Tíminn - 02.10.1964, Side 9
Forystasauður frá Gunn-
arsstöðum — hornamiírill
af sauði að vera.
að láni, en hundurinn er undan
tík frá honum. G'innar á Gunn
arsstöðum var hundlaus og hét
því þegar heim kom að fara
aldrei framar svo vanbúinn í
göngurnar. Tíkin Píla stakk af
á þriðja degi og fór heim til
hvolpa sinna, og láði henni
enginn. Þetta var gömul tík og
hefur kannski fundizt hún væri
búra að gera sín skil. Henni
fannst kalt að svamla yfir árn-
ar, hálffullar af krapi, og grét
Rekið til byggða.
— Hæ og hó! Hæ, hæ og
hó, o. s. frv. Svona byrja marg
ar sögur úr göngum og svona
enda þær: Gangnamaður kom-
inn heim og farinn að sofa. Þá
dreymir hann hæið og hóið.
Og víst er um það, að mikið
hæ og hó er í göngunum. Þar
er lfka mikið voff, voff, bæði
í hundum og möimum, hjá
mönnum einkanlega, ef þeir
eru hundlausir. Þá verður
maðurinn að taka við hlut-
verki hundsins og gelta sjálfur
Af þessu verða menn rámir
þegar til lengdar lætur, og
var eikki frítt við það hjá okk-
ur þeim sem fóm hundlausir í
göngur á Hvammsheiði, en gðð
ur kaffisopi lagar þetta fljótt.
Þeir hundar, sem fóru með
okkur, dugðu sæmilega, og einn
reyndist meira segja dugmik-
ill fjárhundur. Hann fór með
rekstrinum og hélt honum sam
an, sótti kindur eftir bendingu,
ýtti við þeim og gjammaði, en
beit enga kind. Þessi sómahund
ur er kallaður Lappi. Óli á
Gunnarsstöðum var með hann
mikið og barmaði sér af þeim
sökum.
Heima á Gunnarsstöðum voru
tveir hundar, hvorugur fær í
göngur. Þeir höfðu orðið undir
bílum.
Mörgum bændum helzt illa
á hundum af sömu ástæðu.
Hvolparnir gá ekki að sér þeg
ar þeir fara út að skoða ver-
öldina og bílarnir eru alls stað
ar. Þetta er ærið bagalegt fyrir
þá, sem stunda fjárbúskap,
ekki sízt í göngum. Hungraðar
kindur eru seinreknar nema
þær viti af hundinum, og svo
lúin getur kind verið, þótt hún
gangi, að maðurinn má aldr-ei
snerta hana. Ef hann gerir
það, leggst hún fyrir og geng
ur ekki meir.
Á þriðja degi héldum við
áfram með reksturinn og smöl
uðum með okkur. Við höfð
um legið í innri kofa um
nóttina, og bar ekkert til tíð
inda nema hvað hestarnir end-
urtóku niðurbrot á milliveggn
um. í þetta sinn kom hestur
gegnum vegginn og rak sig
í borðið milli svefnbálkanna.
Kindurnar úr Heljardal voru
um morguninn, þar sem skilið
var við þær um kvöldið. Þetta
var hungrað fé og nú var inn
an tekið úr hestunum. Hér
hafði enginn mettan kvið nema
við sjálfir, sem tróðum okkur
út með steik og öðrum veizlu
mat — og hundarnir, þeir
fengu sitt. Hér sannaðist á fén
aði, sem haft var um þjóðina:
Margur fengi mettan kvið,
má því nærri geta,
væri þjóðin vanih við
vind og snjó að éta.
í morgunsárlð var rölt af
stað. Óli og Gunnar fóru með
reksturinn, skref fyrir skref. Eg
fylgdist með þeim. Hinir
dreifðu sér vestur á heiðina
og smöluðu út. Og nú byrjaði
þetta hæ og hó, sem er frægt
í göngum. Fjöllin tóku undir.
Kindurnar í útheiðinni tóku á
rás. Þær voru ólúnar og röktu
sig fram um gil og klungur.
Við Gunnar héldum upp á rind
ana við Hávarðsdalsfjallið, en
Óli fór með reksturinn niður
við ána. Svartur lambhrútur og
tvílemba frá Grímsstöðum á
Fjöllum gengu þar síðust ásamt
skeifhyrndri rollu frá Hvammi.
Svarti hrússi hafði verið
(Ljósmyndir Tíminn |.
var vel að unniS af glöggum
fjármönnum.
Við fengum væna sviða
kjamma í Hvammi og kaffi og
meðlæti eins og fyrri daginn,
og Sigurður félagi okkar kom
með séneverbrúsa á réttina og
lét tæma hann snarle.ga. Þeir
sögðu, að seytján til átján
hundruð fjár, mest frá fimm
býlum, hefði komið til réttar.
Auk þess var margt fé runnið
heim áður en lagt var í göngui
og sumt í túnin.
Sigfús og strákarnir ráku
Gunnarsstaðaféð til bæjar, en
við Gunnar og Óli fórum með
óskilin í réttina hjá Holti og
Laxárdal. Sumar þær kind
ur voru komnar úr innstu leit
um, og ekki hefur undirritað
ur rekið lúnara fé. Það hrökk
ekki undan hundinum, en gáði
þess eins að bíta. Við áttum
fjár von í Holti. Óli taldi, að
sá rekstur muhdi ganga betur
en þar mundi forystuær hans.
Brella og dætur hennar vera í
rétt. Hann fór nær um þetta
eins og síðar kom í ljós.
í réttinni fréttum við, að
sextán ára bóndadóttir frá
Laxárdal hefði farið í göngurn
ar á Dalsheiði. Við sögðum
fátt, en hugsuðum fast. Hvað
nú, ef kvenfólkið var farið að
fara í göngur? Var þá
ekkert eftir, enginn hetjuskap
ur handa karlmönnum?
— Sextán ára stelpa fór i
göngur á Dalsheiði! Þetta á eft
ir að mælast illa fyrir.
Við hleyptum út úr réttinni.
og Brella, mórauða forystu
ærin frá Gunnarsstöðum, strix
aði heim — BÓ.
reiddur fyrri dagran, og hann
var svo viðutan, að hann ætl-
aði að verða eftir og láta fyrir
berast á steini í Hávarðsdalsá,
þar sem við rákum yfir hana
fyrir neðan Dimmugljúfur. Óli
bjargaði svarta hrússa af stein
inum.
Við vorum komnir niður fyr
ir snjó og nú híttumst við allir
við fremri kofann, þar sem við
slepptum hestunum til að rífa
í sig meðan við átum af nest
inu. Þarna var áð í klukkutima
og síðan smalað áfram — út
heiðina, vota flóana, gilin og
hvammana. Einhvers staðar
vestan við háheiðraa voru þeir
að smala frá Holti og Laxárdal.
Safnið skildum við eftir við
svokallað Miklavatn, drjúgan
spöl frá byggð og riðum svo að
Tunguseli. Þar skildum við hest
ana eftir í húsi við hey og
fengum mann til að skjóta okk
ur heim á jeppa. Þetta var mik
ið hagræði því daginn eftir
þurfti að ná í safnið og reka
til réttar. Hestarnir fengu gjöf
sína fyrr en ella og við þetta
sparaðist 10—15 kílómetra
reið.
Lúter bóndi í Tunguseli
spurði frétta úr göngunum.
Hann vildi fyrir hvern mun
gefa okkur kaffi, en við þótt
umst ekki mega tefjast. Morg
uninn eftir, um sjö leytið, var
Lúter kominn á kreik og bú-
inn að hella upp á, þegar við
tókum hestana, en ekki vannst
tími til að þiggja kaffið. Nú
var auðséð, að hinum gestrisna
bónda þótti miður, en safnið
átti að vera komið til réttar
f Hvammi á hádegi, og það
stóðst nokkurn veginn. Sundur
drátturinn gekk fljótt en þar
T í M I N N, föstudaginn 2. október 1964.