Alþýðublaðið - 17.03.1954, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLABIB
Miðvikudag'ur 17. marz 1954
Útgefandi: Alþýðuflokkurinm. Ritstjórl og ábjTgCarmsSur:
Hannlbsl Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loítur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjórí:
Emmit Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
tóni: 4S06. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. ÁskriftarverS 15,00 á mán. I lausasölu: 1,00.
Le Corhusier
Neyð og okur
OKUR er bannað með lög-
um á ísian-di, en þrátt fyrir það
stendur ýmis konar okurstarf-
semi með miklum blóma hér á
landi, og eru höfuðstöðvar þess
í Reykjavík.
Okrararnir nota sér neyð
fólksins. Húsnæðisneyðin hef-
ur oft verið notuð af okurkörl
unum. Fyrirframgreiðslu er
krafizt. Þú borgar 20 000 krón
ur, en færð ekki kvittun nema
fyrir 15 þúsundum eða jafnvel
lægri upphæð. Þarna eru 5000
krónur Iátnar hverfa í hít ok-
ursins. Þarna hefur neyð fá-
tæks manns orðið að færa
5000 króna fórn á altari okrar-
ans. Þessi og þvílik dæmi
munu algeng hér í borg og hafa
þekkzt lengi.
Þig vaníar vissa f járupphæð
til skamms tíma. Þú aflar þér
öruggra persónuábyrgða og
ferð í bankann. Þér dettur ekki
í hug annað en að bankarnir
muni kaupa slíkan víxil. Sjö
til sjö og hálft prósent vextir
og örugg ábyrgð skyldu menn
ætla að væru sæmilega ábata-
vænleg viðskipti fyrir bank-
ana.
En þrátt fyrir það verður
niðurstaðan sú, að bankarnir
neita að kauna slíka víxla. Pen
ingar ekki til, því miður, er
venjule.ga vi'ðkvæðið.
En eftir slíka ncitun í láns-
stofnunum þjóðarinnar hefur
það komið fyrir, að neyðin hef
ur rekið menn á fund okur-
karlanna. Jú, sjálfsagt, að
kaupa slíkan áhættulausan víx
il, en vextir á mánuði geta ver
ið slíkir, að ársrenturnar verði
30—40%.
Sagt er, að ýmsir þeir. sem
selja glingur og munaðarvör-
ur með ótakmarkaðri álangn-
ingu, hiki ekki við að taka slík
Ján, heldur en að missa af sölu
möguleikum varnings síns. Þeir
geta komið okurvöxtunum. yf-
ir á vi’ðskiptamenn sína. — En
hver sá, sem stundar heiðar-
leg viðskinti og á að standa
undir siíkum okurvöxtum,
hann er ekki öfundsverður.
Eru til sannar sögur af mönn-
um, sem vora að brjótast í að
byggja yfir sig og sína og var
synjað um lán í öllum bönkum
og sjóðum, urðu þá að Ieita á
náðir okraranna, sveittust blóð
inu til að standa í skilum við
þá. eins lengi og unnt var, en
urðu að síðustu að láta liúsið
fara á nau'ðungarsölu og misstu
bar með allt, sem í það var
komið af eigin fé og vinnu.
Slík og þvílík dæmi eru oft
átakanlegri liarmsögur, en
ætla mætti í fljótu bragði.
En einhvern veginn er það
svo, að okrið, þessi viðbjóðs-
legi ófögnuður viðskipíalífít-
ins, heldur áfram. Enginn verð
ur til þess að kæra okurkarl-
ana. Þeir halda nafni og rikti
og láta sífellt í veðri vaka, að
þeir séu að leysa vandræði
manna — eiginlega að gera
góðverk á fórnarlömbum sín-
um. Þess vegna blómgast fðja
þeirra, svo féleg sem liún er.
Og ef til vill hefur hún aldrei
staðið með meiri blóma en
einmitt nú.
Sagan, sem sög'ð var í AI-
þýðublaðinu í gær er ljót, og
það ljótasta við hana er, að
hún er sönn.
Banki neitar að kaupa háan
víxil tryggðan með fyrsta veð
rétti í góðri fasteign og sterk-
um ábyrgðarmönnum.
En niðri í afgreiðslusal bank
ans gefur sig fram einn af við-
skiptamönnum bankans og gef
ur kost á að kaupa víxilinn
me'ð 30% afföllum og 10% árs
vöxtum. Þetta þótti lántakand
anum súrt í broti, en neyðin
rak hann áfram. Lánjið vartT
hann að taka.
Er frásögn hans á þessa Ieið:
„Og daginn eftir var ég með
sjö tíundu hlutana af fyrr-
greindu Iáni í höndunum — en
þrír tíundu fóru í ómakslaun
til lánveitanda og fyrir áhættu
hans að lána út á hið gull-
tryggða plagg miít. Tíu pró-
sent ársvextir dregnir frá við
útborgun lánsins. — Eg fékk
í staðinn ljómandi fallega ávís
un á Iilaupareikning í ákveðn-
um banka. — Labbaði ég þang
að. Starfsmaðurinn, sem tók
við ávísuninni klóraði sér bak
vi'ð eyrað og labbaði burt með
hana.
Einhver vafi var á ferðum
um. hvort næg innstæða væri
fyrir henni. En þegar gengið
hafði verið úr skugga um það
á æðri stöðum bankans, fór
fram útborgun, og hú voru það
aðeins tveir þriðiu hlutar hinn
ar upphaflegu lánsupphæðar.
Þriðjungurinn var farinn sem
fórn á altari okursins. — Lán-
takandinn spyr: „Eru þetta
einsdæmi? — Ég hygg ekki“,
segir hann. Og ef hann hefur
rétt fyrír sér, þá er hér um
alvarlega þjóðfélagsmeinsemd
að ræða í viðskiptalífi fslend-
inga.
Alþýðublaðið
Fæst á flestum veiíingastöðum bæjarins.
— Kaupið blaðið um leið og þér fáið jður
kaffi.
AlþýðublaðiS
I ÞANN MUND er Islend-
ingar fögnuðu fengnu fullveldi
í árslok 1918, hélt ungur mál-
ari sýningu á verkum sínum
í Thomas Gallery í París. Nafn
hans var Gharles Edouard Je-
anneret. Það var þá lít.t þekkt og
er svo rautlar enn í dag. Sýn-
ingin ’hlaut misjafna dóma. og
fæsta mun hafa grunað, að hér
væri mikið listanannsefni á
ferð. Það varð þó hlutskipti
þessa manns, að afla sér heims
frægðar, enda iþótt fyrir aðra
listgrein væri og undir öðru
nafni, og í dag setur list hans
svip sinn á stórborgir í öllum
álfum 'heims. Hinn ungi mynd-
listarmaður var enginn annar
en byggingameistarinn heims-
frægi, sem við bekkjum nú
undir nafninu Le Corbusier.
Le Corbusier er Svisslend-
ingur að uppruna, fæddur í La
Chaux-de-Fonds hinn 6. októ-
ber 1877. Síðar gerðist hann
franskur ríkisiborgari. Hann
hlaut menntun sína í París og
hefur síðan lengst áf verið
kenndur við Frakkland. Að
námi loknu leggur hann land
undir fót, fer víða og kynnist
mörgu. Hann kemur til Grikk
lands og á Akropolis kemst
hann í snertingu við uppruna
hinnar forngrísku listar. Eftir
þau kynni finnst honum hann
ekki vera samur maður, og þeg
ar hann snýr aftur heim, er
honum ljóst, að húsagerðarlist
verður ekki numin í háskólum.
BYLTINGARKENND
SJÓNARMIÐ
Asamt nokkrum öðru stofn-
ar hann tímaritið L’Esprit;
Nouveau árið 1920, og upp úr
því er talið, að ferill ‘hans semj
byggingameistara hefjist. Le.
Corbusier |hefur aldrei Verið;
myrkur í máli um skoðan.ir sín j
ar og barizt fyrir beim ötulli j
og drengilegri baráttu. í hin- J
um fiölmörgu ritverkum sín-
um (Vers une aröhitecture, Ur- j
banisme, L’art décoratif d’au-
jourd’hui, Almanach d’archi- j
tecture moderne o. fl. o. fl.)
heldur hann því fram, að bygg
ingameistarar nútímans verði
, að varoa af sér oki úrkynjaðr-
ar miðaldalistar og skapa sér
ný stíleiökenni í samræmi við
anda og: (kröfur þeirra 'tíma,
við li:fum á. Iíann leggur og
ríka áherzlu á, að hinir stór-
kostlegu möguleikar, sem fram
farir í vísindum og tækni hafa
n'-f sér? verði nýttir til hins
ýtrasta.
TVÆR HÚSAGERÐIR
Skal 'hér nú stuttlega minnzt
á tvær tegundir húsa, sem
kennd eru við Le Corbusier.
Fyrri tegundina hefur hann
nefnt Dom-ino hús. Eru það
tveggja hæða hús, lítil. Grind
hússins samanstendur úr þrem
plötum úr járnbentri stein-
steypu, sem hvíla á súlum hver
fyrir ofan aðra. Tvær neðri
plöturnar eru gólf fyrstu og
annarrar hæðar, en efsta plat-
an myndar þak hússins. Ætl-
ast er til, að plöturnar og súl-
urnar séu framleiddar í fjölda-
framleiðslu. Þegar þessi beina
grind hússins er upp komin,
eru útveggir byggðir með því
að hlaða upp í eyðurnar á milli
súlnanna. Staðsetningu glugga
svo og staðsetningu skilveggja
Le Corbusier.
innanhúss getur hver og einn
hagað að vild sinni. Hin húsa-
gerðin nefnist Citrohan hús.
Eru það margra hæða sambýl-
isihús reist á súlum (pilotis). Er
miikil áherzla á það lögð, að
hver íbúð sé sem mest út af
fyrir sig í húsum þessum, og
að hljóðeinángrun sé það góð,
að ekkert hljóð geti heyrzt
milli íbúða. Eitt síðasta afrek
meistarans á þessu sviði er
17 hæða sambýlishús í Mar-
sáill^s, sem reist var t!l að
bæta úr húsnæðisskorti verka
manna þar í borg. Stendur
hús þetta á gullfallegum stað
rétt utan við borgina, þar sem
útsýn er góð yfir bláar öldur
Miðjarðarhafs, og munu marg
ir minnast þess úr i'rönsku stór
myndinni ,,La Vie Commence
demain“, sem sýnd var hér í
Reykjavík fyrir nokkru. Kom
Corbusier fram í myndinni og
sýndi áhorfandanum húsið.
NÝTT SKIPULAG
STÓRBORGA
Þessi síðari húsagerð stend-
ur í nánu sambandi við tillög-
ur Corbusiers í skipulagningu
stórborga. Eru þær kenningar
svo gjörsamlega frábrugðnar
því, sem áður þekktist á því
sviði, að heita rná, að þar
standi ekiki steinn yfir steini.
Hefur Corbusier og óhilkað
haldið því fram, að rífa ætti
heilar borgir til gr.unna og
byggja síðan á r.ýjan leik*
Hann leggur mikla áherzlu á,
að borgarbúinn hafi sem bezt
skilyrði til þess að njóta sólar
og útiveru. íbúðarhúsnæði allt
er í sambyggingum, 17—20
hæða, en iðnaðar- og verzlun-
arhúsnæði í enn þá hærri bygg
irgum. Fjarlægðir milli húsa
eru imjög rrjiklar, sjaldan
minna en 400 :m. Húsin efu
byggð á súlum og sama er að
segja um vegi og akbrautir.
Má því heita, að allt borgar-
svæðið sé óslitið garðlendi, þar
sem msnn geta reikað um ó-
hindraðir sem á bersvæði væri
án þess að þurfa að leggja leið
sína yfir umferðargötur eða
krækja fyrir byggmgar.
Nú munu mar.gir ætla, að
með þvílíku byggingarlagi
hljóti byggðin að verða mjög
dreifð og því óeðlilega mikill
kostnaður við samgöngur,
gatnagerð og þess háttar, en
svo er þó ekki. T. d. má geta
þess, að íbúafjöldi á hektara í
slíkri iborg er 1000 á mó'ti 100
íbúum á 'hektara í hinum svo-
nefndu ,,garðaborgum“ (broad
acre cities), sem kenndar eru
við bandaríslka byggingameist
arann Frank Lloyd Wright.
Fram að þessu hafa hin ný-
tízkulegu áform Le Corbusiers
um skipulagningu stórborga
ekki náð fram að ganga, nema
að tiltölulega litlu leyti. Hinui
verður þó ekki neitað, að marg
ar eru þær borgir víða um
heim, sem væru fögrum stór-
byggingum fátækari, ef hæfi-
leika þessa frábæra listamanns
hefði ekki notið við. Má þar
nefna Moskvu. Stutt.gart, Genf,
París, Marseilles, Algiers, Rio
de Janeira og New York. svo
aðeins fá dæmi séu tekin af
handahófi.
Þess skal að lokum getið, að
þegar til þess kom að ákipu-
leggja aðalstöðvar SÞ í New
Yörk og ýmsir frægustu þygg-
ingameistarar heims voru
kvaddir til Iþess verks, þá var
Le Corbusier að sjálfsögðu í
þeim hópi.
DAGSKRÁ ALÞINGIS
Dags'krá sameinaðs . alþingis
í dag kl. 1,30:
1. Fyrirspurnir: a) Vernd hug
verka o. fl. b) Greiðslugeta
atvinnuveganna.
2. Sjónvarp, þáltill.
Bréfakassinn:
Hverjir bera ábyrgðlnal
AÐ undanförnu hefur borið
allmikið á því, að sérleyfishaf-
ar á leiðinni Reykjavík—Hafn
arfjörður hafa brotið af sér á
hinn freklegasta hátt hvað því
viðvíkur að standa svo við gef
in. loíorð, er menn hyggja að
þeir hafi ge.fið er þeir fengu
leyfið. Hér skal bent á eftirfar-
andi málinu til sönnunar:
Sunudaginn 7. marz kom. á-
ætlunarvagn, er flytja átti far-
þega til Hafnarfjarðar kl. 11.30
eigi fyrr en um miðnætti.
Hafði 'þá margt manna beðið í
fulla V2 klukkustuud í slæmu
veðri á berlsvæði.
Á sunnudaginn var, 14. þ.
m., kom vagn, sem átti að
f'lytja fólk til Reykjavíkur kl.
8, ekki fyrr en kl. 8.30. Var þá
í þann vagn hrúgað farþegum,
sem beðið höfðu eftir fyrri ferð
inmi Id. 8 auk þeirra, er komn-
i.r voru á vettvang og ætluðu
með þeirri seinni kl. 8.30. Hef-
ur hið opinber.a ekki einhverj-
ar skyldur gagnvart farþegum,
og eif svo er, er þá til of mikils
ætlazt, þó það hafi pftirlit með
störfum þessara séi'Ieyfishafa?
Hafnarfirði, 17. rnarz 1954.
Páll Sveinsson. j