Alþýðublaðið - 24.08.1954, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.08.1954, Qupperneq 4
il ALÞVÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. ágúst 1954 Ctgefnndí; A’þýCoflokkurinic. Ritstjóri o* ábsrrgOarmaSu: Hanuíbal Valdimarssðn Meðritstjórl: Helgi SœmimdsaoB. Fréttastjóii: Sigvaldl Hjálmarsson. BlaOamenc: Loftur GuS- mundsson og Björgvin Guömundsson. Auglýsing&stjóri: Emma Möller. Ritstjómarsíman 4801 og 4902. Auglýsinga- ■fml? 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Etj. 8—10. Axkriftarverð 15,00 i znán. 1 laus&sölu: 1,00. Borgarsfjórim og hifaveitan GUNNAR THORODDSEN iagði fram á síðasía bæjar- stjórnarfundi fyrir hönd Sjálf stæðisflokksins ályktunartillög ur um hitaveituna, og Morgun 'hlaðið hefur vegsamað þessá framtakssemi borgarstjórans hástöfum sem stórtíðindi. IJt af fyrir isig eru tillögur þessar góðra gjalda verðar og von- andl, að þær komizt í fram- kvæmd, en því fer vissulega fjarri, að þær séu sá viðburð- ur, sem borgarstjórinn og Morgunblaði'ð haWa fram Hér er um að ræða viljayfjrlýsingu Sjálfstæðisflokksins, og hún byggist í öllum megj.natriðum á tillögum minnihlutaflokk- anna, sem bæjarstjórnaríhaW- íð hefur fellt eða vísað frá und anfarinn áratug. Nú eru þær hins vegar soðnar upp og boru ar þannig á borð. Það er virðingarvert, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli loksins hafa Iært að meta þess- ar tillögur minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórninni, en hann ber hins vegar ábyrgð á því, að þær eru ekki þegar komnar til framkvæmda. Og auðvita$ þarf annað og meira en viljayfirlýsingu, ef þessar tillögur eiga að komast í fram- kvæmd. Nokkur atriði tillagn- anna, sem Gunnar borgarstjóri hefur nú lagt fram, hafa þótt sjálfsagt mál í bæjarráði og bæjarstjórn, en framtak Sjálf- stæðisflokksins hefiir vantað. Er vissulega timi til korninn, áð bæjarstjórnaríhaldið geri þau að minnsta kosti að vcru- leika. Stjórn hitaveitunnar er tal- andi tákn um seinagang og framkvæmdaíeysi íhaWsins. — Fyrirtækið er eins og efnilegt barn, sem hættir allt í eimi að vaxa. Aukning hitaveitunnar hefur reynzt Iítil sem engin í tíu ár. Loforðin, sem gefin voru í unphafi, hafa glcymzt nema fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. Þá hafa þau verið rifjuð upp af íbaldsforsprökkunum til að Mekkja kjósendur, en síð an ckki söguna meir. íhalds- hendurnar hafa allar sem ein verið á lofti til að fella tillög- ur minnihlutaflokkanna um aukningn hitaveitunnar eða vísa beim frá. Og nú þykist í- haldjð vilja athuga og undir- búa það, sem ekki hefur mátt minnast á undanfarinn áratug. Færi betur, að satt væri. Að þessu gefna tilefni er ekki úr vegi að spyria borgar- stjóra, hvort það sé nein ný- lunda, að nefnd sérfró.ðra manna sé falið að rannsaka hitt og þetta varðandi hita- veituna. Hver er árangurinn af starfi þeirra sérfróðu aðila, sem hér eiga hlut að máli? Er ekki borgarstjórinn einu eirmi enn að framlengja gömul Iof- orð og rifja upp samþykktir, sem hann og samherjar hans hafa vanrækt að framkvæma? Er hitaveitan í dag í samræmi við myndirnar í „bláu hók- inni“, sem íhaWið gaf út fyrir átta árum? Sennilega stendur ekki á borgarstjóranum og Morgunblaðinu að gefa skýr svör við þessum spurningum, því að óneitanlega eru þau ba;j arbúum girnileg til fróðleiks. Bæjarstjórn Reykjavíkur ber skylda til að hafa forustu um skipulagðan vöxt hitaveit- unnar. Takmarkið er, að allir íbúar höfuðstaðarins njóíi hitaveitunnar. Því verður ekki náð með viljayfirlýsingu, heW- ur traustu skipulagi og mark- vísu starfi. En auðvitað er mik ils virði, að bæjaryfirvöldin hafi vilja á því að Iáta draum- inn um hitaveituua rætast. í- haldið hefur skort þann vilja hingað til. Þess vegna hætti hitaveitan að stækka í æsku sinni. Ihaldið léði ekki máls á samvinnu vi'ð minnihlutaflokk ana um framkvæmd á tiUög- um þeirra varðandi hitaveit- una. Það felldi þær eða vísaði þeim frá. Nú þykist íhaldið með Gunnar Thoroddsen borg- arstjóra í broddi fylkingar vilja framkvæma þær tillögur, sem stjórnarvöld Reykjavíkur- bæjar hafa fjandskapazt við í tíu ár. Það er gott og blessað, ef alvara fylgir orðunum. En Morgunblaðið ætti ckki að gera sig að því fífli að falla í stafi yfir þessari viljayfirlýsingu í- haldsins. Hún er enginn stór- viðþuruíar. iBæjarbúar þekkja þessar tillögur. Og þeir vita einnig, hvaða aðili ber ábyrgð á því, að þær eru ekki löngu orðnar að veruleika. Sá aðili er bæjarstjórnaríhaldið og oddviti þess, Gunnar Thoroddsen. Fæst á flestum veitingastöSum bæjarins. — Kaupið blaðið um leið og þér fáið yður SEgurður Einarsson í Holti: HANS FAS var mótað af Suðurheinis Iærdómí og list, en Ijómi vökullar skyggní yfir augum og hvarmi. Og þrátt fyrir klerksins búnað, sem bar hánn yzt, stóð bjóðandi máttur af návist bans einni — og varmi. Ilann átti dulræðan seið í tilliti og svöruin, bar sólfar af kyrrlótu brosi á harðlegum vörum. Það var, sem hann skildí mein og torrek hvers manns, og mönnum fannst rakna hver vandi n við fiíkomu hans. Svo vel kunni enginn að Wusta og skilja, sem hann, né heyra undir orðanna niði, hvað braut við grunninn. Hann greindi rakleitt gegnum hvern einasta mann. hvað geymt var í hjaríans fylgsnum — og borið í munninn. En ættargeðið, sem skýft hefði brynjur og skildi, var skorðað af taminni ró og fálátri mildi. Það hóflyndá þrek var í angist og einveru sótt á anövökustundum í þögulla mustera nótt. Og hví varð fylkingin þétt um hans skriftastól, að þar var sjálfgert að lúta drottins valdi, hver fólginn uggur, hver freisting, sem hjartað ól, hvert falið afbrot, hver hrösun, sem brjóstið kvaldi, hér fékk það mál, hið mínnsta jafnt sem Mð stærsta, var metið og vegið fyrir ásýnd hins hæsta, og viljinn elfdur til alls, sem varð bætt með dáð, en ofviða tökin falin droítins náð. Menn vissu hvorki á vizku hans djúp eða grunn, em virtu — og skelfdust — þann mátt, sem bjó í hans ráðum, því hvassar beit dómsorð, sem leið um hans mildorða munn, en margra exi, þótt reidd væri Köndum báðum Þá grunaði ekki, að máttur hans vizku og megin var mannvitsins þrotlausa glíma við hel og regin kristölluð niður í kjarki og vilja eins manns, sem krafði skaparann sjálfan um tilgang hans. f veröld þess guðs, þar sem vizka og kærleiki er eitt í verund síns smiðar, hlaut illskan að verða blekking, og Satan og ár, og hver ógn, sem þeir fengju beitt, að andhælis-spoííi, sem hrökk fyrir sannleik ©g þekking. Þótt helslóða kynni hann um komandi. aldír og daga sem kveljandi martröð um hrollsjúka veröld að draga -— hér varð hann í mynd sinnar mæðu og fénýta strits aS meinlausum þræli, og athlægi karlmennsku og v-its. II Hann har hann metnað að gera sinn norræna garð ‘að giæstu setri æðstu listar og fræða. Hann leií á blómann af Arabans mennt, sem arð síks anda, jafní sem fjársjóðu norrænna kvæða. Hjá Plató og Zenó var hugur hans kvöldgestimr heima, hann hvessti sjónir til yztu veraldar geima ®g nam þar af hverjum, sem hann hafði komizt hæst — en hitt sveið sem ögrun, er duldist, bundið og læst. Því sál hans var borin að ráða hverja rún og rýna hverja gátu frá árdegi tíða, að standa skyggn á freistinga-fjallsins hrún, sjá fegurð og virkt þessa heims fyrir sjónir líða, og kunna sérhvað, sem arnfleygur andi má læra, að eíga lykil Iivers kraftar, sem duftið má hræra: htann víssi, að þetta er vegur og köllun manns, hans vígsla til þjónustu guðs og sannleikans. Hann sá í óra-framtíð það volduga vit, sem vegur stjarnanna þunga og duft þcírra greinir, sem fleygar í þúsundir aflgeisla ljóssins lit, sem leysir bönd hverrar eindar og mátt hennar reynir, sem klýfur hið þunga vatn og vefur og magnar veraldarskelfi úr sprengingu smæstu agnar og skapar sér máttarins upprisu úr efnisins fjötrum með ásýnd og flíkur hins liðna í henglum og tötrurn. Þann dag myndi heimsins stríði og stormi létt, sú síund Maut að verða mannkynsins æðsta — eða hinzía. A skelfiþröm máttarins veldu menn vitsins rétt — eí valdsins sverð — £ skiptum hins stærsta og minnsta. Þartn dag myndi falla gríma grimmdar og þótía af guðíausri veröld þjáninga, haturs og ótía, en Miðgarður hefja sín gömlu, ginnhelgu vé wm gervalla jörð — undir lífsins og skilningsins íré. Febrúar — ágúst 1954. Holti, 14. ágúst 1954. Hæri Helgi miiin' ÉG LÖFAÐI ÞÉR á dögun- um að sýna þér við hentug- leika framan í Sæmund fróða. Nú sendi ég hann á þinn fund, og honum fylgja héðan ér Holti þessi orð: Einu vonbrigðin, sem ég fief or£í:ð| fyúir hér í Holtfi, eru þau. að nafnfrægur og folcm- iegur draugagangur, sem lengi og vel hafði varpað á staðinn talsverðum. duiarljóma, vesl- aðist alveg út af við tilkomu mína, eir.s og öll biessun væri frá staðnum vikin. Mér féil þetta þungt, og það því frem- ur, sem ég vissi mig meingerða lausan í garð þessara viðfelldnu setugesta. En á þorra í vetur KVÆÐINU nm Sæmund fróða fylgdi bréf þetta frá skáldinu og er það birt hér, þar eð í því felst snjöil og persónuleg greinargerð Sig- urðgr fyrir verkinu. Væntir Alþýðublaðið þess, að lesend- um finnist bréfið gifnilegt íil fróðleiks ekki sí'ður en kvæð- ið, og því er það Bessaleyfi tekið að birta þetía skemmti lega tilskrif Sigurðar, þó að það sé af hans hálfu eiiíurn manni ætlað. bættist mér þelta að nokkru leyti. Sæm undur fróði korn eitt kvöid í Ijésaskiptunúm inn á skrifstofuna til mín, t.aldi til frændsemi og mæltist til gisti vináttu, og kvaðst — með m.’nu leyfi — ætla að dveljast hér um stund. Ég foauð hann vel- kominn, og kvað mínu húsi eigi hafa hlotnazt siíka sæmd í annan tíma; foað hann foafa það af hverjum hlut, sem har.n kysi, og mundi þó stórum á ‘bresta, að v.iðurgjörningur yrði siíkur, sem hæfði. Eigi lét hann það viðnerna d.völ sinni. Fór svo íram síðan, að Sæ- mundur var hér méð annan fótinn, hvarf þó lörgum, en lét ekkert unni um farjr sínar. Fá- um sýndist hann öðrum en mér. Marga stund hefi ég setið síðan og hjalað við S; ■ und —- Framhá'd á 7. síða

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.