Tíminn - 26.07.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 26.07.1964, Qupperneq 7
’Jtgetandi PRAMSOKN ARFlOKKURiNN PramkvRmdnstjóri Kristjðn Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson 'ábi Andrés Kristjánsson Jón Helgason og Indriði G Þnrsteinsson Pulltrúi rit.stjórnar Tómas Karlsson Prétta stjóri Jónas Krisijánsson Auglýsingastj Sigur.ión Daviðsson Bitstjórnarskrifstofut i Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrii stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl simi 19523' Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 90.00 a mán innan lands - t lausasSlu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:"' Goldwater vill deila og drottna, en Johnson friða og sameina Sigur Goldwaters eyðileggði sambúðina viS önnur ríki Fólkið og landið ísiendingar unna flestir heimili sínu og eiga margir fögur heimili, sem þeir hlúa að, fegra og umgangast af ást í verki, hirSa hús sitt og garð með umhyggju og alúð, sem ber þeim fagurst vitni. En þess gá ekki allir að landið allt er líka heimili þeirra, og þess vegna hættir sumum til. einkum unglingum, að skilja eftir sig önnur merki at ir í Þórsmörk en heima í garði foreldra sinna og viðhafa þar -aðra siði. ísland er einstætt að frjálsri, osnortinni náttúrufeg- urð, og á engin þjóð í Evrópu lengur sama yndisarð í þeirri mynd- En þessi ósnortna náttúra er víða mjög við- kvæm og krefst sérstakrar varfærni í umgengni. Því mið- ur hefur mjög á því borið, að ferðafólkið sem leggur leið sína um fegurstu og viðkvæmustu staði landsins, sýni landinu ekki ætíð nægilega ást í verki og skilji eftir sig slóð sóðaskapar, örtraðar og afskræmingar. En hér eiga sem betur fer ekki allir sammerkt. Ein- staka ferðamannahópar setja sér það mark, að leggja hönd að fegrun en ekki lýtum 1 áningarstað sínum. Verst eru dæmin, sem minnast má frá síðustu ánjm, einkum um hvítasunnu og verzlunarmannahelgi, er múg- ur manns þyrpist á fagra staði og sleppir sér í skríls- æði og vinnur tjón á gróðurríki, svo illbætanlegt er. Nú er verzlunarmannahelgin framundan. Af viðtali, sem blöðin hafa birt nýlega við Hákon Bjarnason og fleiri, sést, að nú er um nokkur samtök og viðbúnað til varnar að ræða. Er hann miðaður við Þórsmörk, en mun ná til annarra staða, ef þörf krefur Hörð tök í þessum efnum eru þó aðeins réttmæt sem óyndisúrræði. Hitt væri ánægjulegra að geta treyst þroska fólks, ungra sem aldinna í umgengni á landi sínu- Enginn vafi er á, að margt mætti gera í öryggisskyni og hefur verið bent á varúðarráðstafanir, sem ekki skulu raktar hér. En um leið og æska landsins er hvött lögeggjan til þess að sýna ást á landi sínu í verki, er rétt að minna þá, sem mesta ábyrgð bera á landi og lögum, að vera vel á verði. Hástökksmetið Ríkisstjórnin, sem nú situr, á nastökksmet í dýrtíð. Alraenn dýrtíð í landinu hefur tvöfaldazt í tíð hennar, þó að kaup hafi ekki hækkað nema um 60%. Hrikalegasta hækkúnarmetið er þó í sjálfum ríkisbúskapnum Fjár- heimta ríkissjóðs og þar með ríkisálögur á almenning hafa rúmlega þrefaldazt í tíð stjórnarinnar En stjórnin 'r feimin við þetta met. Þegar Tíminn bendir á þessa óhrekianlegu staðreynd. fara málgögn stjórnarflokkanna á stúfana og reyna að bera á móti þessu. Það verður þó ætíð hlutskipti rjúpunnar við staurinn. Stjórnin þvkist hafa lækkað tolla. en sú lækkun sást ekki á vísitöluvog- inni sem kunngt er Hins vegar margfaldaði hún tollana með gengislækkunum. Lagður hefur verið á nýr stórfeld- ur söluskattur og er eins og þungur ómagi. sem ríkis- stjórnin h''fir dæmt á bverja fjölskyldu í landinu- Sprengisandsleið Fyri á öldum var Sprengisandui einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins á sumartíð Á síðari tímum urðu aðr- ir þióðleiðir milli landsfiórðunga fiölfarnari með bifreið- um Ýmsir hafa þó á síðustu árum brotizt á ökutækium yfir sandinn. en það hefur jafnan bót.t nokkrum ríðind- um sæta og iafhvel háskaför M°ð hinni nvpi ng vel búnu kláfferju á Tungnaá verða þáttaskil í þessnm efnum Sprengisandur verður aftur fjölfarin sumarleið. ÞAÐ er alveg hárrétt, sem William S. White hefir bent á, að við stöndum frammi fyrir „harðvítugri úrslitabar- áttu um völdin milli innsta hringsins í Republikanaflokkn um og þeirra, sem utar standa.“ Innsti hringurinn stendur ó. skiptur að baki Goldwaters, þar eru allir helztu leiðtogar flokks ins í báðum deildum þingsins • í hinni fylkingunni eru meðal annarra rikisstjórarnir Scran- ton, Rockefeller og Romney. Sú fylking stendur alveg utanvið innsta Þingmannavaldið i flokknum. Leiðtogar innsta hringsins biðu algeran ósigur árið 1952, þegar frambjóðandi þeirra, Taft öldungadeildarþing maður, laut í lægra haldi fyrir hinum almennu liðsmönnum. sem beittu Eisenhower hers- höfðingja fyrir sig. ÞESSI skilgreining er ágæt, svo langt sem hún nær. En hún hrekkur þó hvergi nærri til að skýra, hvers vegna Barry Goldwater, frambjóðandi íhalds aflanna, greinir svo sterklega á við Taft öldungadeildarþing- mapn í veigamiklum málum. Árið 1952 var hinn „almenni republikani“ andhverfur virk- um hlut að framvindu mála á erlendum vettvangi, tregur til hernaðarævintýra þar og JOHNSON ingu til alheimskrossferðar, né láti sig sérlega miklu varða þau ummæli Goldwaters, að mann réttindalögin geti ekki komið að haldi og séu óframkvæman leg, nema með aðferðum þeim, sem tíðkast í lögregluríkjum. Ég held ekki að Dirksen hafi næsta ófús á bein afskipti af ; Teifið nepíum’ hpéytíngum. málum utan Vésturálfu. Hinn' ' á’éijnil&a (ieldúr'Hk'þ'n, að-Gold íhaldssami arftaki hins' '1964 Vilr ekki Rijöri og því hefir blásið til krossferðar um allan heim og víðtækra hern- aðarafskipta, jafnvel notkun- ar kjarnorkuvopna ef svo vill verkast. HVERNIG má það vera, að íhaldsöflin, sem nú ná undir- tökunum í flokknum, virðast hafa tekið svo djúptækum breytingum á þessum 12 ár- um? Mér verður hugsað til Dirks ens öldungadeildarþingmanns, sem Ijær Goldwater fylgi sitt meðan hann hefir enn um háls inn lárviðarsveiginn, sem hann hlaut fyrir að gera samþykkt mannréttindalaganna fram- kvæmanlega. Ég held ekki, að Dirksen hafi neina tilhneig- skipti ekki svo miklu máli, hvað hann segi. Hitt sé miklu meira um vert, að að loknum ósigri Goldwaters, ef hann lýt ur þá í lægra haldi, hafi hinn gróni þingmannakjarni enn öll völd í Republikanaflokkn- um, og Dirksen er sjálfur einn af leiðtogum þess kjarna. MEIRIHLUTI flokksþingsins stóð tvímælalaust að baki Gold waters. Og eitt er víst í því sambandi: Hann gefur kjósend um kost á að velja milli sín og Lyndon B. Johnsons, og eng um getur dottið í hug, að bita munur sé en ekki fjár á fram bjóðendum, eins og stundum hefir áður þótt. Meginmunurinn á þessum GOLDWATER tveimur mönnum er allur ann ar en raun væri á, ef Dirksen stæði andspænis Johnson. Mun urinn á Goldwater öldungadeild arþingmanni og Johnson for- seta kemur bæði fram í aðferð um og innstu gerð. Það er mun urinn annars vegar á ástríðu til að sundra og drottna og hins vegar að stilla til friðar og samræma. ÁGÆTT dæmi mismunarins kemur einmitt fram á sviði mannróttindamálanna. Meðan frumvarpið að mannréttindalög unum lá fyrir þinginu, var af staða Goldwaters einmitt til þess fallin að gera Republik anaflokkinn að athvarfi allra þeirra, sem aðhylltust afskipta leysi og óvirka andstöðu. Það er alþjóðarógæfa, að þessi al- varlegu mannréttindamál skyldu ekki vera hafin yfir flokkadeilur og Dirksen öld- ungadeildarþingmaður skyldi verða að láta í minni pokann fyrir Barry Goldwater. Og hvaða tilgang hefir þetta? Það hefir þann tilgang, að Golwater hljóti í forsetakosn- ingunum fylgi aðskilnaðarafl- anna, sem líta á Wallace ríkis stjóra í Alabama sem leiðtoga sinn. Það er einmitt þetta, sem ég á víð, þegar ég segi að Goldwater hafi ástríðu til þess að sundra og drottna. EF SVO ólíklega færi ein- hverra hluta vegna, að Gold-- water næði kosningu sem for seti, kæmumst við að raun um að það ylli hvorki meira né minna en gjölbyltingu á sam- búð okkar við aðrar þjóðir. Fylgjendur hans tala um að efla NATO og önnur bandalög, sem við erum aðilar að, og sið ferðilega forustu okkar i baráttunni gegn kommúnisman um í öllum myndum hvarvetna um heim. En það er eins víst og að nótt fylgir degi að kosn ing Goldwaters eyðileggði öll okkar bandalög og ylli rishá- um öldum hlutleysis and- Framh. á bls 15 T í M I N N, sunnudaginn 26. júlí 1964 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.