Tíminn - 02.10.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO EFTIR ELYESA BAZNA kðld strauk Aika hönd mína og brosti. Ótti og skelfing breiddist nú út meðal bankamanna, kaupsýslu- manna, og opinberra starfsmanna í Istanbui. Falsaðir brezkir pen- ingaseðlar voru í umferð í borg- inni, og slík var skelfingin, að kaupsýslumenn, sem vanir voru að greiða með pundaseðlum, fóru að láta rannsaka þá þar í sviss- að athuga hvort þeir væru ósvikn ir. Kaupmaðurinn Avadis fékk greidda stóra upphæð í sterlings- pundum, og grciðandinn var kaup maðurinn Ismail Karaali. Vinur Avadis, Burhan að nafni, sem var að fara í kaupsýsluferð til Sviss, tók nokkuð af seðlunum með sér samkvæmt beiðni Avadis, til þess að láta rannsaka þá þar í svess- neskum banka. Enn einu sínni voru seðlarnir rannsakaðir af ýtr- ustu nákvæmni, til þess að komast að raun um, hvort þeir væru sviknir, og til öryggis voru þeir sendir til Englandsbanka. Þetta var sama rannsóknin og gerð hafði verið á seðlunum, þeg- ar Þjóðverjar fóru fyrst af stað með þá á stríðsárunum. En í þetta sinn varð niðurstað an öll önnur. Tilkynnt var, að seðlarnir væru falsaðir. Þegar Burhan kom aftur til Tyrklands var hann tekinn fastur. Hann gaf lögreglunni upp nafnið á Avadis, sem einnig var hand- tekinn og Avadis gaf upp nafn Ismail Karaali, sem greitt hafði með þessum fölsuðu peningum. Karaali kom fyrir rannsóknar- dómarann. Hann, Avadis og Bur- han voru sakaðir um að hafa komið fölsuðum peningum í um- ferð. — Hvaðan fenguð þér þessa peninga? Ismail Karaali áttí ekki í nein- um erfiðleikum með að skýra frá því. Hann kom með viðskiptabæk ur sínar og sýndi dómaranum þær. Þar mátti sjá samband hans við byggingu Celik Palace, sem hafin var í Bursa með fjárhags- aðstoð frá stjórninni. — Svo þér haldið því fram, að þér hafið fengið þessa fölsuðu pen inga frá fyrirtæki, sem hefur stuðníng stjórnarinnar? Rannsóknardómarinn fann að hætta var á að hneyksli væri á ferðinni. Stærsta hótelið í bezta baðstað Tyrklands, framtíðarstolt tyrkneska ferðamannastarfsins, fyrirtæki, sem ríkið sjálft átti hlutabréf f, var rekið fyrir falsaða peninga? Þessi hugmynd kom svit anum út á enni stjómarstarfs- mannanna. Ég bjó í íbúð í hóteli í Bursa. Kvöldið, sem öllu var lokið sat ég með tveimur arkitektum og var að ræða útlit framhliðarinnar á Celik Palace. Fyrsta hæðin átti að vera úr rauðum sandsteini, en fjórar hæðirnar þar fyrir ofan áttu að vera grágrænar. Það var kallað á mig í símann. Síminn var rétt við gluggann. Þegar ég leit út gat ég séð, hvað i verið var að byggja hótelið. Þeir voru þegar byrjaðir á hinum stóra borðsal á fyrstu hæðinní. Ég tók upp heyrnartólið, og heyrði æsta rödd félaga míns. Hann sagði, að lögreglan hefði verið hjá honum, og allt væri orð ið vitlaust í Istanbul. Ég hélt að ég hefði ekki heyrt rétt hvað hann sagði, og bað hann að endur taka það sem hann var að enda við að segja. Hann sagði, að peningar fyrir- tækisins hefðu verið teknir fjár- námí. Það hringsnerist allt í huga mér og heilinn neitaði að taka á móti þessum eyðileggjandi upplýsing- um. — Varst það þú, sem greiddir Ismail Karaali í brezkum seðl- um? Varst það þú? — Auðvitað, ég skil þetta ekki. — Seðlarnir voru falsaðir. Röddin hinum megin á línunni varð slitrótt. Ég gat ekki lengur skilið það sem sagt var, og lagði heyrnartólið á. Aika fann mig liggjandi þarna klukkustund síð- ar. Arkitektarnir höfðu sagt henni, að ég hefði allt í einu misst stjórn á mér og hnigið níður. Þeir vissu ekki hvers vegna, ég hafði bara dottið og talað svo eintóma vitleysu. Aika spurði mig spurninga á kaldan og ákveðinn hátt. Ég svar- aði henni, en ég man ekki lengur, hvað ég sagði. Þegar óráðið hvarf, var ég al- gjörlega rólegur, Ivstarlaus og mjög aumur. Aika gerðí sér mun betur grein fyrir þýðingu upphringingarinnar en ég gerði. Hún fór frá mér þetta sama kvöld. Hamingjan brosti ekki við nein um, sem viðriðinn • hafði verið Cicero-málið. Eftir að stjórnmálasambandið hafði verið rofið við Þýzkaland, voru starfsmenn þýzka sendiráðs- ins settir í nokkurs konar heið- urs-varðhald. Síðar voru þeir flutt ir um borð í sænska skipið Drotn ingholm, og stríðinu lauk, á með- an þeir voru enn um borð í skip- inu á Miðjarðarhafi. Drotningholm hélt til hafnar í Liverpool, og Bretar handtóku þá af farþegun- um, sem þeir héldu vera hættu- legasta. Þar á meðal var Moyz- isch. Honum var haldið mánuðum saman í búðum fyrir „óvinasér- fræðinga" og var yfirheyrður dag og nótt þangað til hann var að gefast upp. — Hver var Cicero? — Er það rétt, að hann hafi verið herbergisþjónn brezka sendí herrans? — Vitið þér hið rétta nafn hans? — Greidduð þér honum með fölsuðum peningaseðlum? — Við trúum því ekki, að þér vitið ekkert um, að peningarnir voru falsaðir. Segið okkur sann- 51 leikann. Hve mikla peninga fékk hann frá ykkur? — Segið okkur, hvernig hann var. Við trúum því ekki, að þér vitið ekki hið rétta nafn hans. Hvert var nafn hans? Segið okk- ur hvað hann hét. Nafn hans, nafn hans, nafn hans............ Ilann gat ekki sagt þeim, það sem hann ekki vissi. Mörgum mán uðum siðar létu þeir hann fara, uppgefinn, skinhoraðan mann, sem var því fegnastur að geta horfið óþekktur í fjöldann. Hann hélt til heimilis stns i Austurríki. Sautján árum eftir ævintýri okkar hitti ég hann í Innsbruck. Við brostum kulda- lega, og litum rannsóknaraugum hver á annan til þess að sjá hvað lífið hefði gert okkur. Við fundum ekki til neinnar sérstakrar með- aumkunar hvor með öðrum. Hið mikla ævintýri hafði verið hvor- ugum til ávinnings. Ég hef alltaf velt því fyrir mér, hvað ég myndi segja, ef ég hitti Corneliu Kapp. — Var þetta þess virði að gera það? kynni ég að spyrja hana. — Hve mikið greiddu Bandaríkja- mennirnir þér? Fn hún vann ekki verkið fyrir dollara. — Mig langaði til þess að kom- ast til Bandaríkjanna, hefur hún sagt. — Bandaríkjamennirnir lof- uðu að fara með mig til Banda- ríkjanna, og þess vegna vann ég fyrir þá. Eftir að við fundum hana í Bandaríkjunum hafði ég ekki ástæðu til þess að halda áfram að velta því fyrir mér, hver laun hennar höfðu verið. Hún hefur sagt: Frá Ankara varfarið með mig í flugvél til Washington með viðkomu á Kýpur og í Bret- landi. Þeir settu mig í búðir. Þeir virtust ekkert vita um þjóiv ustu mína í þágu Bandaríkjanna, — Ég tók eftir, að læknirinn hefði bara sagt moskus. Ilún hélt körfunni fyrir aftan bak. — Já, en ég átti líka við þetta. Ég á við allt saman. Skilurðu nú? — Já. Ilún drúpti höfði. — Jæja. Farðu þá og fleygðu því í pappírskörfuna. Hún gerði þegar sem hann bauð, en læknirinn gekk að lyfja- skáp bak við hlíf nokkra, og tók þaðan flösku með brúnleitum vökva. — Ef þú heldur áfram að selja svona hér á götum bæjarins, færðu ekki meira af þessu, sagði hann. — Hvers vegna ertu að þessu? Færðu ekki nóg að borða? — Tóbak, tuldraði hún. —Kaupa tóbak. — Drottinn minn dýri, hrópaði læknírinn á ensku. Hann fékk stúlkunni glasið, en hún seildist niður í leynivasa á kjól sínum og tók þar nokkra smá peninga, sem hún lagði á skrif- borð læknisins. — Taktu þá aftur, mælti hann í skipunarrómi. — Ég hef sagt þér, að ég vildi enga peninga. — Og láttu mig nú ekki standa þig að því aftur að vera að selja neitt, enda veiztu þá hvað ég geri, mundu það. — Skal ekki selja, lofaði hún. Lækhirinn lauk upp dyrunum fyrir hana. Þegar stúlkan var far- in, gekk hann aftur að lyfjaskápn- um og náði þar í klút, sem vættur var í lýsólblöndu. Hann sneri baki við Viktor til að leyna hann gerð- um sínum, og þvoði síðan blett þann á skrifborðinu, er pening- arnir höfðu legið á. Síðan sneri hann sér að Viktor og spurðí allt í einu: — Hefur þú trú á ást? — Sem sjúkdómsorsök eða lækningu? spurði Viktor í spaugi. En Jolivet læknir var alvarlegur NÝR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ á svip. — Eg hefði aldrei átt að verða læknir. Ég er allt of and- skoti viðkvæmur. Ég hef mætur á lyflækningum, reglubundnu lífi — og þurfa ekki að fara út í vont veður eða rífa sig upp um miðja nótt. Viktor brostí. — Heyrðu drengur minn. Hvað myndir þú annars segja við því, að taka að þér læknisstörf mín? Það er auðveld aðferð til að verða fátækur í skyndi. Neikvæður ár- angur af öllu tryggður í sextíu ár. Ég er að hugsa um að draga mig í hlé. Þú skalt fá allar mínar magapínur og hjartabilanir ókeyp is. — Nei, þakka þér fyrir. Viktor hló. — Mig hefur alltaf langað til að verða háskólakennari. Maður þarf heldur ekki að rífa sig upp um míðjar nætur til að kenna grísku. — Nú, það var svo. Jolivet varp öndinni. — Ef til vill hef ég kom- ið svo freistandi orðum að tilboði mínu, að þú hefur ekki getað neit- að þér að afþakka það. Ef ég a að vera hreinskilinn, skal ég segja þér, að þegar þú gekkst hérna inn í stofuna, leizt mér svo vel á þig, að mig langaði til að láta þér eftir allt bölvað lækn- ingagutlið. En nú lízt mér svo vel á þig, að ég vil ekki gera það. ^ Inni í biðherberginu sat ekkjan Árelía Blanque-Coulon, dætur hennar tvær og fimm börn þeirra. Voru þau öll svartklædd, en með hvíta kraga og uppslög á ermum, sem leyfð eru annað sorgarárið. Ekkjan bar enn krepslæðu sína. Viktor veitti því athygli, að svart fór Árelíu einstaklega vel. Hún var kona á míðjum aldri og þetta sveipaði hana yndisþokka og hefð- arbrag, sem hún hafði ekki fyrr. Ó, góðan dag, Árelía, heyrðist læknirinn segja. Gjörið svo vel að koma inn. Þegar Viktor kom heim aftur, gekk hann niður í eldhúsið. Þar var Cumba að gera við nýjan járnpott. Ilún nuddaði hann inn- an með muldum múrsteini, þvoði hann og smurðí síðan með svína- feiti. Að því búnu setti hún pott- inn yfir eld. — Cumba, segðu mér, hvað er þetta hérna? Læknirinn tók þrjá. töfragripi úr vasa sínum. Hafði hann fund- ið þá í koddanum undir höfði sér. Orðið var við ójöfnur, sprett upp saum og dregið þetta furðulega innihald út. Einn gripurinn var hörð kúla úr furunálum, er bland- að hafði verið saman við leir úr vespuhreiðri og velt upp úr muld- um múrsteini. Annað var lítill, rauður flónelspoki, og í honum sykur og þurrkuð fuglahjörtu, en hið þriðja svartur poki fullur af hári og beinflísum. Cumba rak upp lágt hljóð, er hún sá gripí þessa. — Það ert þú, sem hefur látið þá þarna, hreytti hann út úr sér í ásökunarrómi. — Nei, það hef ég ekki gert, ég tek guð til vitnis um það. Tenn urnar voru farnar að glamra í munni Cumbu. — Segðu mér, hvað þetta á að þýða, skipaði læknirinn. — Það — það voldugir töfra- gripir. — Svo. Láttu mig heyra. Cumba benti á hlutina skjálf- andí hendi. — Þessi litla kúla þarna halda þér heima. Þessi litli rauði koma þér til að elska. Og sá svarti hér bægja ástleitni frá — Þú segist ekki hafa gert það, en samt veizt þú glögg deili á öll- um gripunum. Hvað er það eigin- lega, sem þú vilt? — Ég ekkí vilja neitt. Upp á æru og trú. Gladys kom fram i eldhúsið úr hliðarstofunni. — Segðu það bara, Cumba. Þú varst hrædd. Þú sagðir, að Viktor læknir bæri nálykt með sér, þegar hann kom. Hann kom reyndar frá dauðum manni, en það kemur engin nálykt af látnum manni svo fljótt. Gladys hló og tók að hræra í tómatsúpunni. — Var sjór sléttur, þegar Miché fara frá hinni strönd? Það vildi Cumba endilega fá að vita. I-Iann vera orðinn úfinn, áður en Míché koma hingað yfir. — Nú, og hvað þá? — Og gamli potturinn springa sundur........Ó, guð minn góður, vondir tímar liggja fyrir þessari ætt. Rödd hennar varð að hvell- um skræk. Viktor gekk að stónni og fleygði öllum „vemdargripunum" í eldinn. — Ó — ó, snökti Cumba. — Gladys, hvar er Súlíma? — Húii heima — fyrir handan, dr Vik. Cumba fylgdist vælandi með lækninum yfir götuna. íbúð vinnufólksins var þriggja herbergja hús með eins kosar skyggni við framhliðina. Tveir basilikum-runnar höfðu verið gróð ursettir saman við dyraþrepín. Hundarnir höfðu legíð og kælt kviðinn í göturykinu, en þegar Viktor kom, risu þeir upp og teygðu sig íetilega. Súlíma sat í gömlum ruggustóli og hnipraði sig saman í víðum baðmullarkjólnum. Ókennilegur hlutur hékk í bandi um háls henni. Viktor sá þegar, að þar var kom- inn mojo, lærleggur af ketti, sem drepinn hafði verið í kirkjugarði um miðnætti. — Hvernig líður þér, Súsú? — Illa, guði sé lof, svaraði Súl- íma. Hún var mjög guðhrædd og þakkaði Drottni ætíð fyrir illt og gott. — Hefur þú tekið meðalið þitt? Hann vissi, að ekkert var til, sem gat læknað hana, en vildi gjarna treina líf hennar svo lengi sem unnt var. Hún þjáðíst af vaxandi blóðleysi, og höfðu járnlyf lítil sem engin áhrif getað haft á sjúk- dóminn. Jafnvel arsenik hafði að- eins hjálpað um stundarsakir. — Ég hef orðið fyrir gjörning- T í M I N N, föstudaginn 2. október 1964.' — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.