Alþýðublaðið - 05.06.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.06.1954, Blaðsíða 4
1 ALÞYÐUBLADIÐ Laugardagur 5. júm 1954 Útgefandl: Alþýðuflokkurimu. Ritstjóri og ábyrgðanxuðim Eanuíbal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmundsso*. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- zmmdsson og Björgvin Guðmundssozu Auglýsingastjóri: ICmma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- fffml: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskrift&rverð 15,08 á mán, 1 lausasöiu: 1,00. Húsnæðismálin og þjóðfélagið HUSNÆÐISSKORTURINN er eitt allra alvarlegasta vanda málið, sem þjóðin vonaðist eft ir að bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórn Islands tækju saman höndum um að Ieysa í sumar ásamt ö'ðrum bæja- og sveitastjórnum. Nú er þetta vandamál orðið svo> stórkostlegt, að bæjarfélög ín ráða ekki við að leysa það ein. Ef það á ekki að halda á- fram að versna, verður ríkis- sjóður að bjóða fram samstarf og aðstoð. Og þó að gott sam- starf mótað af góðum vilja og stórhug gæti hafÍEt nú þegar, yrði málið sjálfsagt ekki leyst á einu árí. Það er vitað, að 6—T þúsund manns búa í algerlega óforsvar anlegu og heilsuspillandi hús- næði í Reykjavík einni saman. Hreysi þau, sem þetta fólk býr í, eru óhæf til íbúðar. og mest- tir Mutí þeirra verður ekki gerður íbúðarhæfur, þó að of fjár yrði til þess kostað. Yfir þetta fólk verður því að byggja nýtt húsnæði. Sex—sjö þúsund manns þurfa a. m. k. 1200 íbúð ir, og þær mundu alltaf kosta um 220 milljónir króna. Víst mætti ætla, að í sveit- um, kauptúnum og bæjum ut- an Reykjavíkur séu a. m. k. aðrar 1200 íbúðir, sem teljast vcrði óíbú'ðarhæfar með öllu, og ekki sé forsvaranlegt að láta fólk hírast í. Þannig er það mjög varlega áætlað, að til þess að byggja yfsr það fólk, sem nú býr í óbæfu og heilsu- spillandi liúsnæði, mimi þurfa um 440—450 milljónir króna. Þar sem hér er yt'irleitt um biáfátækt fólk að ræða, verður að minnsta kosti að gera ráð fyrir að útvega þyrfti 75— 80% af byggingarkostnaðinum að láni. Mætti meira að segja þykja gott, ef eigin framlög gætu orðfð 20—25%. Ríki og sveitafélög þyrftu þannig að útvega um 350 milljónir króna íil þess að útrýma því he.Isu- spillandi húsnæði, sem allsó- liæft er til íbúðar og ekkert er við að gera annað en að rífa það til grimna eða taka til ann. arra nota. Segjum nú að takmarkið væri ekkj sett hærra en það, að hafa útrýmt versíu hreys- nnum að firrun árum líðnum. Þá mundi samt þurfa að út- vega um 70 milljónir króna á ári sem Iánsfé til þess að grei’ða 75—80% af byggingarkostnað- inum. Svona er ásíandið alvarlegt. Svona er vanræksla liðjnna ára og áraíuga mikil. Svona er verkefnið stórkostlegt. Hér hefur ekki verið rætfc um byggingaþörfina vegna ár- legrar fjölgunar þjóðar;nnar. Aðeins gefin hugmynd um þær ráðstafanir, sem gera þurfi til að bæta fyrir vanræksíu liðins tíma £ hyggingu íbúðarhúsnæð is. Og hvað ætla þá stjórnar- völd ríb:s og hæja að gera á þessu sumri veðurfoliðunnar £il þess að ráðast gegn húsnæ'ðis- neyðinni? Um það veit enginn neitt. — Svo mikið er víst, áð séu ein- hver myndarleg átök undirbú- in í byggingamálunum, þá er vandlega um þau þagað Hið mildasta vor er liðið. Og komið er fram á sumar. Úthlut un byggtlngarlóða í Reykjavík hefur gengið miklu seinna en menn gerðu sér vonir um eftir kosningaloforðunum í vetur. Alþingi fól ríkisstjórninnj að útvega nokkurt fé — og þó állt of lítið — til fyrirgreiðslu bygg ingaframkvæmda. En þó að komi'ð sé fram í júní, og bygg- ingaframkvæmdir ættu þegar að vera í fullum gangi, heyrist ekkert um, að búið sé að út- vega þetta fé. — Vonandi verð. ur það þó útvegað fyrir haust- ið! Það hólar sem sé ekkert á því ennþá, að nein fimm ára áætlun hafi verið gerð um út- rými'ngu heiIsuspiHandi hús- næðis. Því síður sjást þess nokkur merki, að framkvæmd ir séu að Iiefjast, íil þess að gera siíka áætlun að veruleiká. Seinustu fregnir herma, að nú sé helzt í rá'ði að setja allt hyggingarfeni á bátagjaldeyris listann til þess að Ieysa vanda togaraútgerðarinnnr. Ef þetta reynist satt, þýðir það mikla verðhækkun á öllu hyggingar- efni — mikla hækkun byggíng arkostnaðar. Það mwndi því þýða, að þeir einir, setn hafa fullar hendur fjár. gætu hyggt sér íbúðarhús. Hinir fátæku yrðu að hætta við öll slík á- form. Húsnæðisneyðin mnndi aulcast en ekki minnka. Geíur það verið, að þetta séu þær ráðstafanir, sem stjórnar- völdin ætla áð gera í húsnæð- ismáíunum? — Trúlegí er það ekki. — I lengstu lög verða menn að vona, að þessi orðrórn ur hafj við ekkert að styðjast. og aldrei hafi neitt þvílikt hvarflað að stjórnarvöldum landsins. — Slíkar ráðstafanir væru steinar I stað brauðs. Híndranir í hjálpar stað. Hnefi í andlit'ð í stað þess að rétta fram hönd til hjálpar. Við verðum að trúa því, að þetta sé lygasaga frá rólum. Við verðum að treysta því, að bæjarstjórn Reykjavíkur. rík- isstjórn íslands og hæjarstjórn ir og isveitastjórnir út um land loki ekki augunum fyrir hús næðisneyðinni, heldur Játi hendur standa fram úr ermum íil hvers konar fyrigreiðslu og geri alveg isérstaklega síórfelld ar ráðstafanír til tánsfjárútveg ' unar. Því að húsnæðisvanda> j málið er fyrst og fremst fjár- hagsmál. An þess að leysa úr lánsfjárþörf húsnæðisleysingj. anna er allt hjalið um bygg- ingafrelsið blekking ein. — Hvað gerir ríÚ'sstjórnin í hygg ingamálunum? — Það er spum ing, sem þúsundir manna vilja fá svör vKS, áður cn langt er Iiðið á sumar. Frœi>ur tennisleikari. Tennis er fögur og skemmtile§ íÞrótú sem á mikium vin- ” sældum að fagna víðs vegar um heim. Myndin er af Kurt Nielsen, frægasta tennisleikara Dana, og var hún tekin í heimsmeistarakeppninni í London í fyrra. Kurt Nielsen er einn af snjöllustu tennisleikurum heimsins og hefur borið frægð Dan- merkur um viða veröld undanfarin ár með leik sínum og framkomu. Tækni hans þykir frá'bær og sigurviljinn aflið, sem úrslitum ræður. Afmætissamtal vi§ Jón á skildi hver og einn ÞEGAR ÉG af tilviljun rakst heim til Jóns á Aoalbóli fyrir nokkrum dögum, minntist ég þess, að fyrir nákvæmlega fimm árum hafði ég einnig verið _ staddur heima hiá Jóni og átt við hann afmælisspjall. Nú hlaut því að nálgast 65 ára afmælj Jóns, enda er það 7. jiúní þ.m., samkvæmt því dagatali, sem ennþá er í gildi.! Með tilliti til þess, að Jón á Aðalbóli er heill nægtabrunnur fróðleiks um uppihaf og frum- herja-baráttu alþýðusamtak- anna, stenst ég ekki freisting- una um að beina samtalinu inn á þær brautir. Hin umihyggju- sama kona Jóns, frú Guðrún Daníelsdóttir, ber okkur kaffi, en Jón lætur hugann reika til liðinna tíma, — ummerki ald- ursins hverfa af ondliti Jóiis, og hann byrjar vissulega á byrj uninni. i „í þá daga, góði vinur, var ekki talið eftir sér að mæta á , fundum; hver og einn skildi bar j áttuna og markmiðin. Þá held ég, að leitun hafi verið á mönn um innan samtaKanna, sem voru húsvilltir með skoðanir sínar, annað favort hjá þeim, sem börðust gegn öllum réttind um verkalýðsins, eða hinum, sem sitja um að rífa niður það, sem áunnizt hefur og saurga málstaðinn. — Þá voru stjórn-.j málin enginn farærigrautur þar sem vel gefnir menn, stritast við að rugla fóQkið í ríminu og tvístra því í allar áttir, 07- eyði leggja bróðurlegan samhug og samihyggni, sem eru vissulega undirstaða alls þess, er áunnizt hefur, og því verður, þrátt fyrir allt, ekki breytt. Það er þwí þetta annars vegar, sem veldur mér nokikrum áþyggjum, en hér bætir engin um, nema fólk ið sjálft — líf þess og framtíð liggur við. Hitt áhyggjuefnið, I sem er þessu raunar nátengt, j er vanmat fólksins á því, sem áunnizt hefur. Það er bein j skylda þeirra, sem í dag hai'a: starfskrafta og getu, að berjast JON S. JONSSON á Að- albóli verður 65 ára annaa dag hvítasunnu, og hirtir Alþýðublaðið í því tilefni eftirfaraudi samtal hans við Eggert G. Þorsteinsson al- þingismann. Jón er e'nlægur og áhuga samur verkalýðssinni og AI- þýðuflokksmaður og hefur Iengi verið einn skeleggasti baráttiunaður jafnaðarstefn. unnar 1 Dagsbrún, enda ber hann ísag og heiöur félags- ins mjög fyrir brjósti. Hann er e’nn af hinum traustu og bjartsýnu fulltrúum eldri kynslóðarinnar, sem Alþýðu fíok.kurinn á svo maigt og mikið að þakka. Alþýðuflokkurinn éskar Jóni ti! hamingju me'ð af- mælið og b ður hann vel og lengi að lifa. og laða fólkið til baráttu, og viðurkenna þá baráttu og ár- angra, ásamt fórnum hinna eldri, sem átt hafa sér stað, í stað þess að nöldra um það, sem ekki hefur náð fram að ganga. í þessum efnum finnsf mér sífellt hafa verið að síga á verri hliðinu. Það sem hinsvegar gleður mig mest, eru framfarirnar um aðQ^únað fólksins tíl sjós og Iands. Allt frá bví að við sjó- mennirnir máttum þvo slorið framan úr okkur með blautum sjóvettling, eftir vinnutíma, að geðiþótta skipstjóranis, og til ný sköpunartogarans nú, með þvottalaugUEn. og jaínvel heit- um böðum og 12 tíma hvíld í sólarhring á öllum veiðum. — En jafnvei á betta ber nokk- urn skugga, þar sem sjómenn ganga ná sem óðast af þessum skipum, bar eð kaup þeirra stenzt ekki lengur samanburo launa í landi. í ljósi þessara framfara má einnig sjá miklar hagsbætur til alþýðu manna í j landi, t. d. nokkuð öruggar kaup greiðslur og stórum bættan, að- búnað á vinnustað, þó að mörgui sé enn ábótavant, og er skylda ykkar jmgri að lagfæra. j Hinar ágætu almannatrygg- ingar valda tímamótum, — en gjarnan mætti hætta að skatt- leggja þessa brauðfærslu með opinberum gjöldum. Ég lít svo á, að hér sé um sparifé að ræða, sem nota á, er elli eða örorka knýr á dyr, iog enginn hafi heirn ild til að krafsa í það. Svo halda menn að þessir hlutir hafi átt sér s-tað án baráttu og fórna. Hvers ég minnist helzt?“ Og nú er eins og þyngi yfir svipnum. ,,Það voru að vísu ekki mikil .kaflaskipti í barátt- unnj sjálfri og eiga ekki að vera — sleitulaust strit. Eins minnist ég þó, sem því miður verður óafmáanlegur blettur á félaginu mínu. En það er Dags- brúnarfundurinn í febrúarbyrý I un 193'8. Þar hófst samvinna j öfgamannanna, íhaíds og komm únista, og í kjölfar þess hvers- konar ógæfa alþýðusamtak- anna. Þar var í hínzta sinn skil ið við ástsælasta íorustumann íslenzkra alþýðusamtaka, Jón Baldvinsson, á vægast sagt ó- drengilegan hátt. Síðan efast ég um það, sem eitt sinn var sagt, að lygin gæti ekki orðið sann- lí^kur hversu oft sem logiS væri. Þar varð rógurínn og lyg- in vissullega í meirihluta. En nok.krum dögurn síðar var þessi mikilfaæfi maður látinn, og sann aðist þá, að enginn veit, hvað átt hefur fvrr en miisst hefur — um það varð ekki villzt af hluttekrjjingu allra þeirra, er nutu aukinnar hagsæidar aif fórnfúsu starfi hans. Af þessari reynslu ræð ég beim, sem starfa í þágu alþýðusamíakanna, a.ð vænta sér ekki launa aí starfi, sínu í lifanda lífi. IJm, mig siálfan er ekkert að segja, ég hef að vísu íengið hróp og hávaðagaspur frá and- stæðingum mínum fyrir stuðn Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.