Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 15
Skák 48. Hb7, Dxb4 49. Hxf7t, Kh6 50. Kc2. Riddarinn leggur síðustu hönd á verkið. Svartur gafst upp. — Snilldarlega vel tefld skák af hálfu Stein. GOLDWATER og JOHNSON Framhaid aí 7 síðu úðar gegn Bandaríkjunum í öllum heimsálfum. Enginn af bandamönnum okkar í Evrópu, Suður-Ameríku né Asíu feng- ist til að taka þátt í krossferð okkar gegn kommúnismanum hvarvetna um heim, máske með aðstoð kjarnorkuvopna, nema ef til vill Chiang Kai-shek á Formósu. Bandamenn okkar væru fjarri því að vilja elta okkur út í þá ævintýralegu fásinnu. Hitt yrði aftur á móti höfuð- viðfangsefni þeirra, hvernig þeir ættu að fara að því að varðveita Bandaríkin þar til þau hefðu öðlazt andlega heil- brigði á ný. JÓN SIGURBJÖRNSSON Framhald aí 8. síðu. um grundvelli, það er óhætt að segja það. í rauninni eru þar nú þrjú leiksvið, gamla aðal- leiksviðið, litla tilraunaleiksvið ið og nýlega tóku þeir á leigu bíó-leikhúss í borginni, þar sem aðallega eru settar á svið sýningar fyrir skólafólk, og þar var „Rómeó og Júlía“ flutt í vetur fyrst og fremst fyrir unglinga og þó með úrvalskröft um eins og hinum snjalla Ulf Palme. — Hvaða leiksýningar eru þér minnisstæðar, sem þú sást þar í vetur og vor? — Þær voru margar svo ágætar, en ég held sú stór- fenglegasta hafi verið „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?‘ eftir unga ameríska höf undinn Edward Albee. Fyrst og fremst var Karin Kavli alveg stórslegin í aðalhlutverkinu, enda fékk hún verðlaun fyrir hlutverkið, en allir aðrir voru líka hreinustu perlur og hefðu öll átt skilið verðlaun. Af öðr um fjarska góðum sýningum á Dramaten var „Sem yður þókn ast“ eftir Shakespeare og „Svæk í síðari heimsstyrjöld- inni eftir Brecht. Eða þá „Teenagerlove", sem höfund urinn setti á svið og Jarl Kulle lék Billy ógleymanlega. Og þó er sagt, að þessi leiksnillingur hafi fallið tvisvar á prófi í leikskólanum. En kannski það hafi verið vegna þess að hann var frá Skáni, því Stokkhólms búar gefa nú ekki mikið fyrir málfarið á þeim Skánverjum, sem þeir segja víst um það sama og Dani, að þeir tali eins og þeir séu með „gröt i halsen“. En af leiksýningum á Dramaten skal ég nefna síðast j en ekki sízt eina ógleymanlega. Hún nefndist „Portrat af fem kvinnor::, hlutverk úr \ fimm leikritum öll leikin af einni konu, sem var engin önn ur en Inga Tidblad, þessi „grande dame“ sænska leikhús lífsins. Hún tók alla leikhús gesti um leið og hún kom inn á sviðið. Og allir voru í leiðslu þangað til hún gekk út af sviðinu. Það var nú leiklist, sem sagði sex! Já, Dramaten er sannarlega voldugt leikhús, eins og Har aldur okkar mundi komast að orði. — Þú ætlar vonandi ekki að leggja leiklistina á hilluna eft ir að þú sezt að sem húsfreyja í Svíþjóð? — Eg er ákveðin í að týna því ekki niður, sem ég kann og raunar að halda áfram að læra, býst við að ganga í einkatíma í Stokkhólmi þegar ég fæ tíma frá búverkunum. | SKATTSKRÁIN Framhald af 1. síðu. ! munu því vera margir, sem samt telja sig ekkert ofsæla af t launum sínum, er lenda í flokknum fimmtíu þús. kr. skattgjaldstekjur og verða því j samkvæmt skattstiganum að greiða 30% af launum sem þar eru umfram. Af því staf- ar að þeir, sem telja sig litlu betur setta í launum nú en fyrir ári, er þeir þurftu að greiða í kringum tíu þúsund kr. í opinber gjöld, verða í ár að greiða allt að tvöfalda þá upp- hæð, eins og hverjir aðrir há- tekjumenn, þótt krónutalan sé orðin þeim næsta gagnslítil er hún á að standa undir kostn- aðinum við daglegt viðurværi, eins og verðlagið er orðið. Þótt Stefán Björnsson vildi yfirleitt sem minnst láta hafa eftir sér í ár um útsvarsálagn- inguna, sem unnin er undir hans stjórn eftir kerfisbundn- um reglum og síðan reiknuð í vélum, sagði hann að almenn tekjuhækkun hefði óhjákvæmi- lega töluvert að segja. Hann kvaðst ekkert hafa í höndunum um það í hvaða þrepi skatt- stigans allur þorri launafólks lenti, enda hefði engin sam- antekt verið gerð um slíkt. Við þetta vill Tíminn bæta því einu við, að eftir fréttum að dæma af útsvarsseðlum, munu þeir verða all margir í ár, sem þurfa að greiða milli tuttugu og þrjátíu þúsund kr. í opinber gjöld, og eru því vel inni á efsta þrepinu hvað skattgjaldstekjur snerti. Það virðist því allt koma fyrir ekki, þótt eitthvað sé verið að hækka frádráttinn. Dýrtíðarskrúfan sér fyrir öllu slíku. BÍLADEKK ísoðin, notuð: 900x18“, 900x16“, 1050x13“, 825x20“, 750x20“, 700x17“, 670x15“, 650x16“, 600xl6‘. Fæst hjá Kristjáni Júlí ussyni, Hrísateig 13, sími 22724. c^Cáíet Hringbraut Simi 15918 ÓEIRÐIR í NEW ORK Framhald af T. ilðu. mannvígum, en fjöldi manns meiddist þar á meðal lögreglu stjórmn-. Bifreið -hans var og -■ • : -. Auglýsið í Tímanum BINDINDISMÓT gereyðilögð og einnig f]öldi annarra bifreiða, sem var velt eða kveikt í. Sjúkralið, sem kallað var á vettvang neitaði að fara inn á bardagasvæðið, nema undir sterku lögreglueftirliti. Á með an þessu fór fram notfærði fjöldi manna sér ástandið til þessa að stela úr verzlunum og íbúðarhúsum, og segja sjónar- vottar, að ruplararnir hafi flutt á brott með sér stór sjónvarps tæki, alls konar húsgögn og feikn af vínföngum. Gang- stéttir og búðarveggir voru at- aðir blóði, því að margir þjóf- anna skárust illa, er þeir brut- ust í gegnum búðarglugga. Klukkan hálf fimm í morgun, eftir staðartíma, geisuðu óeirð irtíar enn, sem taldar eru hinar mestu til þessa í New Yórk. Leiðtogar blökkumanna koma saman til fundar um helg ina til að ræða hið alvarlega ástand í New York, en óttazt er, að óeirðir brjótist víðar út er á helgina líður. AÐEINS ÞRÍR DAGAR Framhald af 16 síðu. Á Mýrum, í Snæfells- og Hnappadalssýslu, í Dölunum og í Barðastrandasýslu var alls staðar sama sagan, t. d. sagðist frétta- ritari blaðsins í Dölum telja þetta lélegri heyskapartíð en komið hefði í mörg undanfarin ár. f Haukadal og Suðurdölunum hefur þó verið eitthvað skárra. Túnin eru forblaut og úr sér sprottin. í Borgarfirði mun heyskapurinn hafa gengið heldur skár. Þó eru bændur mjög misjafnt á veg komn ir, þeir að sjálfsögðu bezt, sem súgþurrkun hafa. Lítið hefur ver ið hægt að vera við hey þessa viku, en bændur töldu þó útlitið ekki slæmt, ef fljótlega gerði þurrk. Framhaiá ai 16. stðu. Héraðssamband Þingeyinga, vonast til að fólk taki höndum saman um að skemmta sér í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina á hollan- og heilbrigðan hátt. í SALT OG BRÆÐSLU Framhald aí 16. síðu. 972,70). Alls hafa því ríkis verksmiðjurnar tekið á móti 525.390,95 málum mið að við 171.166,18 í fyrra. i Söltunarstöðvarnar í land j inu höfðu 23.júlí saltað alls ] 90.032 og %tunnu. Þar af , var saltað á Siglufirði 2318 I tn., á Ólafsfirði 1264, í Hrís ey 883, á Húsavík 1463, á Raufarhöfn 26.908 og %, á Þórshöfn 661, á Bakkafirði 417, á Vopnafirði 4490, í Borgarfirði eystra 805, á Seyyðisfirði 24.010, á Nes- kaupstað 8733, á Eskifirði 7283, á Reyðarfirði 4879, á Fáskrúðsf. 3470, á Stöðv- arf. 897, á Beirðadalsvík 1039 og á Djúpavogi 517 t. . Hæsta söltunarstöðin á j landinu er Ströndin á Seyð- í isfirði, en hún hafði saltað | 6353 tunnur 23. júlí. Hæstu stöðvarnar á þeim stöðum, þar sem fleiri en ein sölt unarstöð er, eru þessar: Á Siglufirði Nöf 802, íslenzk ur fiskur 725, á Ólafsfirði Stígandi 902, Jökuli 362, á Húsavík Hjaltvík 982, Barð inn 300, á Raufarhöfn Óð- inn 6111, Hafsilfur 5394,, Borgin 3987, á Seyðisfirði " Ströndin 6353, Hafaldan 6133, á Neskaupstað Ás 2238, Drífa 2226, á Eski- firði Auðbjörg 4522, á Reyðarfirði Gunnar 1753 og á Fáskrúðsfirði Hraðfrysti- hús Fáskrúðsfjarðar 1978 _ HÓLMVERJINN Fratnhaie at 16 síðu. Bjargmundssonar. Á forsíðu er mynd af Hólminum, og fremst í blaðinu er grein um ferðamanna- bæinn Stykkishólm. Þá er sagt frá gömlum byggihgum í Hólminum, greint frá vertíðarlokum og afla báta, grein um æskuna, nokkur Ijóð, dægradvöl og spurningar- keppni. Allmargar myndir eru í blaðinu og fréttir frá Stykishólmi. Blaðið Hólmverjinn er til sölu hjá Eymundsen, í Söluturninum við Hreyfil og hjá Blöndal á Skóla- vörðustíg. — Fróðlegt blað og fallega úr garði gert. ÖXLAR með fólks- og vörubíla- hjólum fyrir heyvagna og kerrur. Til sölu hiá Kristjáni Júlíussyni, Hrísateig 13. sími 22724. FERÐAMENN Framhaid af 1. sítSu. er tjald við tjald, og öll gistihús- eru setin. Guðrún Ásgeirsdóttir, hótelstýra á Eiðum, sagði, að mik- ið hefði verið að gera í júlímánuði, fólkið sækti mikið í sólina og sum arið á Héraði, og a.m.k. hjá sér væru íslendingar í miklum meiri hluta. Á Eiðum er pláss fyrir 100 gesti, þar af 30 svefnpokapláss, sem eru mjög vinsæl, ef eitthvað er að veðri, en undanfarna daga hafa þau lítið sem ekkert verið notuð. KJARAKAUP Til sölu hús í Kópavogi á mjög góðu verði ef samið er strax. Tilboð sendist Tímanum merkt tækifæri. LOKAD Lokað vegna sumarleifa til 18. ágúst. ^ristinn Jónsson VAGNA-BILASMIÐJA Verkstæði - Iðnaðarmenn Hentugar litlar margföldun arvélar fyrir efnis- og launa útreikning ávallt fyrirliggj andi. Sendum í póstkröfu niTVÉLAR & BÖND S.F. Sími 35989. P. O. Box 1329 Útför elglnmanns míns og föður, Jóhannesar Backmanns Jónssonar Vesturgötu 63, Akranesl, er lézt 22. iúlí s.l. fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 2. Blóm afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Stelnun Ólafsdóttlr, Ólafur J. Bachmann. Faðir okkar, Sigurður Péturson sem andaðist 21. þ. m. verður jarðsunginn fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 10,30, frá Fosvogskirkju. Athöfninni verður úfvarpað. Hörður Slgurásson, Kristján Sigurðsson. T I M I N N, sunnudaginn' 26. júlí 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.