Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 6
 ae SKRAFAÐ SKRAFAO Ferðalögin til útlanda Margir íslendingar leggja nú leið sína til útlanda til þess að dvelja þar í sumarleyfinu. Þeim fjölgar þó óðum, sem reyna að færa utanferðir sínar til hausts eða vors, því að þeir geta þá notið sumarsins heima. Þetta er hyggilegt og hafa flugfélögin ýtt undir þetta með því að hafa lægri fargjöld á þeim tíma. Stundum er rætt um, að þessi ferðalög séu dýr þjóðinni. íslendingar munu þó ekki eyða öllu meira í slík ferðalög en gengur og gerist hjá öðrum þjóðum. Fyrir afskekkta smá- þjóð eins og íslendinga eru þessi ferðalög þó meiri nauð- syn en fyrir stærri þjóðir. Það stækkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkinguna og hjálpar oft til að meta landið og þjóð- ina meira en áður. Þótt ferða- langarnir sjái margt, sem þeim finnst til fyrirmyndar, komast þeir einnig oft að raun um, að íslendingar eiga ýmsa sérstöðu, sem mikilvægt er að varðveita. Ferðalög aukast nú mjög í heiminum. Móttaka ferðamanna er mjög víða stórvaxandi tekju- lind. Svo mun einnig verða hér. Þegar mun svo komið; að gjald eyristekjur af erlendum ferða- mönnum munu engu minni en sá gjaldeyrir, sem fslendingar fá til ferðalaga erlendis. Það eykur ferðalög milli landa, að hinar svokölluðu hóp- ferðir aukast mjög. Þannig er hægt að stórlækka kostnaðinn. Hinar nýju ferðaskrifstofur S«- héf'^'vinriá þegar merkilegt stórif á'þésisit- sviði.; Ferðasögur Sú var tíðin, að menn fóru vart svo til fjarlægari landa, að ekki þætti rétt að skrifa á eftir lengri eða styttri ferða- minningar. Þessi siður helzt nokkuð enn, en þó stórum minna en áður. Hins vegar leggja nú ritfærir menn það fvrir sig að skrifa ferðabækur eða ferðasögur og nýtur þessi bókmenntagrein mikilla vin- sælda í flestum löndum. Nokkr ar slíkar bækur hafa verið skrif- aðar af íslendingum á síðari árum og má þar m. a. vitna til skemmtilegra rita eftir Hall- dór Laxness, Guðmund Daníels- son, Sigurð Magnússon, Sigurð A. Magnússon, Rannveigu Tóm- asdóttur, Þórodd Guðmundsson Thor Vilhjálmsson, Kjartan Ól- afsson og Axel Thorsteinsson Sízt mætti svo láta ógetið ferða bóka Vigfúsar Guðmundssonar, sem er í tölu víðförlustu fslend inga fyrr og síðar. Margir hafa og flutt skemmtileg útvarpser- indi um þessi efni, eins og t. d. Rannveig Tómasdóttir, Guðni Þórðarson og Vigfús Guðmunds- son. Fáar bækur geta verið skemmtilegri og fróðlegri af- lestrar en góðar ferðasögur. Þess ber vissulega að vænta, að sú grein bókmenntanna haldist vel við hér á landi. Ferðasaga í Ijóðum Sú var og venja, en að vísu fátíð, að menn sögðu ferðasögu sína í ljóðum. Þetta hefur hins vegar lagzt niður, en ýmis skáld hafa þó haldið áfram að yrkja um merka staði, er þeir hafa gist á ferðalögum sínum. Sum beztu ljóð íslenzkrar tungu, sem ort hafa verið á síðari ára- tugum, hafa einmitt orðið þann- ig til. Það er hins vegar ný- lunda um langt skeið, að skáld hafi lagt 1 það að yrkja heilan ljóðaflokk um langt ferðalag og Ijúka honum nokk- urn veginn á þremur vikum eða á þeim tíma, sem ferðalagið stóð yfir. Þetta gerðist á síðast liðnu hausti, er Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkju bóli fór í hópferð til Miðjarð- arhafslanda og heimsótti hinar fornfrægu söguslóðir þar í Grikklandi, Sýrlandi, Palestínu og Egyptalandi. Þessi Ijóða- flokkur hans kom út í sérstakri bók á síðast liðnu hausti og bar nafnið: Sólborgir. Eins og oft vill verða um kvæðabækur nú til dags hefur þessari sér- stæðu ljóðabók verið of lítill gaumur gefinn. Gamall dagdraumur rætist Þessi ljóðaflokkur Guðmund- ar Inga er ekki sízt skemmti- legur fyrir þá sök, að hann lýsir vel ferðafögnuði bóndans, sem hefur lesið margt um ^fjar læg lond og forna sögú þeirra, og á þess nú kóst 1 fyrsta sinn að komast á þessar ævintýra- slóðir. Þess vegna segir Guð- mundur í Gömlum dagdraumi rétt áður en hann hefur ferða- lagið frá Kirkjubóli: Er dregur í loft og 1 dökkva ég bý og dapur til náða ég kem. til Hómers og Platós ég bug mínum sný og horfi til Jerúsalem. Og nú þegar vetrar í vor- löndum manns og veðráttan gerist of köld þá fer ég til Grikklands og Gyðingaland<- á gæðingi mínum í kvöld. Og þegar í fásinni fölur ég er og fallinn í lamandi þögn, til Nílar og Damaskus blærinn mig ber við bergmál af framandi sögn. Þótt krapinn og grasleysið kalli til manns og kýrin sé dregin og sjúk. ég ætla til Sýrlands og Egyptalands á austrænum töfravefsdúk. Wikilvægur lykill Þessi sama ferðagleði ein- kennir annað kvæði Guðmund- ar: Vegabréfið, en hann er kominn til Hafnarfjarðar. þeg- ar það er gert: Vegabréf mitt er lykill að dýrindis löndum * '•-Vv-v..* i&jÆfíi. EySimerkur Egyptalands urðu önfirzka ræktunarmanninum yrkisefni. í lúnum sveitamanns höndum. Það opnar mér hulda og æsilega heima, sem aldir og hættir geyma. Þar tek ég við sögunnar teiknum og staðfestu gjöfum frá torgum og höllum og gröfum. Nú bærist mín þrá og þekkingarviljinn mikli í þessum einfalda lykli. Þeir, sem lesa ljóðaflokk Guðmundar Inga, fylgjast síð- ammeðLQnum frá Hafi^rfirði ií flugvél yfír' .Átlaptsftif óg Aipafjöll,' borða wð feonurh kvöldverð í Beirut, heimsækja með honum kastala í Byblos, heilsa með honum upp á gamla kunningja eins og Saladín og Sál (síðar Pál postula) í Dam- askus, kveðja með honum .Terú- salem með sárum trega. leita ] síðan með honum að dóttur; í Faraós hjá Níl, og bíða með i honum eftir véfrétt í Delfi. Það er vissulega komið víða i við og brugðið upp mörgum ■ mvndum í ljóðum Guðmundar. Mirjam Að sjálfsögðu hefur Guð- mundur Ingi gert sér vonir um, eins og margur annar ferða- langur, að ferðalagið yrði ekki ævintýralaust. Áður en hann leggur upp frá Reykjavík vrkir hann til Mirjam: Mirjam! Ég heyrði milli svefns og vöku í_ morgun nafn þitt kallað. Ég vissi ekki hvar ég var. Ég andaði langan. Loftið var heitt og þrungið af Libanons ilmi. Hvar ertn Miriam ó hvar? Ég saug þennan ilm. Og síðan er eins oe ég gangi í sedrusviðarins skugea Og þó er Arnarhóll h"v Ertu Zions dóttir með sálm á strengleit >"mim eða Sarons mjallhvíta lilm0 Hver ertu. Mirjam hver’ Það upplýsist ekki hvort Guðmundur fann Mirjam eða hvort það er af hreinum og tær- um söknuði eða til að létta af sálinni einhverju samvizkubiti, að á heimleiðinni í London yrkir hann mikið ástarkvæði „til hennar, sem heima situr“. Ég á heima hér Svo er komið til íslands aft- ur eftir margbreytilegt og sögulegt ferðalag. ísland er í haustskapi, þegar ferðalangarn- ir sitíga á land. Guðmundur kveður að lokum: Dimmt loft og drungalegt, augað er þó glatt. Vot jörð og vindhviður, þó er fótur feginn. Hánótt og haustveður, samt er maður sæll. ísland autt og svalt. Ég á heima hér. Þannig hugsar áreiðanlega margur íslendingurinn við heimkomuna, þótt þeir komi "kki eins vel orðum að því og ^uðmundur Ingi. Hvernigí notum við ^æðærið? Um það er ekki deilt, að ís- land hefur seinustu árin búið við mikið góðæri. aflabrögð hafa verið hin mestu og út- flutningsverð vfirleitt síhækk- andi. Þjóðin ætti því að geta búið við betri kjör en nokkru sinni áður og jafnframt búið miklu betur i haginn fvrir framtíðina en nokkru sinni hef or veríð gert En hefur okkur nota góðærið þannig? Fru kíör þeirra. sem lakar eru «t+iv ; cprnraemi við <róðærið? - -- ’-in.im míi-la gróða beint UM MENN OG skipulega að því að auka fram- leiðni, afköst og fjölbreytni at- vinnuveganna eins og kostur er? Eða búum við við óeðlilega ójafna arðskiptingu og látum við hendingu og sérhagsmuni ráða mestu um það, sem gert er? Það verða svörin við þess- um spurningum, er á sínum tíma munu segja til um það, hvernig núv. stjórn og stefna hennar hafa gefizt þjóðinni. Eru ritstjórar IVIbl. hálfkommar? Mbl. þykir það bersýnilega óheppilegt, að það er ekki lengur eitt um það að stimpla frjálslynda andstæðinga sína hálfkommúnista og undirlægj- ur kommúnista. Goldwater hinn ameríski stundar þessi vinnu- brögð nú af miklu kappi. Helzta afsökun Mbl. er sú, að það sé miklu heiðarlegra en Goldwater. Goldwater geri þetta án tilefnis, en Mbl. af fullu tilefni. Mbl. segi þetta ekki um andstæðinga sína, nema þeir hafi staðið við hlið kommúnista í verkföllum, átt samleið með þeim í stjórnar- andstöðu o. s. frv. Áður en Mbl. heldur lengra út á þessa braut, ætti það að athuga hverja það hittir með þessum áróðri. — Stóðu ekki Sigurður Bjarnason og Eyjólf- ur Konráð við hlið kommúnista í blaðamannaverkfalli í fyrra? Og sameinuðust ekki þeir Bjarna Benediktssyni og Einari Olgeirssyni í aridstöðu gegn vinstri stjórninni sumarið 1958? Og var það ekki hárrétt, sem Alþýðublaðið sagði í afmælis- grein um Stefán Jóhann Stef- ánsson síðastl. sunnudag, að Sjálfstæðismenn hefðu verið duglegustu bandamenn komm- únista i verkalýðsfélögunum, þegar verið var að brjóta meiri hluta Alþýðuflokksins þar á bak aftur? Goldwater má eiga það, að hann er ekki eins seinheppinn í málflutningi sínum og Mbl. Hann gætir þess a. m. k. að berja ekki sjálfan sig. Einka einokun Það verður nú ekki annað séð af íhaldsblöðunum en að þau telji einokun betri en sam keppni, ef hún er í höndum ,,rétts“ einkaaðila. Ef hún er hins vegar í höndum ríkisfyrir- tækis, verður að breyta því í almenningshlutafélag, svo að einokunin komist brátt í „rétt- ar“ hendur. Afstaða aðalblaðs Sjálfstæðisflokksins, Vísis, í Kassagerðarmálinu bendir a. m. k. eindregið til þessa. Allur áhugi Sjálfstæðisflokksins á frjálsri samkeppni er sem sé ekki meiri en það, þegar á hólminn kemur, að hann telur einokun „réttra“ einkaaðila betri, en það verða að sjálf- sögðu að vera „réttir“ aðilar os all« ekki samvinnufélög eða ríkið. Það fer ekki hjá því. að vmsum þeirra, sem hafa lagt trúnað á, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri einlægur fvlgiandi samkeppnisstefnunnar, þyki þetta merkilegar upplýsingar. 6 T í M I N N, sunnudaginn 26. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.