Tíminn - 21.07.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 21.07.1964, Qupperneq 13
Leifur Kr. Jóhannesson: m Baulár vallamálið Svar til Sigurðar Olasonar, lögfræðings V Sigurður Ólason lögfræðingur sendir mér enn einn langhundinn um Baulárvallamálið í Tímanum 28. maí s.l. Þótt þar komi ekkert nýtt fram, sem verulegu máli skiptir, vil ég þó fara um hann nokkrum orðum, jafnvel þó hátt- virtum lögfræðingi kunni að vera það lítt að skapi, þar sem hann hefur þegar látið frá sér fara lokaorð um málið og virðist heizt æskja að skrif þessi verði látii} niður falla. Skal ég því reyna að stilla máli mínu svo í hóf, að hann þurfti ekki að rísa upp af£- ur. Það sem einna mest hefur farið í taugarnar á S.Ól. er að ég skuli leyfa mér að finna að því, að hann sé að ýfa upp deilur urn þetta mál og svo rammt kveður að hjá honum, að hann telur, áð ég hafi sneitt að sér persónulegá með alls kyns ,,ótugtarnarti“ í máli, sem hann hafi engra per- sónulegra hagsmuna að gætg. Virðist helzt mega lesa á milti línanna að hann hafi orðið hálf- styggur við og ætlazt til þess ,að allt yrði talið gott og gilt, sem hann léti frá sér fara um málið. Vill oft svo fara, þegar rök eru komin að þrotum, að beitt er nokkurri hörku. Ekki tel ég að þannig málflutningur veiki minn málstað, nema síður væri. Annars held ég, að erfitt sé fyr ir S.Ól. að reyna að afsaka sig nú, það er orðið of seint og búið sem búið er. Engum dylst það, að fullkomin og sjálfsögð ástæða var til þess, að gera athugasemd við lesbókargrein S.Ól. í fyrra, þar sem allt annað kom fram varð- andi „réttarstöðu" Baulárvalla, en mönnum var kunnugt um hér um slóðir og ágreiningur enginn þar um, ekki einu sinni á milli sunnan- og norðanfjallsbænda. Nú vil ég ekki fullyrða, hvort S. Ól. hefur tekizt að fá einhverja inn á sitt mál, en dreg það mjög í efa, enda friðsamt og gott fólk sem byggir Snæfellsnes og laust við það, að hyggja á landvinn- inga og hafa af öðrum allra sízt þegar kirkjan á í hlut. Það er alrangt og hreinn mis- skilningur, að ég hafi látið liggja orð að því, að S.Ól. væri að þessu fikti í persónulegu hagnaðarskyni. Þvert á móti var það S.Ól. sem lét skína i það að ég væri hlut- j drægur í þessu máli, þar sem ég ! væri Hólmari, en hitt var í lagi. j að hann burtfluttur sunnanfjalls- maður segði álit sitt án hlut- drægni! Nei — ég hef allt aðra i skoðun á þessu, en S.Ól. vill vera láta. Trú mín er sú, að persónu- j legur hagnaður S.Ól. yrði ekki svo mikill, að hann yrði öfundað- ur af og því síður mikil sigur- gleði, ef svo færi að málið fengi dóm, en það : virðist ekki vera áhugi fyrir slíku að hans dómi. enda finnst mér það mjög eðlilegt sjónarmið hjá honum, að æða ekki út í ófæru. Það ber og ekki vott um sigur- von hjá S.Ól. að fara að impra á samningum við kirkjuna hér og álíti það beztu leiðina til lausn- ar á þessari tilbúnu deilu. Ólík- legt er að sú leið verði farin á þeim grundvelli, sem hann getur hugsað sér. Hygg ég að engu breyti í því efni, þótt reynt sé að blíðka umráðamenn kirkj- unnar, en annars er ekki mitt að svara fyrir þá. Það þykir nokkuð óvenjulegt fyrirbæri svo ekki sé meira sagt, ef nú á fyrst fyrir alvöru að vefengja ,,réttarstöðu“ Baulár- valla, þegar liðin eru um 140 ár frá útmælingu jarðarinnar sem ný býlis. Hvers vegna ekki fyrr? Þætti mörgum fróðlegt, að fá svar við þvi. Annars geta ímyndaðar vonir S.Ól. um að rennandi vatn eigi að ráða löguip, or.ðið til þess, ef að veruleika verða, að nauð- synlegt yrði að breyta landamerkj um víða og gæti orðið spauglaust. Sé svo ekki ástæðu til, að fjöl- yrða frekar um grein S.Ól. En vil að endingu taka það fram, að það sem ég hef skrifað um Baulár vallamálið, er . á engan hátt á ábyrgð ráðamanna Stykkishólms- kirkju og vænti ég þess, að þeir verði algjörlega fríaðir af því. Svo þakka ég S.Ól. fyrir við- skiptin og lít svo á, að málstaður minn hafi haft töluverðan ábata. Stykkishóhni 14. júní 1964. Vigfus Guðmundsson: jjc! S,2 xtiqO Síl imi3 Askorun tii útvarpsins „Ríðum, ríðum og rekunl yfir | sa'ndinn, rennur súl á bak við Arnar- fell.“ Þetta ljóð Gríms er eitt vinsæl-. asta af ferðavísum hér í okkar þjóðfélagi og oftast sungið á ferða- lagi upp til fjalla og út til stranda. Löngurn hefur Sprengisandur þótt torfarin leið. Man ég, hvað ég á yngri árum varð hrifinn. af sögu- sögnum af unga Bárðdælingnum, sem gekk um miðjan vetur eitt sinn Sprengisapd suður í Eystri- Hrepp í Árnessýslu á fund unn- ustu sinnar og farnaðist ágætlega. Vogun í fjallaferðum hefur þó oft orðið mörgum íslendingur torsótt og dýrkeypt. Ekki þarf þó sá, er þetta ritar, að kvarta undan slíku í eigin lífi, þótt oft hafi hann verið nokkuð mikið til fjalla. Tvær fjallaferðir úti í heimi eru honum þó sérstaklega minnisstæðar. En frá þeim hef ég sagt í ferðaV,--’ u mínum, sem allir geta lesið þar, sem hafa þær. Önnur þeirra ei, þegar ég fór eftir hæsta vegi heimsins yfir Andesfjöllin milli Argentínu og Chile. Sá vegur ligg- ur yfir fjöllin í 5450 metra hæð. Og hin leiðin, þegar ég ók í bif- reið eftir háfjallatindum Ástralíu með snarbrattar háar hlíðar nið- ur undan. en vegurinn, sem farið var eftir, var oft ekki meira en 1—3 metrar á breidd og engin handrið né girðing neins staðar. Þá er það minnisstætt, ferðalagið í nokkur hundruð metra háum lóö- réttum hamravegunum skammt frá Góðrarvonarhöfða. En allt fór þetta vel samt. Eg minnist á Sprengisandsleið- ina í tilefni af blaðasögn ný- lega, er tjáði, að verið væri að koma kláfferju yfir Tungnaá og myndu hefjast áætlunarferðir rétt strax í þreniur stórum fjallabif- reiðum norður yfir Sprengisand. Ég er einn af þeim, sem vildi þar gjarnan verða pf ?r.’b''g '” um Trúi varla öðru en þeir verði margir. sem vilja fara þessa frægu fjallaleið á góðum farþegabifreið- um undir stjórn öruggra leiðsögu- manna. Eins og margir samferða- menn mínir vita, brauzt ég í því með litlum efnum að reisa fyrsta gestaskála á hrjóstrugum, óbyggð- urn stað fyrir rúmum 30 árum. En það virðist hafa ýtt undir fleiri að hefjast handa í svipuðum efnum hér og þar um landið Um sama leyti gengumst við tveir fyrir því að stofna og reka fyrstu ferða- skrifstofu á íslandi, er við rákum síðar í nokkur ár i Reykavík. t.il leiðbeiningar innlendum og er- lendum ferðamönnum. þar til Al- þingi setti upp' lagaþvælu og ein- okun. er knúði okkur til að hætta ferðastoftirekstrinum. Á veitinga- stað mínum skorti mig mjög fjár muni til þess að geta rekið veit- ingahúsið eins ,,flott“ og þurft hefði að vera. Annars varð það þrátt fyrir það. vinsælt. og urðu margir mjög ánægðir að leita sér þar skjóls. Enda átti það alltaf að vera höfuðtilgangur þess Á seinni árum mínum bætti ég þar við það dálitlum skála. sem fólk gat sofið í. ' sínum svpfnnokum Notuðu sér það einkum al'-na’-gi'- útlendingar Hinu „nýríka' fólki úr Reykjavík þótti þó þarna vera alltof fátæk- legt. fyrir sig og fór því oft eitt- hvað annað að fá sér næturskjól. Man ég þó eftir einstaka fólki vel efnum búnu, sem lét sér „farfugla- skýli“ mitt sér nægja Þannig minist ég, að t.d. Ragnar Jónsson. forstjóri Helgafells. kom með konu sína og fleira fólk sitt eitt góðviðrissumarkvöld með svefn- poka sína og gisti það þarna í þessu skýli og virtist vera hið a nægðasta. En mér finnst þetta hafa verið þáttur í lífsferli Ragn- ars, einkum þó eftir að hafa heyrt hans ágæta erindi um „daginn og veginn“ nú fyrir nokkrum dög- um. Vil ég skora á ráðamenn út- varpsins að láta útvarpið endur- flytja þetta erindi, því að það var svo óvenjulega heilbrigt og vel flutt. Vigfús GuðmundssoJi. * VIÐAVANGI um lán til þeirra framkvæmda. Nú vita allir, hvað vélavinna við ræktun kostar. ennfremur súðvörur og áburður. Þegar svo heyið er fengið af nýræktinm, barf að gera það verðmætt sem mjólk eða kjöt Allt þetta tek- ur langan tima, 2—3 ár — eða meira. Eða hvernig ætli fæjri um annan atvinnurekstur, ef ekki fengjust peningar til brýn- ustu framkvæmda? Og ræktun in er þó vi.ssulega traust«>-> 'ramkvæmdir en vmsar aðra’ ■g er gerð fleirj en einni kvn 'óð til hagsældar Mér 'fnnsi merkilegt að heyra ráðandi ÞJÓÐHÁTÍÐ r'ramhaio al 8 siðu Auk ræðuhalda og borðhalds, skemmtu menn sér við dans og söng, og voru sungnir margir ,ætt- jarðar!- og stúdentasöngvar. All- margar konur skörtuðu peysuföt- um við þetta tækifæri, og vakti ]það"'mikla athygli þeirra við- staddia, sem>ekki höfðu áður séð íslenzka þjóðbúninginn. f tilefni lýðveldisfagnaðarins birti blaðið San Francisco Examiner alllanga grein með stórri mynd af sendi- herrahjónunum, und'r fyrirsögn- inni „Iceland Has a Birthday Party“, hinn 10. þ. m. Greinina ritar ungfrú Mildred Shroeder, en hún var á íslandi í vetur og birtust þá þrjár greinar um kynni hennar af landi og þjóð í Examiner. Jóhann Sörensson. varaforseti fé lagsins, setti hófið og flútti gest- um kveðjur forseta, Jóhannesar Sveinssonar, en hann er á ferð'a- lagi á íslandi um þessar mundir. Þá bauð séra Steingrímur 0. Thor laksson gesti velkomna. Séra Thor laksson hefur nú verið ræðismað- ur íslands hér í 20 ár samfleytt, og minntist hann við þetta tæki- færi ýmissa markverðra atburða úr starfi sínii í þessu embætti svo og i þágu félags íslendinga hér. Gat hann þess sérstaklega, er þeir Thor Thors sátu stofnfund Samein uðu þjóðanna hér í San Francisco fyrir réttum 19 árum. Einnig minntist hann fyrri kynna sinna af sendiherrahjónunum, en þau hafa nokkrum sinnum áður verið hér á ferð og tekið bátt í fagnaði landa. Þeir Sveinn Ólafsson, fyrr- verandi formaður félagsins, og dr. K. S. Eymundsson héldu einnig stuttar ræður. Dr. E.vmundsson, sem ma^gir munu kannast við, ekki sízt vegna ötuls starfs hans í þágu félags okkar, mælti fyrir minni Vestur-íslendinga. Talaði hann sérstaklega um ástæður þær er lágu til landnáms þeirra í Ame- ríku, þeir hefðu flúið land vegna skorts, en ekki af neinum öðrum ástæðum. Afkomendur þessara landnema væru stoltir af íslenzk- um uppruna sínum, enda hefðu foreldrar þeirra innrætt þeim ást á íslandi og virðingu fyrir öllu íslenzku. Geta má þess, að ambassador- inn hitti í þessari veizlu bræðrung sinn, Alfred Jensen, er býr hér í borg. Hafði hvorugur þeirra frænda séð hinn áður. Aðalræðu kvöldsins flutti Thor Thors. Hann minntist á þær öru framfarir, sem orðið hefðu á Is- landi síðan þjóðin hlaut sjálf- stæði sitt frá Dönum Við stæðum núna um rnargt framar öðrum menningarþjóðum og að flestu leyti framar en rigningardaginn 17. júní 1944, þegar lýðveldið var endurreist á Þingvöllum. Þá ræddi ambassadorinn um ágætt samstarf og vináttu Bandaríkjanna og ís- lands, e'kki sízt innan Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalags ins. Hann minntist samúðar ís- lendinga á stjórnmálaörðugleikum þeim, er Bandaríkjamenn hafa átt í að undanförnu. einkum inn- anlands. Einnig bentí hann á þýð- ingu hernaðarstyrks Bandaríkj- anna fyrir bandalagsmenn þeirra, Kvað Thors ósk íslendinga að her veldi Bandaríkjanna mætti takast í framtíðinni svo sem hingað til að halda ófriðar- og kúgunaröfl- um í skefjum þannig að Mður héldist. Mjög góður rómur var gerður að máli Thor Thors, hygg ég óhætt að segja að allir viðúadd ir hafi viljað taka undir orð hans, að íslendingum stafi nú mest hætta af sjálfum sér. Áframha'd- andi sundurþvkkja os öfaar í is- lcnzkum þjóðmálum geti einung- is leitt til ófarnaðar: „Litla þjóð í vök að verjast, vert þú ei við sjálfa þig að berjast". Berkley, 26 júní 1964. Arnþór Garðarsson. Ihróttir Ameríkuför enska landsliðsins. Hann hefur nú verið á sölulist- anum nokkrar vikur án þcs að eitt einasta félag hafi svo mikið sem spurt eftir verðinu á honum og þykir .be.-ta mark- manni Englands" það auðvitað hart. Hann hefur nú eert mán- aðarsamning við félag sitt. rnenn, svo sem landbúnaðarráð- herra o>g aðra leiðandi menn tala fjálglega um aukna rækt- un- og nauðsyn á því að halda ræktunarframkvæmdum áfram, án þess að sjá grundvallaratr- 'ðin, þ.e. að bæindurnir verða að hafa möguleika eins og aðrír 'il þess að halda áfram á sömu braut og síðustu 15—20 árin, sem var mikið framfaratíma- bil.“ Þetta eru athyglisverð orð ■ draðs bónda sem hefur yfir- n um langar tíma yfir það, ’vennig er að búa í íslenzkri sveit. IbríHfir — en allt getur skeð. Samt reiknum við með tvöföldum ís- lenzkum sigri 8:3 í sleggjukasti má búast við tvöföldum norskum sigri — 8:3 fyrir V-Noreg í 5000 metra hlaupi get'ir allt gerzt. Báðir Norðmenn irnir hafa náð betri tíma en Kristleifur í ár, þótt hann hafi sigrað í þessari grein í keppn inni í fyrra. Líklega fær ísland þarna 2. og 4 mann — og það þýðir í stigum, 7 stig fyvir V-Noreg og 4 stig til íslands. í 400 metra hlaupi hafa báðir Norðmennirnir náð betri tíma en keppendur íslands i grein- inni. Samt ei ekki fjarstæðu- kennt að reikna með, að ísland íljóti 2. og 4 mann. Stigin V- Noregur 7 — ísland 4. Síðasta greinin í kvöld er svo 4x100 metra boðhlaup. Og enn setjum við upp stórt spurning- armerki — Við reiknum samt með íslenzkum sigri — og stig- in skiptast 5 til íslands og 2 il V-Noregs. Samkvæmt þessum útreikn- ingi er möguleiki á því, að ís- iand hafi forystu eftír fyrri daga, hafi hiotið 55 stig gegn >1 st. V-Noregs. Kannski er um of mikla bjartsýni að ræða — en alla vega, það er von á skemmtilegri og tvísýnmi keppni á Laugardalsvellinum í kvöld. Auglýsið í TÍMANI Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs SENDUM ÚM ALLT LAND. HSLLDÓR SkólavSrðusttg 2. T í M I N N, þriöjudagur 21. júli 1964 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.