Tíminn - 22.12.1964, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 1964
TÍMINN
Kristnir litu á trúarbrögð
Indíána sem djöfladýrkun
Evrópumenn 16. aldar létu
hendur standa fram úr erm-
um við að sóa fjársjóðum hins
gamla Mexíkóríkis og tókst að
miklu leyti að koma þeim í
glatkistuna. En sýningar mex-
íkanskra listmuna hafa opnað
augu nútímamanna fyrir því,
að gamla Mexíkó átti fleiri ríki
dóma en gullið. Mexíkó var há-
menningarríki löngu áður en
Evrópumenn komu þar og
rændu.
Spænsku conquistadorarn-
ir hittu fyrir langþróaðar
menningarþjóðir, er þeir rudd-
ust inn í Mið- og Suðuramer-
íku. f Mexíkó og Perú var öfl-
ugt þjóðskipulag ríkjandi, þar
reistu menn stórbyggingar,
gerðu vegi og áveitukerfi. Og
mennimir, sem fengu þessu
áorkað höfðu jafnvel ekki hag-
nýtt sér hjólið og þekktu það
ekki. Þeir höfðu engin dráttar-
dýr og voru tæknilega séð á
þroskastigi steinaldarmanna.
Málma höfðu þeir, en notuðu
þá aðeins við smíðar ú'r gulli.
En þessar þjóðir voru vel að
sér í vísindum og listum. Þær
höfðu eigin ritlist, notuðu tíma
.tal. og rannsökuðu gang him-
intungla.
„Aldrei fyrr hef ég séð neitt,
sem hefur glatt hjarta mitt
eins og þessir hlutir," sagði
þýzki listamaðurinn Albrecht
Diirer, þegar hann skoðaði
nokkra dýrgrípi frá „Gull-
landinu" árið 1520. Það voru
sendingar, sem Spánarkonung-
ur hafði meðtekið, þar á meðal
sól úr gulli, tungl úr silfri,
undarleg vopn og nytsamlegir
hlutir, skrautklæði með lit-
skrúðugum fjöðrum og „stór-
furðulegir hlutir til margs kyns
nota, fegurri en orð fá lýst,“
segir Diirer. Hann talar um
„undraverð listaverk" og segir:
„Ég varð furðulostinn, þegar
ég sá, hvað þessar stórgáfuðu
þjóðir hafa fundið upp, og til-
finningum mínum frammi fyr-
ir þessum hlutum kann ég
ekki að lýsa.“
Það voru ekki margir, sem
litu handaverk Mexíkóbúa
sömu augum og Diirer um
þetta leyti. Conquistadoramir
sóttust aðeins eftir gulli, og af
því fengu þeir kynstur. Hver
skipsfarmurinn eftir annan
var sendur til Spánar, og þar
var gullið notað til að kosta
styrjaldir í Evrópu.
En gullæðið hafði skelfilegar
afleiðingar. Conquistadoram-
ir svifust einskis til að kom-
ast yfir fjársjóðina. Það lætur
nú undarlega í eyrum, að Cort-
es skyldi takast að leggja und-
ir sig Aztekaríkið með 500
manna liði og 15 hestum og
Pizarro braut niður hið víð-
lenda ríki Inkanna með enn þá
minna liði. En hestar og her-
klæði Spánverjanna var Indí-
árium svo framandi, að þeir
héldu, að innrásarmennim-
ir væru guðir, eða af guði send-
. ~ — ■■ ... '■ .. .... vv. , .vv V..V, VV>
Steinsmíði Olmeca. (Karlinn er eitthvað líkur Mússólíni).
jarðargróður. Það virðist eng-
um vafa undirorpið, að Mexíkó
búar til forna hafi haldið lista-
skóla, þar sem ákveðin stíl-
brögð voru kennd.
Mennig Inda og Azteka náði
hámarki í byrjun 16. aldar,
stóð hæst þegar henni var koll-
varpað. Önnur eldri menningar
ríki höfðu þá staðið með blóma
í Miðameríku, en Indíánarnir
komu til meginlands Ameríku
fyrir um 20 þúsund ámm, frá
Asíu, þar sem Beringssundið
er nú, en talið er, að landræma
hafi þá verið milli Norð-austur
Síberíu og Alaska. Til Mexíkó
komu þeir nokkru fvrir upp-
haf tímatals vors, og vitað er,
að þar voru nokkur menning-
arskeið á enda runnin, áður
en Spánverjar komu til sög-
unnar vestra. Listaverk frá
hverju þeirra éru varðveitt.
Frumkvöðlar mexíkanskrar há
menningar nefndust Olmekar.
Þeir reistu steingarða, sem
voru tíu metrar á hæð. Tvö
hundruð árum eftir Krist voru
reistir pýramídar, skreyttir
veggmálverkum í Teotihuacan.
Toltekar byggðu Tula-musterið
á tíundu öld. Súlur þess voru
í mannsmynd. Zapotekar
reistu tvær höfuðborgir, Monte
Alban og Mitla, leirsmíðar
þeirra vitna um sérstæða hug-
myndaauðgi. Mixtekar stóðu
fremstir í gullsmíði Mayar
bjuggu fyrst, þar sem nú heit-
ir Guatemala, en settust síðar
að á Yucatan skaganum. Þeir
byggðu volduga pýramída og
gerðu höggmyndir með mikl-
um raunsæisbrag. Samruna alls
Frarch. á 7. síðu.
Gullsmíði Mixteka.
ir. Þessar hugmyndir leiddu til
þess, að margir heimamenn
gengu Spánverjum á hönd.
Cortes náði Aztekakonungin-
um Montezuma á sitt vald, og
árið 1521 lagði hann höfuð-
borgina Tenochtitlan í eyði, en
sú borg stóð nokkum veginn
þar, sem höfuðborg Mexíkó
stendur nú. Tíu árum síðar
eyðilagði Pizarro höfuðborg
Inkanna, Curzo Atahualpa kO'n-
ungur Inkanna var færður í
dýflissu, og krafizt lausnar-
gjalds: Þegnar konungs áttu
að fylla herbergi eitt með gulli
til að fá hann lausan. Inkun-
um tókst að reita saman allt
þetta gull, en þrátt fyrír það
var konungurinn tekinn af lífi.
Þessi ofbeldisverk og til-
hneigingin til að eyðileggja
forna menningu er mörgum
nútímamönnum framandi. Inn
rásarliðið lét sér ekki nægja
að ræna og drepa. Trúboðarn-
ir, sem fylgdu hersveitunum
brenndu bækur Maya-þjóðar-
innar í eldi, og gengu svo vel
til verks, að aðeins þrjár bæk-
ur þessarar fornu þjóðar urðu
eftir —
menn Spánar og trúboðamir
sáu Indíána og venjur þeirra
í allt öðm Ijósi en nútíma-
menn. Margt var það í fari
Aztekanna, sem Evrópumenn
hryllti við. Þeir dýrkuðu dauð-
ann, og mannfómir tíðkuðust
enn, um það leyti, sem Spán-
verjar komu til landsins. Af
myndlist þeirra má sjá, að þeir
opnuðu brjóstkassann á lifandi
fólki, sem tekið var til fórnar,
skáru úr því hjartað og
bám það fyrir guðina, en
köstuðu skrokkunum niður
steintröppurnar, mannfjöldan-
um til eftirlætis. Af höggmynd
einni má ráða, að stund-
um voru manneskjumar flegn-
ar ogpresturinn klæddur í
húðina. Það var því ekki að
furða, að kristnir munkar litu
á trúarsiði Indíána sem römm-
ustu djöfladýrkun, og lögðu
allt kapp á að afmá hana.
Til allrar hamingju tókst
þeim ekki að eyðileggja hvað
eina. Musteri Azteka, Maya
og Inka vom reist á voldugum
pýramídum, þeim stærstu má
jafna við Cheops-pýramídann í
Egyptalandi. Utan til vom þeir
skreyttir með höggmyndum,
en Indíánar gerðu stórkostlega
hluti á því sviði. Þeir gerðu
guðalíkneskjur, sem vógu tugi
smálesta, og litlar manna- og
dýramyndir úr hörðum stein-
tegundum. Gullsmíðar þeirra
em annálaðar, en þótt beztu
gripir þeirra úr gulli hafi ver-
ið bræddir upp, þegar á land-
vinningatímanum, era þó til
enn þann dag í dag óbrædd
listaverk, sem sýna og sanna
listfengi gullsmiðanna.
Eitthvað, sem minnir á dauða
dýrkun, kemur skýrt fram í
allri fomri list Mexíkana. Guða
myndimar era ógnandi,
strangar á svip og hörkulegar.
Stundum birtist guðdómurinn
í dularfullum, ógnvekjandi
táknum. Venjuleg tákn guða
eru hauskúpa, slanga, ránfugls-
nef og gapandi gin púmunnar
eða einhvers annars rándýrs
af kattaætt. Einnig þær mynd-
ir, sem virðast vera úr hvers-
dagslífi þjóðarinnar, vekja
furðu manna. Krypplingar hafa
til dæmis notið sérstakrar virð-
ingar, ef marka má allan þann
fjölda af leirmyndum, sem
sýna krypplinga. En sumir
gera sér í hugarlund, að krypp-
lingar hafi verið notaðir sem
hirðfífl, líkt hundum, og mætti
ætla, að þeir hafi átt að stugga
óviðkomandi frá heimkynnum
eigenda sinna. Svo var þó ekki.
Hundar voru aldir til slátrun-
ar og taldir sérstakt hnossgæti.
Dauðadýrkunin er enn við
lýði í Mexíkó, þótt hún hafi
misst brodd sinn. Jarðarfarar-
gestir em trakteraðir á haus-
kúpum úr marsipan og sykri,
og nútímalistin ber grimmileg-
an svip.
Menn komast ekki í eðlilega
snertingu við mexíkanska list
fyrr en þeir eru búnir að jafna
sig eftir þær tilfinningar, sem
grimmilegar fyrirmyndir
vekja. Þar má greina tvær
hliðstæðar tilhneigingar, sem
öll frumstæð list vitnar um.
Annars vegar náttúrulega eft-
irlíkingu, og hins vegar stíl-
færsluna, sem verður takmark
listamannsins, í samræmi við
heildarform þess hlutar, sem
hann er að skapa. Þannig
rninna lágmyndirnar á muster-
isveggjunum á strangar form-
fræðilegar kompósisjónir, en
fyrirmyndirnar eru úr náttúr-
unni — slöngur, fuglar og