðarinnar; en vanda- • málunum sjálfum varð ekki frestað; þau hafa þvert á jnóti haldið áfram að vaxa það missiri, sem liðið er síðan þingi var frestað í vor. Dýr- tíðin, sehf sleppt var lausri, þegar verðlagseftirlitið var afnumið í fyrra, hefur hald- ið áfram að magnast svo að segja dag frá degi og kallar hærra og hærra á nýtt verð- lagseftirlit og nýtt hámarks- verð á allar vörur og þjónustu, ef allt á ekki að keyra um þverbak og enda í algeru öng- þveiti fyrr en síðar. Og at- vinnuleysið, sem ábyrgðar- laus viðskiptamálastefna í- haldsstjórnarinnar hefur kall- að yfir þjóðina og náði áður óþekktu hámarki á síðast liðnum vetri, virðist ætla að verða enn þá alvarlegra böl á þeim vetri, sem nú er að byrja. Það má því sannarlega ekki seinna vera, að hafizt sé handa um setningu laga um atvinnuleysistryggmgar; enda er hin margtuggða mótbára gegn þeim, að betra sé að sjá mönnum fyrir atvinnu en að greiða þeim atvinnuleysis- styrki, ekkert annað en inn- antómt slagorð, eins og nú er komið. Og það stappar nærri þjóðarskömm, að við skulum vera eina þjóðin í Norður- og Vestur-Evrópu, sem engar tryggingar hefur gegn at- vinnuleysi, þessu geigvænleg- asta böli þjóðanna, sem skammsýn og skeytingarlaus ríkisstjórn hefur nú enn á ný kallað yfir okkur. Þá er þess ekki síður van- þörf, að vinda bráðan bug að því að lögfesta það samkomu- lag, sem tókst í fýrra um tólf stunda hvíld á t.ogurunum. Það samkomulag kostaði sem kunnugt er tvö langvarandi togaraverkföll á aðeins tveim- ur árum; og það má alveg eins við því búast, að hvíldartím- inn á togurunum verði stór- kostlegt átakamál enn, við næstu samningsgerð á þeim, ef meirihluti alþingis er svo heillum horfinn, að hann hafi ekki vit á Því að Ieysa þetta réttlætismál togarasjómanna í eitt skipti fyrir öll með því að lögfesta tólf stunda hvfld- artímann, eins og Alþýðu- flokkurinn hefur hvað eftir annað lagt til. Alþýðuflokkurinn hefur nú, í byrjun nýs þings, borið öll þessi mál, frumvarpið um nýtt verðlagseftirlit og nýtt há- marksverð, þingsályktunar- tillöguna um undirbúning laga um atvinnuleysistrygg- ingar og frumvaipið um lög- festingu tólf stunda hvíldar- tímans á togurunum, fram á alþingi á ný; og mun alþýða manna áreiðanlega fylgjast vel með því, hverja afgreiðslu þau fá. Vandamál dýrtíðar- innar. og atvinnuleysisins knýja með æ meiri þunga á dyr þjóðarinnar. Þau verður að leysa, ef ekki á illa að fara. Og þau er hægt að leysa, ef farnar eru þær leiðir, sem Alþýðuflokkurinn bendir á. Þekktir fuglar Þessi mynd er úr hinu fræga vax_ ® myndasafni, sem kennt er við Madame Tussaud. Það eru vaxlíkön af þeim Hitler og Mussolini, sem frémst standa; en á bak við þá sjást nokkrir félagar þessara fugla, meðan þeir voru og hétu, — á meðal þeirra Lava), lengst til vinstri. Píanóleíkur Tatjönu Nikolaévú -----------------------«--------- TATJANA NIKOLAEVA hélt eftir ofantalda eiginleika henn píanótónleika í Austurbæjarbíói j ar. s. 1. laugardagskvöld ó vegumj Því næst lék Tatjana Nikola- ,,MIR‘-. Hin unga, rússneska' éva fjórar prelúdíur og fúgur listakona skipar háan sess í tón listarlífi föðurlands síns sem píanóleikari og tónskáld, auk þess sem hún hefur getið sér mikils frama með tónleikum sínum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndum, og lilotið verð- laun fyrir báðar fyrrnefndar list greinar sínar. : ÞAKJARN Við eigum von á takmörkuðu magni aí þakjámi í Iok næsta mánaðar. Heigi Magnússon & (0. Hafnarstræti 19 Sími 3184. ð-U — Alþýðubla'öið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjátoarsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjóm- nrstoar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. í lausasöiu. Viðfangsefni hennar voru áð þessu sinni; Joh. Seb. Bach: Italienisches Konzert, L. v. Beet hoven: Sonata appassionata og Fr. Chopin: Fantasie im- promptu og Polonaise (fis-moll), síðan fjórar prelúdíur og fúgur op. 87 eftir Dimitri Sjostakovits og að lokum fjórar konzert etýður eftir hana sjálfa. Fyrsta hljómgrip Ijstakonunn ar í konzert Bachs var auðkenn andi fyrir leikmáta hennar á tónleikum þessum. Hið dýrð- lega verk reis rammbyggt og glæst undir höndum hennar, Já, sannnorrænt og hrjúft í öllum sínum fínleika, þrátt fyrir hið ytra ítalska form, sem höfund- urinn valdi því og þrátt fyrir hjn ,slavne_sku ættarmót flytj- andans. Hljómfyllingin og hinn þróttmikli blær, sem hvíldi yfir flutningi verksins, minnti mig ósjálfrátt á cembalo-tilþrif Giinthers Ramin’s, hins snjalla og orkuhlaðna Thomas-kantors I og organleikara, og í þeim skiln jingi arfþega meistara meistar- janna, Joh. Seb. Bachs. i Flutningur Beethovens-són- ötunnar mótaðist einnig af hin- um mikla persónuleik listakon unnar. Hið ástríðufulla (app- assionato) lýsti sér fremur í ofsamætti sónötunnar en í hugð næmari línum hennar. Tatjana Nikolaéva lék t. d. hina hægu kafla fyrrnefndra tónverka, rétt og slétt, og lét þá tala sínu eigin ótvíræða máli, án nokkurrar undirstrikunar. Heildaráhrifin voru líkust því, að verkin töluðu til manns frá frumhandritum hinna þýzku tónjöfra. Um Chopin-leik ungfrú Nik- olaévu er óþarft að fjölyrða ist", en raun ber vitni um. Ein þessará fúgusmíða kom mér næsta kátbroslega ,,fyrir sjónir“, hvað ’hinn e.far ,.stereo- typa" og þurra skólastíl snerti í uppbyggingu hennar. Minnti það mig einna helzt á. er ég var að pæla gegnum hina þræl- ströngu og þurru.' en bó æru- verðu kontrapunkt-kennslu- bók Beilermanns, serh ksnnári minn, próf. Friedr. E. Koch, bar fram með svo gr'ifalvarlegúm svip, að mér hraus. alltaf hu^ur við. Tatjana Nikolaévn gerði verk uni þessum hin beztn skilýsem og hinum fjórum konzert etýð- um eftir hana sjálfa. sem hún lék að lokum. og færði þar rpeð heim sanninn um hina gevsi- miklu tónsmíðahæfileika sipa. Píanóverk þessi vor.i í fyllsla rnáta aðlaðandi og með glæsi- brag. og gáfu listakonunm bezta tækifæri til að beifa takmarka- lausri tækni sinni og. skapbrigð um. Austurbæjarbíó var skipað ffeiri áhorfendum en. sæti leyfðu. Hrifning fólksins var mikil. Réttri viku áður hafði.sænsk ameríska listakonan Jane Carl- son ,,stráð rósum“ með unaðs- legum píanóleik sínum á sama stað. Enn ómar afburðaleikur hennar í hjörtum vorum, og lengi munum vér minnast .list- túlkunar þessara tveggja systra í listinni. Tatjana Nikolaéva og Jane Carlson geta rétt hvor annárri hondina, og vér hneigjum _'o,ss ií auðmýkt og hrifninga fýiir eftir hinn afkastamikla sam- sameiginlegri rausn og mikíl landa sinn Sjostakovits- Prelú díur hans, einkum sú. fyrsta, virtust mér heizt til blendnar í hljómsetningu, til þeSs að unnt væri að dæma um, hvort hann hallist fremur í þeim að harla óbrotnu og innihaldssnauðu samræmi tóna, eða þó stingandi hjáræmi. Auðsær tvískinhirígur ríkti i tónsmíðum þessum. — Fúgur hans voru eftirtektar- verðari, án þess að geta talizt hásigldar, enda er það ekkj ætíð tilgangurinn, þótt haglaga kunni að vera gerðar. Ea tvifúgu- tæknin, sem hann grípur þarna fengleik þessara beggja boðbera hinnar háu listar, er sót+u oss heim, önnur á vængjum kvöld- roðans, hin á vængjum mörg- unroðans. Þórarinn Jónssorí. UM MÁNAÐAMÖTIN, sept- ember—októbér, breyttist )ok- unartími sölubúða um helgar. Er sölubúðum nú lokað klukk- an sex á föstudögum, en fjögur á laugardögum, í stað kl. 7 og 12 áður, eða meðan sumartím,- inn gilti. I Kommúnisíar ákváðu afurða- j verðið 40 prósenf of háft ÞJÓÐVILJINN er mér sárgramur vegna þess að ég og S félagar mínir, fulltrúar neytenda í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða, höfum „margrift“ sexmannanefndargerð kommúnista, sem þeir samþykktu með afturhaldinu 1943, þegar þeir skrúfuðu verðið á landbúnaðarafurðum upp ur öllum skorðum. Þjóðviljinn segir grátklökkur í fyrradag, að „unairstað- an“ undir sexmannanefndarálitinu sé „farin veg allrar veraldar“ og kennir mér um. Þetta er ofmælt hjá komm- unistum; þeir ákváðú verðið á landbúnaðarafurðum til bænda að minnsta kosti 40 prósent of hátt og lögðu grund- völlinn að hinum óhóflega milliliðakostnaði, sem fellur á landbúnaðarafurðirnar. Okkur neytendafulltrúunum hef ur ekki ennþá tekizt að leiðrétta nema að nokkru leyti ,,veitingar“ kommúnista til bænda. En okkur hefur tekizt að koma á bættu samstarfi og auknum skilningi á milli verkamanna og bænda, — það er því nokkur von um að á næstu árum takist verðlagsnefndinni að ákveða rétt af- urðaverð til hagsbóta fyrir verkamenn og bændur. Kommúnistar vilja auðvitað koma í veg fyrir það. Þeim er ófriður og óreiða fyrir öllu. Þess vegna ákváðu þeir afurðaverðið að minnsta kosti 40 prósent of hátt og lögðu blessun sína yfir milliliðagróðann. Hagsmuni verkamanna bera kommúnistar aldrei fyrir brjósti, eins og frammistaða þeirra í kjaramálunum ber gleggst merki. Sæmundur Ólafsson. AB4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.