Tíminn - 21.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1964, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. nóvember 1964 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Firamkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l'órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur • Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, slmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Olíuflutningarnir Samningar þeir, sem ríkisstjórnin hefur gert við Rússa um olíuflutninga frá Rússlandi, hafa vakið allmikla at- hygli eins og eðlilegt er, enda er þar augljóslega um und- arlega samningsgerð að ræða, þar sem afleiðing þeirra verður sú, að eina stóra olíuskipið, sem íslendingar eiga, og flutt hefur olíuna á heimsmarkaðsverði og er reiðubú- ið að gera það enn, hefur ekki lengur verkefni í þágu íslendinga. Eign þessa olíuskips hefur þó verið landsmönnum ómetanleg trygging fyrir stanzlausum olíuflutningum til landsins, og vegna þess höfum við verið óháðir öðrum og ekki þurft að sæta neinum afarkostum erlendra félaga. Allir hafa og viðurkennt, að eðlilegt væri, að þetta eina olíuskip okkar annaðist flutninga fyrir íslendinga eftir því sem það gæti fyrir heimsmarkaðsverð en þyrfti ekki að leita eftir erlendum flutningum. Nú hefur það gerzt, að ríkisstjórnin tekur undirboði Rússa á olíuflutningum og útilokar með því Hamrafell frá flutningunum, þó að eigendur þess bjóði sömu kjör og 1964, en það er meðaltal heimsmarkaðs- fragtar. Það var ríkisstjórnin sem ákvað þetta. Allir sjá, að hér er farið út á hættulega braut. Vera má, að undirboð Rússa sé gert af einhverjum annar- legum ástæðum, t. d. til þess að ná undir sig olíuflutning- um, sem hækka mætti síðar, þó að engu verði slegið föstu um það enn. Allir sjá í hvert óefni stefnt væri, ef ríkis- stjórnin gengi lengra í þessum efnum, t. d. tæki undir- boðum um almenna vöruflutninga til landsins, og gerði þar með kaupskipaflota landsins atvinnulausan í þágu ís- lendinga. íslenzkur kaupskiparekstur og siglingar eru sjálfstæði landsins höfuðnauðsyn, það eru ekki ný sann- indi. Það er óviturlegt að taka undirboði, sem gert er í bili, til þess að skaða íslenzkar siglingar. Hér var ekki farið fram á nein fríðindi handa Hamrafelli. Þetta munu landsmenn skilja og viðurkenna, og jafnvel höfuðmálgagn ríkisstjórnarinnar, Morgunblaðið, treystir sér ekki til þess að taka fulla ábyrgð á þessari gerð ríkis- stjórnarinnar og segir í forystugrein í fyrradag: ,,Þar sem állt efnahagskerfið er undir stjórn ríkisvalds- ins er hægt að haga viðskiptum eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni, og vissulega er illt til þess að vita, ef þessar aðgerðir Rússa verða til þess að selja verður úr landi eina stóra olíuflutningaskip íslendinga“. Launakjör kennara Samþykkt, sem Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hefur sent frá sér um launakjör stéttarinnar, minnir enn á þann vanda, sem við er að eiga í þessum efnum. Hún minnir á þá staðreynd, að mikið skortir á, að unnt sé að fá lærða og hæfa kennara í allar kennarastöður við barna- skóla landsins, og ástæðan er bágborin launakjör- Aug- ljóst er nú orðið, að leiðrétting sú, sem þessi stétt fékk fyrir tveimur árum, dugar engan veginn til þess að laða nógu margt gott fólk að kennarastarfinu. Við eyðum mörg hundruð milljónum til barnafræðslu, en skilyrði þess, að það komi að notum, eru hæfir kennarar. Flótti úr þeirri stétt er óbætanlegt áfall, tjón, sem aldrei verður metið og getur orðið þjóðinni örlagaríkt. Barnakennarar telja með allmiklum rétti, að nokkurt endurmat hafi nú farið fram á starfi framhaldsskólakennara með hækkun í launaflokkum, og krefjast þess, að slíkt endurmat verði einnig látið ná til barnakennara. Það er þetta endurmat á starfi kennarastéttarinnar í landinu, sem verður að fara fram. og bætt getur úr kennaraskortinum. TÍMINN FréHaritari „Times“ í London segir frá: Eystrasaltsþjóðirnar búavið rýmri kjör en Rússar sjálfir Vegna pólitískra ástæðna njóta þær ýmissa sérréttinda. „MÆTTl bjóða yður jarðar- ber? Við berum þau fram með rjóma . . . “ Þessi Kurteislega spurning var borin fram við lok mið- degisverðar í Palace-veitinga- húsinu í Tallin. Hún lét mjög furðulega í eyrum ferðamanns, sem orðfnn var vanur skeyt ingarleysi því og óendanlegu bið, sem menn eiga að mæta í hinum dýrari veitingahúsum annars staðar í Sovétríkjunum. Hugsunin um góða þjónustu og lystaukandi rétti, tilheyrir langtum blómlegra og betra lífi en gerist í Rússlandi. Þarna liggur einmitt áhrifamesti blærinn, sem erlendur ferða- maður verður var við í Eystra saltsríkjum Sovétríkjanna. Daglegt líf er hér mun ó- þvingaðra og snurðulausara en annars staðar, og maður furð- ar sig enn meira á þessu þegar maður minnist Ribbentrop- samningsins og stjórnmálasókn- ar Sovétríkjanna, sem leiddu til innlimunar þessara ríkja, qg miskunnarleysis Soroff hers- höfðingja við ruddalegan brott- flutning saklausra heima- manna þúsundum saman Rúss um er sjálfum ljóst, að þessi iýðveldi búa við sérstök kjör og njóta sérréttinda. Betri borgari einn í Moskvu viður- kenndi, að ég hefði rétt fyrir mér þegar ég sagði honum frá áliti mínu. „Já“, sagði hann. | „Þeir hafa verið í Sovetskaya Zagranita" (hið erlenda sovét). HIN fjölmörgu veitingahús í Eistlandi gefa algerlega ósov- éskan svip og sama er að segja um ölstofurnar í Vilna, þar sem fólk safnast saman eins og tíðkast í Evrópu, til þess að láta sjá sig og sjá aðra og ræð- ast við í næði, löngu eftir að búið er að tæma bollana eða krúsirnar Gömlu húsin eru skreytt skjaldarmerkjum. Mjóu, steinlögðu göturnar í Tallin gætu alveg eins verið í Marburg eða Helsingjaeyri og bera vott um dönsk og þýzk yfirráð í Eistlandi, löngu áður en Pétur mikli lagði landið fyrst undii sitt hraðstækkandi rússneska ríki. í Vilna eru gamlar kirkjur í ofhlæðisstíl og súlnagöng, sem gætu alveg eins verið í ítölskum bæ. Þetta sýnir greini iega tengsl Lithauens við róm- versku kirkjuna, en þau eru enn sterk. Það er jafnvel fátt annað en skellótt málning og fáránlegar gluggasýningar, sem greina sumar göturnar í Ríga frá svipuðum götum í gömlum Hansaborgum vestar í álfunni. Sléttar gangstéttir og vel hirt blómabeð bera vott um reglu- semi, sem fyrirfinnst ekki i Rússlandi. í EYSTRASALTSLÖNDN- UM ríkir ákveðinn smekkur og ákveðinn stíll. Húsgögn að danskri fyrirmynd eru fram- leidd í fjöldaframleiðslu í Tall- in og seld við hóflegu verði. Þau eru augnayndi í saman- burði við þungu, ofbólstruðu húsgögnin, sem Rússar kjósa fremur. í verksmiðjunni var mér sagt, að ekki væru nema 15—20% framleiðslunnar „flutt út“ til Rússlands. Nokkrar ó- unnar viðartegundir og leir- lampar eru töluvert áberandi í nútímaskreytingu innanhúss og stendur þetta fyllilega á sporði skrautlegu plastinu og lýsingu þeirri, sem tíðkast um þessar muhdir innanhús í Rúss- landi. Gamlar byggingar eru um- svifalaust fjarlægðar í Rúss- landi, nema þær allra verðmæt- ustu. í Eystrasaltsríkjunum er aftur á móti allt að því smá- munaleg natni við það lögð að varðveita gamlan svip borg anna. T.d. var gert uppkast að ævintýralegri framhlið á skóla einn í miðri borginni, til þess að hann samræmdist mörgum gömlum en sundurleitum hús- um handan götunnar. Eftirtektarverðast er, að í Eystrasaltsríkjunum ber minna á drykkjuskap og meira á kurteisi í hinum almennu sam- göngutækjum en í Rússlandi. Hér er oftar sagt: „gjörið þér svo vel“ og „þakkir". Skapið hleypur ekki eins auðveldlega í gönur og meiri þolinmæði er að mæta. Við einn veitinga- staðinn í sumarbúðunum við ströndina í Vzmorie í Ríga, beið fólk í langri röð án þess að mögla meðan einheittur eft- irlitsmaður var að sanna sölu- konunni, að tómatssafamál hennar væri of stórt. Ekkert óánægjuhróp heyrðist þegar verið var að frumsýna eist- neska breiðtjaldsmynd og sýn- ingin stanzaði þó hvað eftir annað. EINA ástæðu þess, að lífs- hættir eru óþvingaðri í Eystra- saltsríkjunum en í Rússlandi og lífskjör rýmri, er efalaust að finna í því, að húsnæðis- ástandið er hér ekki eins erfitt viðfangs. Heilbrigðisyfirvöldin í Rússlandi viðurkenna níu fer- metra sem lágmark á íbúa. Þessu marki tekst með erfið- ismunum að ná í Moskvu og flestum rússnesku lýðveldun- um. Nýju iðnaðarborgirnar i Mið-Asíu eru til muna neðan við þetta mark. Mér var sagt, að meðal gólfflötur á íbúa væri 27.7 fermetrar í Tallin, 12,5 fermetrar í Ríga og 11 fer- metrar í Vilna, en hún varð fyrir mjög miklum skemmdum í stríðinu Bygging húsa fyrir eigin reikning er bönnuð í flestum hinna stærri borga í Rússlandi og þar á meðal í Ríga. Á þessu eru aftur á móti engar hömlur í Tallin. í Eistlandi voru byggð- ir 350 þús. fermetrar íbúðar húsnæðis á árunum 1959— 1963, en af því voru um 100 þús. eða nálega þriðjungur í einkaeigu Á flokksþinginu í fyrra var játað, að þetta væri „andstætt grundvallarkenning- um um nútímabyggingu". Engu að síður var ákveðið að láta þetta viðgangast. þar sem við- urkennt var, að „ekki yrði með ríkisfjárfestingunni einni unnt að fullnægja kröfunum um nægilega öra byggingastarf- semi.“ f barrskóginum við Pirida, sá ég árangurinn af þessari stefnu. Þar var fjöldi fallegra, nýrra einbýlishúsa með háum göflum, eins og nú tíðkast á Norðurlöndunum. ÉG hitti að máli ungan Framhald á bls. 13. Frá höfuðborg Elstlands, Tallin. Lengst tll vlnstr! sést gamall kastali, sem Danlr létu byggja þar fyrlr mörgum öldum síðan, á miðrl myndinnl séit leikhúslð, og lengst íil vinstrl elzta gata borgarinnar. Tallin (Reval) er ein helzta hafnarborgin vlð Eystrasalt. Það var Valdimar sigursæli Danakonungur, sem valdi TaMin fyrlr aðseturstað sinn ag heflr borgtn rætur sínar að rekja til þelrrar ákvörðunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.