Tíminn - 04.07.1964, Side 13
Helgl Haraldsson:
ASGARDUR
jmannahreppi ómerka orða sinna,
og hann viti betur hvað hér var
sagt 1888 en ég sem hér er upp
alinn og talaði við þá bændur, sem
þá voru uppi.
Einmitt um þetta leyti var fyrst
byggt sæluhús í Ásgarði og einn
maðurinn, sem vann við það, Jón
Ingimundarson í Skipholti kastaði
þá fram þessari stöku:
JÓN EYÞÓRSSON sendir mér
vinsamlega kveðju í Tímanuim 2.
f. m., sem ég $akka honum fyrir.
Svo þakka ég hor.um alveg sérsta'k
lega fyrir þrð fýrirbæri að hafa
\irt mig rvars. Það er sjaldgæft á
voru landi, ísiandi, í dag, að lærð-
ir menn virði okkur ólærðu menn
ina þess að svara okkur, ef við
gerum atnugasemd við það, sem
þeir senda frá sér.
Jón vi'l ekki láta af þessu að
Ásgarður heiti Árskarð og biður
mig að lesa betur Ferðabók Þor-
valds.
Það er alveg tilgangslaust að
lesa þá bók betur en ég hefi gert.
Nema ef það væri til þess að sann
færast betur um það hvað fræði-
menn leyfa sér þegar þeim býður
svo við að horfa.
' Þar kemur þessi athugasemd við
nafnið í eftirmála:
Fremra og Innra Ásgarð =
Áskarð eða Árskarð.
Þessa breytingu á nafninu hef-
ur Jón ekkert leyfi til að gera.
Þó að það sé ekki nema að breyta
g í k breytir það talsverðu að
fá skarð fyrir garð. Það myndi
okkur þykja, ef um girðingu væri
að ræða. Eg held því að það væri
meiri þörf fyrir Jón en mig 'að
lesa upp og læra betur.
Ég skal benda honum á hvað
hann skal lesa. Það er ferðabók
Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns, um Ytri-Hrepp, Árnessýslu,
samantekið 1709. Til þess að fleiri
en við sjáum hvað þar stendur,
þá tek ég það upp orðrétt:
Þaðan frá í landnorður, svo sem
stór bæjarleið heitir, Fremri- eða
Syðri Ásgarður. Þar ætla sumir
menn byggð verið hafa.
Þar litla bæjarleið norðan fyr-
ir heitir Nyrðri-Ásgarður. Þar
þykjast nokkrir séð hafa til rústa
og er sögn að þar hafi byggð ver-
ið. Þó það sé ærið langt norður
í fjöllum. Frá þessum Nyrðra-Ás-
garði að Hrafntóftum er beinleið-
is ekki hálf þingmannaleið.
Þessa byggð segja menn að
eyðilagzt hafi í plágunni miklu
svartadauða 1402.
Ef Jóni finnst þetta ekki nóg
sönnun og er eins og Njáll að láta
segja sér hlutina tvisvar þá getur
hann litið í rit, sem heitir, Safn
til sögn íslands og íslenzkra bók-
mennta að fornu og nýju. Anpar
flokkur blaðsíðu 41.
Þar stendur þetta: Fleiri jarðir
eru þar nefndar norður á afrétti,
sem eyðzt hafa í plágunni stóru
nefnilega Búrfell, Rafntóftir, Ás-
garður tveir, Syðri og Nyrðri.
Jón endar grein sína á þessum
orðum: Enda þótt Árni Magnússon
hafi ritað Ásgarður þá legg ég
meira upp úr því sem Þorvaldur
Thoroddsen heyrði af vörum
Hreppamanna 1888, og þeir hafa
áreiðanlega ek'ki sagt Fremri- og
Innri-Ásgarður heldur Fremra- og
Innra-Áskarð, en á það má líta sem
latmæli fyrir Árskarð.
Alveg er það furðulegt hvað
menn geta leyft sér að fullyrða,
eins og það að Jón viti hvað sagt
var í Hrunamannahrepp áður en
hann fæddist. Það er nú fyrst að
jarðabók Árna Magnússonar fær
þessa undirskrift:
Að almúginn í Ytri-Hrepp hafi
svo sagt til jarða sinna, seni fyr-
ir fram er skrifað vottum við und-
irritaðir, sem jafnlega vorum nær
staddir, meðan þessi jarðabók var
saman tekin.
Hruna í Ytri-Hrepp, þann 17.
október anno 1709.
Þórður Þórðarson, Jón Vil-
hjálmsson.
Heldur nú Jón að hann geti
gert þessa merku bændur í Hruna
Fagurt húsið firðar mynda gjörðu
fullan helming grafið var í jörðu.
Innra þetta Ásgarðs nefnist skýli,
Eiríkur þar lúin bein sín hvíli.
Þess má einnig geta að um satna
leyti eða fyrr voru fjallamenn með
tjöld sín í Ásgarði í foraðsveðri
og reif ofan af þeim tjöldin. Varð
þá einum að orði, Sveinbirni á
Kluftum, „Hafi þið nú sæluna í
Ásgarði piltar“.
, iÞetta hefur síðan verið að orð-
taki' haft í Hrunamannahrepp.
Hvað heldur nú Jón Eyþórsson
að þessi bóndi hafi talið staðinn
heita?
Ég hef haft þá skoðun á þeim
ágæta manni Jóni Eyþórssyni og
jafnorðhögum, að hann gerði
ekki leik að því að taka ginnheil-
agt norrænt nafn og breyta því
í orðskrípi. Það er ekki rétt álitið
að þetta skipti engu máli, þegar
staðurinn er að verða einn þekkt-
asti staður á öllum öræfum fs-
lands, og menn hafa þar skíða-
nácnskeið lengri tíma að sumrinu.
A VlÐAVANGI
og smá, hafa verið útkljáð á
þingi með samvinnu Sjálfstæð-
isflokksins og kommúnista, og
er þar skemmst að minnast kjör
dæmabreytingarinnar 1959. S»ð
an nýr maður tók við for-
ínemisku í Sjálfstæðisflokknum
hefur hann lagt sig í framkróka
Ul þess að ná sem beztri sani-
vinnu við kommúnista, eins og
fram kom í samningunum í nóv
ember og desember í fyirra og í
samfeomulaginu við Alþýðu-
bandalagið fyrir skemmstu, en
það taldi Morgunblaðið einhver
j j mestu og beztu tíðindi í tveggja
! i áratuga sögu lýðvéldisins. Og
þannig mætti lengi telja.“
(Dagur).
Sumarbúöir vígðar
viö Vestmannsvatn
Nú vil ég segja það við þessa
nýmóðins útilegumenn. Þeir mega
gjarnan mín vegna hafa sæluna í
Ásgarði.
En gljúfrið sem Ásgarðsá fellur
eftir stefnir einá og kunnugir vita,
norður og niður, og þangað vil ég
ek'ki vísa þessum sauðmeinlausu
öræfagemsum, sem nú njóta sum-
arblíðunnar hvert sumar og reika
um þessi fögru fjöll.
Helgi Haraldsson.
KOSNINGAR
Framhalc ai bls 3
rakin og rædd, en flokkarígur lát-
inn liggja í láginni, eins og líka
sjálfsagt er, þegar slíkur félags-
skapur á hlut að máli.
Niðurstaðan er þá sú, þegar
málið hefir verið athugað niður i
kjölinn, að eftir þenna umrædda
aðalfund Kaupfélags Suðurnesja,
sem mest hefir verið fjargviðrazt
um, eru hlutföllin hin sömu og
þau voru fyrir hann, pólitískt séð.
Þar átti sér ekkert hneyksli stað,
einungis kom maður manns í stað
eins og almennt tíðkast í lýðræðis-
legum kosningum. Og eins og
glöggt kemur fram í greinarkorni
þessu og ég vona að mönnum sé
nú fullljóst, hafa slíkar breyyting-
ar við stjórnarkjör í félaginu oft
átt sér stað áður, án þess slíkt
væri gert að pólitískum fréttamat
dagblaðanna.
Hallgrímur Th. Björnsson.
Húsavík, 29/6 1964.
Vígsla sumarbúða kirkjunnar
við Vestmannsvatn í Aðaldal, fór
fram í gær við mjög hátíðlega at-
höfn, herra Biskupinn yfir íslandi,
Sigurbjörn Einarsson, flutti vígslu
ræðuna og vígði búðirnar. Kirkju
kór Grenjaðarstaðarkirkju, söng
undir stjórn organista síns, frú
Kristjönu' Árnadóttur. Eysteinn
Sigurjónsson frá Húsavik söng við
undirleik Bjargar Friðriksdóttur.
Prófastur Þingeyjarprófastsdæm-
is, séra Sigurður Guðmundsson,
Grenjaðarstað, formaður sumar-
búðanefndar, flutti ræðu og sagði
sögu sumarbúðabyggingarinnar.
Fjórir prestar lásu ritningargrein-
ar og prestur flutti bæn og hina
drottinlegu blessun. Að lokum
sungu kirkjukórinn og vígsugestir
þjóðsönginn.
Ekki færri en 23 prestar voru
við vígsluna, flestir úr Hólabisk-
upsdæmi, nokkrir úr Skálholts-
stifti, og einn var kominn alla
leið frá Skotlandi.
Að vígslunni lokinni, var Setzt
að veizluborðum, sem konur í
Grenjaðarstaðarsókn höfðu búið
með miklum glæsibrag í barna-
skóla A'ðaldæla. Veizlunni stýrði
séra Pétur Sigurgeirsson, formað-i
ur æskulýðssambands kirkjunnar!
í Hólastifti. Margar ræður voru i
haldnar og mikil gleði ríkti yfir
þeim áfanga, sem búið var að ná.;
Auk prófastsins, séra Sigurðarj
Guðmundssonar, eru í sumarbúða-'
nefnd þeir séra Sigurður Haukuri
Guðjónsson og séra Birgir Snæ-‘
björnsson. Land undir búðirnar
gáfu hjónin í Fagranesi og Fagra ;
neskoti í Aðaldal. Sigurður Guð-;
mundsson og Guðný Friðfinnsdótt-;
ir, Jón Þórarinsson og og Laufey i
Guðmundsdóttir. Byggingafram-i
kvæmdir við vatnið hófust 28. maí
1962, og hornsteinnjnn var lagð-
ur 8. júlí, sama ár. Daginn eftir,
að hornsteinninn var lagður, hóf
skozk-íslenzkur vfrmuflokkur á veg
um alkirkjuráðs að vinna við bygg
inguna. Jón G. Ágústsson, bygg-
ingafulltrúi á Akureyri, teiknaði
húsið og og hafði eftirlit með
byggingu þess.
Sú bygging, sem nú er fullgerð,
verður aðalbygging búðanna. Fyr-
irhugað er að byggja tvo svefn-
skála og kapellu, og ef til vill
fleiri byggingar síðar. Kapellunni
er fyrirhugaður staður uppi í liæð-
unum fyrir ofan búðirnar Búð-
unum hafa þegar borizt margar
góðar gjafir í reiðu fé og fögr-
um gripum.
Hugmyndin um kirkjulegar sum-
arbúðir við Vestmannsvatn, fædd-
ist sem óskadraumur tveggja
presta, prófastsins, séra Sigurðar
á Grenjaðarstað og séra Péturs Sig
’.irgeirssonar á Akureyri, og vissi
lengi hvorugur um annars hug.Hins
vegar hefur sá, sem prestunum
skóp drauminn, vitað hvar hann
átti að bera niður, svo, að hann
mætti rætast. í dag koma 30
drengir til dvalar í sumarbúðun-
um við vatnið. Um miðjan júlí
kemur annar hópur dréngja og
síðan tveir stúlknahópar. Hver
hópur dvelur í búðunum í tvær
vikur. Um helgar í sumar verða
mót, og einhver starfsemi er einn-
ig fyrirhuguð í vetur og jafnan á
vetrum í framtíðinni.
Búðirnar standa á fögrum stað
við austanvert Vrestmannsvatn.
Vatnið er allstórt með vogum og
eyjum og kvikt - af lífi fugla og
fiska. Blómleg byggð er á báðar
hendur, en hið efra er Vatnshlíð
og Vatnshlíðarskógur. Og á stund-
um mun ilminn leggja frá birki-
skóginum til búðanna við vatnið.
Þormóður Jónsson.
MANNHJÖRÐIN
Framhald ar 9. síðu.
á sér tilverurétt — vegna þess
að sérvizkan getur öðlast viður
kenningu og meðhaldsmenn —
og þá er ekki lengur um sér-
vizku að ræða.
Maðurinn gengur fyrir tvenns
konar þörfum: þörfinni til
sjálfstjáningar og þörfinni til
að vera eins og annað fólk. —
Þessi öfl eru samvirk og mót-
virk; við erum aðskiljanlegrar
náttúru, og höfum raunar efeki
lagt okkur fram að gegna kall-
inu frá Delphi um að þekkja
.sjálfan sig. Hleypidómafullir,
huglausir og skemmtanasjúkir
höfum við finnbulfambað um
framtíðina eftir þykkju list-
vingaðra séntilmenna, um
frelsi sjálfstjáningarinnar —
og hvað höfum við uppskorið:
fjöldamorð, kynþáttahatur, og
margt annað sem okkur ægir
um að ræða.
Við verðum að tafea hjörðina
með í reikninginn, því hún er í
okkur á sama hátt og við erum
af henni. Það hljómar kannski
ekki tnjög fallega, en okkur er
fullkunnugt að „almenningur“
er efeki hin eina hjörð. Þú,
kæri lesandi og ég og allir hin-
ir, eru sömu tegyndar. Ef þú
heldur að þú sért frjáls og ó-
háður, þá hnýttu rauðan klút
um hálsinn næst þegar þú ferð
í kjól og hvítt, eða éttu kart-
öflurnar með skeiðinni, þegar
þú ferð út að borða. í klæða-
burði, talsháttum og borðsið-
um fylgjum við hjörðinni, og
ef við gerum það ekki, þá ger-
ist það oftast í þröngum hóp.
Sjálfstæð framkoma og leið-
andi framlag í klæðaburði
mundi veita tilverunni ofurlítið
líf og lit.
En hver vogar sér þetta? —
„Þannig haga menn sér ekki“.
(Dr. phil. Franz From
í Politiken — stytt).
SVEIT
Tveir 12 ára drengir óska
eftir vinnu á góðum sveita-
heimilum, simi 33388.
Bíla- og benzínsalan
Vitatorgi, sími 23900
Opið frá kl. 9 árdegis til
kl. 9 á kvöldin.
SELJUM:
Willys-jeppt 62, lengri gerð
með framhjólalokum. Allur
klæddur. Gullfallegur.
Willys station 55, framhjóla-
drif, 1. fl. bíll.
Jeppar 42 — 46 — 54 og 55 í
miklu úrvali.
Taunus Cardinal 12M, 63 mo-
del, lítið ekinn. 140 þús. kr.
100 þús. út.
Opel Cadett station 64
Rambler Classic 64
Wauxal Victor 62
Rambler Classic 62, 165 þús. kr.
Opel Record 60, ekinn 41 þús.
Góður, auk hundruð annarra
bifreiða við allra hæfi.
VitJ seljum bílana '
2 3 9 0 0
Bíla & búvélasalan
Til sölu
Rafstöð: Vatnsaflstöð ásamt
rörum.
Tætarar.
Amoksturstæki : Deutz.
Færiband (fyrir hey).
Blásarar (fyrir súgþurrk).
Saxblásarar.
Dráttarvélar.
VANTARI
Jarðýtu og ýtuskóflu.
Bíla & búvélasalan
v/Miklatorg. Simi 2-31-36.
PUSNINGAR-
SANDUR
Heimkeyrður pússningar-
sandur og/ víkursandur
sigtaðureð a ósigtaður við
húsdvmar eða kominn upp
á hvaða hæð sem er eftir
óskum kaupenda.
Sandsalan við Elliðavog s.f.
Sími 41920.
kaffi.
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir
augu vandiátra 6laða>
lesenda um allt land.
T í M I N N, laugardaginn 4. júlí 1964