Tíminn - 25.08.1964, Blaðsíða 3
HEIMA OG HEIMAN
55 morð sýnd í japanska
sjónvarpinu á sólarhring
Klukkan er 11 að morgni og
samkvæmt útreikningum eru
aðeins 10% hinna 80 milljóna
sjónvarpsnotenda í Japan við
sjónvarpstækin á þessum tíma.
Það er því tiltölulega fámenn-
ur hópur sjónvarpsskoðenda,
sem sér hringavitleysuna, sem
við vorum að segja lítillega
frá.
Því fer fjarri, að hér sé um
að ræða einhverja undantekn-
ingu í sjónvarpsefni, heldur
birtist þessi þokkalega mynd á
sjónvarpstjaldinu, þegar við af
hendingu opnuðum það til þess
að sjá, hvað dagskrárliður
númer sex fjallaði um.
Réttara er að segja, að mynd-
in hafi verið einkennandi fyrir
japanskt sjónvarp og þær eru
margar sjónvarpsmyndirnar af
þessari gerð. Og meðal þeirra
hundruð þúsunda, sem hórfa á
sjónvarpið á þessari stundu er
yngsti sonurinn í Tre-Broer-
fjölskyldunni. Hann er aðeins
níu ára, situr alveg með nefið
niðri í sjónvarpinu og fylgist
með augun upp á gátt, með
því, sem fram fer, um leið og
hann nagar neglurnar í ákafa
af spenningi.
Morðin, sem við vorum að
enda við að horfa á, eru að-
eins dæmi af mörgum úr dag-
skrám japanska sjónvarpsins.
Við vitum ekki nákvæmlega,
hve mörg morð eru sýnd að
jafnaði á degi hverjum í sjón-
í Japan er sfærsta skólasjónvarp í heimi, en teiknimyndasyrpur,
kynferðismyndir og fyrst og fremst morð, taka mestan tíma í sjón-
varpinu og eiga flesta áhorfendur.
Við sáum rétt í þessu blökkumann skotinn og fjóra stríðsmálaða menn, með spjót
að vopni, taka æpandl hvíta konu til fanga, sem reynt hafði að flýja úr kvennabúri.
Maðurinn, sem skaut á svertingjana hæfðí fyrst beinagrind, sem hrundi síðan otan úr
hillu í grafhvelfingu pýramídans, sem er sjónarsviðið. En nú birtist allt í einu annar
negri, með hvítmálaðan kross yfir andlitið og hyggur á hefndir. Hann ræðst með
brugðnum brandi á einn mannanna, sem tóku hvítu konuna til fanga og leggur hann
á hol. Afskræmt andlit mannsins birtist á sjónvarpsskerminum og sársaukavein hans
enduróma um herbergið, og þá er sendingin allt i einu rofin og auglýsing um niður-
soðinn varning birtist á skerminum.
hvern. Sjónvarpsskoðendur eru
leiddir inn í svefnherbergi og
fylgjast þar með atburðum allt
upp í tíu mínútur. Helming-
ur þessara sendinga fara fram
á tímabilinu 13—15 á daginn,
á þeim tíma, sem reiknað er
með að flestar húsmæður horfi
á sjónvarpið. Tilgangur athug-
unar blaðámannanna var að
komast að því, hvort ásakanir
í garð sjónvarpsins þess efnis,
að það væri hroðalega lélegt,
Úr því sker athugun Dentsu,
stærsta og þekktasta auglýs-
ingafyrirtækis í Japan og
fimmta stærsta í heiminum,
sem hefur á mánuði hverjum
um 800 milljónir íslenzkar
krónur í tekjur af auglýsing-
um.
Athugun félagsins náði til
vendilega rannsakaðs úrtaks
meðal sjónvarpsnotenda í Tó-
kíó og á Osaka-svæðinu.
Samkvæmt niðurstöðum rann
Níu ára japanskur drengur starir á sjónvarpstjaldið og gleypir i sig það, sem þar fer fram.
varpinu, en athugun, sem
nokkrir blaðamenn frá einu af
stærstu dagblöðum Tókíó gerðu
fyrir nokkru, talar sínu máli.
Á einum sólarhring töldu þeir
55 morð, sem sýnd voru í sjón-
varpinu, en auk þess voru sýnd
ar 50 árásir í þeim tilgangi að
svipta menn lífi og notuðu á-
rásarmennirnir þar flest þau
drápstól, sem nöfn eiga, svo
sem byssur af öllum tegundum,
sverð, boga, eiturörvar, grjót,
eitur o.s.frv.
Strax eftir klukkan átta á
morgnana, þegar húsmóðirin
er orðin ein eftir heima, hús
bóndinn farinn til vinnu og
börnin í skólann, hefst ein af
60 klámseaum, sem sjónvarpið
hefur upp á að bjóða dag
ómerkilegt og efni þess sorp-
kennt, væru á rökum reistar.
Þrátt fyrir allan fjöldann af
hroðalega ómerkilegu dagskrár
efni, er fjöldi sjónvarpsstöðva
svo mikill í Japan og send-
ingatími svo langur, að með
góðum vilja og mikilli leit get-
ur sjónvarpsnotandinn raunar
alltaf fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Flestar japönsku sjónvarps-
stöðvarnar hefja sendingar kl.
6 á morgnana og halda þeim
látlaust áfram til miðnættis.
Sumar sjónvarpsstöðvanna
halda hins vegar uppi dagskrá
allan sólarhringinn. Aðalvanda-
mál sjónvarpsnotandans í Jap-
an er því að velja og hafna.
En hvaða efni velja flestir.
sóknarinnar horfðu flestir á
þátt, sem nefnist Tetsuwan
Atomu, eða um 40% sjónvarps-
notenda. Þetta er teiknimynda
syrpa um dáðir vinsælustu sjón
vapshetju Japana, „atom-sup-
er“-dreng, sem alltaf fer með
sigur af hólmi í ævintýrum sín
um á sjónvarpsskerminum.
í næstu þrem sætum eru
japanskir sorgarleikir, en í 5.
sæti er íþróttaþátturinn. Loks
í tíunda sæti kemur erlent efni
ríski þátturinn: Ben Casey. Dag
skrár verzlunar-sjónvarpanna
svonefndu, eru skemmtiefni að
46 hundraðshlutum, 34% efn-
isins er um félags- og mennta-
mál, 12 — fréttir, 5 — íþróttir
og afgangurinn „annað efni“
Það, sem setur mikið mark á
sjónvarpssendingar í Japan,
eins og víðast annars staðar,
eru hinar gífurlega mörgu aug-
lýsingar. Með stuttu millibili
er viðkomandi dagskrá rofin
með því að skotið er inn í aug-
lýsingamyndum, sem raunar
ko-sta útsendingar annars efnis
Við athugun blaðamannanna,
sem áður er greint frá, kom í
ljós, að það auglýsingafyrir-
tæki, sem átti flestar sjón-
varpsauglýsingar, sýndi 63
auglýsingamyndir á 3 klukku-
stundum.
Japönum til hróss má segja,
að þeir munu eiga eitt stærsta
skólasjónvarp í heimi. Kemur
þar greinilega fram hin mikla
og almenna fróðleiksfýsn, sem
setur mark á flest sjónvarps-
efni „af betra taginu“. Hin
opinberlega sjónvarpsstöð rík-
isins, NHK, hefur skólasjón-
varp, en einnig hefur verzlun-
arsjónvarpið, NET, sérstakar
dagskrár, sem ætlaðar eru
skólabörnum, og hefur þessi
dagskrá hlotið sérstaka viður-
kenningu menntamálaráðherr-
ans.
En þótt blaðamennirnir dragi
þannig fram hinar Ijósu hlið-
ar japanska sjónvarpsins, fara
þeir ekki dult með þá skoðun
sína, að glæpa- og klámmyndir
setja of mikið mark á sjón-
varpssendingarnar. í Japan,
eins og annars staðar, hafa for-
eldrar falið sjónvarpinu að
sjá um barnagæzlu og þá er
þess sjaldnast gætt, hvað börn-
in horfa á. Foreldrarnir fara
út á kvöldin, og þá oftast um
helgar, einmitt þegar mest er
um skemmtiefni í sjónvarpinu,
sem er misjafnt að gæðum.
Hundasýningin
Mbl. hefur fengið móður
sýkiskast vegna þess að Tím
inn var fáorður um þann at
burð, er Johnsow Bandaríkja
forseti kvaddi Bjarn-a Bene
diktsson, forsætisráðherra ís
lands, til liundasýningar í garSi
Hvíta hússins í Washington.
Hér er ekki við Tímann að
sakast, því að á það var treyst,
að ráðuneyti Bjarna Bene-
diktssonar sæi blöðum fyrir
myndum og frásöguium af þess-
um fundi þjóðarleiðtoganna.
Frá ráðuneytinu komu hins
vegar aðeins 3 línur, sem lítið
var unnt að gera með.
Hins vegar er rétt að benda
Mbl. á, að það er vart unnt að
skrifa um þennan fund í fs-
lenzk blöð með neinnj hrifn-
ingu. Þessi móttaka æðsta
valdamanns íslenzku þjóðar.
inmar hafði óneitanlega á sér
svip háðungarinnar, það dylst
engum, sem á sér nokkurn
snefil íslenzks þjóðarstolts. Þar
er hins vegar ekki við Bjarn-a
Benediktsson að sakast, heldur
Johnson Bandaríkjaforseta,
sem nú „tók upp nýjan hátt við
mótttökur forsætisráðherra“
að sögn erlendra blaða.
Mbl. hrósar Þjóð-
viljanum
Þjóðviljinn hefur reynt að
nota þessa framkomu Johnsons
til að mðurlægja Bjarna Bene-
diktsson og skrifað um það
langa pistla, en svo blint er
Mbl. orðið í ofstæki sínu gegn
Tímanum <jg Framsóknar-
flokknum, að það hrósar Þjóð-
viljatnum fyrir skrif þess um
heimsókn Bjarna í Hvíta hús-
ið jafnframt því að ráðast á
Tímann fyrir að hafa ekki gert
„hundasýningunni“ nægjanleg
skil. Skrif Þjóðviljans um þenn
an atburð eru til þess að nið-
urlægja forsætisráðherra, sem
emga sök á á því, hvernig móti
honum var tekið. Slík skrif eru
til skammar, en hins vegar
ætti það ekki að liggja i lág-
inni, þegar virðingu íslenzku
þjóðarinnar er misboðið á er-
lendri grund, en það eru ó-
neitanlega margir, sem finnst
að svo hafi verið í „hunda-
kúnstum“ þeim, sem Johtnson,
forseti, hafði í frammi við for-
sætisráðherra íslenzka lýðveld-
isins.
„Rógur erlendis"
Mbl. hefur orðið ókvæða
við, að Tíminn birti grein, sem
ungur, íslenzkur merentamaður
skrifaði í Dagbladet í Noregi
um sjónvarpsmáiið á fslandi.
Þar skýrir grcinarhöfundur
frá því, hvernig íslenzka ríkis-
stjórnin hefur borið sig að i
því máli. Fer hitnn ungi
menntamaður með blákaldar
ómótmælanlegar staðreyndir í
því sambandi. Þetta kallar Mbl.
„svívirðilegan róg erlendis“.
Skörin er farin að færast upp
i bekkinn, þegar það heitir
„rógur erlendis“, að skýra frá
stjórnarathöfnum þeirra. En
kannski eru ráðherrarnir farw-
ir að vel.ta því fyrir sér, hvort
ekki sé rétt að banna íslenzk-
um mönnum að segja frá gerð-
um íslenzku ríkisstjórnarinnar
erlendis. í þessu sambandi
rifjast upp fyrir mönnum, að
einræðisstjórnir og ofbeldis-
stjómir eins og t.d. Salazars
og Suður-Afríku hafa sömu við-
brögð, þegar skýrt er frá stað-
reyndum um stjómarathafnir
þeirra. Þeir hrópa: Rógur, 6-
vinátta, lygi!
tTm iNN. hrlKju'iaainn 95. óaúst 1964
3