Tíminn - 16.08.1964, Síða 16

Tíminn - 16.08.1964, Síða 16
r Sunnudagur 16. ágúst 1964. 184. tbl. 48. árg. LAGAN ARA GEFUR VERDLAUNIN TIL BARNAHEIMILIS NTB-Long Beach, 15. ágúst. Tuttugu og eins árs gömul feg- urSardís frá Fllippseyjum, ungfrú Cruz, var í nótt kjörin Miss International í fegurðarsamkeppn Héraðsmót á Sauð- árkróki Héraðsmót Framsóknarmannr. í Skagafjárðarsýslu verður haldið á Sauðárkróki, sunnudaginn 23. ágúst og hefst það kl 20.30. Ræður flytja alþingismennirn- ir, Einar Ágústsson, bankastjóri og Ólafur Jóhannesson prófessor Smárakvartettinn á Akureyri syngur og Jón Gunnlaugsson gam- anleikari skemimtir. Gautar leika. ÓLAIFUR Mót í Borgarfirði Framsóknar- menn í Borgar- fjarðarsýslu halda héraðsmói að Brún, Bæjar sveit í kvöld kl. 21. Ræðu flytur Eysteinn Jónsson formað ur Fraimsóknar Eysteinn flokksins. Hinn vinsæli Ómar Ragnarsson skemmt- ir. Dúmbó sextett og Steini leika fyrir dansinum. inni á Langasandi í Kaliforníu. Mikia athygli vakti, að hin ný- kjörna fegurðardís lýsti því yfir strax eftir krýninguna, að hún myndi gefa öll verðlaunin til styrktar byggingu barnaheimilis í heimaborg hennar, Manila. Ein og kunnugt er voru 15 stúlkur valdar til undanúrslita á miðvikudaginn og var íslenzki þátttakaridinn, Elísabet Ottósdótt ír í þeim hópi. Hún komsl hins vegar ekki i raðir þeirra 5 fyrstu, sem kjörnar voru í nótt. Númer tvö í keppninni varð fegurðardís frá Bandaríkjunum, Ann Taylor, næst kom ungfrú Sikiley, Vera Locia Dos Santos, þá Ungfrú Bret land, Tracy Ingvamp og loks Ung- frú Finnland, Maria String. Hin nýkjörna Miss International sem er há, grönn og dökk á brún og brá talar reiprennandí ensku, spönsku, frönsku og tagaloghom, sem er mállýzka á Filippseyjum. Hún er af mjög göfugum ætt- um á Filippseyjum og er föður- bróðir hennar t. d. sendiherra á Spáni. Verðlaunin, sem . hún hlýtur nema um 420 þúsundum íslenzkra króna. ÞINGI I ROM BG-Reykjavík, 15. ágúst. Dagana 31. júlí—13. ágúst var haldin í Rómaborg 6. alþjóðaráð- stefna háskóíastúdenta frá Atlants hafsbandalagslöndunum. Ráðstefn- una sátu 43 fulltrúar frá öllum 15 aðildarríkjum bandalagsins. Af liálfu íslands sátu ráðstefnuna laganemamir Kristján Torfason, Óttar Yngvason og Björn Guð- mundsson. Ráðstefnan var hald in á vegum Nato og ítölsku stjórn arinnar. Fundir voru haldnir á hinu glæsilega stúdentaheimili, Casa Internazionale dello Stud- ente á Foro Italico í Róm og þar bjuggu þátttakendur einnig. Ráðstefnan var formlega sett þann 1. ágúst og flutti þá Aless andro Farace, frá ítalska utan- ríkisráðuneytinu fyrirlestur um utanríkisstefnu ítala og aðild landsins að Nato. Reglulegir þingfundir hófust 3. ágúst og var þannig hagað, að fyrir hádegi voru fluttir fyrirlestr ar um ýmis mikilvæg mál, sem varða Atlantshafsríkin sérstak- lega, en að því búnu komu þátt- takendur með fyrirspurnir til fyrirlesara. Voru umræður mjög fjörugar og rætt um málin af hreinskilni. f upphafi ráðstefnunn ar skiptust þátttakendur í tvo hópa, svonefndar vinnunefndir og hélt hvor nefnd umræðufundi síðdegis, eftir hvern fyrirlestur, þar sem nánar voru rædd ýmis málefni, sem fyrirlesturinn gaf tilefni til. Stóðu fundir þessir í 2—3 klukkustundir og voru um ræður mjög miklar og gagnlegar, þar sem þátttakendur greindu frá sjónarmiðum sínum og skiptust á skoðunum á frjálslegan hátt. Hvern fund voru viðstaddir full trúar frá Nato eða ítölsku stjórn inni, en þátttakendur sjálfir stjórnuðu umræðum. Fyrirlestr- ar voru haldnir á frönsku eða ensku og þessi tungumál einnig notuð á nefndarfundum, og allar ræður túlkaðar jafnóðum, eftir- því sem við átti. Fulltrúar ítölsku stjórnarinnar eða öllu heldur ítalska utanríkis ráðuneytisins sáu um framkvæmd ráðstefnunnar, sem var vel skipu- Framh. á 15 síðu íslenzku þátttakendurnir á ráSstefnunni, frá vinstri: Óttar Yngvason, Kristján Torfason og Björn Guðmundss. Skortur á drykkjar- vatni í þéttbýlinu EJ-Reykjavík, 15. ágúst. I dag lauk ráðstefnu norrænna vatnafræðinga, sem staðið hefur yfir í Ilagaskólanum síðan 10. ágúst. Blaðamenn ræddu lítillega við formenn scndincfndanna fimm, og kom þar fram, að ört vaxandi þéttbýli og fólksfjölgun skapar víða mikil vandamál í sambandi við neyzluvatn, og þarf oft að flytja það langar leiðir. Af Norðurlöndunum á þetta einkurn við um Danmörk og Svíþjóð. Mót þetta er hið fjórða í röð- inni, en þau hafa verið haldin að undanförnu á Norðurlöndum tíl skiptis á 3ja ára fresti. A þessum ráðstefnum eru rædd þau mál- efni innan vatnafræðinnar, sem efst eru á baugi og jafnan gefið yfirlit yfir vatnafræði þess lands, sem mótið er haldið í. 84 fulltrú ar sitja ráðstefnuna, þar af 44 erlendír, en alls eru erlendu gest irnir 65 talsins. Alls voru flutt 18 erindi á ráðstefnunni, þar af sjö um ísland. Sigurjón Rist, vatna- mælingamaður, lagði fram erindi um vatnsrennsli í ám, Adda Bára Sigfúsdóttir talaðí um úrkomu og hita, Guðmundur Kjartansson um jarðfræðilegar skýringar á mismun lindaáa og dragáa, Jón Eyþórsson um jökla og mælingar á þeim og Sigurður Þórarinsson um jökulhlaup og mælingar þeirra. Jón Jónsson flutti erindí um grunnvatn og sprungumynd anir í nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Guðmundur Pálma son um heita vatnið ojj Páll Theodórsson, Bragi Árnífon og Sigurjón Rist lögðu fram erindi um notkun geislavirkra efna við mælíngar á rennsli í ám. Erindi erlendu fulltrúanna fjölluðu eink um um ísburð og krapamyndanir í ám, nýjar aðferðir við úr- STILSKOLAR NYJUNG í SKÁ TASTARFISVÍA FB-Reykjavík, 15. ágúst. Hingað til lands er kominn sænskur skátaforingi, Margareta Broon, og mun hún stjórna nám- skciði fyrir ljósálfaforingja, sem verður við Úlfljótsvatn fyrstu vikuna í september. Margareta sagði blaðamönnum í dag frá ýmsum nýjungum í skátastarfinu í Svíþjóð, meðal annars frá hin um svokölluðu stílskólum, sem skátar annast nú kennslu í í Sví- þjóð. Margareta Broon hefur verið starfsmaður sænska skátabanda- lagsins um árabil. Þar hefur hún aðallega annazt foringjaþjálfun og þá fyrir öll aldursskeiðin, sem skátastarfið nær fyrir, allt frá 9 ára ljósálfum tíl 2S ára svanna. Hingað kemur hún í boði Banda- lags íslenzkra skáta, og mun dvelj ast hér í 3—4 vikur. Auk foringja námskeiðsins á Úlfljótsvatni mun hún halda hér fræðslunámskeið um mál skáta og skátaforingja. Um stílskólana sagði Margareta: — Við höfum tekið að okkur að kenna ungu fólki allt, sem við Framhaid á síðu 15. vinnslu vatnamælinga, notkun raf eindareiknivéla, tölfræðilegar að- ferðir við gagnaúrvinnslu, burðar- þol ísa, leysingar og leysingavatn ásamt snjómælíngum. Blaðamenn ræddu stuttlega við formenn sendinefnda hinna ýmsu landa, þá Allan Sirén frá Finn- landi, Gunnar Nybrant frá Sví- þjóð, Jakob Otnes, Noregi, Jörgen Lundager Jensen, Danmörku, og Sigurjón Rist, íslandi. Sögðu þeir, að ört vaxandi þéttbýli ásamt fólks aukningunni hefði skapað erfið- Framh. á 15. síðu Sigurjón Rist

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.