Alþýðublaðið - 28.03.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1954, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAOIB Sunnudagur 28. marz 1954. Útgefandr Álþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmsðnr: Hamiibal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi SæmundssoR. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- «ími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, . Hvg. 8—10, Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Til hamingju með sigurinn jÞRÁTT fjrir iangvarandi fo^ráttu verkalýosfélaganna fy|rir sama kaupi kvenna og kárla skortir enn niikið á, að vibunandi árangur í þá átt hafi naðst. Þegar þessi barátta hófst, mátti það heita almenn regla, að kaup kvenna væri hélmingur af kaupi karla. .Nú mun það vera algengast, a? kvenna kaupið samkvæmt salmningum verkalýðsfélaganna við atvinnurékendur sé þetta 70—80% af karlmannskaup- iriu. Þetta er það, sem áunnizt hefur. . Alllangt er síðan það ákvæði íéikkst inn í samninga sumra vprkalýðsfélaganna, að er kon- ur væru látnar« vinna ásamt karlmönnum erfið störf, eins og útskipunarvinnu og þess háttar, skyldi þeim borgað karl mannskaup. I fæstum tilfellum leiddi þetta til þess að breyting yrði til hrekkunar á kaup- greiðslu vegna þessa ákvæðis, heldur miklu heldur til hins, að konur voru síður en áður látnar vinna slík erfiðisstörf. Samningsákvæðið hafði þannig nbkkurt giltíi £ áttina til auk- irinar vinnuverndar, en fremur lítið gildi í Þamkvæmd í áttina til Iaunakjarajafnrcttis. Fyrir fáum dögum hafa að minnsta kosti brjú verka- kvennafélög náð fram breyting um á kaupgjaldssamningi sín- um, og visrðist þar talsvert hafa á unnizt í þó átt að minnka bil ið milli kaupgjalds karla og kvenna við fiskvinnu. Komið var að því, að Verkakvennafé- lagið Framiíðin í Hafnarfirði legði út í verkfall til að knýja •fram þá kröfu félagsins, að kon ur, sem ynru við/blautfisk til skreiðarherziu — en það eru istörf, sem karlar hafa unnið og vinna jafnati að — skyldu fá karlmannskaup. Atvinnurekendur voru, eins og fyrri daginn, tregir til að verða við þessari sanngirnis- kröfu, en þó Iétu þeir nokkuð undan síga fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, þegar verkfallið var að skella á. Samdist svo um síðastliðinn mánudag, a'ð kaup við uppstöfl un á saltfiski og uppskipun á fiski skyldi hækka í dagvinnu úr kr. 7,14 í kr. 7,55 í grunn á klst. Vinna við spyrðingu og faloðhreinsun á fiski til lierzlu skyldi einnig falla undir þenn an kaupgjaldslið. Þarna er um allverulega hækkun að ræða á kaupi kvenna við fiskverkun, en þó er aðalsigur verkakvenn- anna í Hafm rfirði í því fólginn að hér eftir skal öll önnur hlautfiskvinna við harðfisk- verkun en v'ð blóðhrcinsun og spyrðingu gzeidd með kr. 9,24 á klst. í grunn, en það er karl- mannskaup. Með gildandi vísi- tölu kr. 14,60. Samkvæmt samningi verka- kvennanna í Hafnarfirði skal þó einnig grei’ða vinnu við folóðhreinsun og spyrðingu með karlmannskaupi, ef sú vinna er ekki unnin sérstak- lega út af fyrir sig af sömu koti um hálfan eða heiían dag. Verkakvennafélagið Fram- sókn í Reykjavík liefur einnig fyrir fáum dögum náð fram merkum kjarabótum, sem minnka bilið allverulega milli kaupgjalds kvenna og karla. í samningi Framsóknar hækkar kaupið verulgea við hreingern- ingar, uppskipun á saltfiski, hrejnsun og blóðhreinsun á fiski til herzlu og uppspyrð- ingar á fiski. Og karlmanns- kaup skal greiða konum við fiskflökun £ hraðfrystihúsum, við uppþvott og köstun skreið- ar á bíl og upphengingu skreið ar á hjalla. Kaupið, sem hér er um að ræða, er kr. 14,60 í dag- vinnu, kr. 21,90 í eítirvinnu og kr. 29,20 í nætur- og helgidaga vinnu. Þá er þess að geta í þriðja lagi, að Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur hef- ur alveg síðustu daga náð fram svipuðum réttarbótum með nýjum samningum við Utvegs- bændafélag Keflavíkur og Vinnuveitendafélag Suður- nesja. Samkvæmt þessum samningum verða greiddar kr. 11,93 í dagvinnu fyrir spyrð- ingu og blóðhreinsun á fiski til herzlu, og fullt karímannskaup kr. 14,60 á klst. í dagvinnu við uppskipun og umstöflun á salt- fiski. Þessar kauphækkanir verka kvenna í Hafnarfirði, Reykja- vík og á Suðurnesjum eru j merkur áfangi í létta átt, og . ber að samfagna þessum stett- arfélögum verkakvenna með sigurinn. En jafnframt er rétt að gera j sér Ijóst, að ennþá er langt frá j því, að atvinnurekendur hafi viðurkennt fullan rétt kvepna tií sama kaups og karlar. Það hefur ekki gerzt fyrr en allir sérstakir lægri launataxtar kvenna eru horfnir úr öllum kjarasamningum milli verka- lýðssamtaka og atvinnurek- enda. Raunar er dálítið sér- kennilegt, að fyrst skuli fást viðurkenning á því, að konum beri sama kaup og körl.um við erfiðustu störfin, þar sem sízt er hægt að ætlast til, að þær .skili sömu afköstum og karl- menn. En við liin léttari störf, svo sem við innpökkun, gegn- umlýsingu og vigtun fiskflaka í hraðfiystihúsunuin er konum framvegis ætlað lægra kaup. Er þó fullvíst, að ef karlmenn væru settir til þessara starfa, mundu þeir reynast' afkasta- minni og yfirleitt Jakari vinnu kraftur en kvenfólkið. Þáð er því alveg sérstaklega við slík síörf í fiskiðnaðinum, verk- smiðjuiðnaðinuin og í við- skipíalííinu við afgreiðslu- og skrifstofustörf, sem sjálfsagt er að greiða konum sama kaup og körlum. Það er réttlætismál, sem kvenfólkið má ekki hika við að fylgja eftir með einurð og festu. ÓGLEYMANLEG er mér sú ferð, er ég fór fyrst t'l Gríms- eyjar.. Við létum í haf frá Ak- ureyri árla dgas. Veðrið var undurfagurt, svo að jafnvel. Eyjafjörður var iagur á að horfa. Við sigldum mjög nærri austunströnidjinni ,.og var út- sýni vfir hana gott og skemmti legt, svo að gjörla rnátti greina öll mannvirki og iandslag vel, út alla Látraströnd. Á nyrzta bænum, Látrum. blöstu við, að því er virtist mik’ar og góðar byggingar, en stóðu og standa þarna eng.um t:l gagns, því að jörðin erjí eyði. Síðustu ábú- endur þar voru feðgarnir tveir, þeir er fórust innar á firðin- um í ofsaveðri fyrir nokkrum árum. Eftir þeirra dag faafa Látrar verið í eyði, og mann- virki grotna þar riður engum að gagni. Innan skamms vorum við komin út á opið faafið, eri sama góðviðrið faélzt engu að s'íður. Ekki tókum við beina stefnu á Grímsey, heldur sigldum dá- lítið til austurs, en meiningin með því var sú að geta séð hið stóra móðurskip, er Rússar áttu þarna. Var þetta okkur til mikillar ánægju og fróðleiks, því að þetta sama skip varð að tíðu umtalsefni í blöðum og’ manna á meðal síðar um sum- arið. Þetta var nefnilega ,.Tungus“. Við sigldum einn hring í kringum þetta geysi- stóra skip. Um 100 manns hafa áreiðanlega verið þar um borð. Tókum við nú stefnuna á Grímsey. Ekki var það löng sigling, og sáum. víð brátt failla undir eyna, fyrirheitna stað- inn. Skip okkar gat ekki lagzt að bryggjunni, því að faún er rnjög léleg. Bátum var hrint fram, og vorum við ferjuð í land. Á brygjuómyndinni var múgur og margmenni. Verið var að salta síld', og virtust eyj arskeggjar keppast mikið við. Vitinn í Grimsey. Löbbuðum við nú sem leið lá upp í eyna. Man ég eftir, að ég átti þar, tal við roskinn mann og spurði hann þessara vana- ^ legu spurninga um sprettuna og tíðarfarið, en hann svaraði: j „Ægi-lítil spretta og óskap- legt tap“. Þetta trúi ég hann hafi sagt við hvern mann,. sem I til 'hans kom. j Þáðum við nú ýmisá konar góðgjörðir hjá þeirn Grímsey- ingum. Ég fór ti;l séra Róberts Jacks og naut ler.gi gestrisrii þess góða manns og konu hans, frú Sigurlínu Guðjónsdóttur. Gekk ég nú um eyna og var það til mikils fróðleiks og skemmtunar. En því .miður höfðum við aðeins skamma við dvöl, skipinu lá þessi ásköp á. Kvöddum við nú þá Grímsey- inga með pligt og sóma, en því hét ég, að aftur skyldi ég fara til útskersins, sem svo oft er kallað. Aldeilis er mér ó- gleymanleg náttúrufegurð og yndisleiki Grímseyjar. Sigling in heim aftur var undursam- leg, því að miðnætursólin skein og baðaði allt í rauðglóa sín- um. Skúr kom yfir okkur rétt innan við Hrísejy og urðu að henni fagrir regnbogar, svo að unun var á að sjá. Langt var liðið á nóttu loksins þegar við komu til Alkureyrar eftir ánægjuríkan dag og fróðlegan, því að alltaf er gaman að sjá eitthvað nýtt. Lifi Grímseyiugar og menn- ingarhættir þeirra Iengi og vel, svo vel, sem eyjan þeirrá get- j ur látið þá lifa. ' Ágúst M. Sigurðsson. HINAR HEIMSKUNNU rannsóknir, varðandi 'kynlíf Bandaríkjamanna, karla sem kvenna eru háðar eini alvar_ varlegri grundvallarskekkju, 1— þær k.oma nefnilega ekki , nálægt þurigamiðju þess lög- máls, sem. þær fjalla um. Þær fjalla eingöngu uin líkamlega hlið þess máls, sem er fyrst og fremst er andlegt. Hinar frægu skýrslur Kinseys, með öllum sínum útreikningum, geta ef til vill varpað eins konar ,,’vís- indalegu‘£ skini á þá blekk- ingu, sem nú gerist svo áhrifa_ rík, að kynnmök séu einskon- ar innanhússíþróttir, ál'íka og bridsspil eða knattborðsleikur, sem menn geti náð fullkom- inni tækni í, ' fyrir stöðuga þjálfun, og þá helzt í leiik við eins marga „félaga“ og yfir verður komizt. SPURNINGIN, SEM GLEYMDIST Við framkvæmd þessara rann sókna varð sú spurning nefni lega út undan, sem i skiptir mannlegar verur mestu í þessu sambandi. Hvert er tilfinninga legt gildi ástaratlotanna? Sá, sem fyrir rannsóknunum stóð, í GREIN þessari, sem birzt liefur í mörgum kunn- um bandarískutn tímaritum og vakið mikla athygli, eru Kinseyrannsóknirnar svo- nefndu metnar á annan hátt en tíðast hefur gerzt. Mað- urinn er ekki fyrst og fremst dýr, — það er sjón- armiðið, sem höfundurinn leggur gagnrýni sinni fyrst og fremst til grundvallar. . . rw9 (Ésfinnl unað og algleymi, getur orðið vélræn og kvöl, jafnvel iðu_ lega haft í för með sér sár von brigði og sjál'fsvantraust, í staðinn fyrir sálræna fullnæg- ingu og vellíðan. virðist líta á ástaratlotin sem íþróttaraun. Þar sem tala keppendanna og þol þeirra og | afrek, eða mörkin, sem skoruð J eru, svo mælt sé á máli knatt_ 1 spyrnumanna, sé meira gildis, en einlægni og innileiki þeirra, Niðurstöðurnar blekkja þess vegna alvarlega þæði menn og konur, sem þegar hafa villzt í kynferðislegar ó- göngur, auka á kvíða þeirra og ræna þær traustinu á mann- gildi sínu. Þær persónur, sem orðið hafa kynlífsblekkingunni að bráð, fcomast brátt að raun um, að sú aðferð, sem slík „fræði rít“ fullyrða að veiti æðstan OHUGSANÐI AN ASTAR . .. Hin þráða fullnæging er ó- hugsanleg án ástar. Ekkert al gleymi getur átt sér stað, nema fi-amkvæmd. kynferðis- atlotanna sé sprottin af ást á viðkomandi persónu. Ástin er heit meðvitund um þann, sem sem maður ann, einlæg viriðing fyrir honum eða henni sem mannlegri persónu, og ósjálf- ráð, eðlileg viðurkenning þess, að þörf hennar sé jafn mikil- væg og manns eigin þörf. En þær persónur eru alltof margar, sem auðsýna atlot sín aðila, sem myrkrið hefur gert þeim ópersónulegan. Kynferð isatlotin verða þeim kvöð, sem uppfyllt er, án nokkui'rar sannrar kynferðislegrar full- nægingar; ,þar sem einungis er um að ræða vanabundin og skylduræn atlot, sigla þreytan og vonbrigðin í kjölfar þeirra, þau vekja engan lífrænan un_ að, og bætir engin þaulæfð eða (Frh. á 7. síðu.) j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.