Alþýðublaðið - 30.11.1954, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þiiðjudagur 30. nóvember 1954
Útgefandi: AlJeýPuflokkurínn. ÁbyrgSarmaCur: Haraldur GuCmunds-
eorx. Ritnefnd: Benedikt Gröndal, Jón P. Emils, Magnús Ástmarsson,
Óskar Hallgrfmsson. Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálrnarsson. Meðritstjóri:
Helgi Sæmundsson. Blaðamenn: Loftur Guðmundsson og Björgvin
Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller-. Ritstjómarsímar: 4901
Org 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprent-
■zniðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. 1 lausasölu: 1,00.
Álþýðuflokkurinn og Hannibal
BaldurBjarnason:
Fyrsfa grein
FRAMKOMA Hannibals
Yaldimarssonar á síðasta Al-
|>ýðusamban dripfngi hefur nú
leitt til þess, að mi'ðistjórn Al-
býðufioldvsins lýsir yfir, að
Hannibal gogni ekki störfum
sem forseti Alþýðusambands
íslands með stuðningi, vilja né
á ábyrgð Alþýðuflokksins og
geti því ekki tekið þátt í störf-
lim verkalýðsmálanefndar
flokksins. Ennfremur gerir
imðstjórnin þær íáðstafanir,
að Hannibal Valdimarsson geti
ekki, að óbreyttum þessum á-
fcvörðunum, talað í nafni AI-
þýðuflokksins á opinberum
vettvangi.
Þessi afstaðai miðstjórnar-
jnnar mun ekki koma neinum
Alþýðuflokksmanni á óvart.
Hannibal Valdimarsson hefur
brotið freklega af sér gagnvart
þeim flokki, sem befur veitt
honum pólitískt fulltingi um
margra ára skeið og hann átti
að jvera fulltrúi fyrir. Hann
hefur hafnað samvinnu við Al-
þýðuflokksmenn á síðasta AI-
þýðusambandsþingi og tekið
höndum saman við kommún-
ista í baráttu gegn þeim. Hanni
bal kom þar með í veg fyrir,
að stjórn AJþýðusambands Is-
lands næstu tvö ár yrði skip-
uð AlþýSuflokksmönnum ein-
um, en þess var kostur eins og
rakið hefur vcri'ð -hér í blað-
inu. Það mál hlýtur Alþýðu-
ílokkurinn að líta alvarlegum
augum. Andstæðingarnir til
hægri og vinstri hlakka yfir
því, að Alþýðuflokkurinn hafi
orðið fyrir áfalli. Mestu máli
slfiptir þó, að úrsliíin á síðasta
Alþýðusambandsþhigi eru
hnekkir fyrir Alþýðusamband
Islands og verkalýðshreyfing-
una á íslandi. Iiannihal Valdi-
marsson ber á.byrgð á þeirri
óheillaþróun gagnvart Alþýðu
flokkniun og verkalýðshreyf-
ingunni. Hann er í dag staddur
á glapstigum. Nú er hans að
ákve'ða, hvort hann vill halda
áfram á sömu braut.
Alþýðublaðið mun á næst-
tinni birta yfirlit um allan
gang þessa máls, svo að flokks-
fólk og kjósendur flokksins
eigi þcss kost að glöggva sig á
öllum staðreyndum þess. AI-
þýðuflokkurinn mim Ieggja
plöggin á borðið eins og lýð-
ræðisflokki er skylt. Miðstjórn
in reyndi fyrir sitt leyti að
firra þeim vandræðum, sem
hlotizt hafa af ofurkappi
Hannibals Valdimarssonar. —
Meira gat lmn ekki gert á því
stigi málsins. En auðvitað ligg
ur í augum uppi, að miðstjórn
Alþý'ðuflokksins fylgi þeirri
stefnu í verkalýðsmálum, sem
mótuð er af Alþýðuflokks-
mönnum á Alþýðusambands-
þingi hverju sinni. Samþykkt
hcnnar í gær er því rökrétt af-
leiðing þess, sem gcvðist á Aí-
þýðusambandsþinginu og
Hannibal Valdimarsson átti
frumkvæði að í samvinnu við
kommúnista.
Deilurnar í Alþýðuflokkn-
um um samvinnuna í Alþýðu-
sambandi Islands eru komnar
á nýtt stig. Ábyrgð bóss er hjá
Hannibal Valdimarssyni. Hann
i hefur efnt til nýrra átaka með
samvinnu sinni við kommún-
ista. Samstarfið við borgara-
flokkana þurfti ekki Iengur að
valda ágreiningi, því að Al-
þýðuflokksmönnum var auðið
1 að stjórna Alþýðusambandinu
einir næstu tvö ár. Um þá
lausn virtist samkomulag í Al-
þýðuflokknum. En þá tekur
Hannibal Valdimarsson sig út
úr hópi Alþýðuflokksfulltrú-
anna á Alþýðusambandsþing-
inu og skipar sér í sveit með
kommúnistum. Þar með hefur
hann hafnað samvinnu við
fyrri samherja og félaga til að
vinna með andstæðingum AI-
þýðuflokksins og brotið sam-
þykkt síðasta flokksþings. Þess
vegna er hann í dag staddur á
alvarlegum tímamótum.
Alþý’ðiuflokkurinn er sein-
þreyttur til harðneskju. En
Hannibal Valdimarsson hefur
gengið svo Iangt, að flokkurinn
getur ekki við sJíkt unað.
Næstu tímar munu leiða í ljós,
hvert veður framhald málsins.
En sú ákvörðun, svo örlagarík
sem hún kann að reynast, verð
, ur raunverulega tekin af
Hannibal Valdimarssyni. Al-
þýðuflokkurinn hefur talað fyr
ir sitt leyti.
Hættan á því, að úrslitin á
síðasta Alþýðusambandsþingi
lami Alþýðuflokkinn, kann að
reynast andstæðingum hans
skammvinnur faguaður. AI-
þýðuflokkurinn hefur áður
sýnt- þrek sitt og styrk á ör-
Iagastundum, og svo mun enn
verða. Nú ríður á því, að
flokksfólk um aIlt hmd einbeiti
sér að baráttunni fyrir hugsjón
um jafnaðarstefnunnar og
vexti og viðgangi Alþýðu-
flokksins, því að undir sigri
lians er komið, hvort framtíð-
ardraumur íslenzkrar alþýðu
rætist. ! : ! !#“!
ALLIR kannast v:o einræð-
ishreyfingar þær á ineginlandi
Evrépu, sem kenndai voru við
fasismann og nazismann. Þær
hreyfingar náðu völdum í
nokkrum löndum Evrópu íbú-
um þeirra til mestu ógæfu. Er
mönnum í fersku minni valda-
tími Hitlers og Mussolinis í
Þýzkalandi og Ítalíu. Hitt er
ekki öllum kunnugt að slíkaj*
hreyfingar hafa oft gert vart
við sig í Frakklandí undan-
farna áratugi.
Þessar hreyfingar skutu upp
koílinum í Frakklandj nokkru
eftir li870, en þegar hið franska
keisaradæmi Napoleons þriðja
hrundi í rústir eftir 1870, eftir
ósigurinn á stríðinu við Þjóð-
verja 1870—1871, tók þjóð-
t kjörið þing við völclum í Frakk
.landi. í þessu stríði voru tvær
! msginfylkingar, annars vegar
borgaralegir lýðveldissinnar,
sem skiptust í þriá flokka, í-
haldsmenn, tækifærissinnaða
umbótamann og radikala, hins
vegar voru konungs- og keis-
arasinnar, sem skiptust i þrjá
flokka, keisarasinnar og Orle-
anistar, sem vildu hafa þing-
J bundna keisarastjórn eða kon-
ungsstjórn, og lögerfðamenn,
er óskuðu eftir konungsstjórn
msð takmörkuðu einveldi og
endurre-sn aðals cg kirkju-
valds. Lýðlveldissinnar voru í
minnihluta. en í bili samein-
aðist þingið um að gera T'hiers,
háaldra ð an sti órnm álam ann,
að forseta ríkisins.
Fisllveldisíao^a^
heldur
Rangæingafélagið í Reykjavík
að Röðii 1. cTes. og befst samkoman þl. 8,30.
Fjölbreytt dagskrá. — Aðgöngumiðar cru seldir
í anddyri hússins kh 5—7 í dag og við innganginn.
Stjórnin.
því að.hans andlega föðurland
var konungdæmi lögerfða-
manna.
UNNI KIRKJU OG PÁFA
1 Mac Mahon elskaði franska
klerkdóminn og Páfakirkjuna,
og kona hans var honum enn
áfjáðari á því sviði. Þeim hjón
um fylgdu sjö eða sjötíu illir
ar.dar, því að allt argasta aft-
urhald Frakklands safnaðist
kringum forsetastólinn. Barþar
j mikið á katolskum prelátum
og kirkjuhöfðingjum. Þessi
fylking var allt of fámenn til
þess að hún gæti veitt forset-
anum nokkurn verulegan
stuðning, meira að segja með-
al hægriflokkanna frönsku var
hún í algerum minnihluta. Að
lokum urðu lýðveldisflokkarn-
ir í meirihluta í Frakklandi, og
Mac Mahon sagði af sér for-
setatign.
| Mac Maihon lifði síðan í friði
og ró það, sem eftir var æv-
innar, og skipti sér ekki af
stjórnmálum.
< Eftir fall Mac Mahons úr
forsetastól varð forseti hinn
virðulegi öldungur Grevy.
Hann var gamall lýðveldis-
sinni, og flestir héldu, að nú
væri lýðíveldið tryggt.. Fæst-
um datt í hug í alvöru, að
nokkur myndi reyna að steypa
lýðveldinu, en þó mvndaðist á
forsetaárum Grevys öflug ein-
ræðishreyfing í Frakklandi
undir forustu herforingjans á
svarta hestinum, Boulangers.
Boulanger var þá miðaldra
maður. Yfir honum hvíldi gam
all herfrægðarljómi. Hann
naut mikillar 'hylli innan hers-
ins og átti ýmsa vini meðal
franska aðalsins. Auk þess átti
hann miklu fylgi að fagna með
al radikala og verkmanna.
Hann var um nokkurt skeið
hermálaráðiherra cg þá einn
af áköfustu talsmönnum hefnd
arstríðs á móti Þjóðverjum.
HERSHÖFÐINGINN
Á SVARTA HESTINUM
'Boulanger endurskipulagði
herinn á ný, en þegar m’enn
fóru að óttast striðsæsingar
hans, varð hann að fara úr
stjófninni. Þá myndaði hann
utan þings og innan hreyfingu
sem, var andstæð lýðveldinu,
þingræði og forsetanum. Að
lokum sameinaðist í þessari
hreyfingu allt atturhaldslið
Frakklands, konurigssinnar og
keisarasinnar, gjaldþrota aðals
menn og ofsafengnir þjóðern-
issinnar og keisarasinnar. Auk
þess náði hre^fingin nokkru
fylgi meðal smáborgara og at-
vinnulausra verkamanna vegna
þess að hún tók noltkur félags-
leg umhótamál á stefnuskrá
sína. Hreyfing þessi starfaði
því á miklu breiðari grundivelli
en hreyfing Mac Mahons.
Boulanger var allgóður
ræðumaður og Jýðskrumari
Framhald á 6. síðu.
HARÐSKEYTTUR
STJÓRNMÁLAMAÐUR
Thiers var íhaldssinnaður
lýðveldissinni, en hafði áður
verið Ofleanisti. H'ann barði
niður af takmarkalausri
grimmd uppreisn Parísarverka
mannanna árið 1871. Hann
j-étti við f jáfhag ríkisins, sam:di
frið við Þjóðverja, borgaði
hernaðarskaðabætur Frakka
og losaði landið við þýzka her-
setu. Afturhaldsfloklsar þings-
ins lyftu í forsetastol Mac Ma-
hon, keisaralegum herforingja.
Mac Mahon hafði með dyggð
og trúmennsku þjónað franska
þinginu frá unga aldri. Upp-
runalega hafði hann barizt sem
undirforingi í nýiendustríðum
Frakka og að síðustu unnið það
vafasama afrek að bæla niður
Parísar.kommúnuna. Mac Ma-
hon (haífði fengjlð marsikálks-
og hertogatitil í stríði Frakka
og Austurríkismanna 1859.
Það hvíldi yfir honum gamall
herfrægðarljómi, hann var há-
aðalsmaður að ætterni, í móð-
urætt kominn af Stúörtunum
ensku, hinni frægu konungs-
ætt Englands á 17. öld. Mac
Mahon var glæsilegur maður
og snjall hershöfðingi. Var
ekkert út á> manninn að setja
sem einstakling, en stjórnmála
skoðanir hans voru svo fárán-
legar, að furðu sæíti Hann var
18. aldar aðalsmaður í hugsun
og skoðun, draumaland hans
var Frakkland Bou/Lonættar-
innar á 17. og 18. öld, þegar
hið konunglega einveldi Frakk
lands stóð í blóma og aðall og
klerkar réðu lögum og lofum.
Með hlýðni hins franska her-
manns hafði hann þjónað
franska lýðveldinu og keisara-
dæminu, en sáróánægður þó.
Hjörfur Hjáímarsson:
Ríkisúfgerð logara
ÞEIR Hannibal Valdimars-
son og Eiríkur Þorsteinsson
bera enn fram á alþingi frum-
varp um ríkisútgerð togara til
atvinnujöfnunar.
j Þetta merka mái hefur verið
flutt að minnst-a kosti á tveim
undanförnum þingum, þótt
ekki hafi það fengizt samþykkt
enn og verði e: t. v. einnig nú
■svæft eða fellt.
J En þó hef ég ekki trú á, að
til lengdar verðii hægt að varna
framgangi þessa máls, til þess
jliggja of augljós rök:
] í Morgunblaðinu 21. október
er grein eftir Björn Thors, þar
‘ sem hann sýnir frarn á, að rík-
issjóður græðii rúmar tvær
milljónir á. togara á ári, miðað
við 300 úhaldsdaga, og að frá-
dregnum 2000,00 ícr. styrk á
dag. Rök Björns hirði ég ekki
að tilfæra hér, en þau virðast
óvefengjanleg. Og þó er sagan
þar ekki rakin til enda. Ekki
minnzt á aukinn tekjuskatt
vegna betri ativinnu og auk-
inna tekna þeárra, sem vinna
við framleiðslu þá, er togararn
ir skapa. Ekki hehjur hitt, að
ekki fer allt það fé, sem rnenn
afla við þá atvinnn, til kaupa
á erlendum gjaldeyrisvörum:
Mikið fer til kaupa á innlend-
um framleiðsluvörum, svo sem
landhúnaðarvörum og innlend-
um iðnvarningi, og oykur tekj-
ur þeirra stétta, og um leið
skatttekjur ríkissjóös þar.
Það er því augljóst, að ríkið
stórgræðir á togaraútgerð, þó
á útgerð togarans sé reiknings-
legt tsji, sem einstaklingur Hef
ur enga möguleiika til að vinna
upp.
1 Það má því segja, að þarna
sé ekki óglæsilegt tækifæri fyr
ir ríkissjtórnina . að vinna að
aukinni atvinnujöfnun, og því
hjartans máli hennar að halda
jafnvægi í byggð landsins, og
\ veit ég, að jafn töluglöggir
menn og þar eru skilja þetta
vel.
Þó má segja, að ónefnt i sé
1 eitt mikilsvert atriði, sem geti
hley.pt þessu máli í strand.
; Nýr togari kostar mikið fé,
og hingað til hefur það fé allt
orðið að greiðast í erlendum
gjaldeyri.
En þarna er brautin eins
bein L\ir stjórnina.
Loks er nú svo komið, að Is-
lendingar eru þess umkomnir
að smíða slík skip sjálfir. Sá
iðnaður er að ví'su á byrjunar-
stigi, en um framhald þarf
varla að óttast, ef hann fær að
vaxa með verkefnunum, enda
naumast vanzalaust, að þjóð,
sem allt sitt þarf að sækja á og
yfir hafið, sé ekki sjálfbjarga
um skipasm.íðar.
j Hvað er þá eðlilegra en að
• ríkið héttj þar fram hönd sína
! og sjái fyrir framhaldsvérk-
'efnum með því að láta smíða
, fyrir s.ig togara?
| Segjum svo, að byrjað væri
Imeð að gera út fjóra togara
(eins og frumvarpið mun gera
1 (Frh. á 3. síðu.) j