Tíminn - 02.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1964, Blaðsíða 7
Renry Raymont Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb>. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: .Jónas Krisijánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur l Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán ínnam lands — t lausasölu kr 5,00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f. ■ ■ Hið Ijúfa ínu og hin Argent- vandamál Heimsþíng Lútherstrúarmanna Þessa dagana stendur yfir eitt hið merkilegasta albjóS- legt þing, sem hér hefur veriS haldiS, aðalfundur heims- sambands Lútherstrúarmanna. ísíendingar fagna því sér- staklega, að þetta þing er haldið hér og bjóða hina mörgu og virðulegu trúarleiðtoga velkomna til landsins. íslendingar eru trúhneigðir og sterkir í trú sinni eins og títt er um þjóðir, sem búið hafa við einangrun og töluvert harðbýli öldum saihan. Þó að þeir séu mjög umburðarlyndir í trúmálum og sneyddir ofstæki í garð annarra trúargreina, og vilji að hér ríki trúfrelsi eru þeir iangflestir Lútherstrúar, og viðhorf, sem þar eru túlkuð, eiga sér dýpstar rætur í huga þjóðarinnar. Það sást og ljóslega á hinni miklu kirkjusókn s. 1. sunnudag, er erlendir biskupar messuðu í ýmsum kirkj- um, að fólk lætur sig þetta þing miklu skipta og fagnar komu þessara erlendu trúarleiðtoga vel. Sú var tíðin, að hörð átök og óvægin voru milli trúar- bragða og kirkjudeilda kristinna manna. Sem betur fer leikur nú mildari blær um þær lendur og meira bróður- þei og samstarfsvilji lætur að sér kveða. Þess er vert að minnast, að Páfi kaþólskra manna boðar nú meira sam- starf við aðrar trúgreinar og hvetur til bróðurhugar og Aflnings. Þess vegna er það einmitt fagnaðarefni, að Jaátherstrúarmenn, sem hér halda nú alheimsþing. skuli eánnig hafa sambúð við aðrar trúgreinar efst á dagskrá. íslendingar fagna því, að land þeirra er vettvangur díkrar viðleitni göfugra manna, viðleitni, sem hefur heknsögulega þýðingu. Hjálpar ríkissjóður sveitarfélögunum? Ekkert hefur enn frétzt um starf þeirrar samstarfs- nefndar launþegasamtakanna, ríkisstjórnarinar og sam- bands sveitarfélaganna, sem vinnur að athugun á lækk- un opinberra gjalda, sem lögð hafa verið á á þessu ári. Verður þó að gera ráð fyrir því, að þar sé dyggilega að unið og að til verulegrar lækkunar komi á þeim ránsskött 'im, sem ríkisstjórnin beinlínis beitti sér fyrir með laga- breytingum s. 1. vetur. En veigamikið atriði í þessum lækkunarsamningum hlýtur að vera það, með hverjum hætti ríkið hyggst veita sveitarfélögum aðstoð til þess að lækka útsvörin Aug- ljóst er, að sveitarfélög geta hvorki nú né síðar treyst eins mikið á tekjuútsvör ,til sinna þarfa, og efla verður jöfnunarsjóð sveitarfélaga í stórum stíl,. og ríkið að láta af hendi meiri hluta af óbeinum sköttum til sveitarfé- laga. Eftir því sem bezt er vitað hafði ríkiss.jóður mikinn tekjuafgang á s. 1. ári vegna skefjalausra álagna, t d í söluskatti, jafnvel svo nemur hundruðum milljóna, og búizt er við drjúgum tekjuafgangi á þessu ári. Það vekur og athygli. í sambandi við þetta mál. að fiármálaráðherran hefur ekki gefið þjóðinni neit vfir- lit um afkomu ríkissjóðs á þessu sumri fyrir liðin missiri í fyrra birti hann þjóðinni þá vitneskju með út- varpsávarpi. Hvers vegna hefur hann ekki séð ástæðu til svipaðrar greinargerðar nú. sjálfum sér-og stj írn inni til vegsauka fyrir glæsilegan fjárhag ríkissjóðs? VIÐ veizluhöld í tilefni af móttöku erlends sendimanns, lýsti lagleg, brúnhærð og græn- eyg stúlka yfir því, að hún væri að svipast um eftir „litlum og skemmtilegum stað“ í Banda, ríkjunum, þar sem hún gæti varið fé sínu. „Argentína á enga framtíð fyrir sér‘. sagði hún. Ungur erfingi skipaútgerðar- manns hvíldi í feikna stórum hægindastól og lét svo um mælt, að stjórn Illia forseta væri „sú langsamlega ófull- komnasta stjórn, sem við höf- um búið við, þrátt fyrir hryggi lega, hægfara og vesalt stjórn- arfar yfirleitt." Hann kvaðst mundu velja Arturo Frondizi aftur ef hann mætti kjósa í dag, en hann hefði þó tekið þátt í að hrekja hann frá völd- um árið 1962, þegar herinn og íhaldssamir verzlunar- og iðju- höldar bundu endi á sex ára valdaferil Frondizi. „Þessir menn (stjórnin) taka sér ekki neitt fyrir hend- ur og landið er á hraðri niður- leið“, sagði bankastjóri í göml um, kunnum banka. ILLIA, forseti Argentínu. KVARTANIR undan stjórn Illia og ádeilur á hana eru jafnsjálfsagðar í síðdegisveizl- um í Argentínu og angurværu tangóarnir, sem leiknir eru fram eftir allri nóttu. Sumum Bandaríkjamönnum, sem heyra þessar umkvartanir, finnst að þeir séu allt í einu áheyrendur samtals úr „hinu ljúfa lífi“, sem hér er sýnilega iðkað í þaula. Oft verður þeim á sú skyssa, að telja Argentínu- menn yfirleitt sérgæðinga, fulla sjálfsfyrirlitningar og tómleikakenndar, eins og per- sónurnar í kvikmyndinni. Og ef til vill er nokkur sann- leikur fólginn í þessari álykt- un Bandaríkjamanna þrátt fyr ir allt. Margir velmegandi Arg- entínumenn hafa hliðrað sér hjá að taka að sér forustu í stjórnmálunum og kosið held- ur þann kostinn að hverfa til hinna mannmörgu samkomu sala Buenos Aires. Þar er gáf- um og orku eytt í samræður um, hvað að sé í landinu, í stað þess að hagnýta hæfileik ana til leitar að lausn á vand anum, sem að steðjar. Oftast er þessi afstaða þó einkum áberandi í samkvæmis lífinu. Hún er hvergi nærri al geng't viðhorf meðal hinna raunverulegu íbúa Buenos Air- es. Og hún er að minnsta kosti fjarlæg íbúum annarra hluta þessa víðáttumikla lands Þeir eru bjartsýnni en svo. MEGINÁSTÆÐA þess. að menn hafa, bæði hér og ann- ars staðar. veitt stjórnleysis- viðhorfum i samkvæmislífi Argentínu jafnmikla athygli og raun ber vitni, er efalaust að þetta andrúmsloft er uppá halds-viðfangsefni rithöfund anna og einkennir að heita má verk þeirra um þessar mundir Þetta á þó einkum við um hin ar vinsælu skáldsögur Neatri? Guidos og kvikmyndir manns hennar, Leopoldo Torre Nils- son, sem er heimskunnur. Æskan telur hrörnun hins gamla þjóðfélags heppilegan jarðveg fyrir öfgahreyfingar í því sambandi má nefna and- gyðingahreyfinguna Tacuara og fámennu unglingahópana, sem aðhyllar kenningar Castro og hafa myndað skæruliðasveitir í fjöllunum í Salto-héraðinu, nyrzt í landinu. Torre Nilsson er kröftugur og vöðvamikill maður, 39 ára að aldri og notar þykk, skyggð gleraugu. Honum hefur verið líkt við Ingmar Bergman Hann keppist við að leggja á- herzlu á, að gagnrýni hans eigi aðeins við mjög lítinn en áhrifamikinn hluta hinnar arg- entínsku þjóðar. V MARGIR borgarbúar hér > Buenos Aires eru áhyggju fullir út af hækkandi verðlagi og tímabundnum skorti á ýms um matvörum. Þó er þar frem- ur um uppgjöf en örvilnun að ræða En ef efnahagsvandræð- in ykjust til muna. ja, þá má fullyrða, að almenn ókyrrð yrði ríkjandi í landinu og öfgamenn bæði til hægri o gvinstri tækju að berjast um völdin á kostn- að hjnnar hófsömu stjórnar Illia. Hinn almenni borgari hefir verið fljótur til að narrast að erfiðleikum líðandi stundar Fyrir fáum dögum fræddi spanskur kaupmaður óánægða viðskiptavini sína um, að Illia. sem er orðinn 63 ára gamall og var fyrr meir héraðslæknir. hefði fyrirskipað takmarkanir á eggjum, sykri og kjöti, „Þið hafið jú öll verið með uppsteit og nú er hann orðinn áhyggju fullur um heilsu ykkar,1 sagði kaupmaðurinn. Andstæða uppgjafastefnunn ar. sem ríkjandi er í samkvæm islífinu, er ef til vill mest áber- andi meðal ungra háskóla manna og tæknimenntaðra manna. Hin nýja forustustétt „hinn harði kjarni“ pólitisku hreyfinganna, sem við eigast virðist ákveðnari en nokkru sinni í að koma í kring viðun andi iðnþróun og koma efna legum framförum jafnfætis há- þróuðu menningarlífi landsins í BUENOS AIRES er gengið síðar til hvílu en á nokkrum öðrum stað á vesturhveli jaríl ar, þrátt fyrir aðsteðjandi and streymi. íbúar borgarinnar hafa orð fyrir að vera þung lyndir og hátíðlegir í háttum. en á þeim verður furðuleg um breyting þegar náttar. Klukkan' 11 á kvöldin er allt yfirfullt í veitingahúsum. vínstúkum og næturklúbbum ítölsku veit- ingastofurnar eru margar og þar er innbyrt óhemju mikið af spaghetti og rauðvíni, undir gítarleik og söng. Florida-stræti er „fín“ gata og þar situr unga fólkið og sötrar kaffi í dimm- um veitingastofum allt fram til klukkan þrjú á nóttunni Veitingahús og kafiihús eru eins konar klúbbar í augum Argentínumannsins Þar er miðstöð slúðursins og þar er vettvangur hinnar pólitísku baráttu Næturlífið hér ber svo mikinn menningarblæ. að það er alls ekkert æsandi i augum aðkomumannsips Það er að eins erfðaven.ia sem menn ýmist taka þátt > eða ekki í Palermr eru kaffihúsin sýnilega opin allan sólarhring inn árið um kring. Lampar sem bera ínfrarauða birtu. hafa unnið bug á vetrarkuld anum. Eins og sakir standa kemur kaldsörr veðrátta harð ar niður á embættismönnun um við störf sín í óupphituð um skrifstofum en gestuln | kaffihúsanna í Palermo. T [ M I N N , miðvikudaginn 2. september 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.