Tíminn - 21.11.1964, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 21. móvember 1964
8
TÍMINN
The Fielda of Noon. Höfundur:
Sheila Burnford. Útgefandi:
Hodder and Stoughton, 1964.
VerS: 15 s.
Sheila Bumford er fædd í
Skotlandi, býr nú í Ontario í
Kanada, gift og á þrjú börn.
Hún var hjúkrunarkona á
stríðsárunum. Hún hefur yndi
af flugi, veiðum og stjörnu-
fræði. Fyrsta bók henna- ,.The
Incredible Journey“ var met-
sölubók 1961. Þessi bók fjallar
um heimili og heimilisvini höf-
undar. Margvíslegar dýrateg-
undir koma hér við sögu, kan
aríufuglar, fiskar og kettir.
Kaflinn um villiköttinrt, sem
bjó í bílskúrnum einn vetur,
þáði góðgerðir, en hélt sig allt
af í vissri fjarlægð frá veigjörð
arkonu sinni, er ágætur Hér
segir frá fornleifarannsóknum
og hugrenningum höfundar í
sambandi við steinaldartæki og
I-Ioover ryksugur. Lýsingir. á
kanadíska vetrinum er með
ágætum og ekki síður lýsingin
á vorkomunni. Þegar vorar fer
höfundur strax upp í veiðikofa,
sem hún á fjarri mannabyggð-
um og þar nýtur hún voikom-
unnar. Þetta er að nokkru leyti
sjálfsævisaga eða þáttui úr
lífi Sheilu Burnford. Þetta er
ljúf bók, næmleiki fyrir til-
brigðum náttúrunnar og hlý-
leiki í garð þeirra ferfættu og
vængjuðu eru aðall bókarinn-
ar.
A Case of Kirives. Höfundur:
H. W. Sutherland. Útgefandi:
Geoffrey Bles, 1964. Verð: 16
s.
Höfundurinn er skólastjóri í
Newcastle. Hann hefur ritað
tvær skáldsögur auk þessarar,
„Fiddle Me Free“, sem gerist
í hernum og „Best Out of Thee‘,
dagssaga drenghnokka. Auk
þess hefur hann ritað smásögur
og unnið fyrir'útvarp og sjón
varp. Þétta er saga manns, sem
á erfitt með að aðlagast um-
hverfi sínu. Aðalpersónan er
John Exnaboe, fertugur skóla
stjóri, kvæntur og á einn son,
þriggja ára gamlan. Hingað til
hefur allt gengið sæmilega,
hann fær þokkalega atvúnnu
sem skólastjóri og skáldsaga
eftir hann er tekin til útgáfu.
En hann er klaufskur að um-
gangast aðra, móðir hans er
honum fráhverf og kona hans
einnig og smátt og smá.t ein-
angrast hann frá samstarfs-
mönnum sínum, sem eru þó
vinsamlegir en að honum finnst
full afskiptasamir. Hann veit
ekki hvort einangrun hans staf-
ar af rótleysi nans sjálfs eða
þeim kröfum sem hann gerir
til sjálfs sín og annarre og
sem eru frábrugðnar þeim
sem tíðkast með samferðamönn
um hans. Hann verður innf.verf
ari en áður og ýmis vandræði
steðja að í skólanum, hjóna-
bandið hangir á bláþræði og
móðir hans veikist alvarlega.
Hann verður að gera siálfan
sig upp og aðiaga mat siti á
verðmætum samfylgdarmönn-
um sínum. Þetta er laglega
gerð bók, höfundurinn lýsir
persónum af næmleika og inn
sæi, auk þess er bókin læsileg.
Unternehmen Barbarossa Höf-
undur Paul Carell. Útgefandi:
Verlag Ullstein. 1963. Verð:
DM 28.
Þetta er stór bók. 560 síður
með 20 litmyndum, 62 svart
hvítum myndum, 35 landabréf-
um í texta og yfirlitslandabréfi.
Unternehmen íBai barossa var
leyniorðið yfir árásaráætlun
Þjóðverja á Rússland Þessi
árás orsakaði alla framvindu
þess sem skeði síðar í styrjöld
inni og einnig þess sem skeði
eftir stríðið og er enn að ske.
Hverjar voru hinar stjórnarfars
legu forsendur að þessari árás?
Og hvernig var árásin hugsuð
i_ upphafi? Svarið er þess; bók.
Árásin hófst kl. 3.15 bann 22.
júní 1941. Herstyrkurinn var:
Rúmlega 3 milljónir herinanna,
600 hundruð þúsund flutninga-
tæki, 3580 skriðdrekar, 7184
fallbyssur og 3000 flugvélar.
Árásin var skyndileg og vel
undirbúin, rússneski herinn
var upprættur, það af honum,
sem ekki komst undan á flótta,
og þýzki herinn komst 1500
kílómetra inn í Rússland og að
hliðum Moskvu og langleiðna
til Kaspíska hafsins. Sigurinn
virtist vís í fyrstu lotu. En
það var Stalín sem sigraði.
Hvdls vegna?
Paul Carell hefur lagt geysi-
lega vinnu í samantekt þessa
rits. Hann rekur sögu árásar-
innar í einstökum atriðum,fylg
ist með hernum á öllum víg-
stöðvum og rekur atburði og
dáðir óbreyttra hermanna og
liðsforingja. Hann kann góð
skil á því sem gerðist að tjalda
baki, togstreytu hershöfðingj
anna og Hitlers, sem þóttist
fær um að segja þaureyrdum
hershöfðjngjum fyrir verkum.
Þótt allt væri slétt og fellt á
yfirborðinu þá voru engir kær
leikar með herforingjaráðinu
og stormsveitunum. Herforingja
ráðið átti sér langa scgu i
Jósef Stalín.
Prússlandi, það var stofnað
1657 og átti mestan þátt í
skipulagningu og undirbúningi
allra meiri háttar herferða og
hernaðarframkvæmda býzka
hersins í tæpar þrjár aldir.
Prússnesku junkarnir réðu og
mótuðu stefnu herforingjaráðs
ins bæði í hernaði og pólitíska
stefnu þess á friðartímum Þeir
voru hollir og dyggir þjónar
konungsættarinnar í Prússlandi
og síðar keisarans, hollusta við
furstann og ættlandið var ein-
kenni þessara manna. Hlýðnin
var þeirra æðsta boðorð Með-
an völdin voru i höndum sið-
aðra þjóðhöfðingja var þessi
eiginleiki kostur, en þegai að
húsamálarinn frá Vínarborg var
orðinn stjórnandi Þýzkalands
varð þessi dyggð að ódvggð.
Þeir hlýddu og reyndu að líta
á þessa göturottu sem þjóð-
höfðingja, sem öskraði og æpti
á þá á herstjórnarfundum Og
það var þetta tyrirbrigði sem
var æðsti herstjóri Þýzkalands
og einvaldi. Hann þóttist hafa
gott vit á herstjórnarlist eins
og fleiru og hann ákvað hvað
gera skyldi í ágúst 1941 en sú
ákvörðun álítur höfundur að
valdið hafi þáttaskilum í her-
ferðinni. Bókin er mjög læsi-
Ieg og höfundur styðst ein-
göngu við heimildir og stað
reyndir, getgátur eru honum
fjarri skapi.
Focus. Höfundur: Arthur Mill-
er. Útgefandi: Panther Books,
1964. Verð: 3/6
Þetta er endurprentun. Bók
in kom út í Englandi hjá Goll
ancz 1949. Þetta er saga um
ofsóknir og fordóma. Miller
lýsir hér listilega andrúnslofti
haturs og ótta þeirra sem of-
sóttir eru. Ofstæki og ofbeldi
ræður ríkjum og venjulegi fólk
umhverfist og fyllist heift og
hatri til þeirra, sem rétt áður
voru kunningjar þess og vinir.
Tortryggni og getsakir eitra
andrúmsloftið, illska og heift
ráða ríkjum. Þetta er áhrifamik
ið verk og átakanlegt. Spennan
helzt bókina út og verður lítt
þolandi undir lokin. Lýsingin á
grimmd og hatri, sem hinir of-
sóttu verða að þola er minnis-
stæð. Kynþáttahatrið er okkur
hérlendis framandi, en eftir lest
ur þessarar bókar skilst manni
betur hvilíkt vandamál slíkt
getur orðið. Og hatursefnin eru
fjölbreytt, þétta er bók um við
urstyggð haturs og heiftar. for-
dóma og forheimskunar.
Panther útgáfan er rekin af
miklum dugnaði, að vísu mikill
hluti útgáfunnar endurprentar,
ir, en þær eru svo ódýrar að
allir geta eignast þær Útgáfan
hefur gefið út nöfunda eins og
Henry Miller, Lewis, Jean Gen
et, Habe, Howard Fast, Dylan
Thomas og nóbelsverðlaunahaí
ann Jean-Paul Sartre, auk
margra fleiri. Vasabókaútgáfan
blómstrar nú víðast hvar og er
mikil samkeppni um höfunda
og útgáfurétt og er hún starf-
seminni til aðhalds.
Master Sermons Through the
Ages. William Alan Sadler sá
um útgáfuna. Útgefandi: SCM
Press Ltd., 1964. Verð: 25s
Þetta er safn prédikana frá
fjórðu öld fram á þá tuttug-
ustu. Alls þrjátíu prédikanir.
Sumar frumfluttar á ensku, aðr
ar þýddar. Útgefandi hafði
þann hátt þegar hann var prest
ur við kirkju í New York, að
lesa kafla úr frægum prédikun
um fyrir söfnuð sinn. Þessi lest
ur féll í góðan jarðveg og þar
er að leita uppruna þessarar út
gáfu. Þessi bók er betri kennslu J
bók í ræðulist en margar bæk-
ur um ræðulist, einnig er þessa
jafnframt kennslubók f guð-
fræði. Hér tala margir fræg-
ustu og færustu klerkar kristn-
innar og bera fram kenningar
kirkjunnar eins og þær voru og
eiga að vera samkvæmt játning
arritunum. Það er mikið fjas-
að um það nú. á dögum að
margt í kenningum kirkjunnar
sé úrelt, sé svo, þá hlýtur mað-
urinn að hafa breytzt mjög síð-
ustu hundruð árin, en siíkt hef
ur ekki átt sér stað, samkvæmt
skoðunum merkustu lífeðlis
fræðinga sem nú eru uppi það
hafa ekki orðið neinar breyting
ar á gáfnafari mannsins síð-
ustu 10 til 20 þúsund árin. Sið
ferðilega hefur maðurinn ekk
ert breytzt og trúarþörf hans
virðist einnig óbreytt Því
hljóta siðferðiskenningar kirkj
unnar samkvæmt játningarrit
unum að vera næst því sem
rétt er og trúarkenningarnar
eru byggðar á helgum ritum
kristinna manna. Inntak kristn
innar er friðþægingarkcnning-
in, kenning um hinn algjöra
kærleika. Allir beztu menn
kirkjunnar frá upphafi halda
fram þeirri kenningu. Það
hljómar því heldur ankanna-
lega þegar andatrúar og frímúr
araprestar hérlendis eru að
bera fram algyðislegar þoku-
slæðings fabúlur sem ekki
standast minnsta blæ raka og
skýrrar hugsunar Þeir tal-.- um
Guð eins og lipran bankastjóra,
sem alltaf framlengir Þessi
plebeiismi meðal ísienzkra
irierka er orðinn heldur hvim
leiður og er íslenzku kirkjunni
sem stofnun til skammar. Þess
ar fabúlur falla ef til vill i góð
an jarðveg andatrúarkellinga
og guðspekilalla, en þetta er
ekki kristinn dómur. Þessi bók
er góð lesning bæði fyrir klerka
og guðspekilalla, en þetta er
höfunda fylgir.
YFIR ALDA HAF
Ný bók effir Sigurð Ólason
YFIR ALDA HAF heitir nýút-
komin bók eftir Sigurð Ólason lög-
fræðing, sem er lesendum Tímans
að góðu kunnui vegna greina hans
um þjóðleg efni, er birzt hafa hér
í blaðinu. Bók Sigurðar fjallar um
söguleg og þjóðleg fræði innlend,
svo sem heiti hennar úr Alda-
mótaljóðum ber með sér. í bók-
inni er hreyft ýmsum nýjum skýr-
ingum og tilgátum um veigamikil
atriði íslandssögunnar, tilfærð
rök og heimildir, oft eftir lög-
fræðilegum leiðum, og fer höf-
undur sjaldnast troðnar slóðir. I
bókinni eru og rakin gömul dóms-
mál og sagt frá mönnum og mál-
efnum, myndum og minjum, frá
hinum ýmsu tímum og tilefnum,
sem til þessa hafa verið umdeild
og óvissu blandin. „Margt í bók-
nni mun þykja nýstárlegt og ekki
í samræmi við viðtekna sögu-
skoðun, málsefnin víða áhrifa-
mikil og atburðarásin spehnandi,
enda er höfundi einkar sýnt um
ið gæða efni sitt lífi og gefa frá-
sögninni áhrifamikla stígandi*-, t
segir á kápu bókarinnar.
Úr efni bókarinnar má t.d. geta
sögu hellisbúans í Hnappadals-
hraunum, sem síðar varð höfðingij
í framandi landi, frásagnar um,
íslandsjarl og ömurleg endalok
hans, mikilsverðan en áður van-
metinn þátt Ara lögmanns í sjálf-!
stæðisbaráttu íslendinga á siðbylt-j
ingartímanum sett er fram á ný
og reyndar umbyltandi söguskoð-
un um Kópavogsfund 1662, og þá
menn, sem þar komu við sögu,
rakinn aðdragandi þess, að hand-
rit Árna Magnússonar lentu hjá
Hafnarháskóla og furðulegar
framferðir náskólans í þvf sam-:
bandi, o.s.frv. Þá eru frásagnir og
skýringar um gömul sakamál og
dómsmál, þ.á.m þrjú liflátsmál,
um konungsdóttur í vissum tengsl-
um við íslendinga, sem brenndj
var á báli f Noregi, um dularfullt
faðernismál og grimmileg örlög
og aftöku skagfirzkrar stúlku,j
sögulega eftirreið Skagfirðinga,!
Sigurður Ólason.
mál sýslumanns Wíums og Sunn-
efu og þeirra systkina, sem talið
hefur verið eitt margþættasta
glæpamál hér á landi á síðari öld-
um, og loks eru hér rakin hin
frægu Bræðratungumál, þeirra
Áma prófessors Magnússonar og
Magnúsar jungherra í Bræðra-
tungu og Snæfríðar tslandssólar.
Þá eru í oókinni ýmsir þættir
listsögulegs eðlis, reynt er að ráða
myndgátur (ögmannsstólsins frá
Grund, sem hugsanlega hefur að
geyma mynd eða svipmót þjóð-
hetjunnar Jóns Arasonar, mynd
er birt af Brynjólfi biskupi, rakin
furðuleg saga skírnarfontsins í
Dómkirkjunni, og sýnt hvar frum-
verkið, sem íslendingum var ætl-
að. er niður komið, o.s.frv Loks
er vikið að „ieyndarmáli úr Rauða-
melshraunum" og reynt er að ráða
þá sérkennilegu krossgátu. Innan
um þetta efni eru í bókinni ýmsar
frásagnir um fólk og atburði á
ýmsum öldum. um Þórunni á
Grund dóttur Jóns Arasonar, Daða
í Snóksdal 'ögmanninn á Reyni-
stað Guðbrand biskup. Jón Vída-
lín Brynjóli biskup Ragnheiði
Brynjólfsdóttui. Helgu „matrónu"
í Bræðratungu, Odd lögmann hina
ríklátu frú á Rauðamel, Sigriði
Hákonardóttui frá Bræðratungu,
Guðmund ríka i Brokey, Hólms-
mæðgur og morð á Bessastöðum
og myndir á grafhellu í Staðar
staðarkirkjugarði. svo dæmi séu
nefnd
Bókin er prýdd myndum, þar á
meðal sumum, sem ekki hafa ver-
ið birtar áður.
Bókaútg. Hildur gefur Dókina
út, og er frágangur allur hinn
vandaðasti.
i PUSSNINGAR
iSANDUR
j Heimkeyrður pússntngar
! sandur og vikursandui
! ugtaðuT eða osigtaðm við
, núsdvrnat eða komtnn upp
j a hvaða hæð sem er eftu
iskum kaupenda
'íandsalan við Elliðavog s.l
Simi 41920