Alþýðublaðið - 09.04.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagiir 9. apríl 1953.
ALÞÝÐUBLáBIÐ
5íi
HAFNLEYSI suSurstrandar
landsins hefur verið, er og mun
verða í nsestu framtíð áhyggju-
og' umhugsunarefni þeirra, sem
við hana búa. Fyrst og fremst
þeirra, sem sjó þurfa að sækja
<og lífsafkomu sína eiga undir
því, og enda hirma líka, veg'na
flutninga á nauðsynjum að og
frá landinu, og samgangna við
aðra landshluta. Ymsir staðir
Jnafa verið til nefndir, sem lík-
legir væru til hafnargerðar, allt
austan frá Dyrhóla-ósi vestur
að Þorlákshöfn. Allir þessir
staðir eiga sammerkt um það,
að hafnargerð á þeim, er mjög
iniklum vandkvæðum bundin
svo að varia má í milli sjá hvar
skást er eða lakast. Sá staður-
ínn, sem líklegastur hefur þótt
í þessu tilliti er Þorlákshöfn.
Þar hefur verið byggð bryggja
á undangengnum árum, svo að
nú er fengin betri aðstaða en
áður var fyrir fiskibáta að
leggja þar á land afla sinn.
Bryggja þessi er nú að verða
allgóð fyrir fiskibáta, og lítil
flutningaskip má hemja við
hana í aflandsvindi og sjólausu.
En enn hefur ekkert verið unn-
íð þar að haínargerð, og hætt
er við því, að erfitt verði nú
fyrst um sinn, með fjármagn
til þess, að byggja slíka trölla-
smíð, sem þeir garðar verða að
vera svo að nokkur von sé til
þess, að þeir standi þar fyrir
opnu hafi.
Möguieikar á höfn
i Öifusárésnum?
Mig langar að beina þeirri
uppástungu til þeirra, sem með
þessi mál fara og koma til að
fjalla um þau í framtíðinni,
hvort ekki væri skynsamlegt að
verja nokkrum þúsundum til
þess, að rannsaka gaumgæfi-
lega hve djúpt er á hrauninu
undir Hraunsskeiði, austan frá
Hásteinum og vestur að Skeiðis
vörðu og undir ánni þar upp
af. Rannsókn þessi sé gerð, svo
að úr því fáist skorið, áður en
lengra er haldið, hvort mögu-
leikar séu á hafnarstæði í árósn
um ef hann væri ræstur fram í
hinum foma farvegi sínum, fyr
ír vestan Miðöldu, eða annars
staðar á þessu svæði, ef þar
reyndist dýpra á hrauninu.
Með nútíma mælitækjum er
’þessi rannsókn mjög auðveld,
því að nú nota jarðfræðingar
og verkfræðingar líka nákvæm
hergmálsmælitæki, til þess að
mæla jarðvegslagið, sem liggur
<ofan á fastari jarðlögum,
hrauni eða bergi. Það vita all-
ír, sem til þekkja á þessum
slóðum, að hvergi sést á hraun
í fjöruborðinu á svæðinu aust-
an frá Hásteiiium og vestur í
Skötubót. Enn fremur er það
vitað, að hraunlaust er á all-
bréiðu svæði þar framundan,
14—16 sjómílur út eftir sjávar7
þotninum.
Um það vírðast allir jarð-
fræðingar sammála, að vestur
takmörk hins svokallaða Þjórs-
árhrauns, — sem er undir öll-
um Flóanum, Skeiðunum og
vesturhluta Rangárvallasýslu,
— séu við Olfusá. En vestan
hennar eru svo Ölfushraunin,
sem runnið hafa úr eldstöðvum
þar í fjallgarðinum. Það er auð
sætt, að allmikil lægð er þarna
á hraunamótunum, lægð, sem
nú er full af gandi, og það er
dýi:hennar, sem þarf að
kanna. Það er ekki víst að
þetta sé hraunlaus gjá, sem
myndazt hafði við það, að
hraunrennslið hafi storknað
áður en það náði saman, en það
eitt er víst, að þarna er dýpra
á hrauninu en annars staðar í
grennd, og dýpra en þar sem
árósinn er hú, því að nú renn-
Sígurður Gtiðjónsson skipstjóri:
ur áin til sjávar yfir yestur
tána á hinu svo kallaða Þjórs-
árhrauni.
Fyrir því eru allgóðar heim-
ildir að ósinn var miklu dýpri
þegar hann var vestar. Land-
námsbækur segja, að Álfur inn
egðski hafi numið inn ytri
hluta Ölfuss, utan VanrLár. -—
Hann lagði skipi sínu í Álfsós.
Hefur hann því siglt upp Ölfus-
árós. Eftir því, sem Ölfusingar
segja, er Ömefnið Álfsós nú
týnt, en árið 1703, þegar Hálf-
dán Jónsson á Reykjum skrifar
héraðslýsingu sína, er það til,
og segir þar, „að hann liggi nær
því við Þurárhraun.“ Er þess
líka getið þar, að þá nýlega hafi
Varmá, sem áður hafði runnið
fram austan við Amarbæli,
brotið sér nýjan farveg yfir
Bæjaþorpsengjar, allt vestur í
Álfsós. Ekki er þess framar get-
ið í fornritum, að skipalagi
þetta hafi verið notað. Hefur
það sennilega ekki þótt gott.
Aftur á móti er talað um Arn-
arbælisós, sem landtökustað
skipa, bæði í Njálu og Flóa-
manna sögu. Og þótt menn vilji
bera brigður á þessar sögur
báðar, sem sannfærðilegar um
þá tíma, sem þær gerast á, eins
og komið hefur fram hjá sum-
um fræðimönnum, þá sýnir það
þó, að höfundar þeirra hafa
haft um það heimildii’ eða
munnmæli, að þar hafi hafskip-
um verið lagt að landi á þeim
tíma. Munnmæli hafa líka ver-
ið um það allt til vorra daga,
og örnefni eins og Búlkaós, sem
er nálægt Amarbæli, bendir til
þess, að þar hafi búlki þ. e. a. s.
farmur, verið borinn af skipi.
Sumir fræðimenn hafa haldið
því fram, að Amarbælisós væri
sama og Holtsós undir Eyja-
fjöllum, því að hann hafi líka
borið það nafn, en fleiri eru þó
hinir, sem hallast að Arnarbæli
í Ölfusi, og þeirra á meðal Ein-
ar Arnórsson, sem bendir á það
í þessu sambandi, í bók sinni
„Árnesþing á landnáms og
söguöld“, að kirkjan þar hafi
verið; helguð hinum heilaga
Nikulási, sem var verndardýr-
lingur''sæfara í kaþólskum sið,
svo 'sgré kunnugt er.
Allir'í sem nokkuð þekkja til
siglingá og hafna í sambandi
við þæí, vita hvað mikla yfir-
burði þær hafnir hafa hvað
öryggi snertir, sem byggðar eru
við fIjót eða ár. Þótt hér á
landi sé ekkert stórfljót og eng-
in á skiþgeng, ekki einu sinni
smáskigum, þá er ekki þar með
sagt, að íekki mætti ræsa fram
ósá sumra þeirra svo að skip-
gengir gætu orðið að minnsta
kosti með háum sjó. Þótt
stærstu hafnir heimsins séu að
sjálfsögðu við stórfljótin, sem
skipgeng eru frá náttúrunnar
hendi, þá- hafa margar hafnir
verið gerðar á þann hátt að
grafa þær inn í ósa á smáum
ám. Möguleiki fyrir slíkum
hafnargerðum er að sjálfsögðu
íyrst og fremst undir því kom-
inn, hve djúpt er niður á hraun
eða berg.
Nú kann einhver að segja, að
ekki yrði ódýrara að gera höfn
t Ölfusárós heldur en t. d. í Þor
lákshöfn og það getur rétt ver-
ið, en aðalatriðið er, að mann-
virkin standist árásir höfuð-
skepnanna. Þegar ráðgert er að
LENGI hcfur verið um það rætt og riíao,
fevort unnt muni að byggja örugga höfn á Suð-
nrlandi og þá hvar. Ýmsir staðir hafa komið tii
athugunar í þessu sambandi. Sigurður Guðjons-
son skipstióri leggur tii í grein þessari að athug-
aðir séu möguleikar á hafnarstæði í ÖMusárós.
Hefur Sigurður kynnt sér máí þetta af míkillt
kostgæfni og styðst meðal annars við upplýs*
ingar sögulcgra heimilda um það, hverjar breyt-
ingar hafa orðið á farvegi árinnar frá upphaíí
íslandsbyggðar til vorra daga. Dylst ekki, að höf-
undurinn hefur aflað sér geysimikils fróðleiks
um staðhæíti og aðstæður þar eystra, og vafa-
íaust mun hugmyndin um hafnarstæði í Ölfus-
árós vekja mikla athygli.
Grein Sigurðar Guðjónssonar birtist í blaö-
inu Suðurland nú um páskana, en Alþýðublaðið
endurprentar hana hér í heild með góðfúslegu
leyfi höfundarins og ritstjóra Suðurlands, Guð-
mundar Daníelssonar rithöfundar.
Ekki er ósennilegt, að draumurinn um höfn
á Suðurlandi eigi fyrir sér að rætast í náiimi
framtíð, enda er áhugi Sunnlendinga á því máli
mikill og sívaxandi. En vissulega skiptir höfu'ð-
máli, að gengið sé úr skugga um, hvar skilyrðin
til hafnargerðarinnar séu bezt. Þess vegna er vel
farið, að fram komi Iiugmyndir eins og sú, sem
Sigurður Guðjónsson gerir hér grein fyrir.
gera mannvirki, eins og til
dæmis höfn, þá er það ekki
gert eingöngu fyrir yfirstand-
andi tínia heldur fyrir kom-
andi kynslóðir, og á að standa
um álla framtíð að svo miklu
leyti, sem hyggjuvit mannsins
fær við það ráðið. Og oft er það
svo, að sú kynslóð sem ræðst' í
stórvirkin nýtur þeirra minnst.
Söguíegar heimildir
.og fereyting érimiar
• Ef kostnaðarhliðin er tekin
til athugunar, þá er um það
háar tölur að ræða, að ekki er
nokkur leið að gera áætlanir
um það á þessu stigi málsins,
hvort ódýrara væri að byggja
höfn í árósnum eða í Þorláks- í
höfn. Nú eru uppi raddir um j
það, að í sambandi við höfn í
Þorlákshöfn þurfi brú á Ölfus-
árós, og enginn Iætur sér detta
í hug, að brúa hana, án þess
að gera'um leið ráðstafanir til
þess að áin renni alltaf undir
þá brú. Þegar séð hefur verið
fyrir því með flóðgörðum og
fyrirhleðslum, þá fer að koma
töluvert upp í það, sem til þess
þarf að ræsa ána fram og fá _
hana til þess að renna í einum
djúpum ál. Annars held ég að
margir geri sér ekki grein fyrir
því, að árósinn er ekki alltaf á
sama stað. Hann hefur nefni-
lega verið á austurleið frá því
að land byggðist og er það enn.
Það er mjög fróðlegt að fylgj-
ast með þessu ferðalagi hans
frá fyrstu tíð eftir þeim heim-
ildum, sem til eru allt frá því
að Álfur inn egðski landnáms-
maður sigldi skipi sínu upp í
hann og til vorra daga. Til þess
benda allar líkur að breyting
til hins verra, hafi farið að
koma í ljós á fyrstu öldum ís-
ár. Staðir, sem talað er um sénv.
j skipalagi á þessu svæði vom-;
t Grímsárós, Knarrarós og Ein- ■
j arshöfn, sú höfn sem síðar varð- ■
j svo eina nothæfa höfnin á Suð-
• urlandi ,-að Vestmahháevjúm <
i undanskildum. Ölfusárós mun
því snemma hafa orðið óhæíur
sem höfn, þar sem kvísl úr að-
alánni braut sér farveg til sjáv-
ar. allmiklu austar. þótt aðal-
útfallið væri nokkurn tíma enn
á sama stáo. Þegar timar liðu
var áín svo aíltaf að leggjast
Smeirá^pg meíra í eystri kvísl-
jina. Óshólminn. sem þann:;,;
i myndaðist milli kvíslánna var
ballaður Skerðinsarhó:rni,
, enda sannnefni, því að við það
skertist mikið land Drepstokks,
sem var þá sðalbýlið austaav
i við ósinn, og missti við það
' mikið og rekasælt Iand. Ekki
er mér kunnugí um, hvenær
þetta hefur gerzt, en sýnilegt
, er, eftir máldagabók Wilkins,
sem biskup var í Skálhoiti á
árunum 1393 tii 1405, að þá er
breytingin orðin, því að þar er
sagt, að Arnarbæliskirkja eigi
. fjórðung í Skeiði og fjprðjfng í
Skerðingarhólma. Það er þeíta
rekáítak. sem varð orsök íiil
langvarandi máláferla. Við það,
i að áin lagðist æ meir í hina
! eystri kvíslina og sandur fyilti
þá vestri svo að um síðir varð
hún alveg þurr, gekk rekarétt-
■ urinn og allur h.ólmurinn undir
Hraun í Ólfusi og var upp 'frá <
því nefnt Hraunsskeið. .Eri ■
þetta skipti ekki máli því sami..
. var eigandinn að rekaréttinura <■
á báðum jörðunmn, Hrauni og
Drepstokki, Skálholtsstöll.'
Fyi’sti dómurinn var settur af
^ Ögmundi biskupi Pálssyni 15315'-:'
og lauk þessu málaþrasi ek'M- ■
fyrr en með hæstaréttardórm
■árið 1845. Upp úr þessu'mála- <
' stappi og vitnaleiðslurii í sarn-
j bandi við það, má tína riiárg-
víslegan fróðleik og upplýsing-
ar um Ölfusá. Og þeim, sem .
áhuga hafa íyrir þessum mál-
um', skal bent á — auk þeirra
heimilda, sem vísað er til \
sð lesa ritgerð
landsbyggðar, því að það. er
mjög snemma, sem aðallega er
getið um skipakomur og kaup-
stefnur á Eyrum, en það var 1 þessari grein
eins og kunnugt er, öll strand- Vigfúsar Guðmundssonar í A:r-
lengjan milli Ölfusár og Þjórs-
(Frh. á 7. síðu.)
Minningarorð:
í. janúar I89Í -- 3. apríi E953
HANN lézt í Landsspítalan- j
um á föstudaginn langa, aðeins j
62 ára gamall,. eftir langa og .
erfiða sjúkdómslegu.
Jens Sigurður Hermannsson
var fæddur í Flatey á Breiða-
firði á nýjársdag 1891, og var
faðir hans Hermann S. skip-
stjóri í Flatey, Jónsson for-
manns í Flatey Jónssonar. Her.
niann í Flatey, en svo var faðir
Jens jafnan nefndur,- var um
langt árabil talinn einn af
mestu sjómönnum Breiðafjarð
ar, og var þar þó um mikið
mannval að ræða, og varð hann
snemma þjóðkunnur maður
vegna sjósóknar sinr.ar og al-
hliða dugnaðar. Faðir Her-
manns, Jón formaður, var og
alkunnur dugnaðarmaður, og
er nokkuð frá honum sagt í
riti, sem nú er að nokkru út
komið, og að nokkru í prent-
un og nefnist „Breiðfirzkir sjó-
menn“. Kona Hermanns og
móðir Jens var Þorbjörg Jens-
dóttir útvegsmanns á ísafirði,
Guðmundssonar skutlara í Vig
ur, Guðmundssoriar bónda á
Kúlu, Arasonar í Reykjarfirði
og síðar á Kúlu, Jónssonar
Ibónda í Reykjarfirði Hannes-
sonar læknis í Reykjarfirði,
Gtmnlaugssonar prests á St&S
Jens Hermannsson.
Snorrasonar. Frá Ara á Kúltí.
er komið margt hinna þekkG
ustu dugnaðarmánna á Vest.
fjörðum.
Jens gekk ungur í Kennara-
skólanri og láuk kennarapróis
1914. Næstu fimm árin var
hann barnakennari í Eyrar-
sveit (Grundarfirði), en 1919
fluttist hann til Bíldudals cg
var þar skólastjóri til 1945, að
hann fluttist hingað til Reykja
víkur og kenndi eftir það við
' -(Frh. á ?. sfðu.J J