Alþýðublaðið - 06.02.1953, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1953, Síða 4
á ALÞÝÐUBLAÐEÐ Föstudagur 6. febrúar 1953 Útgefand;: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- inundsson og Báll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- greiðslusirni: 4900. Albýðupren.tsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Nýr gróður - ný heimili FÁTT er, sem gleður auga ferðaimannsins, þegar leiðin liggur lœi sveitir landsins, eins og það að sjá að nálega alls staðar er verið að leggja ó- ræktarland undir plóginn. Skurðgröfur eru að þurrka mýrar og flóafen, jarðýtur að tæta sundur þúínakargann, dráttarvélar með jarðyrkju- verkfæri í eftirdragi að vinna víðlendar sléttur. Og þá eru þær ekki síður augnayndi, sáð slétturnar frá seinustu árum, gróðurprúðar og gróskumiklar, minnandi okkur á boðskap með fyrirheiti. — Þann boð- skap, að svo sem maðurinn sá- ir, svo mun hann og uppskera. Við skynjum, að þetta land- námsstarf skilar auknum verð mætum úr skauti jarðar — að það gjörir lífið befra og feg- j urra á sveitaheimilunum, og' ísland er að verða fegurra og j betra land fyrir tilverknað þess fólks, sem þarna er að, verki. Allt Þetta hlýtur að gleðja hvern góðan íslending, hvaða starf, sem hann stundar. •— Hvaða stéttar, sem hann er. Mörg jörðin, sem frá land- námstíð hefur verið rýrðarkot, er nú orðin að myndarlegu höf uðbóli. Svo er hinni nýju land búnaðartækni og atorku núlif andi kynslóðar fyrir að þakka. Samkvæmt nýjustu noplýs- ingum frá landnámsstjóra hef ur það áunnizt á seinustu sex árum, síðan lögin um landnám og nýbyggðir og endurbygg- ingar í sveitum gengu í gildi, að búið er að byggja um 220 nýbýli. Og er annað hvort þeg ar hafinn búskapar á þessum nýju heimilum eða byrjað verður að búa þar á vori kom- anda. — Alls er búið að sam- þykkja umsóknir um 280 ný- býli. Þar af eru tuttugu.og tvö byggð upp í landi fyrn irandi eyðijarða, en 258 eru alger ný- býli. Á seinni árum hefur eft- irspurn eftir nýbýlum aukizt mikið, og skortir nú fyrst og fremst fjármagn til að geta full nægt óskum manna um mynd un nýrra heimila í sveitum. Þannig hefur hinum óheilla vænlega fólksflótta úr sveitun um verið snúið upp í sókn. Og e£ fátt, sem gerzt hefur á seinni áratugum í þjóðlífi voiu gleðilegra en einmitt þetta. Átta nýbýlahverfi eru nú að rísa upp víðs vegar um landið, og sennilegt má telja, að haf- inn verði undirbúningur að landámsstarfi í níunda bvggða hverfinu á þessu ári. Alls mun það vera fast að 1500 hekturum lands, sem tekið hef ur verið til ræktunar í landi nýbýlahverfanna. — Þetta eru góðir landvinningar, því að af hverjum /1000 hekturum vel ræktaðs lands fást mildar iand nytjar. Það ætti að vera fagn- aðarefni fólkinu í sveitunum, að vinnandi fólk í bæjum og kauptúnum búi við góð lífs- kjör og hagstæð menningar- skilyrði. Hafi góða kaupgetu, því að á því byggist markaður inn fyrir landbúnaðarvörurn- ar. Búi í góðum húsakynnum. því að það er eitt aðalskilyrði Þess að íslenzki kynstofninn haldi heilbrigði og hreysti — og margt fleira mætti nefna. Á sama hátt er það beinlín- is hagsmunamál kaupstaðabú- ans, að landbúnaðurinn eflist og blómgist. Að vel menntuð bændastétt sjái þjóðinni fyrir nægilegu magni af fyrsta flokks landbúnaðarvörum til neyzlu. Að vaxandi lífsskilyrði sveitanna geti séð sem mestum hluta af áriegri fólksfjölgun þjóðarinnar fyrir öruggri af- komu. Meðan svo horfir, gera sveitirnar sitt til að afstýra atvinnuleysi við sjóinn. Þaðan kemur ekki fátækt fólk og bjargarlítið inn á yfirfylltan vinnumarkað verkamannsins. — Þetta skilur verkalýður þétt býlisins vissulega, og þarf þar engra skýringa við. — En mörg eru samt misklíðarefnin, og margvíslegur mísskilningur er ríkjandi milli vinnandi fólks í sveitum og við sjó. Öllu slí'ku þarf að eyða. Aukin verk menning, bætt lífsskilyrði, hollari og betri húsakynni, auk in ræktun, ný heimili með menningarbrag. Það er gróandi þjóðlíf, sem allir íslendingar eiga að fagna af öilu hjarta. Leikfélag Reykjavíkur : Jafnari aðsfaða í lífsbaráítunni Á NOKXRUM undanförnum þingum hafa verið íiuttar þings ályktunartillögur um jöfnun- arverð á oiíu. Einu sinnj eða tvisvar hafa slíkar tillögur náð samiÞykki á alþingi, en samt hefur viðskiptamálaráðherra látið undir höfuð ieggjast að frámkvæma samþykktina. Og áfram hefur ranglætið setið að ríkjum. Olíuverð hef- ur verið miiklu hærra út um land, en hér í Reykjavík. Hef- ur þetta komið tilfinnanlega við atvinnulífið, eins og skilj- anlegt er, þegar þess er gætt, að þessi verðmismunur hefur á ýmsum stöðum verið yfir 200 krónur á olíutonnið. Á þessu þingi var svo flutt .framvarp til laga um verðjöfn- un á olíu og benzíni, og hafa staðið miklar deilur á alþingi undanfarna daga um það mál. í fyrradag var svo komið, að búið var að samþykkja að fela oliíufélögunum sjáifum að ann ast framkvæmd verðjöfnunar- ,innar og á fleiri vegu var búið að breyta frumvarpinu svo, að gagnslífið hefði verið að sam- þykkja það. En nú hefur tekizt að færa málið til síns fyrra forms, og loks er frumvarpið um sama verð á olíum og ben- zíni um land allt orðið að lög um. Þessu ber að fagna. — Jöfn aðstaða í lífsbaráttunni, án tillits til þess, hvar á land- inu hún er háð, er rétílætis- mál, sem illt er að standa á móti. Höf.: Waifer W. Eilis. Þýð.: Inga Laxness. Leiksfj.: EinarPálssors. OF VITLAUST til þess að hægt sé að hlægja að því? Má vel vera, — en er það ekki í sjálfu sér aukaatriði, fyrst að fó'lk hlær? Og enda þótt ein- hverj;um verði það fyrst fyrir, að líta í kringum sig, hálf- skömmustulegur á svipinn, er hann hefur hlegið óvenjulega hátt og dátt, þá lagast það, þeg- ar hann sér sama svipinn hvert sem hann lítur. Hins vegar er bezt að taka það fram þegar. að það er leikendunum að þakka fyrst og fremst, en ekki höf- undi, að áhorfendur geta ekki hlátri varizt. Frá höfundarins hendi er skoplsikurinn ,,Góðír eiginmenn sofa heima“ ákaf- lega hversdagslegt og ófrum- legt jórtur á hinni margþvæld- ustu tuggu. I meðferð meðal- leikara yrðj þet'ta allt ein flat- neskja, og engum myndi koma til hugar að brosa. Það eru því leikendurnir og leikstjórinn, sem fyrst og fremst eiga þakkir skvldar fyrir það, að áhorfend- ur skemmta sér konunglega og skellihlæja að öllu saman. Alfreð Andrésson Jeikur þarna Georg nokkurn Warburfon, eða eiginmanninn, sem kemsf að raun um það, að góðum eigin- mönnum er hollast að sofa heima. Það er óhætfc að segja, að honum verður mun meira úr hlutverkinu en efni standa til; á stundum tekst honum svo vel að móta þessa léttvægu per- sónu, að furðu sætir, gera hana heilsteypta og jafnvel eftir- minnilega. Inga Laxness leikur konu hans; leikur hennar er lát laus og þokkaleg.ur, en skortir allan kraft, þegar í harðbakk- ann slær. Einar Pálsson leikur Marx nokkurn, uppfinninga- mann, fjörlega og létt. hagnýt- ir sér hvert tækifæri mjög skemmti'lega. og hagar leik sín- um sífellt til styrktar mótleik- urum sínum. Jói Bromelli, veit ingamaðurinn í ,,Gaukshreiðr- inu“, er leikinn af Gunnari Bjamasyni; er Gunnar þar sannanlega í essinu sínu og læt- ur sitt ekki eftir liggja hvað grínið snertir.. Hið sama má segja um Guðjón Einarsson í hlutverki læknisins; enda þófct það veifi fá góð tækifæri til til þrifa, þá tekst honum að gera það, Iitfaridi og skemmtilegt. Brynjólfur Jóhannesson er þarna heill kapítuli út af fyrir Brynjólfur Jóhannesson og Einar Pálsson. síg; án þess hlutverkið gefi minnsta tiLafni til þess, tekst honum að skapa þarna enn einn .,kárlinn“, heilsteyptan, sér- kennilegan og furð.ulega Ijórfif- andi náunga, sem. rnaður hlýtur að muna. Hins vegar verður Einari I. Sigurðssyni ekki meira úr þjóninum en efni standa til, og er það lítið. Auo- ur Guðmundsdóttir, sem áður hefur leikið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, leikur Pamelu Brooks rithöfund, og er leikur hennar látlaus og geðþekkur; Elín Ingvarsdóttir Leikur fcvik- myndaleikkonu með talsverðum tilþrifum og Cerður Hjörleifs- dóttir stofustúlku, og er leikur hennar hinn geðþekkasti. Lothar Grund hefur málað Leiktjöldin, sem eru smekkleg mjög. Fjarri sé mér að halda því fram, að skopleikir eigi ekki fyllsta rétt á sér; þeir lúta ná- kvæmlega sama lögmáli og aðr ir sjónLeikir, sama lögmiáli og öll verk í bókmenntum og list- um, — allt Það, sem vel er gert, á þar jafnan rétt- Þ,essi skop- lei-kur er, vaagast sagt, ekki til- takanlega vel gerður, en svo vel er með hann farið af háLfu LeikféLags Reykjavíkur, að maður fyrirgefur öllum að- standendum það af fylLstu ein- lægni, að þeir hafa valið hann til leiks. Og meira en það, — maður getur ekki annað en hlegið, og þar með er markinu náð. Loftur Guðmundsson. Handknsffleiksméf íslands. Alfreð Andrésson og Gunnar Bjarnason. HANDKNATTLEIKSMÓT íslands hélí áfram s.l. miðviku dagskvöld. Fyrst léku Víking- ur og Afturelding, leikur þessi var mjög skemmtilegur fi-á upphafi til enda, og jafnframt harður. Afturelding hafði yfir alveg fram í síðari hálfleik, en þá stóðu leikar 13:12 Aftureld- ingu í vil. Þá var eins og lifn- aði fyrst yfir Víkingunum, og skoruðu þeir 5 mörk á 8 mín- útum og unnu leikinn 17:13. Hjá Aftureldingu sýndi mark- vörðurinn alveg frábærlega góðan lei-k, einnig voru Birgir og Tómas ágætir, en Birgir hefur ekki nógu gott auga fyr- ir samleik, aftur á móti er Reynir góður spilari. Hjá Vík- ing bar mest á Sigurði, Ásgeiri og Pálma. Gissur markvörður Víkings ælti að fá lof fyrir prúðmennsku og góðsemi í leikjum sínum. Dómari var Sigurhans Hjartarson. Seinni leikur kvöldsins var á milli Ár manns og Fram. Framarar sýndu þarna mikið betri leik heldur en á móti Val, þeir bvrj uðu á að skora mark og Ár- menningarnir kvittuðu, og var leikurinn frekar jafn fram í hálfleikslok, og endaði hálfleik ur 6:6. Ármenningarnir sýndu það ekki í fyrsta skipti núna, að þeir sýna betri leik í seinni hálfleik, nei, þeir sýna það oft ast nær. Og þeir unnu leikinn á þessum seinni hálfleiks krafti sínum með 16:11. Hjá Ármenningunum voru þre- menningarnir Kjartan, Jón og Snorri beztir, annars voru hin- ir ungu Ármenningar Iíka á- gætir. Hjá Fram voru Hilmar og Orri beztir. Dómari var Jón Þórarinsson. Mótið heldur á- fram n.k. þriðjudag og keppa þá FH og Þróttur í B-deild og ÍR og Víkingur í A-deild. Dalli. Hagnús Benjamínsson úrsmíSameisfari 100 ára í dag MAGNÚS BENJAMÍNSSON úrsmaðameistari í Reykjavík er 100 ára í d.ag. Hann fædd- ist að Slekkjaflötum í Eyja- firði 6. febrúar 1853, sonur hjónanna Benjamíns Jónsson- arar og Guðlaugar Gísladóttur, sem þar bjuggu. Magnús nam úrsmíði á Ak- ureyri, en sigldi síðan til fram haldsnáms. Kom hann til Reykjavíkur árið 1881 og hef- ur átt hér þar heima síðan. Rak hann vinnustofu og' vérzl- un, og varð einhver kunnasti iðnaðarmaður bæiarins. Hann var einn þeirra, sem höfðu for göngu um það, að Iðnaðar- mannahúsið var reist um, alda mótin. verðjöfnun á olíu SAMÞYKKT var á alþingi í gær frumvarpið um verðjöfn- un. á olíu og afgi-eitt sem iög frá alþingi. Felur það í sér, að verð á olíu og benzíni verður hið sama um land allt, en flug- vélabenzín er ekki verðjafnað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.