Alþýðublaðið - 29.05.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1953, Blaðsíða 4
.4 ALÞÝÐUBLAÐID Fösíudaginn 29. maí 1953 Útgefandí. Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Haimibal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttattjóri: Sígvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möiler. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- grtigslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskiiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Áð loknum framboðum FRAMBOÐSFRESTURINN ér útrunninn, flökkarnir hafa lagt þjóðinni til fulltrúaefnin, en hlutur kjósendana er eftir. Kosningabaráttan mun sjálfsagt harðna að miklum mun vik- urnar fram að kjördegi. Auð- stéttirnar mumi ekkert til spara, svo að þær geti haldið völdum sínum og áhrifum að feosningum loknum. Áróður íhaldsins er því hávaðasamari sem nfálstaður þess er lakari og vígstaðan tvísýnni. En ís- lenzíkir kjósendur, sem aðhyll- iast stefnu lýðræðisins, láta slíkt efcki blefckja sig. Þeir yelja á milli flokkanna og fram bjóðendanna á grundvelli mál- efnanna. ' Alþýðuhlaðið vill skora á kjósendur að kynna sér ræki- lega fcosningastefnuskrá Al- þýðuflokksins og málfiutning írambjóðenda hans í hinum ýmsu kjördæmum. Og fólkið sjálft á að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. Ekki með jþví að vera viljalaus verkfæri í höndum ófyrirleitinna flokks foringja. Ekki með því að setja ,tm ofar skoðun. Heldur með ’því að ræða áhugamál sín og hagsmuni, inna frambjóðend- :urna eftir afstöðu þeirra og stefnu jafnt varðandi dægu1*- baráttuna og meginatriði þjóð- málanna. Niðurstaða slíkrar at- hugunar á að ráða úrslitum þess, hvemig kjósendurnir ráð stafa atkvæðum sínum við kjör borðið. Alþýðutflokkurinn er sannfærður um, að þessi vinnu brögð myndu hreinsa andrúms loft stjórnmálanna, gei;a flokk- unum og frambjóðendunum Ijóst, hver er vilji þjóðarinnar, hvers hún æskir og hvað hún írábiður sér. Rödd fólksins á að heyrast í lýðræðislegum kosningum, og vilji þess á að ráða. Islendingar eiga um að velja í þessum kosningum tvo íhalds fldkka, sem eru suodraðir í af- stöðu til foringja en sammála um meginatriði þjóðmálaima. Stefnubreytingarinnar, sem þjóðin þráir og nauðsyn ber til, að komist í framkvæmd, er vissulega ekki að vænta úx þeirri átt. Framsóknarflokkur- inn hefur gerzt samsekur Sjálf stæðisflokknum um óhæfuverk in, sem unnin hafa verið á síð- asta kjörtímabili. Frjálslyndir kjósendur geta því ekki treyst honum. Hann er í dag önnur hönd íhaldsins og verður það vaifalaust framvegis, ef kjós- endur bera ekki gæfu til að sfcióta honum sikelk í bringu og sýna honum fram á. að sam- vinna við íhaldið er feigðar- merlki hans. Kommúnistar hafa einangrað sig í íslenzkum stiórnmálum. Engum dettur í hug að þeir komist til valda eða áhrifa á fslandi. Fulltrúar kom múnista á alþingi rælkia það Mutverk eitt, að vera málsvarar erlends stórveldis, hundhlýðnir Rússum á sama hátt og. sr^ll- ingaröflin í Sjálfstæðisflokkn- um liggja flöt fvrir Bandaíkja mönnum. Þj óðvarnarflokkur- inn er enn óskrifað blað í stjórn málum okkar. En forustumenn hans kalla yfir sig þá hættu að veita íhaldstefnunni cbeint full tingi, sem sannarlega kemur úr óvæntri átt, þegar lirið er á baráttumál þeirra </g íyrirhei Alþýðuflokkurinn berst í þessum kosningum fyrir göml- um og nýjum stefnumálum sín um. Hlutverk hans er það eitt að þjóna íslenzkri alþýðu. Hann hefur þegar miklu áorkað henni til hags. Þó hefur hann aldrei átt þess kost að Koma aðal- stefnumjálum sínum í fram kvæmd á íslandi. Það verður þá fyrst, þegar kjósendur veita honum úrslitaaðstöðu í íslenzk um stjórnmálum. Sigrar hans eru sigrar alþýðunnar. Sjaldan hefur henni verið meiri þörf á að efla samtök sín og treysta aðstöðu sína í þjóðfélaginu en einmitt nú. Reynsla síðasta kjör tímabils talar skýru máli. Ó- heillaþróunin, sem átt hefur sér stað í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, mun halda áfram, ef kjósendur bera ckki gæfu til að breyta styrkleikahlutföil um flokkanna. Og eina ráðið til stefnúbreytingarinnar. sem verða þarf, er kosningæigur Alþýðuflokksins. Stefna ALþýðuflokksins á framtíðina fyrir sér. Hún íer sigurför um gervallan heim. Einstaklingshyggja íhaldsíns víkur til hliðar og samhjálp og samstarf fólksins kemur í stað inn. Þróunin hér á lancli hlýt- ur að verða hin sama og ann- ars staðar. En fyrir samtíðina skiptir öllu máli, hvort hún tek ur langan tíma eða skamman. Það er undir því komið, hve- nær alþýðan þekkir sinn vitj- unartíma. Víðs vegar að af landinu ber ast fréttir af góðum foosninga- horfum Alþýðuflofcksins. Hér í höfuðstaðnum virðist hann geta vænzt verulegrar fylkisaukn- ingar. Úrslitin fara eftir þ\rí, hversu vel verður unnið mán- uðinn, sem nú er til stefnu. Alþýðublaðið heitir á alla íylg- ismenn jafnaðarstefnunnar og frjálslynda kjóseridur, sem vilja heillavænlega stefnubreyt ingu í íslenzkum stjómmálum, ósigur íhaldsins, en sigur frels- is, lýðræðis og framfara, að slá skjaldborg um AI þý ðu fí okki n n og gera veg hans sem mestan í kosningunum 28. júní. Framsóknarráðherramir í flatsænginni: l æ TÍMINN ræddi kosninga- víðhorfin í forustugrein á miðvikudag og var ærið til- ætlunarsamur. Hann bað kjósendur að fjölga þing- mönnum. Framsóknarflokks- ins að minnsta kosti um fjóra. STÆRSTA VEEKEFNIB. Ýmislegt er athyglisvert í Tímagrein þessari, þrátt fyr ir ailt. Þar er réttilega bent á. að stærsta framtíðarverk- efnið í íslenzkum stjórnmál um sé að koma á sanúylk- ingu umbótaaflanna gegn í- haldinu. En Tíminn sagði þetta sama fyrir síðustu kosn ingar og hét því að hafa for ustuna. Og hverjar urðu efnd irnar? Þær, að Framsóknar- flokkurinn skreið til íhalds- ins í flatsæng núverandi stjómarsamvinnu og hefur legið þar síðan. HVAR ER HREINLEIKINN? Síðar í sömu grein segir ennfremur, að „efling Fram sóknarflokksins“ sé „líka stærsta sporið til að skapa hreinni línur í íslenzkum stjórnmálum“. Þetta eru falleg orð. En hvað hefux Framsótoarflokkurinn gert til þess að ávinna sér traust þeirra, sem vilja samfylk- ingu umbótaaflanna gegn í- haldinu? Hann er :svo illa til reika,. að öllúm sæmilega hreiniegum kjósendum ofbýð ur, og að auki enn í fiatsæng inni. Jafnframt liggur hann undir þeim grun að hafa léð miáls á að vinna með íhald- inu áfram mæsta kjörtíma- bil. Slikur flokkur er ólíkleg ur til forustu í baráttumii gegn íhaldinu, hvað svo sem Tíminn segir. HVAÐ BAK Á MÍLLI? Ann-ars er tilgangslítið að karpa um þetta við Tímann. En hjá hinu verður naumast iomizt að inna eftir því, hvað Hermanni Jónassyni, Steingrími Steinþórssyni og Eysteini Jónssyni annars veg ar og Ólafi Thórs, Bjarna Benedíktssyni og Birni Ólafs syni Mns vegar hafi borið á milli í valdatíð núverandi ríMsstjórnar. Það stendur vonandi ekki á greiðum svör um. Kjósendur vilja fá sann anir fyrir því, að ráðherrum Framsóknarflokk.sins hafi i:ð ið illa í flatsænginni hjá í- haldinu. Þeir hafa ekki heyrt þaðan annað en værð- arhljóð hingað til. VILL TÍMINN SVERJA? Þorir ritstjóri Tímans að sverja það, að Framsóknar flokkurinn segi skilið við í haldið og taki upp raunhæfa baráttu gegn starfi þess og stefnu? Þorir hann að á- byrgjast, að Tíminn mvndi ekki túika kosningasigur Framsóknarflokksins sem traust á núverandi ríkis- stjórn? Hefur hann nokkra vissu fyrir því, að Hermann, Steingrímur og Eysteinn vilji annars staðar vera en í flatsænginni hjá íhaldinu? Það er von, að maður spyrji. NAUÐSYNLEG BYRJUN. Sé Framsóknarflökknum það alvara að vilja annað pólitískt samfélag en kær- leikana við íhaldið, þá ætti hann að byrja á því að hypja sig úr flatsænginni. Og hon- um væri full þörf á að skola sig dálítið og snyrta, ef hann hyggur á samneyti við hreinlegt fólk. Áminning verðskuldaðs kosningaósíg- urs væri honum hollt þrifa- bað. En ósigur hans má ekki verða vatn á myllu í- haldsins, því að það gerði að eins illt verra. Stjórnarflokk arnir hafa til þess unnið að Á S V s í s s V 4 s s i s s s s s s s s s s s s s •S s s s s s s s s s s s s s s s s tapa fylgi —- ekki hvor til annars, heldur til Alþýðu- flokksins. Það yrði til þess að þyngja lóð hans á vogar- skál stjórnmlálanna og réði ef til yill þeim úrslitum, að foringjar Framsóknarflokks ins teldu ráðlegast að hundskast á fætur. HERJÓLFUR. '■'✓‘•✓'•✓‘•✓■•V'. Guðmundur I. Guðmundsson: ý árás Þjóðviljans, e ilhæfulaus ósannin Dýrfirðingafélagið Gróðursettar verða trjá- plöntur í reit félagsins í Heiðmörk, n.k. sunnudag. Lagt verður upp frá Ferða skrifstofunni kl. 1 e. h. — Félagsmenn fjölmennið við gróðu,rsetninguna. S. L. FIMMTUDAG birtir Þjóðviljinn mikla ritsmíð um það, sem blaðið kallar ofbeldi Bandaríkjamanna á Suðurnesj um og óstjórn mína á löggæzlu málum vallarins. Ræðir blaðið um atburð, sem gerðist á Kefla vikurflugvelli s. 1. þriðjudag, og fer það að sjálfsögðu að ýmsu leyti rangt með. Aðaltilgangur greinarinnar er þó bersýnilega sá að ná til mín og reyna að koma því inn hjá lesendum sínum, að löggæzlustjóm mín á flugvellinum mótist fyrst og fremst af undirlægjuíhætti við Bandaríkjamenn. Þarf ég ekki að láta mér neitt bregða við sKk skrif. Kösningar fara nú í hönd og Þjóðviljinn mun án efa telja sig þurfa á því að halda, að eyða nokkru púðri á mig. Það eru efcki nema nokkr- ir dagar- síðan blaðið birti míkla grein um hamfarir mínar á Suð urnesjum í þeim tilgangi að ræna Suðurnesjamenn löndum þeirra og afhenda þau Banda- ríkjamönnum. Átti síðasta afrek mitt í því máli að vera að leggja land Vatnsleysustrandar búa undir varnarliðið sem skot æíingarsvæði. Ég svaraði þess- ari grein og skýrði frá því. að ég hefði ekki komið nálægt þessu máli og að það hefði ver ið í höndum aðila, sern fjár- málaráðuneytið hefði tilnefnt til að fjalla um mál sem þessi. Þegar Þjóðviljinn sá, að ekki varð náð til mín í sambandi við þetta mál, þagnaði hann og hef ur ekkert um það viljað tala síðan, enda þótt hann hefði lýst því yíir í greininni stóru að síð ar myndi frekar verða um þetta rætt. Nú hefur hann fundið annað mál, árekstur á milli ís- lenzkra lögregluiþjóna á Kefla- víkizrflugvelli og herlögreglunn ar og yfirgang Bandaríkja- manna við íslendinga. Sökin á þessu öllu er auðvitað á máli Þjóðviljans mín og undirrót allra vandræða rnín’.im undir- lægj.uhætti að kenna. En Þjóð viljinrn missir nú enn sem fyrr marks og fer rangt með. Þykir mér rétt að skýra hér frá mála- vöxitum. ÁREKSTURINN VII) HLIB KEFLAVÍKURFLUG- VALLAR: S. I. þriðjudag stöðvuðu ís- lenzkir lögreglumenn banda- ríska einkabifreið utan við hlið Keflavíkurflugvallar. Þar eð þeir töldu Bandaríkj amanninn, er bifreiðinni ók, vera undir á- hrifum- áfengis fóru þeir með hann til læknis í Keflavík, sem tók af -hon-um blóðsýnishorn. Bannaði lögreglan Bandaríkja- manninum að aka bifreiðinni og tók hana- í sína vörzlu. Herlög- reglan óskaði eftir því við ís- lenzku lö-gregluþjónana að sér yrði afhent bifreiðin til gæzl-u- og samþykkti íslénzka lögre-gl- an það, en í stað þess að taka- við bifreiðinni þegar í stað fór H herlögregian með manninn tíl bandarísks læfcnis á flugvellin um til athugunar. Þegar herlög reglan kom aftur með manninn: frá lækninum skýrði hún ís- lenzku lögreglunni frá því, að maðurinn hefði verið atbugað- ur og að komið hefði í ljós, að hann væri ekki undir áhrifum áfengis. Vildi herlögreglan nú fá bifreiðina afhenta, en með því að íslenzku lögreglumenn- irnir töldu, að herlögreglan myndi ætla að afhcnda bifreið- ina mann-i, er hún taldi vera undir áhrifum áfengis, neitaðii hún að láta bifreiðina lausa. í-slenzku lögregluþjónarnir reyndu nú að ná sambandi við fulltrúa mínn- Jón Finnsson um hvað gera skyl-di, en náðu ekki til hans þar eð hann var á leið til Hafnarfjarðar. Reyndu þeir þá að ná til mín, en tókst ekki þar eð ég var staddur suður á Vatnsleysuströnd. ÓVIÐURKVÆMILEG LEIT. Herlögreglan. leitaði til síns yifirmann-s um hvað gera skyldi, en h-ann er nýkominn tii lands- ins og hefur aðeins haft stjórn herlögreglunnar á hendi í fáai daga. Eftir þetta reyndi herlög regl-an að taka bifreiðina í sínar vörzlu með kranabíl, en ís- lenzku lögregluþjónarnir af- stýrðu því. Um þetta leyti kom hinn nýskip-aði yfirmaður her- lögreglunnar í flugvallarihliðið Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.