Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.07.1964, Blaðsíða 8
 tarfsævl söngvara BSEvl líður fljótt Jón Sigurbjörnsson er fyrsti íslenzki óperusöngvarinn, sem ráðinn hefur verið að Stokk- hólmsóperunni, og þótt hann hafi verið í sumarleyfi hér heima aðeins nokkrar vikur eft ir fyrsta óperuveturinn sinn meðal Svía, er ekki lengur til setu boðið, hann fer flugleiðis út í dag og verðúr að vera mættur á æfingu í konunglegu óperunni í fyrramálið. Við hittum þau hjónin að máli stundarkorn í gær, Jón og konu hans, Þóru Friðriks- dóttur leikkonu. Hún verður ekki samferða manni sínum út aftur, því að leikarahópurinn, hennar hefur verið að ferðast út um land undanfarið til að sýna „Ærsladrauginn“ og á enn eftir að sýna leikinn á tveim eða þrem stöðum. Að því loknu heldur hún út á eftir Jóni með dóttur þeirra, Láru sjö ára gamla. Eins og lesendur Tímans min^ast, var það fyrir áeggjan sænska leikstjórans Lars Run sten, sem Jón fór utan í haust til prófunar í Stokkhólmsóper- unni með þeim árangri, að hon um var boðinn samningur, sem hann tók og hóf Jón starf við Stokkhólmsóperuna eftir ára- mót. Fyrsta hiutverk hans þar var Sparfucile leigumorðingi í Rigoletto, síðan í tveim óper- um eftir Verdi, Aida og Grímu dansleiknum, og loks í Rakar anum í Sevilla eftir Rossini, og fór hann þar með sitt gamla góða hlutverk Don Basilio, sem okkur er minnisstætt síðan Jón söng það hér í Þjóðleikhúsinu. Fékk Jón góða dóma í sænsk um blöðum fyrir söng sinn, og birtist hér i Tímanum útdráttur úr blaðadómum eftir fyrstu frumsýningu Jóns í febrúar. — Hvernig stendur á þessu stutta sumarleyfi, sem þú færð og verður að vera mættur til æfinga á mánudag, Jón? — Það hefur verið ákveðið að ég syngi í óperunni Ario- dante eftir Hándel, sem á að flytja í elzta leikhúsinu í Stokk hólmi, Drottningholmteatern, þar sem sýningar eru flutttar aðeins á sumrin, og ekki sízt gert vegna ferðamanna til að sýna þetta fágæta leikhús, þar sem flutt hafa verið óperur alla tíð síðan á dögum Gústafs konungs þriðja, sem lét byggja leikhúsið, og er það víst hátt i tvö hundruð ára gamalt, og öperurnar, sem þar eru fluttar, eru nær eingöngu frá barokk tímanum, sviðsbúnaður, leik- tjöld og ljós allt í þeim stíl og meira að segja hljómsveitin klædd í þeirra tíma pell með rokoko-parukk á kollinum. Lars Runsten, sem hér var í fyrra og ég á þetta allt að bakka, stjórnar þessari sýningu í Drottningholmteatern 0« verður það síðasta leikstjórn hans í Svíþjóð að sinni, því að í haust tekur hann við starfi hjá Konunglega leikhús inu í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur verið ráðinn leikstjóri til tveggja ára. Frum sýning okkar verður 18. ágúst. — Stjórnaði hann hinum óperunum, sem þá lékst í í vet ur? — Nei, engri þeirra, við höf um ekki unnið saman fyrr en nú síðan ég hóf starf hjá Stokkhólmsóperunni. En ég iget ekki látið hjá líða að geta þess, að nýtízkulegasta óperuverk, sem flutt var í iStokkhólmi á leikárinu, var stjórnað af Runstenogvar hand ;ritið eftir hann, en tónlistin eftir annan ungan mann, Werde.. Þessi ópera nefnist Drömmen om Terese, músíkin framleidd með allskyns nýtízku brögðum og elektróniskum brellum og „effektum". Þetta var sannariegai;t!'tílráimayerk Þóra og Jón og sjö ára dóttirin, Lára. (Tímamynd, GE). og hið fyrstá sihiiár tegundár sem flutt var á nýju tilrauna- ltSto'KkhólWii,',',gift h’ó¥nléik3rai lív':'an af ferðinni. Þótt hún sé hringsviði í óperuhúsinu. Leik sinfóníuhljómsveit borgarinn enn glæsileg söngkona, fer hún ar. — Eru margir útlendingar starfandi við Stokkhólmsóper- una? — Ekki mjög margir söngv- arar, en aftur á móti við hljóm sveitina og leiksviðið, t. d. eru þar hljómsveitarstjórar frá Ungverjalandi, Austurríki og Ítalíu. Útlendir söngvarar eru þar helzt frá Noregi. Þeirra frægust er Eva Prytz, sem hingað kom í vor. Ég lék með henni í Rigoletti úti. Hún er ein af helztu söngkonum óper- unnar og búinn að starfa þar lengi. Mikið hlakkaði hún til að fara til íslands og hafði gam sviðið er umkringt af áhorf- endabekkjum, sem leikararnir læðast inn á milli, er þeir koma inn á sviðið, og á bak við áhorfendurna sitja hljóð færaleikararnir yzt út með veggjum. Óperan var flutt að eins fjórum sinnum og átti ekki að hafa fleiri sýningar, en óhætt hefði verið að sýna hana oftar, því að hún vakti mikla athygli og fékk góða dóma. Þess má geta til gamans, að einn af „statistum“ í óperunni var íslendingur, Unnur Guð- jónsdóttir dansmær, sem var áður hér í ballettflokki Þjóð- leikhússins en er nú búsett í LelksvlSIB oq salurirn ; 0--ottnlnaliolmto=tern. þar sem ón líklega að hætta senn hvað líð- ur og komast á eftirlaun. Starfs ævi óperusöngvara er ekki löng. í Stokkhólmi held ég sé talið eðlilegast að söngkonur syngi ekki nema til fimmtugs og karlar til hálfsextugs. — Hvernig er svo aftur með sænska söngvara, eru þeir ekki oft ráðnir til annarra landa, eru t. d. ekki alltaf brögð að því að Metropolitan í New York kaupi upp söngvara frá Svíþjóð, eins og gerðist um Svanholm þangað til hann varð óperustjóri í Stokkhólmi? — Jú, það gerist víst öðru hverju. Nú er Svanholm ekki lengur óperustjóri Stokkhólms- óperunnar. Hann hætti í fyrra vegna veikinda. Þá tók við Göran Gentele, sem áður var þar og er eftir sem áður einn af leikstjórunum, prýðis maður í sínu starfi. Sænskir söngvarar hafa komizt í fremstu röð í öðrum óperuhús um heims. Ég minnist t. d. þess, að í annað sinn sem ég sá óperu á ævinni, voru þrír aðalsöngvararnir sænskir. Það var í Metropolitan í New York, óperan var „Tristan og Isolde" eftir Wagner, og söngvararnir þrír voru Set Svanholm (sem lék Tristan), Blanche Tebom (Isolde) og Joel Berglund. Hann er nú orðinn allroskinn, en samt lék hann enn í Stokk hólmsóperunni í vetur og stóð sig eins og hetja. kominn þetta til aldurs. — Hver heldurðu að verði hlutverk þín í haust og vetur einhverjar nútímaóperur? — Ekkert er það ákveðið fyrr en þar að kemur. Ég hef raunar æft hlutverk í Tosca og Tannháuser og líka í tékkn eskri óperu, „Macropoulos“ eft ir Janácek, ég byrjaði í voi að æfa þetta hlutverk, sem e- það erfiðasta, sem ég hef feng ið. Óperur eftir þetla tón skáld verða hinar helztu, sem fluttar verða á Edinborgarhá tíðinni í sumar og söngvara- frá Prag-óperunni. — Fellur þér vel starfið úti? — Já, mætavel, og það ei mjög lærdómsríkt að vinna með fólkinu þar, sem er úr- vals listafólk. Mér veittist það erfitt fyrst í stað vegna máls ins, allar óperur fluttar á sænsku, sem ég kunni ekkert i áður en ég kom til landsins svo ég varð heldur betur að halda á spöðunum. Svo kemur þetta með æfingunni og sænsk an er vel sköpuð til söngs. um það þýðir ekki að deila. sagði Jón, og að svo búnu sný ég mér að Þóru leikkonu til að forvitnast af henni um leik húslífið í Stokkhólmi. — Þú hefur líklega ekki dregið það lengi að fara í leik hús eftir að þú komst til Stokk hólms? — Nei, sannarlega ekki, þvi ég þekkti áður nokkuð til þess, síðan ég var svo heppin að fá að fara á leikaraviku í Stokkhólmi í hitteðfyrra, að þar er oft margt gott á boð- stólum í leikhúsunum. Fyrst er að nefna Dramaten, sem er höfuðleikhúsið í borginni, stendur á gömlum merg og hef ur langmesta fjölbreytni. Næst kemur borgarleikhúsið Stads- teatern, nýtt af nálinni eða svo til, en hefur átt í nokkr- um erfiðleikum upp á síðkastið með reksturinn. Svo eru nokk- ur önnur minni leikhús. — Reyndir þú ekki að kom ast að til að fá að fylgjast með æfingum á Dramaten? — Jú, ég bar mig reyndar eftir því, en það er ekki auð- hlaupið að því eftir að Ingmar Bergman komst þar til valda. Hann tók alveg fyrir það, að gestum yrði hleypt þar á bak við tjöldin. Eina ástæðan, sem ég heyrði fyrir þessu, var sú, að það hefði verið orðin svo mikil ásókn af Ameríkumönn um, sem vildu fá að horfa á æf- ingar, og gizkað á að tilgang ur flestra væri sá einn að geta síðar sagt frá því að hafa séð sjálfan Ingmar Bergman stjórna ríki sínu. — Þeir eru búnir að breyta eitthvað rekstri leikskólans við Dramaten, er það ekki? — Hann var alveg aðskilinn frá sjálfu leikhúsinu. Það er feiknaleg aðsókn að honum, margir kallaðir en fáir útvald ir til að ganga í hann, inn- tökupróf mjög ströng, og fá aðeins tíu inngöngu árlega. Undir inngönguprófið í vor gengu hvorki meira né minna en 300 manns hvaðanæva af landinu. Prófin stóðu í heila viku, það tók heila viku að vinsa út þessar tíu sálir, sem reyndust það hólpnar að fá að stíga yfir þröskuldinn í helgi dómnum. En með hörkunni hefst það. Þegar maður sér hvílíku mannvali Dramaten hef ur fram að tefla á sviðið, skil ur maður, að enginn verður óbarinn biskup. Þar virðist ein göngu vera úrvalsfólki á að skipa, jafnt í auka sem aðal hlutverkum. — Skildist þér að Ingmai Bergman væri þar strangur stjórnandi? — Ég held enginn efist um það. að hann ætlar sér ekki að taka neinum vettlingatökum á hlutunum. Leiklistin á Dramat en er stór í sniðum og á breið Pramhalo t> IS sf8u t T í M I N N , sunnudaginn 26. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.