Tíminn - 25.08.1964, Blaðsíða 9
JÓN H. MAGNÚSSON S:
Hver verður varafor-
setaefni demékrata?
Minneapolis, Minnesota.
Það eru aðeins nokkrir dag-
ar þar til aðalflokksþing demó-
krata hefst í Atlantic City í
New Jersey og án efa mun
Lyndon B. Johnson verða þar
útnefndur sem forsetaefni
flokksins. Fram að þessu hefur
enginn annar maður innan
flokksins komið til greina og
velta menan nu vö.ngum yfir
hver skyldi verða útnefndur
sem varaforsetaefni. Mest er
rætt um tvo ö’dungadeildaþing-
menn frá Minnesota, þá Hubert
H. Humphrey og Eugene og Mc
Carthy sem líklegustu menn-
ina.
Allt s.l. ár hefur fólk velt
því fyrir sér hvort menn
eins og t. d. Robert
Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu,
eða Robert Wagner borgar-
stjóri í New York, eða Sargent
Shriver, yfirmaður friðarsveit-
anna, yrðu útnefndir sem vara-
forsetaefni. Einnig hefur mik-
ið verið rætt um Humprey og
McCarthy í sama embætti. Nú
er aftur á móti öruggt að John-
son mun ekki bjóða Kennedy
eða Shriver stöðuna. Menn
telja það einnig ólíklegt að
Brown eða Wagner verði fyrir
valinu, þannig að eftir eru
Humphrey eða McCarthy.
Minnesótabúar eru mjög
spenntir þessa dagana fyrir því
hvor af „þeirra mönnuim" verði
fyrir valinu, enda þyikjast þeir
vissir um að það verði annar
hvor. Báðir mennimir vinsælir
hér meðal fólksins og báðir
myndu leika sér að ná aftur
kosningu í öldungadeildinni, í
rauninni er McCarthy einmitt
þessa daganna að styrkja sína
endurkosningu n.k. nóvember.
Republikanaflokkurinn hér
hefur þegar gert það upp við
sig að þeir geti tæplega sigrað
McCarthy í haust og létu þar
af leiðandi mann að nafni W
Whitney í framboð og segja
menn hér að hann hafi enga
von um sigur.
Hubert H. Humphrey er
„senior senator" frá Minnesota
og hefur setið í öldungadeild-
inni í Washirigton síðan 1948.
er hann náði kosningu í fyrsta
sinn. Hann hafði áður verið
borgarstjóri hér í borginni og
losað hana við glæpaklíkur sem
hér störfuðu. Eins hreinsaði
hann lögregluliðið og kom mik
ið til í veg fyrn fjárhættuspiJ
og gleðikonustarfsemi, sem
mi'kið var um hér. Humphrey
er aðeins 53 ára að aldri. Áður
en hann fór út í pólitík kenndi
hann stjórnmálasögu í háskóla
í St. Paul. Hann hefur ætíð
verið endurkosinn sem öldunga
deildarþingmaður og segja
menn hér að hann geti haldið
þeirri stöðu eins lengi og hann
kærir sig um. Árið 1954 var
Valdimar Bjömsson, núverandi
fjármálaráðherra hér í Minne
sota, í framboði á móti honum
fyrir hönd republikana og tap-
aði kosningunni. Valdimar hef-
ur sjálfur sagt að hann hafi
vitað að það yrði vonlaust að
sigra þá kosningu
Humphrey er fæddur 27. maí
árið 1911 í litlu þorpi í North
Dakota, þar sem faðir hans var
apotekari. Hann lagði sjálfur
stund á lyfjafræði í háskóla.
en skipti síðar yfir í stjórn-
vísindi. Árið 1948 var hann kos-
inn fyrsti demókratinn frá
Minnesota til að sitja í öldunga
deild sambandsþirigsins í Wash
ington. þá aðeins 37 ára gamall
Árið 1956 sóttist hann eftir að
verða útnefndur sem varafor-
setaefni flok'ksins, en með litl-
uim árangri. Humphrey bauð
sig fram í forsetakosningunum
1960, en eftir að hafa tapað
fyrir John F. Kennedy í pró
kosningucn í West Virginia dró
hann sig til baka.
Hann er mjög frjálslyndur
demókrati og gat sér frægð
árið 1948 á aðalflokksþingi
demókrata, er hann lagði fram
mjög víðtæka tillögu í sam-
bandi við jafnréttismálin.
Þessi tillaga klauf hér um bil
allt samstarf innan floklksins.
Humphrey hefur alla tíð verið
mjög ákveðinn stuðningsmaður
í málum eins og t.d. ríkis-
styrktri almenningskennslu,
jafnréttismálum, sjúkrasam-
lagsfrumvarpinu. og síðast en
ekki sízt var hann fyrsti stjórn
málamaðurinn sem stakk upp
á friðarsveitunum (Peace
Corps). Hann var einn aðal-
maðurinn í að koma jafnrétt-
islagafrumvarpinu í gegn-
um þingið i Washington í s.l.
júlímánúði. „Ef ég trúi á eitt-
hvert málefni, þá berst ég fyrir
því með öllu sem ég á,“ segir
Humphrey, en ég fer ekki
fram á allt eða ekkert: ég vil
Eugene J. McCarthy
senator frá Minnesota
i-iuoert Mumpnrey
senator frá Minnesota
heldur fá hluta af þvi frekar
en ekki neitt“ Stjórnmálasér-
fræðingar álíta Humphrey ein-
hvern valda- og áhrifamesta
Framhald á síðu 13
Arthur Burchinshaw
Njósnaði bæði fyrir
Sovétríkin og USA
Það er ekki oft, að mál nú-
tímanjósnara komist í hámæli
á opinberum vettvangi og enn
sjáldgæfara, aíl. menn, sem
stundað hafa njósnir fyrir tvö
stórveldi samtímis, kveðji sér
hljóðs á sama vettvangi. En nú
er komið upp stórkostlegt
njósnamál í Miinchen í Þýzka-
landi, með því að brezkur mað
ur, Arthur Burchinshaw sem
hefur njósnað bæði fyrir Sovét-
ríkin og Bandaríkin, hefur
höfðað skaðabótamál gegn
„réttum aðiium“ fyrir ólög-
mæta gæzluvarðhaldsvist í
Vestur-þýzkalandi.
Stóra sparningin í þessu
máli er, hverjir „hinir réttu að
ilar' séu. Eru það þýzku gagn
njósnarasamtökin, sem létu
handtaka Burchinshaw eða
bandarískf leyniþjónustan,
sem varafi þýzka aðila við, að
Bretinn væri njósnari fyrir
Sovétríkin. Bíræfni Burchin-
shaw, sen var sölumaður fyrir
brezkt tarlmannafatnaðarfyrir-
tæki. ao hefja opinbert skaða-
bótamál, hefur vakið mikla at
hygli, enda einstæð.
Mál þetta leiðir óneitanlega
hugajn að óhugnanlegustu
njósnabók síðari tíma; „Njósn-
arinn, sem kom út úr kuldan-
um“, sem brezka leyniþjónust-
an reyndi að fá gerða upptæka
Mál Burchinshaw svipar nefni-
lega ótrúlega mikið til njósna
málsins, sem sú bók fjallar um.
Njósnaferill Burchinshaw
hófst fyrir nokkrum árum, er
hann var sendur af fyrirtækinu
í söluferð til Miinchen Hann
hitti mann á járnbrautarstöð-
inni, sem bauð honum upp á
drykk. Sami maður bauð hon-
um síðan til Vínar og áður en
Burchinshaw hafði raunveru-
lega áttað sig, var hann kom-
inn inn í rússneska sendirúðið
í Vín. Þar var honum falið að
njósna um Warner-herstöðina
í nágrenni Múnchen, en þang
að hafði hann einmitt verið
sendur af hálfu fyrirtækisins
sem klæðskeri Rússarnir vildu
fyrst og fremst fá upplýsingar
um nokkur leynileg símanúmer
og svo lýsingu á nýjum jarð-
sprengjukapli, sem Bandaríkja-
menn höfðu fundið upp
Er til Múnchen kom, gekk
Burchinshaw þegar á fund
bandarískra yfirmanna og sagði
þeim frá viðskiptum sínum við
Rússana. Þá var Burchinshaw
sendur til bandarísku leyni-
þjónustunnar, sem sendi hann
aftur til Vínar með nokkrar
gagnslausar upplýsingar til að
láta Rússunum í té.
Var þá hafinn ferill hans,
seim njósnara fyrir hin tvö
stórveldi, og ferðaðist hann
hvað eftir annað fram og til
baka milli Vínar og Múnchen
En bandaríska leyniþjónust
an hafði vanmetið þá rúss
nesku of mikið með þeirn fá-
nýtu upplýsingum, sem hún
lét Burchinshaw fara með, því
að Rússarnir sáu brátt i gegn-
um þær og fóru að gruna
Burchinshaw um græsku. Hót-
uðu þeir nú Burciiinshaw, að
kona hans og börn yrðu drep
in, ef hann útvegaði ekki upp-
lýsingar um nýja sprengikapal-
inn.
Ef hann hins vegar kæmi
með þessar upplýsingar, myndi
hann fá hálfa milljón dollara
að launum í ávísun á sviss-
neskan banka. En nú voru það
Bandaríkjamenn, sem fóru að
verða óttaslegnir um sitt skinn
Fyrir síðustu ferð Burchinshaw
til Vínar var honum kennd
meðferð handsprengja og
skammbyssa og ennfremur var
eiturhylki saumað fast innan á
jakkakraga hans.. Fékk hann
skipun um, að ef hann yrði tek-
inn til fanga og lenti á píning-
arbekk, að taka inn þessa töflu
og til þess þyrfti hann aðeins
að snerta jakkahornið með
munninum „og þá vissi hann
ekki meir i þennan heim.“
En nú var Burchinshaw nóg
boðið og vjldi losna úr þessum
njósnavef Hann komst þó brátt
að, alveg eins og „Njósnarinn,
sem kom út úr kuldanum“. að
það er ekki svo auðvelt. Þegar
hann neitaði að fara til Vrnar
var hann samstundis handtek
inn sem rússneskur njósnari og
færður í íangelsi í Múnchen.
Þar mátti hann dúsa í 133
daga en með aðstoð góðs lög
fræðings fékkst hann loks laus
Það var ekki fyrir neinn at-
beina bandarisku leyniþjónust
unnar, sem þarna hafði svikið
„sinn njósnara'-. alveg eins og
í áðurnefndri brezku bók —
og ekki nóg með það, heldur
reynt að fá hann til að viður-
kenna, að hann væri sovézkur
njósnari, með því að láta hann
fá væga refsingu og góða að-
búð í fangelsinu, gegn þvi að
hann skrifaði játningarskjal.
Hvað nú verður um Burchln-
shaw varðar ekki einungis
hann og hinn þýzka dómstól,
heldur mun fólk um allan heim
fylgjast spennt með framvindu
þessa furðulega njósnamáls
nútímans.
TÍMINN, þriðjudaglnn 25. ágúst 196» —
9