Tíminn - 04.07.1964, Blaðsíða 9
Æska: Samræmi í klæðaburði, ákveðin förðun, snyrting, hár-
greiðsla (eigið lögmál táls og fegurðar), eignarhald (segulbönd, trans-
istortæki o.s.frv.), sameiginlegt málfar, sérstakar umgengnisvenjur
og hetjur eigin kynslóðar.
• •
— Kæra ungfrú, sagði ég, ég
geri ráð fyrir, að ef við hefð-
um þá getað fundið upp aðferð
til að flytja tónlist inn á hvert
heimili, ú. vaistóniist, ótakmark
aða, við hvert tækifæri, þá hefð
um við komizt að raun um, að
iífshamingia mannsins hefði
þegar náð hámarki, og hætt að
seilast eftir frekari umhót-
um . . .
Þannig talar Jules West,
söguhetja Edwards Bellamy,
um furðuvenk nútímans í reif-
aranum „Litið um öxl árið
2000 til ársins 1887“. Bókin er
nú 75 ára göenul, og söguhetjan
nývöknuð af 113 ára svefni, er
hún mæiir þessi orð.
Við höfum nú fengið þann ap
aratus, sem Jules féll í stafi
yfir, og meir en það. En há-
mark lífshamingju! Guð komi
til: Glymskratta höfum við
fengið og lubbamúsík, for-
heimskandi pop, þvílíkur óvita
skapur.
Hr. Bdamy sýndi mikinn ó-
vitaskap, þegar hann hélt - því
fram, að almenningur yrði fær
um að dæma bókmenntir og
listir árið 2000. „Uppeldi al-
mennings og menntun hefur nú
hvarvetna í för með sér, að
dómar manna um listaverk
svara til hins raunverulega
giidis". Framtíðarþjóðfélag
Belamys var skipað einstakl-
ingum, vel uppöldum og mennt
uðum séntilmönnum, þar var
enginn almúgi. „Sama mennt-
un og sömu möguleikar öllum
til handa hljóta að leiða til
þess að hæfileikar þeirra
blómstri". Þetta var sönn para
dís, þar sem allir nutu frels-
is og sameiginlegrar lífsham-
ingju.
Finnst mönnum þetta ekki
hlægilegt, eða hefur öld okkar
misst alla trú á framtíð mann-
kynsins — sprungna í tætlur í
tveimur heimsstyrjölduim —
höfum við komizt að raun um,
að í okkur býr ekkert gott, svo
okkur finnst draumurinn um
hamingju mannkynsins hlægi-
legur?
Það er víst hægt að leyfa
sér hvað sem er, í umræðum
um manneðlið, félagslega þró-
un og meningarlega fracntíð.
Menn vita svo lítið, að allar
ágizkanir sýnast jafn líklegar.
Hrun menningarinnar og guli
öld mankynsins láta menn sér
í léttu rúmi liggja, og fá þar
engu um ráðið til eða frá. —
Samt verða menn að fylgja
þróuninni — lögmál þróunar-
innar er yfir oss öllum: litsjón
varp, markaðsbandalag, flug
gegnum hljóðmúrinn, auk alls
sem kemur og á eftir fer. Bíð-
uim og sjáum til. Það er eins
konar hæverska. Við tökum
munninn nógu fullan, þegar
við skreytum okkur með út-
leggingu Linnés á mannkind-
inni: Homo sapiens, „maður-
inn sem skynjar og skilur“ —
og skilur þó ekki sjálfan sig.
Við vöðum í þeirri hátíðlegu
villu, að maðurinn höndli sam-
kvæmt skynseminni. Árangur-
inn er sá að við skiljum ekki
gjörðir okkar. Skynsemin er
útbúnaður setn við notum, þeg-
ar við reynum að uppfylia þarf
ir okkar, en þessar þarfir eru
ærið oft heldur óskynsamlegar.
Það eru hvatir okkar, ástríðurn
ar, sem knýja okkur áfram, en
ekki skynsemin.
Það er ekki skynsemin, sem
stjórnar okkur, jafnvel þótt við
höldum að svo sé, og við lát-
um heldur ekki stjórnast af
næmi, eins og meðskepnur okk
ar á jörðinni, við látum stjórn-
ast af vana — í þeirri merk-
ingu, sem felur í sér lög, trú,
siðferði og fleira.
Maðurinn er ekki fjötraður í
næmi, og maðurinn hefur ó-
brjótandi mögul. til að breyta
hátterni sínu. Þessa möguleika
á hann fræðilega séð, en í
reyndinni koma þeir að engu
haldi. Frelsið hefur óttann í
för með sér, það er það verð,
sem menn verða að gjalda fyr-
ir frelsið. Öryggisleysið er ó-
bærilegt og þvingar okkur að
léita skjóls. Við getum heldur
ekki gert það sem okkur lang-
ar til því okkur hefur lærzt,
að eitt er líkt og annað ólíkt
að eitt er líklegt og annað ólík-
legt, sumt er vert viðurkenn-
ingar og sumt fyrirlitlegt,
sumt er gott, annað vont, sumt
er heilagt, annað syndsamlegt.
Það frelsi, sem maðurinn
öðlaðist við að sleppa úr þeim
fjötri, sem meðskepnur okkar
eru leiddar í, hefur hann selt
til að öðlast hið nauðsyniega
öryggi þess fjöturs, sem hann
leggur á sjálfan sig. Munkur-
inn Magis (fjandinn í dulgerfi)
segir í Eyju mörgæsanna: „Sið-
ferðið þvingar manninn, hið
upprunalega dýr, til að hegða
sér öðru vísi en dýrin. Þetta er
andstætt manneðlinu, en það
kitlar hjarta mannsins og hon-
um er skemmt, og þar sem mað
urinn er hleypidómafullur, hug-
laus og skemmtanasjúkur, legg
ur hann sig gjarnan undir það
ok, sem veitir fyrirheit um á-
hættulausa tilveru í þessum
heimi og von um eilíft líf, auk
þess að kitla fáfengilegustu til
finningar hans sjálfs.
Sá, sem vill skyggnast inn í
framtíð mannkynsins, má ekki
líta á manninn sem frjálsbor-
inn, sjálfstæðan og skynsemi-
gæddan einstakling. — Hann
verður að viðurkenna, að við
erum hjörð dýra, sem lætur
stjórnast af óbilgjörnu lögmáli:
Gerðu eins og hinir, og ef þú
vikur úr leið, verður það að
gerast á þann hátt, að aðrir
fái löngun til að herma eftir
þér.
Það veitir skjól og hlíf að
vera eins og aðrir menn, örygg
isleysið hverfur við viðtektina,
en það er hættulegt að vera
öðru vísi en hinir. En frelsið
FramhalO é 13 siðu
Coutess Tamovska. Höfund-
ur: Hans Habe. Útgefandi:
George G. Harrap & Co.
Ltd. London. Verð: 21s. 1964.
Hans Habe er fæddur í Ung-
verjalandi 1911. Stundaði nám
í Vínarborg og í Heidelberg.
Gerðist amerískur ríkisborgari
í síðasta stríði, gekk í amer-
íska herinn sem óbreyttur dáti
og vann sér þar liðsforingja.
tign. Eftir stríðið hefur hann
stundað blaðamennsku og
skáldsagnagerð. Margar skáld-
sögur hans hafa orðið metsölu-
bækur bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. Tarnovska greifa-
frú kom út í Þýzkalandi 1962,
og ráðgert er að hún komi út
í 14 öðrum löndum.
Sagan hefst í Rússlandi
skömmu fyrir síðustu aldamót,
og það. er í Rússlandi keisar-
ans, sem höfundur finnur and-
rúmsloft hinnar mildu úrkynj-
unar, sem tekur á sig skarpari
myndir í „ljúfu lífi“ nútímans
víða um vestanverða Evrópu.
Aðalpersónan er María Nikóla-
evna Tarnovska greifynja, hún
fær einn ástmanna sinna til
þess að koma öðrum ástmanni
sinum fyrir kattarnef, og þriðji
ástmaðurinn aðstoðar. Hún er
fædd á rússnesku landsetri,
dvelur í helztu borgum og
skemmtistöðum Evrópu, kynn-
ist fjölda fólks af öllum stétt-
um, og lýkur lífi sínu í drunga-
legu kvennafangelsi í Feneyj-
um.
Fyrirmynd höfundar er
greifynja sem var nefnd af
samtíðarmönnum sínum
„Markísa de Sade“, og átti
mikla sögu á síðari hluta 19.
aldar. Persónur sögunnar eru
fjölmargar og minnisstæðast-
ar verða Tarnovska og dómin-
íkaninn Vyrubov.
The Restless Sky. Höfundur:
C. E. Kay. Úgefandi: George
G. Harrap & Co. Ltd. London.
Verð: 25s. 1964.
Sjálfsævisaga Kay flugfor-
ingja. Hann er fæddur á Nýja
Sjálandi, af skozkum ættum.
Fór ungur til Englands og var
á snærum brezka flughersins
um tíma. Tók þátt í kappflugi
London—Sidney og fleiri slík-
um. Var sá fyrsti, sem flaug
milli Englands og Nýja Sjá-
lands.
í upphafi síðari styrjaldar
var hann starfandi í nýsjá-
lenzka flughernum, hann
stjórnaði nýsjálenzki flugdeild
fyrstu stríðsárin, var svo
yfirmaður flugflota Nýja
Sjálands, þegar óttinn við
árás Japana var sem
mestur. Bókinn er mjög fróð-
leg um sögu flugsins almennt,
þar koma við sögu flestir þeir,
sem mesta sögu áttu á fyrstu
árum flugsins, auk þess er hún
liðlega skrifuð.
I Know What I‘m Worth: Höf-
undur: Vicki Baum. Út-
gefandi: Michael Joseph. Lond
on. Verð: 30s. 1964.
„Ég veit hvers virði ég er,
ég er ágætur annarsflokks höf-
undur“ segir hún í þessari
skemmtilegu ævisögu sinni.
Hún elzt upp i Vínarborg með
fjölskyldu sinni, sem var sam-
safn sérviturra og annarlegra
einstaklinga, sem var margt
betur lagið en að ala upp
börn. Faðir hennar var sjúk-
lega hræddur við öll veikindi,
og hálfbrjálaður með köflum,
hann var síðar drepinn í Júgó-
slavíu. Móðir hennar vildi að
dóttir sín yrði hljómlistarkona.
Hún giftist tvisvar, sá fyrri
reyndist ekki sem heppilegast-
ur, en sá síðari reyndist mun
betri, og dugði. Hún starfaði
hjá Ullstein forlaginu í Berlín
og tók á þeim árum að skrifa
bækur, sem runnu út eins og
heitar lummur og voru þýddar
á flestar tungur. Grand Hótel
varð mjög vinsæl og er ennþá
einn vinsælasti reyfarinn, sem
hún setti saman, þótt hún sé
ekki bezta skáldsaga hennar.
Við valdatöku Hitlers flúði
hún til Argentínu og dvaldi
þar til dauðadags 1961.
Mortage on Life. Höfundur:
Vicki Baum. Útgefandi: Micha-
el Joseph. London. Verð: 18s.
1964.
Sagan gerist í New York og
er um tvær konur. Önnur Mar-
ylynn er löt, eigingjörn og
sjálfhverf söngkona, sem fær
allt sem hún óskar eftir. Hin
er skapari hennar, Bess Poker,
skynug og athugul bissniss-
kona, sem hefur gert Maryl
ynn fræga og auðuga, og fórn-
ar fyrir það ást sinni á söngv-
aranum Luke. Líf þessara
kvenna er samofið og þegar
Marylynn giftist og hættir að
syngja þá upphefst nýtt líf hjá
báðum á þann hátt sem segir
í sögunni, og Baum dregur upp
á sinn sérkennilega hátt.
The Cats of Punchbowl Farm.
Höfundur Monica Edwards. Út-
gefandi: Michael Joseph. Lond-
on. Verð 16s. 1964.
Þetta er bók um ketti, sem
búið hafa á enskum sveitabæ
undanfarin ár, og ágætt sig á
margvíslegan hátt. Kettir þess-
ir eru ættaðir frá Síam og
Burma, og eru nokkuð öðru
vísi í hátt en okkar kettir, þótt
eðlið sé h'ð sama Kötturinn er
mikið sjálfræðisdýr, hann nýt-
ur góðs af sambúð við menn,
en fer allra sinna ferða þar
utan, hann gerir sér mikinn
mannamun, er mannþekkjari og
oft heldur lítið gefið um vissar
manngerðir. Kettir eru mjúk-
lát dýr og dagfarsprúðir, ró-
lyndir og værukærir, afskipta-
litlir og algjörlega lausir við
fleðuskap hundsins.
Höfundur nefnir alla þá
ketti, sem búið hafa á Punch-
bowl bæ, og eru þeir ekki ófá-
ir. Thistledown ágætti sig með
því að færa keitlingum sínum
lifandi ál í miðdegismat. Herra
Forsyte var stærstur og grimm
astur allra katta, og ríkti með
ofsa yfir köttum nágrennisins,
sá var mjög laginn við að veiða
kanínur, og það var furðulegt
hvað sá köttur gat etið
af þeirri dýrategund, enda vel
stór og mikill um sig og vitur
þar að auki.
Bókin er mjög skemmtileg
aflestrar fyrir alla þá sem
ánægju hafa af köttum, og
einnig hina.
T í M I N N, launardaainn 4. iúli 1964 —
i