Tíminn - 25.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.08.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 25. ágúst 1964. 191. tbl. 48. árg Myndin var tekin við Hvita húsið í Washington á dögunum, þegar dr. Bjarni Bcnediktsson, forsætisráðherra koni þar við á ferð sinni um Kanada og Bandaríkin. Dr. Bjarni er nú á heimleið frá New York með Brúarfossi. Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, er þarna á gangi í garði Hvíta hússins ásamt forsætisráðherra íslands, en á hæla þeim fylgja blaða- menn. Á milli dr. Bjarna og Johnsons er Thor Thors ambassador, en hann var í fylgd með forsætisráðherra við heimsóknina til Hvíta húss ins. Nokkur skrif hafa orðið um þessa heimsókn í blöðum hér, enda skýrðu erlendir frétta menn frá því, að Bandarikja- forseti hefði breytt út af venju um móttöku erlendra gesta að þessu sinni. Yar hún sögð mjög óformleg. En hvað sem því !f#- ur, þá eru menn glaðir og reif- ir á þessari ágætu mynd, eins og vera ber við slík tækifæri. (Ljósmynd USIS.) KENNIR VIÐ AKADEMlUNA I VlNARBORG HF-Reykjavík, 24. ágúst. Svanhvít Egilsdóttir, prófessor við Akademic fiir Music und dar- stellende Kunst í Vínarborg, er nú hér á íslandi í tveggja vikna sumarleyfi, en hún hefur ekki kom ið heim síðast liðin átta ár. Svan hvít er íslendingum kannski kunn ari sem Svanhvít Egilsdóttir, söng kona, og mörgum er eflaust minni- stæður leikur hennar í Bláu káp- unni í Iðnó hér áður fyrr. Á blaða mannafundi í dag sagði Svanhvít blaðamönnum frá ýmsu í sambandi við starf sitt í Vín og músiklífinu þar. — Hvenær byrjuðuð þér að kenna við akademíuna i Vín, Svan hvít? — Fyrir þremur árum. Ég fór til Salzburg fyrir fimm árum, þar sem ég fékk starfa við Mozart- theum. Þar byrjaði ég að taka nemendur í einkatíma og fjórir þeirra komust í akademíuna í Vín. Það varð til þess, að mér var boð in prófessorsstaða við akademí- una og þeírri stöðu hef ég gegnt síðan. — Er þetta ekki umfangsmikið starf? — Jú, geysilega. Eg kenni við söngnámsdeildina, þar læra nem- endurnir allt nauðsynlegt í átta Framh. á 15. síðu ' ''4 • ' ' 11 " i i i ' • 'MÍEP'' ' Risastór ísjaki við norðanvert Vatnsnes HF-Reykjavík, 24. ágúst. I Siglufjarðarskarð má fara á Fjallvegir norðanlands og aust- ] keðjum. Ennþá ríkir samt sami an eru nú orðnir færir, og um kuldinn um allt land, en ekki FÉKK HNUÐLAX í KÚDAFUÓTI Vciðimálastofnuninni barst í dag bleiklax (hnúðlax), sem Guðbrandur Halldórsson, verk. stjóri, Sólvallagötu 52, Reykja- vík, veiddi í Kúðafljóti á sunnu daginn. Bleiklaxinn, sem var hængur, var 49 sm. á lengd og vög 1225 grömm. Hamn hafði verið einn vetur í sjó. Sumarið 1960 varð vart við 20 bleiklaxa á 16 stöðum hér á landi, frá Hítará á Mýrum norður og austur fyrir land allt suður í Hverfisfljót. 1961 veiddust 2 bleiklaxar og einn 1962. Bleiklaxinn, sem veiddist nú í Kúðafljóti, fékkst á stöng við Leiðvöll um 20 km. frá sjó. Á undanförnum árum hafa Rússar flutt bleiklaxahrogn frá Asíu og klakið þeim út í Norð- ur-Rússlandi. Seiðin hafa síðan verið alin upp f 5 sm. að lengd og þeim sleppt í ár þar. Ágæt- ur árangur fékkst af þessum sleppingum árið 1960 og varð bleildaxa vart það ár í Noregi, á íslandi og í Skotlandi auk Norður-Rússlands. Sumarið 1960 varð vart við rúmlega 60 þúsund bleiklaxa í 23 ám, í Norðui’-Rússlandi, og hrygndi laxinn í ánum. Síðan þá hefur verið lítið um bleiklax, en vit- Framh á 15. síðu anjoar svo neinu nemi, nema i fjöll á Norðurlandi. Á Húnaflóa hefur risastór ísjaki setzt að við norðanvert Vatnsnesið og gerir hann útsýnið frá Blönduósi bæði tilbreytingaríkt og kuldalegt. Veð- urstofan segir, að veturinn og kuldakast þetta muni ekki ná sam- an, heldur muni hlýna á milli, og vafalaust verði veðrið í vetur mun mildara en það hefur verið þessa Bóndi nokkur í Fnjóskadal tjáði Veðurstofunni, að á þessum tíma árs hefði ekki snjóað svo mikið síðastliðin 20 ár á Norðurl., eins og gerði nú fyrir nokkrum dö*- um. Nýlokið er við að ryðja Sigtu- fjarðarskarðið, en nú er farið að snjóa, svo reikna má með að það verði aftur orðið ófært í fyrra- málið. Þorlákur Björnsson. vega- Heildaraflinn 1.834.772 mál Síðustu viku var síldveiði sára lítil, vegna stöðugra ógæfta. Viku aflinn nam aðeins 8939 málum og tunnum en var í sömu viku í fyrra 116.743 mál og tunnur. Heildaraflinn á miðnætti síð asta laugardags var orðínn 1.834. 772 mál og tunnur, en vai á sama tíma í fyrra 1.047.528 m. og t. Framh. á 15. síðu vinnumaður, sagði Tímanum í dag, að það mætti rétt gera sér vonir um, að skarðið héldist opið fram eftir kvöldinu, en svo hæfist stritið að nýju. Fyrir nokkrum mánuðum urðu Blönduósbúar varir við heljar stóran borgarísjaka, sem strand- aður var norður með Skallarifi. Nú hefur þessi sami jökull, að öllum líkindum, fært sig að norð- anverðu Vatnsnesinu. Hann mun Framh a ols ir> Aðalfundur FUF Aðalfundur FUF á Snæfellsnesi og í Hnappadalssýslu verður hald inn í félagsheiinilinu Ólafsvík 31. þ. m. kl. 22. Fundarefni: Venjulcg aðalfund-arstörf, kosnir fuíltrúar á sambandsþing SUF. FUF í Ólafsvík FUF í Ólafsvík og Hellissandi halda sameiginlegan fund í félags heimilinu Ólafsvík 31. þ. m. kl. 22. Funitarefni: Kosnir fulltrúar á sambandsþing SUF. FUF á Akranesi Fundur verður haldinn í Fram sóknarhúsinu Akranesi fimmtudag inn 27. ágúst kl. 8.30. Kosnir verða fulltrúar á 10. þing SUF á Blöndu ósi. — Stjórnin. .......

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.