Tíminn - 04.07.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓRl HALLUR SÍMONARSON
29 valdir tii æfinga
fyrir Bandaríkjaför
— Undirbúningur hafinn hjá Körffuknattleikssambandinu vegna
keppmsferðar landsliðsins, Samið hefur verið vSS 5 aðila um leiki
i
f fréf+atillcynninigu frá Körfuknattleikssambandi íslands
segír, að landsliðsnefnd KKÍ hafi valið fyrir skemmstu 29
pilta til æfinga fyrir væntanlega för íslenzka landsliðsins til
Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. Þá er einnig skýrt frá
væntanlegum mótherjum íslenzka liðsins, sem allt verða há-
skólalið. Gert er ráð fyrir, að leiknir verði 12—14 leikir
I förinni, sem verður KKÍ algerlega að kostnaðarlausu, en
það eru samtök, sem nefnast „People to People Sports Comm
ittee" sem buðu íslenzka landsliðinu í þessa för. Mun hún
standa yfir í 3 vikur.
Sem fyrr segir, hefur landsliðs-
nefnd nú valið 29 pilta til æfinga,
en æft verður á föstudögum í
fþróttahúsi Vals við Hlíðarenda.
Þjálfarar verða þeir Helgi Jó-
hannsson og Einar Ólafsson. —
Nöfn piltanna fara hér á eftir:
Agnar Friðriksson, ÍR.
Anton Bjarnason, ÍR.
Blrgir Öm Birgis, Ármanni.
Davíð Helgason, Ármanni.
Elnar BoRason, KR.
Einar Mathíasson, KFR.
Flnnur Finnsson, Ármanni.
Friðþjófur Óskarsson, ÍKF.
Guðmundur Ólafsson, Ármanni.
Gunnar Gunnarsson, KR.
Guttormur Ólafsson, KR.
Grímur Valdemarsson, Árm.
Hjörtur Hansson, KR.
Hörður Bergsteinsson, Skarph.
Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR.
Hörður Kristinsson, Ármanni.
Jón Jónasson, ÍR.
Ingvar Sigurbjörnsson, Árm.
Kristinn Stefánsson, KR.
Kristján Ragnarsson, KR.
Kolbeinn Pálsson, KR.
Ólafur Thorlacius, KFR.
Sigurður Ingólfsson, Ármanni.
Tómas Zoega, ÍR.
Magnús Sigurðsson, Skarph.
Marinó Sveinsson, KFR.
Viðar Ólafsson, ÍR.
Vésteinn Eiríksson, Menntask.
Laugarvatni.
Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR.
Samningar standa nú yfir í
Bandaríkjunum við ýmsa skóla,
sem tefla liðum fram gegn ísl-
landsli'ðinu og hefur nú þegar ver
ið samið við 5 aðila um leiki, en
þeir eru:
St. Michaels College, Winooski,
Vermont.
Plymouth State College, Plym.,
Vermont. Lið þessa skóla sigraði
í New England State College Con-
ference árið 1960.
PORTISCH SIGRAÐI
Ungverski stórmeistarinn
Portisch þurfti ekki nema þrjár
skákir til að sigra bandaríska
stórmeistarann Reshevsky í
einvígi þeirra um réttinn til að
tefla á næsta áskorendamóti.
Portisch hafði þá hlotið 2%
vinning og einvíginu var lokið
með sigri hans, en fyrirhugað
var að tefla fjórar skákir. Sem
kunnugt er voru Portisch og
Reshevsky jafnir með 14V2
vinning á millisvæðamótinu í
Amsterdam á dögunum, og
þurti því einvígi til að skera
úr hvor þeirra ætti að tefla
10 skáka einvígi við Tal á áskor
endamótinu. Hinar einvígis-
skákirnar á mótinu verða milli
Larsen og Ivkov, Botvinnik og
Smyslov, Keres og Spasski, eins
og kom fram hér í blaðinu í
viðtali Friðriks Ólaðssonar við
Bent Larsen. Þess má geta, að
Ingi R. Jóhannson vair að reyná
að gera þá frétt tortryggilega
í skákþætti sínum í Morgunblað
inu, hverjar svo sem ástæður
hans fyrir því voru, en heim-
ildir hans voru úreltar og vill-
aindi, eins og svo margt annað,
sem Morgunblaðið birti í sam.
bandi við millisvæðamótið.
roffitsraa
St. Anselms College, Manchest-
er, New Hampshire.
Central Conn St. og Springfield
College, Springfield, Mass.
Það var í Springfield, árið 1892,
sem Dr. James Naismith, kenn-
ari við íþróttaskóla KFUM þar í
borg, fann upp nýjan leik, sem
hann nefndi körfuknattleik.
Körfuknattleikslið #Springfield
Colelge hefir jafnan verið í
fremstu röð háskólaliða í Banda-
ríkjunum. Liðið sigraði í 62% af
öllum sínum leikjum, frá árinu
1906 til ársins 1962. Þó eru það
engir smáskólar, sem Springfield
þarf að keppa við. Má nefna t. d.
Yale, Cornell, Brandeis og Coast
Guard Academy
íþróttasalur Springfield College,
þar sem landsliðið mun keppa,
tekur 3200 áhorfendur í sæti.
Á meðan á þessari keppnisför
stendur munu piltarnir búa á
heimavistum þeirra skóla, er
keppt verður við. Gefst þeim
þannig einstakt tækifæri til að
kynnast amerísku. háskólalífi.
Á miðvikudagskvöld setti j
tvítugur Norðmaður, Terje
Petersen, nýtt heimsmet í 1
spjótkasti. Hann kastaði 87.
10 metra. Þetta gerðist í
landskeppni Noregs og
Benelux á Bislet- leikvang-
inum í Ósló. |
Fram til
Akureyrar
Á SUNNUDAGINN klukkan 16
fer fram knattspymuleikur á Ak-
ureyri og mætir þá lið ÍBA liði
Frani úr Reykjavík. Mikill knatt-
spyrnuáhugi er nú á Akureyri, en
helzt hefur vantað lið til keppni
við þá norðanmenn. Allar líkur
eru á, að Akureyri endurheimti
sæti sitt í 1. deild og verður fróð
legt að vita hvernig liðinu vegnar
gegn Fram.
N ORÐURL AND AMÓTIÐ í
bridge, sem háð var í Oslo (ný-
lega, er liið 10, í röðinni. Sví-
þjóð hefur unnið sjö sinnum í
opna flokknum, Noregur þrisv-
ar en hinar þrjár þjóðirnar
l-.afa enn ekki koinizt á blað. í
kvennaflokknum, er Svíþjóð
einnig með flesta vinninga,) —
cða sex, en Danmörk fjóra, en
Finnland, ísland og Noregur
liafa ekki átt sigurvegara þar.
í nýafstöðnu móti tókst Sví
um að sigra í báðum flokkum,
en minni munur var þó í
opna flokknum en fyrirfram
var búizt við. Lokaúrslit og
EBL-stig voru þannig: 1. Sví-
þjóð 62 stig (1532—1278). 2.
Danmörk 58 stig (1436—1218).
3. Noregur 49 stig (1318—
1316) 4. Ísland 37 stig (1209—
1454) og 5. Finnland 34 stig
(1355—1454).
Stigatala einstakra sveita á
mótinu var þannig:
1. Svíþjóð 2 39 stig.
2. Danmörk 2, 33 stig \
3. Noregur 1, 27.
4. Danmörk 1, 25 stig.
5. Svíþjóð 1, 23 stig.
6. Noregur 2, 22 stig.
7. ísland 2, 20 stig.
8. Finnland 2, 18 stig.
9. ísland 1, 17 stig.
10. Finnland 1, 16 stig.
í kvennaflokknum urðu úr-
slit þessi: Svíþjóð 22 stig (593
—355). 2. Danmörk 13 stig
(605—420). 3. Noregur 13 st.
(531—482). 4. Finnland 8 stig
Framhald a 15. sfðu.
Ulijj
f||
Di Stefano seldur
frá Real Madrid
SÁ FRÆGI knattspyrnumaður, di Stefano, hefur nú verið
seldur frá Real Madrid til Espanol í Barcelona og voru honum
tryggðar sem svarar rúmlcga 2 millj. ísl. króna fyrir að skrifa
undir eins árs samning.
Di Stefano hefur um árabil verið í hóni snjöllustu knattspyrnu-
manna veraldar — og sérstaklega orðlagður fyrir marksækni
sína, en hann hefur leikið í stöðu miðherja. Ásamt hinum ung-
verska Puskas lagði di Stefano grundvöll að velgengni og frægð
Real Madrid, sem fimm sinnum hefur orðið Evrópumeistari í
knattspyrnu.
Það vakti mikinn úlfaþyt, þegár það fréttist, að di Stefano
væri kominn á sölulista félagsins fyrir nokkrum dögum og fæst-
ir vildu leggja trúnað á þá frétt. Að sögn eru nú forráðamenn
Real Madrid að yngja liðið upp — og þess vegna er „gömlu
mönnunum“ kastað fyrir borð.
HART ER BARIZT...
Hart var barizt upp vlð mark Fram í fyrrakvöld og á myndinnl hér a8 of
an sjáum v!3 ofsalega baráttu inni í markteig Fram. MarkvörSur hefur
kastað sér í þvöguna og handsamar knöttinn. Sá hárprúði „bítill", Rúnar,
styður sig vi8 Geir, hefur sennilega ekki sé3 hvað var að gerast.
(Ljósm.: Tíminn, GE).
T í M I N N, laugardaginn 4. júlí 1964