Tíminn - 26.07.1964, Page 9

Tíminn - 26.07.1964, Page 9
Ekki einasta Reykvíkingar, heldur margir landsmenn aðr- ir, hafa hitt að máli ambassa- dor Hans-Richard Hirsfeld, sem veitt hefur forstöðu sendi- ráði Sambandslýðveldisins Þýzkalands her, síðan árið 1957. Ambassador Hirschfeld og kona hans hafa ferðazt víða um land og kynnzt mörgu fólki. Hefur ambassadorinn mjög gert sér far um að kynn- ast bændum og kjörum þeirra, því að hann er sjálfur stór- bóndasonur, ólst upp á bú- garði í Holstein, skammt frá Kielarskurðinum. Faðir hans var mikill framámaður í búvís indum. Hann var formaðui bændasamtakanna í héraðinu og forsvarsmaður þeirra í samningum við stjórnarvöldin. Eina dóttur eignuðust þau hjón, en hún dó á barnsaldri Eftir það festi móðirin ekki yndi á búgarðinum og flutti þá fjöldskyldan til næstu borg ar. Húsbóndinn hélt þó áfram Búskapurinn af veril mín að fylgjast vel með málefnum bændastéttarinnar. Ambassador Hirschfeld lagði stund á hagfræði- og laga nám. En háskólanám hans var skammt komið þegar faðir hans missti allar eignir-' sínar í verðhruninu eftir fyrri heims styrjöldina. Varð pilturinn þá sjálfur að sjá sér farborða og vann hann við landbúnað, í verksmiðjum og hvað sem fyr ir kom. Þegar hann hafði lokið fyrri hlutaprófi í lögum, réði hann sig á bandarískt skip, sem sigldi milli Hamborgar og New York og ákvað að freista um sinn gæfunnar vestan hafs. I New York komst hann að sem handlangari í byggingavinnu og standa þar skýjakljúfar, sem hann hjálpaði’ til að byggja! \ Þau laun, sem hann gat spar að saman, notaði hann til að kosta sig áfram við nám- ið, lauk lögfræðiprófi og fékk stöðu sem aðstoðardómari í Danzig, sem þá var fríríki. Síð- ar gerðist hann starfsmaður hjá tengdaföður sínum, sem rak stóra málfærsluskrifstofu þar í borginni. Hvenær hófuð þér starf i utanríkisþj ónustunni? Ég gerðist fyrst starfsmaður í innanríkisráðuneytinu og fluttist þaðan í utanríkisþjón- ustuna. Á hennar vegum starf aði ég fyrst í Danzig, síðan í Berlín, New York og Bern í Sviss, en þar var ég til loka síðari heimsstyrjaldar. En ekki hafið þér verið er- indreki þýzkra stjórnarvalda allan þann tíma í Sviss? Nei, þegar lokað var sendi- ráði Þjóðverja þar í landi, þá spurði svissneska stjórnin mig hvort ég vildi taka að mér að Hirschfield, ambassador. opna á ný og stýra ræðismanns skrifstofunni í Basel á hennar ábyrgð. Þar voru margir Gyð- ingar frá Þýzkalandi og fleira fólk, sem hafði þýzkan ríkis- borgararétt, en hafði lengi átfr heima í Sviss o.s.frv. Ég svar- aði svissnesku ríkisstjórninni fyrst með því að spyrja, hvort þeir hefðu ekkert við það að athuga, að ég hefði allt til stríðsloka starfað fyrir nazista stjórnina. Mér var svarað því, að auðvitað vissu svissnesk stjórnarvöld allt um feril minn og hefðu fylgzt með því hvernig ég leysti störf mín þar í landi af hendi og þau treystu mér fullkomlega. Gekk ég þá í þjónustu ríkisstjórnarinnar þar og reyndi af fremsta megni að annast málefni þau, sem mér voru falin. En vegna þessa starfs míns litu Banda- menn mig aldrei tortryggnis- augum eftir styrjöldina. Hvert fóruð þér eftir stríð- ið? Við fluttum heim í mitt fæðingarhérað, þar setti ég upp smábú, bjó aðallega með kindur og hænsni. Þá var engin þýzk stjórn tii í landinu, þar var herstjórn Bandamanna, sem fór með öll völd. Endurskipulagning þjóð- félagsins fór fram undir þeirra eftirliti. Fyrst voru kosnir á lýðræðislegan hátt embættis- menn í hinar lægri stöður og svo áfram koll af kolli. Var það gert til að fyrirbyggja, að nazistar kæmust til valda á ný. Ég var fljótlega kosinn eins konar amtmaður fyrir mitt hérað, en þegar að því kom, að mynda skyldi stjórnina í Bonn. var ég einn af tuttugu mönnum. sem þangað voru kvaddir til að byggja aftur upp utanríkisþjónustuna. undir takast (Ljósm.: Tíminn-GE). Hefur skemmtun stjórn Adenauers. Raunar var fyrst aðeins um eina litla stjórnarskrifstofu að ræða, ut- anríkisþjónustan tók ekki strax til starfa. En þar þurfti eðlilega mörgu að sinna. Eng- in skjöl voru til frá fyrri tíð til að styðjast Við og fýrst 'í stað leyfðu Bandamenn aðeins að stofnaðar væru ræðismanns skrifstofur og að verzlunarfull- trúar veittu þeim forstÖðu. En hvenær fóruð þér úr landi sem fulltrúi hinnar nýju stjórnar? Ég var sendur til Antwerp- en árið 1953, til að opna þar ræðismannsskrifstofu. Var ekki erfitt að koma fram sem fulltrúi Þýzkalands fyrstu árin eftir styrjöldina? Jú, að sjálfsögðu, en þó var það mjög ólíkt í hinum ýmsu löndum. Það bar ekki á nein- um sérstökum erfiðleikum í iöndum, sem tengd voru Þýzka landi rótgrónum vináttubönd- um, svo sem í Suður-Ameríku. Japan, Tyrklandi eða á fs- landi. Allt öðru máli gegndi um þau lönd, sem höfðu verið undirokað af nazistum eða átt í beinni styrjöld við þá. Þó verð ég að segja, að erfiðleik- arnir voru minni í Belgíu en í löndum eins og Danmörku, Hollandi eða Noregi. f Belgíu hafði verið þýzk herstjórn ekki sambland af innlendum stjórn málamönnum og nazistum. Á- standið var verst þar sem inn- rásarherinn hafði verið studdur af nazistaflokkum, sem tii voru í landinu sjálfu. En það var ekki hægt við öðru að búast. Og smám saman leyfðu Banda menn okkur að auka utanríkis- þjónustuna og 1952 var okkur leyft að útnefna sendiherra á ný. í lok þess árs var fyrir- rennari minn,, dr. Oppler, út- nefndur sendiherra á íslandi. Það er einlæg von mín, að takast megi að afmá það illa. sem nazistar sköpuðu þjóð minni, og að við getum sannað heiminum, að alltaf hafi mikill no%íl Þý?te7tj.^nnnaí;.,vpEig!If,: a&H’ars sippis. og þptri menn , Srf-en>þeir. ,-f-v.> v -t+nr Alítið þér, að rekja megi hinar stórstígu framfarir í efnahagslífi Þýzkalands eftir styrjöldina til einhverrar sér- stakrar iðngreinar, eða þær hafi gerzt fyrir alhliða skipu- lagningu? Endurreisn efnahagslífsins má fyrst og fremst þakka hinu frjálsa markaðskerfi, sem byggt hefur verið á kenning- um núverandi kanslara, dr. Ludwig Erhard. Þetta er vís- indalegt hagkerfi, sem hann hefur byggt upp, en svo sem kunnugt er, var hann um mörg ár viðskiptamálaráðherra áður en hann varð kanslari. Samkvæmt hans kenningum er fyrsta atriðið að nýta vinnu aflið sem bezt i öllum starfs- greinum. Vinnusemi, hagsýni og ráðdeild eru þær dygðir, sem hann brýnir sífellt fyrir þjóðinni Hefur áhugi þýzkra stjórn arvalda á Efaahagsbandalagi Evrópu dvínað vegna afstöðu Frakklandsforseta til Breta? Ég held ekki. Efnahags bandalagið er eitt meginatriði í stjórnmálastefnu Þjóðverja í Evrópu. Það mátti alltaf bú- ast við stundarerfiðleikum á einhverjum vettvangi, þar sem um er að ræða jafn risavaxið verkefni og Efnahagsbandalag ið. En grundvallarsjónarmiðin og trú Þjóðverja á bandalag ið hafa ekki breytzt. Það er stefna dr. Erhard, að menn- ingarlegt og síðar stjórnmála legt samstarf eigi að milli Evrópuþjóða. Er útlit fyrir, að takast megi að sameina Þýzkaland á ný? Því miður er ekki litlit fvrir. að það muni takast í náinni framtíð. En nær allir Þjóðverj ar munu alltaf stefna að því marki, að þjóðin sameinist í frjálsu og sann-lýðræðislegu þjóðfélagi. Hvefnig er hagur bænda í Þýzkalandi? Er búskapur arð- vænleg atvinnugrein þar? Framfarir í landbúnaði hafa orðið stórstígar. Vélvæðing hef ur þar orðið mikil og ör. Ríkis stjórnin styður á ýmsan hátt að skynsamlegri og hagkvæmri þróun landbúnaðarins. Búskapur getur því verið arð- vænlegur fyrir smábændur, sem stuðzt geta við vinnu fjöl- skyldna sinna og eru fúsir að leggja hart að sér og fyrir stórbændur, sem eru vel að sér í sinni búgrein. En bændur þurfa þar, eins og hér, að vera vel menntaðir og kunna skil á öllu, sem viðkemur búskap, vera hagsýnir og skilja mark- aðsmöguleika fyrir afurðir sín ar. Eg hef alltaf mikinn áhuga á búskap og ég hef tekið eftir því, hve ólík og erfiðari eru skilyrði fyrir bændur hér, þar sem raunverulega er ekki um að ræða að rækta að ráði ann- að en gras til skepnufóðurs. Sumarið hér er svo stutt, að kornrækt hlýtur alltaf að eiga erfitt uppdráttar. Hér er því ekki hægt að breyta landbún- aðinum í annað horf, ekki hægt að hagræða framleiðsl- unni eftir markaðsmöguleik- um. En það hefur verið ánægju legt að fylgjast með vélvæð- ingu íslenzka landbúnaðarins og sjá nýmæli, eins og hey- mjölsverksmiðjuna verða að veruieika. Og í Mjólkurbúi Flóamanna held ég, að hafi ver ið valdar beztu vélar sem fá- anlegar eru frá hverju landi. Álítið þér, að markaður geti skapazt erlendis fyrir hey- mjöl? Ég myndi álíta, að það færi mikið eftir því hve gott sölu- kerfið væri, sem vöruna ætti að bjóða, ennfremur því, hve dýr flutningur á því yrði. En þetta er góð vara grasið er nær ingarríkt vegna hins langa sól- argangs. Sá tími hlýtur að koma, að íslenzka moldin gefi afurðir, sem verði eftirspurð vara á heimsmarkaði. Það tek- ur sinn tíma. En það er alltaf nauðsynlegt að hafa góðan landbúnað, sem getur fætt landsins börn. Það þekkjum við frá Þýzkalandi Ef annað bregzt þá bjargar landbúnað- urinn miklu og það verður að sjá um, að fólk haldi áfram að stunda þá atvinnugrein. Er nokkuð eftir af óræktuðu landi, sem nytja má til búskap ar í Þýzkalandi? Það er varla hægt að segja. 57,4% af landrýminu er nytj- að til landbúnaðar, 28,8% eru undir trjárækt og skóglendi, afgangurinn eru borgarstæði, vegir og iðnaðarsvæði. Hvernig er fjallað um vinnu- deilur í Vestur-Þýzkalandi? Hafa menn tekið upp nokkra nýja hætti í samskiptum vinnu veitenda og launþega? Ekki er beinlínis hægt að segja, að þar sé um nýjungar Framhalo á 13 sf8u T í M I N N, sunnudaginn 26. júlí 1964 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.