Tíminn - 15.12.1964, Side 8

Tíminn - 15.12.1964, Side 8
8 TÍIV9INN ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964 — Ég mundl segja að það væri aldarandinn. Það er staðreynd að það er ekki talið „fínt“ að sækja kirkju. Og kannski finna ungling- ar að gerðar eru til þeirra kröfur, og einmitt á þessum aldrl vilja þau brjótast undan hvers konar aga. Og kirkjan gerir kröfur til þeirra, sem þau óska ekki eftir og því hverfa þau. Ekki endilega vegna þess þau séu trúlaus. — En fermingarbörnin, líta þau aðeins á ferminguna sem illa nauð- syn? — Það er næsta erfitt að gera sér grein fyrir hugarfari þeirra sumra. Ég er hræddur um að mörg komi af því að allur þorri unglinga lætur ferma sig, heldur en trúar- legar ástæður liggi til grundvallar. En hins vegar er ég ekki í neinum vafa um að þau verða fyrir'sterk- um áhrifum á sjálfan fermíngar- daginn. Hversu varanleg þau áhrif eru veit ég ekki. Vantar jólabarnið. — En nú er mikil kirkjusókn á jólum. Er það trú eða eins konar jólastemmning, sem veldur? — Nú veit ég ekki, hvernig það er hér, því að þetta eru mín fyrstu jól sem prestur í Reykjavík. En ég mundi segja að ef fólk kæmi á jólum, en aldrei annars. fagnaði ég því. — En jólahald okkar almennt, er það ekki komið út í öfgar? — Ég sagði einu sinni í prédik- un — og var skammaður fyrir — að ég væri hræddur um að það vantaði raunverulega jólabarnið í vagninn. Það er gott og fagurt að reyna að gleðja aðra. En þegar aðalatriðið er að hafa sem mest upp úr jólunum þá er þetta kom- ið út í öfgar. í sveitum er jóla- hald miklu fábrotnara og minna um að vera, sveitafólk heldur sín jól á allt annan hátt en kaupstaða- fólk. — Viljið þér láta breyta messu- forminu, taka t.d. aftur upp klass- i^ka messu? m— Hvað sjálfan mig snertir hef ég ekki áhuga á því, kannski er það vegna þess ég hef ekki kynnzt því. En ég held ekki að kirkju- sókn svo léleg vegna þess að messu formið henti ekki. Það er ekki aðeins kirkjan sem á við erfiðleika að etja. Allur félagsskapur, sem gerir kröfur til manna á í vök að verjast. Stjórnmálamönnum dett- ur ekki í hug að boða til eíns fund- ar á ári án þess að hafa uppi gleði og loddarabrögð fyrir utan ræð- una. Ef kirkjan færi inn á þá braut gæti verið að aðsókn yrði meiri. Kannski liggur þetta í að við vilj- um komast undan ábyrgð, hvert og • eitt og varpa henni á heildina. Og því er ekki að leyna að kirkjan gerir kröfur til einstaklingsins. Það mætti ef til vill segja að góður kirkjusöngur yrði til uppörvunar. En meðan kjör organista og söng- fólks eru óbreytt næst takmarkað- ur árangur. Og ekki er hægt annað en dást að þessu fólki, sem leggur á sig mikla vinnu fyrir litla borg- un. Þyrfti að nýta Irafta eldri presta. — Væri ekki æskilegt að prest- ar stæðu í nánara sambandi við heimilín? — Jú, sannarlega. Og þá er kom- ið að máli, er ég hef mikinn áhuga á. Og það er á hvern hátt kirkjan geti notað sér krafta aldr- aða presta, sem eru komn- ir yfir aldurstakmörk em- bættismanna, en eru í fullu fjöri. f stóru prestakalli væri þýð- ingarmikið að geta notað starfs- krafta þessara manna einkum til húsvitjana í samráði við sóknar- presta. Þeir væru á margan hátt ákjósanlegir til þessara starfa, þvi að þeír hafa meiri lífsreynslu og kannski víðtækari skilning en hin ir ungu. Ég veit náttúrlega ekki, hvernig Reykvíkingar tækju þessu, en ég hef þá trú að þetta verði að komast í framkvæmd og þegar fólk hefði jafnað sig eftir mestu undrunina tæki fólk því vel og þetta gæti áreiðanlega orðið mörg um til góðs. sagði sr. Sigurður Haukur að lokum. Séra Jón Thorarensen, sóknarprestur í Nes- kirkju Ég bið sr. Jón Thorarensen að segja mér lítillega í hverju jóla- undirbúningur hans sé fólginn. — Ég byrja venjulega að semja ræðurnar snemma í desember og hef lokið því í góðan tíma fyrir jól. — Hvernig er kirkjusókn á jól- um? — Alltaf mjög góð. Og þá kem- ur fólk á öllum aldri. Og mikið húsaskóla — og þar var ég reynd- ar settur inn í embættið á sínum tíma. Bygging Neskirkju. — Víltu segja mér smávegis um kirkjubygginguna og hvernig hún gekk fyrir sig? — Þá væri nú miklu betra fyrir þig að tala við hann Stefán Jóns- son, prentsmiðjustjóra, segír sr. Jón Thorarensen. — Hann er for- maður sóknarnefndar og veit allt um þetta. Ég skal hringja í hann fyrir þig. Svo gefur hann mér samband við Stefán sem fúslega veitir mér upplýsingar. — Strax á fyrsta ári safnaðar- ins var kirkjubyggingarmálinu hreyft og undirbúningur hafinn. Lóð undir kirkjuna var tryggð og efnt til samkeppni um uppdrátt að kirkjunni. En þótt margt hefði unnizt á skömmum tíma var erf- iðasta viðfangsefnið óleyst — fjár- hágshlið málsins. Varð þetta til þess að málið strandaði í bili, eða Séra Jón Thorarensen. er um að heilar fjölskyldur komi. — Er ekki mikið annríki presta á jólum? — Jú, það er mikið. Sérstak- lega mikið um skírnir. Og öll hjón gifti ég hér í kirkjunni, það er miklu almennara nú að fólk vilji gifta sig í kirkju En ég skíri börn í kirkjunni og heíma hjá því á jólum, þá eru oft fjölskylduboð og fólk langar að láta athöfnina fara fram heima hjá sér. En bað var oft erfitt áður en kirkjan kom. Ein jól man ég eftir að ég skírði sautján börn sama daginn — og bara eitt á hverjum stað, svo að þetta voru talsverð hlaup. Ég byrj- aði snemma morguns og var ekki kominn heim fyrr en seint um kvöldið. Og það má segja að prest- urinn sé ekki íeiknaður með í sinni eigin fjölskyldu á jólunum, hann er ekki heima nema á nótt- unni. Áður en kirkjan var reist gerði ég flest öll prestsverk hekna hjá mér, og það var lengst af í lítilli íbúð. Allir skyldu byrja í sveit. — Hvar varstu prestur áður en þú komst til Reykjavíkur? — Ég var i Hruna — þar sem dansinn var um árið. í tíu ár. Þar var mjög góð kirkjusókn öll árin. Og enginn prestur skyldi starfa Reykjavík fyrr en hann hefur ver- ið sveitaprestur um nokkra hríð. Sá sem ekki hefur verið sveita prestur, þekkir ekki, hvað það er að vera prestur á íslandi. — Hvar messaðír þú. áður en Neskirkja komst upp? — Ég og kórinn áttum raunar hvergi samastað fyrr en við feng- um inni í kapellu Háskólans. Svo messaði ég líka reglulega í Mýrar- til ársíns 1951 að sóknarnefndin vakti málið að nýju og ákveðið var að hefjast handa um að hluti kirkjunnar yrði reistur. Nefnd sem sett var á laggirnar um þessar mundir tókst að koma verulegum skriði á málið. En í beinu sambandi við fjárhagsörðugleika Nessóknar varð til hugmyndin um stofnun kirkjubyggingarsjóðs Reykjavík- ur, með árlegu framlagi borgar- innar. Og varð þetta til þess að nú var hafizt handa af miklum krafti. Og kirkjan síðan vígð 1957. Neskirkja mun nú standa í um 6 millj. króna. Af því hefur söfnuð- urinn lagt fram um 60%. Safnaðarstarfið ágætt. Nú gef ég sr. Jóni aftur orðið. Hann segir: — Kvenfélag Nessóknar, sem er j elzta félag safnaðarins hefur allt- í af starfað af sérstökum dugnaði og | það er ekki sízt þeim að þakka að I kirkjan komst upp, konurnar hafa j sýnt mikla ósérhlífni í staríinu. j Bræðrafélag er einníg hjá okkuf, j ágætis félag, og stofnað til að styrkja kirkjuna og hennar starf á ýmsan hátt. — Viltu breyta messuforminu ef það yki áhuga fólksins á kirkjunni? — Fyrst og fremst þarf kirkjan að hafa fastmótað helgisiðaform, sem engum presti ætti að leyf- ast að breyta. Það getur verið •>& onöirn'”’ I þyrfti messuformið, en þá get ég um leið sagt þér. að ég e> . gerlega á móti klassisku messunn | Hún er bæði leiðinleg og sviplaus — Er nokkur tími til rítstarfa? — Nei, hann verður naumur, ép I er hættur að gefa út Rauðskinnu. En mig langar að skrifa eina skáld sögu. Hugmyndirnar eru svo sem nógar, en aftur á móti lítill tími tíl að vinna úr þeim. Enginn getur verið svo öllum líki. — Finnst þér trúaráhugi fólks svipaðar og þegar bú byrjaðir prestskap? — Hann hefur breytzt til batn- aðar, það er enginn vafi á því. Fólk hugsar meira og hlýlegar um þessí mál núna. Og við sjáum til dæmis áhuga fólks á safnaðarstarfi og kirkjubyggingum, hann er geysimikill. Og það er enginn ástæða til að kvarta undan slæmri kirkjusókn. Hún er oft mjög góð, á öllum hátíðum, við fermingar, við meiri háttar jarðarfarir. Sr. Jón Thorarensen sagði að endingu: — Eg hef alltaf verið ánægður með mitt hlutskipti sem prest- ur. Og ég er þakklátur fyrir að hafa alltaf átt gott sóknarfólk, sem hefur reynzt mér og mínum vel. Það get- ur enginn prestur verið svo öllum líki, en við reynum að gera það sem við getum fyrir söfnuði okk- Séra Þorsteinn Björns- son, fríkirkjuprestur Eg spyr sr. Þorstein fyrst, hvern- ig hans jólaundirbúningi sé háttað og um kirkjusókn á jólum. — Jú, það er alltaf fullt á að- fangadagskvöld, og mjög góð kirkjusókn hina jóladagana, seg- | ir sr. Þorsteinn Björnsson. — Hvað jólaundirbúning snertir, hef ég aldrei komizt upp á lag með að semja ræðurnar löngu fyrirfram, eins og sumir prestar eru býsna seigir við. Víst er annríkí presta mikið á jólum, báðir jóladagarn- ir nær samfelld lota, ef svo má segja. Hvers vegna fólk komi til kírkju? Ég held það sé bara venj;.. Ég hef heyrt, að ýmsum finnis' engin hátíð vera nema þeir fari í kirkju. En það er auðvitað ekki nema brot af söfnuðinum. sem kemur. Safnaðarstarf erfiðleikum buntiið. — Viljið þér segja nokkuð frá starfi Fríkirkjusafnaðarins? — Mér telst til að í honum séu 'i áttunda þúsund meðlimir, bað voru fleiii, við síðustu skiptingu ‘ireyttist þetta dálítið. Kvenfélag Kríkirkjunnar er með elztu kven- félögum landsins, brautryðjandi þessari starfssemi. Bræðrafélag er við lýði líka, aðallega til að hlaupa undír bagga, þegar fjárskortur ger ir vart við sig. Eins og þér sjálf- sagt vitið borgar söfnuðurinn prestinum laun. Og venjulega standa sóknargjöldin undir dagleg um rekstri safnaðarins, en þegar eitthvað sérstakt þarf að gera er farið bónleiðina til ýmissa. Kven- félagið starfar á svipaðan hátt og önnur félög sinnar tegundar, einn- íg held ég að það hafi einhverja gjafaúthíutun handa efnalitlu og öidruðu safnaðarfólki fyrir jólin. Barnasamkomur höfum við engar. Við eigum í erfiðleikum með það, vegna þess að frikirkjufólk er dreift út um bæinn og úthverfi hans. Því komu mæður oft með börnum sínum og það varð aftur til þess að þetta varð ekki eins frjálst og hefðu þau verið cin. Æskulýðsfélag starfaði með nokkrum krafti, en lætur nú ekki til sín taka. Og okkar vandamál er náttúrlega að hafa ekkert safnaðar heimíli fyrir svona starf, því að þetta getur aldrei orðið eins frjáls legt í kirkjunni sjálfri. f nokkur ár æfði Guðmunda Elíasdóttir drengjakór, sem var orðinn harla góður. Nú hefur það lagzt niður. Við gætum orðið biskupar! — Eru fríkirkj uprestar alveg ut I an við félagsskap þjóðkirkju- | presta? i — Nei.Ég er meðlimur í Presta félagi íslands og prestafélagi Suð- urlands. Og við megum auðvitað vera áheyrnarfulltrúar á Synodus, en höfum ekki atkvæðisrétt. Og víð getum ekki tekið þátt í að kjósa biskup. Hins vegar gætum við orðið biskupar, ef einhver vildi kjósa okkur, bætir sr. Þorsteinn brosandi við. Tíu sinnum erfiðara í Reykjavik. — Þér hafið verið prestur í Ár- nesi á Ströndum og á Þingeyri áð- ur en þér komuð hingað. Hver er nú aðalmunurinn á starfinu? — Ég var í Ámesí frá 1936 ta 1943. Þá voru þar miklir upp. gangstímar og mikil drift í öllu, Og þar bjuggu þá um fimm hundiv uð manns. Nú hefur fólkinu fækk- að um helming. Síðan var ég önn- ur sjö ár á Þingeyri. Og til Reykja- víkur fluttist ég 1950. Og mér finnst — já, tíu sinnum erfiðara að vera prestur hér. Það er sér- staklega erfitt, þar sem hér hef ég aðeins eina kirkju og til þess er ætlast að maður sé alltaf að messa. Prestakallið í Árnesi var strjál- býlt og víðáttumikið, en mér fannst ferðalögin bara hressandi. En kannski má segja að maður búi lengi að fyrstu gerð og það sé óheppilegt að byrja prestsskap á svona stað, þar sem lítið er að gera. Á Þingeyri þjónaði ég einni kirkju að auki. Það var mjög gott. Og munurinn er auðvitað sá að í fámenninu þekkir maður sinn söfnuð. Því miður verður því ekki viðkomið hér. Hvort tveggja er að frí- kirkjufólk er dreift um allar jarðir og til að vera prestur í stór- um söfnuði þyrfti presturlnn að vera bæði mannglöggur og minn- ugur — hvað ég ekki er. Ég svara þegar í mig er kallað — en ég geri víst lítið af fyrra bragði. Skrítnir fuglar, sem fóru í gtið- fræði. — Er fólk trúlausara nú en þeg- ar þér hófuð prestskap? — Neí, ég held það hafi verið verra fyrir þrjátíu árum, þá voru fleiri opinberir andstæðingar kiikj unnar. Og þótt aðsókn að guð- fræðideildinni þyld ekki sérlega góð núna, var hún sízt betri áður fyrr. Og það var ekki laust við, að þeir þættu heldur skrítnir fugl ar, sem fóru í guðfræði um það leyti sem ég var við nám. Það er líka miklu minna um. að fólk sé gefið saman hjá borgardómara en var. Og nú láta langflestir skira böm sín og ferma. Kannski stafar það af eftirlæti við bömin, sem vilja vera eins og fjöldinn — og foreldrar era sannarlega eftirlát-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.