Tíminn - 09.09.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.09.1964, Blaðsíða 15
FERÐAMANNASTRAUMUR Framhald ai 1. síðu. en þá er flogið yfir Suðurland og yfir merkustu staði þar, þessi ferð er farin tvisvar í viku. Allt frá því Surtur varð til, hafa L&L skipulagt ferðir þangað, stundum aðeins með einn mann og allt upp í 40—50 á dag. Ferð ir upp í Hvalfjörð í hvalstöðina eru vinsælar meðal ferðalanga, og er farið þangað jafnoft og tæki- færi er til. Krisuvíkurferðir eru tvisvar í viku og ferðir í Hvera gerði og á Þingvöll sömuleiðis, en þrjár ferðir eru venjulega farnar að Gullfossi og Geysi og ein ferð í Borgarfjörð. Skrifstofan hefur' annazt um sölu í ferðir Guðmund ar Jónassonar, sem hefur farið 14 ferðir í sumar, og eru flestir þátt takenda útlendingar. Nokkuð hef ur verið um ferðir frá Akureyri, bæði útreiðartúra og ferðir í síld ina á Raufahöfn. L&L hafa gefið út upplýsinga- bækling um ísland, og kom hann út í 5000—6000 eintökum síðast, en er nú verið að prenta 10.000 eintök fyrir næstu vertíð, ef svo mætti að orði komast, en þar að auki hefur skrifstofan gefið út bækling um Reykjavík. Ragna Samúelsson hjá Ferða- skrifstofu ríkisíns, sagði, að greini leg aukning væri í ferðamanna- straumnum, þótt ekki væri hægt að nefna neinar ákveðnar tölur. FR hefur starfrækt hótel í fimm eða sex skólum í sumar. í Skóga- skóla, Laugarvatni, Varmalandi, Eiðum og í Menntaskólanum á Akureyri, en auk þess hafa veríð hópgistingar í barnaskólanum að Skútustöðum í Mývatnssveit, en þar hefur engin greiðasala farið fram. Ráðgert er að starfrækja þessi hótel öll á næsta sumri, enda hefur reksturinn gengið vel. FR hefur á sinní könnu að minnsta kosti 10 skipulagðar ferð ir í hverri viku. Þrisvar er farið að Gullfossi og Geysi og þrisvar um borgina, en tvær ferðir farnar á Þingvelli og tvær í Krísuvík vikulega. Þá hefur FR boðið upp á tvéggja daga ferðir til Akureyr ar og viku hestaferðir í júlí og ágúst. Hjá FR starfa milli 10 og 20 leiðsögumenn, sem hægt er að kalla í, eftír því sem þörf krefur. Ragna kvað míkið vera um Norðurlandabúa og Þjóðverja meðal ferðamannanna, en nú væri einnig farið a^ð bera meira á Frökkum og ftölum, en verið hefði áður. Ýmsar aðrar ferðaskrifstofur í borginni taka að sér að greíða fyr ir útlendum ferðamönnum, en líklegt má þó telja, að langflest ir ferðist hér þó um á vegum þessara tveggja. DÓMKIRKJUFUNDUR Framhald af l. síðu. Steinsnes á Grænlandi. í Information segir, að Ras ; mus Björgmose, sem dvaliztj hafi í Grænlandi í mörg ár, hafi gert merka uppgötvun með fundi sínum, en vísinda- menn hafa enn ekki staðfest hana. Mikill undirbúningur hefur verið að þessum fundi, og blað íð segir, að þekking Björgmose á Góðvonarfirði og innfjörð- um hans hafi hjálpað honum mikið við að finna Steinsnes, en Björgmose hafði íslendinga sögur að leiðarvísi. Minnsta kosti segir Björgmose, að hann hafi aðeins siglt til þess stað- ar, sem um er rætt og hafi fundið þar kirkjuna. En á þessum stað fann Björg mose ekki aðeins torfkirkjuna, sem hann hafði búizt við, held ur einnig steinkirkju, þingstað og þá þrjá bóndabæi, sem þarna áttu að vera að hans áliti. Rasmus Björgmose hefur unnið við, uppgröft mestan hluta sumars, og hann hefur grafið upp kirkju, sem er 9 sinnum 10 metrar að stærð. Blaðið segir að lokum, að fund ur Björgmose virðist hnekkja þeim kenningum vísinda- manna, að dómkirkja hafi ver ið á Sandnesi. MATVÆLASÝNINGIN Framhalc) af 16. síðu. stjórum og öðrum, sem hafa mikið með cnatvæli að gera. Einnig var margt háttsettra manna viðstatt opnun sýningar- innar. Brezki landbúnaðarmála ráðherrann átti að vera þar, en skömmu áður varð hann fyrir því óhappi að detta af hestbaki og mjaðmarbrotna, svo að sam- göngumálaráðherrann kom í staðinn. — Hver borgar kostnaðinn af þátttöku fslands í sýningunni? — Sambandið sér um kosn- aðinn í sambandi við vörurnar, en Framleiðsluráð landbúnað- arins og landbúnaðarráðuneyt- ið sér um annan kostnað. Hið opinbera sendi einnig sérstak an fulltrúa á sýninguna, Þor- vald Guðmundsson, veitinga- mann. Einn fslendingur, Björg vin Bechmann verður á sýning unni þá 16 daga, sem hún stend ur yfir, og veitir gestunum ýms ar upplýsingar. Flugfélag ís- lands og Loftleiðir taka einnig þátt í sýningunni, þannig að stúlkur frá félögunum eru ' þarna á sýningunni og útbýta bæklingum félaganna og gefa ýmsa’r upplýsingar. — Og hvað er hægt að segja um árangurinn af þessari sýn- ingu? — Það er ákaflega erfitt að segja um árangur af slíkutn sýningum, en þó tel ég, að geti einhver sýning borið árang ur, þá sé það þessi. Bretland er er aðalmarkaður okkar fyrir dilkakjöt, og má búast við, að út verði flutt 2000—2500 lestir af dilkakjöti í haust og vetur, en einnig er fyrirhugaður út- flutningur á ærkjöti að þessu sinni. Við höfum einnig flutt út hundruð tonna af smjöri til Bretlands á þessu ári og mikið af ostum, en eins og ég sagði áðan, er erfitt að segja um, hvort útflutningurinn muni aukast vegna sýningarinnar — sagði Agnar að lokum. FRÍMERKi OG FRÍMERKJAVÖRUR Kaupum íslenzk frímerki aæsta verði FRlMERKJA MIÐSTÖÐIN Týsgötu 1 — Simi 21170 Eínangrunargler Framleitt eimingis úr úrvals gleri — 5 ára ábvrgiV Pantið Mnrahlega. Korkiðjan h.t. Skúlagötu 57. Simi 23200. RÆÐA STYRKI Framhald af 2. síðu. við Stúdentaráð Háskóla íslands. Mun þessi nýja Stúdentahandbók, sem kemur út á næstunni gefa staðgóðar upplýsingar um háskóla- nám heima og erlendis. Ennfrem ur var rætt um, hversu bæta mætti útlit og efni fréttabréfa þeirra, sem S. í. S. E. hefur á undan förnum 'árum sent til námsmanna erlendis. — Að lokum fór fram kjör nýrrar stjórnar og voru þess ir menn kjörnir: Fomaður, Markús Einarsson (Ósló). Stjómarmeðlim- ir: Gunnar Benediktsson, (Stokk- hólmi) Sigurður St. Helgason (París), Ólafur Pétursson (Köln), Jón R. Stefánsson (Árósum). VÉLAHREINGERNING Vanii menn. Þæglleg Fljótleg Vðnduð vinna ÞRU — Sími 2185'/ og 40469 Trúlofunarhringar afgrelddit samdægurs SENDUM UV ALLT LAND HALLDÖR |Sk6lavörðustíg * gmf&sxmhbsk SIMI 14970 m Við seljum Opel Kad. station 64. Opel Kad. station 63. Wolksv 15.63. Wolksv. 15. 63 N.S.U. Prin^ 63 og 62. Opel karav. 83 og 59. Simca st. 63 og 62. Simca 1000 63 SKÚLACATA5S- Söltun á Raufarhöin HH-Raufarhöfn, 8. septehber. Alls hefur veríð saltað í 66.251 tunnu á Raúfarhöfn á þessari ver- tíð, en í fyrra var saltáð í 77.918 tunnur. Hæsta söltunarstöðin er Óðinn með 12.059 tuimur. Aðrar stöðvar hafa saltað eftir- farandi: Hafsilfur 11.182, Norður- síld 10.538, Borgir 10.319, Óskars- stöð 7.032, Björg 4.829, Síldin 4.480, Gunnar Halldórsson 3.954, Skor 1.433, Mör 289 og Hólm- stéinn Helgason 136. Síldarbræðslan hefur tekið á móti um 350.000 jmálum í sumar. Tókmann fyrir blaða- mann og réðist á hann KJ—Reykjavík, 8. september. Blaðamenn verða stundum fyr ir aðkasti frá fólki, sem hefur þótt þeir halla réttu máli, eða tekið og blrt myndir sem að þess dómi hafa þótt óæskilegar. Náungi sem var meðal þeirra mörgu er sóttu Hreðavatn heim um síðustu hvítasunnu, var stadd ur á Hótel Borg á föstudaginn, og þóttíst þá kenna þar mann sem tekið hefði myndir af honum í óæskilegu ástandi, og birt í dag blaðí. Vék hann að manni þessum nokkrum óþvegnum orðum og mun hafa verið nokkuð hávær.Fer hann svo út af Borginni þegar húsinu var lokað, og þá einnig sá er átti að hafa tekið af honum myndirnar, Bragi Kristjónsson. STIGAÞJÓFNAÐUR Um mánaðamótin síðustu var löngum samsettum stiga stolið frá Meðalholti 3. Stiginn ér grænn að lit og á honum er talía. Rimlam ir eru gildastir um miðjuna, en mjókka til endanna. Öðrum stiga tvöföldum var einnig stolið þarna, og sást til manns á grænu „rúg- brauði“ er tók báða stigana. Nú er liðin vika af mánuðinum, og hafi viðkomandi maður ekki haft neitt stórverk að vinna hlýtur hann að vera búinn að nota stig ana, og er því vinsamlegast beð- inn að skila þeim á sama stað hið snarasta — eða þá til rannsóknar lögreglunnar. Þá er fólk sem gæti gefið upplýsingar um stigana beð- ið að hafa satnband við rannsókn arlögregluna, svo eigandinn geti notað þá í vikunni. , BILALEIGAN BÍLLIHN RENT-AN-ICECAR Sími 18833 donóuf C^orlina Hlcrí urij Comct CCúóla-jcppar Z'pLjr 6” BÍLALEIGAN BÍLLINN HÖFÐATÚN 4 Sími 18833 Árásarmaðurinn segist hafa boð ið Braga í einvígi út undir vegg til að útkljá þetta mál, en aftur á móti ber Bragi að hann hafi aðeins ætlað að halda leiðar sinn ar um sundið hjá Borginni og út á B.S.R., en í sundinu greiddi árásarmaðurinn Braga nokkur högg, svo hann hlaut áverka mikla í andliti, og féll á „vígvellinum". Bragi tók hins vegar aldrei neinar myndir af „árásarmannin- um“ að Hreðavatni, heldur var hann í fylgd þriggja kunningja sinna, tveggja frá dagblaði, og eins frá vikublaði. Þeir mega því eiga von á góðu, þegar þeir hitta árásarmanninn. Til sölu 5 kýr og 3 vetrungar. Ferguson Traktor með sláttuvél, einig góð hey. Geir Þórðarson, Ásmundarstöðum, Ásahrepp, Rang. TIL SÖLU Til sölu ný 250 lítra ís- kista. Upplýsingar hjé Árna Guðmundssynl K.Á. Selfossi. TILSÖLU nokkuð af báttingum, með tækifærisverði. Einnig 2 hurðir. Uplýsingar í síma 15306. Hjartans þakkir mínar færi ég ykkur öllum vanda- mönnum mínum og vinum, sem glödduð mig og he-iðr- uðuð með heimsóknum, skeytum, símtölum og góðum gjöfum á sjötugsafmæli mínu þ. 31. f m. Hlýhugur ykkar og vinsemd mun verma huga minn alla tíð og gera mér þennan dag ógleymanlegan — Guð blessi ykkur öll. Jónína Gunnlaugsdóttir IHugastöðum. T í M I N N, mlðvikudaglnn 9. seplember 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.