Alþýðublaðið - 06.02.1953, Page 1

Alþýðublaðið - 06.02.1953, Page 1
Umboðsmenn blaðsins út um iamd eru beðnir a$ gera skil hið alira íyrsta. Gerist áskrif- endur að Alþýðu biaðinu strax f dag! Hringið f síma 4900 eða 4906. XXXIV. árgangur. Föstudagur 6. febrúar 1953 30. tbl. Huni boraarafundinn Symirrí þar sóknarhug A5f>ýðu- fiokksins og fyígjum baráítumál- uin hans fast eftir. ALÞÝÐUFLOKKURINN heldur almennan borgarafund í Stjörnubíó kl. 2 á sunnudag, og verða þar rædd ýmis þau mál, sem hæst ber í ís- lenzku þjóðlífi um þessar mundir. Þar verður haf- inn á loft fáni þeirrar baráttu, sem Alþýðuflokk- urinn heyir í alþingiskosningunum á komandi sumri til að auka áhrif alþýðunnar og trygg'ja henni nýja sigra í framtíðinni. Heitir Alþýðu- biaðið á Reykvjkinga að fjölmenna á borgarafund .inn og fylgja þannig fast eftir baráttumálum Al- þýðuflokksins og verkalýðsins, sem þar verða rædd. Fundarstjóri verður Iiaraldur Guðmundsson alþingismaður, en ræðumenn Gylfi Þ. Gíslason, ritari Alþýðuflokksins; dr. Gunnlaugur Þórðar- son; Ólafur Þ. Kristjánsson kennari; Jón Sigurðs- son, fi’amkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands; Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokks- ins; frú Guðbjörg Arndal; Jón Hjálmarsson, for- maður SUJ; Baldvixx Þ. Kristjánsson erindreki og Hannibal Valdimarsson, formaður Ajþýðuflokks- ins. Enn fremur les Baldvin Halklórsson leikari kvæði. Leggjumst á eitt um að gera borgarafundinn á sunnudag fjölmennan og áhrifaríkan og sýnum þar sóknarhug og baráttuþrótt Alþýðuflokksins! Munið, að fundurinn er í Stjörnubíó og hefst kl. 2. Í! s j s V ' s s s s s s s s s s s s s s s s s s N s 90—100 millj. úisvör á Harðar ádeilur á síjórn íhaldsins á við eldhúsumræðurnar I % skráðir aí- nnulausir ' 93 KARLMENN voru skráðir atvinnulausir í Reykjavík við atvinnuleysisskráninguna. sem fram fór fyrsu þrjá daga vik- unnar. Þar af voru 78 verka- menn, 47 einhleypir, en 31 kvæntur. Höfðu þeir mörg börn á framfæri. Þá voru 3 bifreiðarstjó :ar at vinnulausir, 3 málarar og tveir sjómenn, en af öðrum stétlum var einn maður af hverri. I Fimm konur komu til skrán- ingar, einhleypar og barniaus- ar. Fjórar voru iðnaðarkonur, en ein skrifstofustúlka. BÆJARSTJÓRN REYKJAVÍKUR mun hafa af- greitt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1953 á fundi sín- um í nótt eða snemma í morgun. Hófst fundurinn kl. tvö síðdegis í gær og stóð ennþá, þegar blaðið fór í pressuna. Ef að vanda lætur hafa eldhúsumræður um fjárhagsáætiunina staðið í alla nótt og fram á morgun. Hvernig sem umræður e'ða atkvæðagreiðslur hafa farið í nótt, er það Ijóst, að fjárhagsáætlunin fyrir þetta ár er hin. hæsta í sögu bæjarins og hin fyrsta, sem fer yfir 100 milijónir króna. Það er einnig ljóst, að meirihluti bæjarstjórnar mun í nótt eða morgun með samþykkt áætlunarinnar hafa ákveði'á að leggja á Reykvíkinga milli 90 og 100 milljónir króna í útsvör- um, sem einnig er hærra en nokkru sinni fyrr. vegur lagður í | 'mmar vestur fyrir Snœfellsjökul ^ VONIR standa til að í sumar verði lokið við að gera ak- ^ færan veg íyrir Snæfellsjökul. Á þessari leið er aðeins eftir að ryðja 5—6 km vegspotta frá Purkhólum upp af Lónbjargi að Drangahrauni. Vegarstæðið á allri þessari leið er mjög gott, bæði auðunnið og snjólétt_ Vegur á þessari leið yrði jafnan fær á vetrum, en Fróðárheiðarvegur, sem er aðalsamgönguleið Ólafs- víkur og Hellissands, lokast venjulega í fyrstu snjóum. an sfeinbít fyrir Veslfjörðum Ó'ttazt, að steinbítsveiðar jþeirra dragi tir steinbítsafla bátanna með vorinu. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins ÍSAFIRÐI í gær HÉÐAN STUNDA 8 iandróðrahátar línuveiðar. Afli hefur veHð mjög tregur, enda er fjöldinn allur af togurum, bæði er- lendir og íslenzkir, að veiðum hér úti fyrir, svo bátarnir verða a'ð hrekjast af miðunum. Segja sjómenn, að þessir .togarar veiði m. a. mikið af steinbít, cn hann heldur sig ó þessum tíma árs á dýpri miðum og er mjög horaður, enda tannlaus. Þegar vorar þá leitar hann á grúnnmið- in og er þá orðinn vel tennt ur á ný og fitnar fljótt, enda æti nóg, slcelfiskurinn. Á liðnum árum liefur stein- bítsaflinn gefið vestfirzka vél- bátaiflotanum drjúgar t-ekjur og verið helztá bjargræðið eft ir vetrarvertíðir, sem algjör- lega hafa brugðizt. Auk þess er steinbíturinn eftirsótt_ og mjög verðmæt útflutningsvara. En nú virðist sem rányrkjan ætli einnig að ganga af þessum bjargræðisvegi dauðuni, þai' sem íslenzkir togarar eru nú farnir að veiða hann á þessum tíma ársins. Hitt er furðulegra, ef fiskimatið lætur það óátal ið, að slíkur horsteinbítur sé hraðfrystur til útflutnings, Framh. á 2. síðu. Ungmennafléagið Reynir á Hellissandi hefur sent alþingi áskorun um að jveita fé til ruðnings vegar á þessari leið í sumar. Fyrir nokkrum árum var byrjað að leggja veg suður fyr ir Snæfellsjökul frá Hellis- sandi. í dag nær þessi vegur að eyðibýlinu Görðum í Beru vík og frá Görðum er ruddur vegur að Purkhólum upp að Lónbjargi. RUDDUR í SJÁLFBOÐA- VINNU. Vegurinn frá Görðum að •Punkhólum var ruddur af sjálfboðaliðum og á Hellis- sandi liggja nú peningar allt að 10.000 krónur, sem einstak Tvo togarafarma af fiski til fólksins á floðasvœðunum? SEINT í GÆRKVÖLDI var Alþýðublaðið hringt upp austan frá NorðEirði og’ því skýrt frá þeirri liugmynd. að nú ættu íslendingai að sýna fólkinu á flóðasvæðunum í Ilollandi og Bretlandi samúð með því að senda þangað tvo togarafarma af fiski. Væri eðlilegast, að ríkis- sjóður Islands keypti þetta fiskmagn og sendi gjöfina ríkisstjórnum Hollands og Bretlands. Sennilega mundu svo þessar ríkisstjórnir sjá um sölu fisksins og verja andvirði hans til hjálpar liinu bágstadda fólki á hvern þanli há,tt, sem heppilegast teldist. Þessari snjöíiu og stór- mannlegu hugmynd er hér með komið á framfæri, og mundi rnargri milljóninni vera verr varið í þessu landi eyðslunnar. Færi eltki nema vel á því, að þetta yrði sein- asta málið, sem alþingi af- greiddi að þessu sinni, ef rík- isstjórnin teldi sig þurfa þing heimild til að verja fé í þessu slcyni. lingar hafa gefið til þessarar vegalagningar. Þá má og geta þess, að vegurinn frá Hellis- sandi að Görðum var einnig að nokkr.u leyti unninn af sjálf Framhald á 2. síðu. ’ í eldhúsumræðunum var harðlega deilt á borgarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar fyrir fjármálastjórn bæja-rins, síhækkandi kostnað við vax- andi skrifstofubákn, hlutfalls- lega minnkandi íramiög til verklegra framikvæmda og hraðvaxandi álögur á borgar- ana. Jón Axel Pétursson flutti við umræðurnar ítarlega og skelegga ádeiluræðu á heild arstjórn bæjarins. Benti hann á, að stöðugt væri ver- ið að breikka bilið milli borg aranna og bæjarstjórnarinn- ar annars vegar en embætt- ismanna bæjarins hins veg- Framhald á 2. síðu. Synjað um afbrigði fyrir lil- lögu um að fá Borgina opnaða ---------------------»-------- Var ýtbýit í gær og átti að afgreiða hana strax; þótti eitthvað grunsamleg. ............... ♦ ..... SYNJAÐ var í gær í sameinuðu þingi um afbrigði fyrir því a'ð taka á dagskrá þingsálj’ktunartillögu um að skora á stjórn- ina að leita samninga við eiganda Hótel Borgar um áframhald- andi rekstur hótelsins. En tillögu þessari var skellt inn á þingið með f jögurra línu greinargerð. Átti ,að taka hana á dagskrá um leið og henni var útbýtt og afgreiða víst þegar. Þetia gerðist þannig, að þá* ' ‘ er fundur hafði staðið um hríð í sameinuðu þingi og afgreitt ein sjö mál, tilkynnti forseti, að slitið yrði fundi, nýr settur og Þetta mál tekið fyrir. En er fundur hafði verið settur að nýju. kvaddi Gísli .Tónsson sér hljóðs og talaði um atkvæða- greiðslu. Þótti honum sem reka ætti tillögu þessa með full- miiklum hraða gegnum þingið. Næstur talaði Pétur Ottesen um þingtsköp og taldi þennan málatilbúnað allan hina mestu óhæfu. Þingmönnum hefði Framhald á 2. síðu. Bankaráð fram- kvæmdabankans KOSIÐ var í sameinuðu þingi í gær í bankaráð fram- kvæmdabankans og hlutu kosn ingu Gylfi Þ. Gíslason, Ey- steinn Jónsson og Jóhann Haf- stein. Auk þeirra eiga sæti í bankaráðinu skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins og full- trúi frá Landsbanka1—

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.