Tíminn - 22.12.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1964, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 1964 TflVEINN 9 eðlilegt er eftir fengna reynslu. 4. Af þeim rúmlega 30 útvarps- stöðvum, sem eru í eign mót- mælenda kirkna, verður að nægja að tæpa aðeins á nafni tveggja til viðbótar þeim tveim stöðvum, sem ég hef þegar nefnt, en þær eru Rödd fagn- aðarerindisins og Rödd Andes- fjaUa. Nokkrir trúaðir sjálfboða- liðar í Ameríku hófu 1945 und- irbúning að stofnun kristilegr- ar útvarpsstöðvar, er svo væri staðsett og orkumikil, að til hennar heyrðist um megin- lönd Asíu og stórborgir, jafnt í Japan sem Kína og Indlandi. Þeir höfðu þá til þessa sem svarar 50 þúsundum íslenzkra króna í reiðufé — ásamt ör- uggri trú á orð og málefni Drottins. Hinn 6. júlí 1946. teim dög- um eftir að Filipseyjar urðu sjálfstætt ríki, fengu þeir fé- lagar leyfi til að reisa sína fyrirhuguðu útvarpsstöð þar. Frá henni hafur nú um árabil verið útvarpað á 5 bylgju- lengdum, aðallega á kínversk- um og indverskum málum, auk rússnesku. Önnur útvarpsstöð með 100 þúsund vatta okru, var opnuð á vegum sömu aðila á Okin- avaey, ekki allfjarri ströndum Kína, 1. maí 1961, og beint innyfir meginlendið. Stöðin er á allan sólarhringinn og út- varpar aðallega á ríkismálinu kínverska auk nokkurra mál- lýzka. Loks skal getið einu kristilegu útvarpsstöðvar Evr- ópu, í eign einkafyrirtækis: Trans World Radio í Monte Carlo við Miðjarðarhaf. Fyrir- tækið keypti feiknmikla út- varpsstöð, sem reist var á stríðsárunum að boði Hitlers. Hún er nú í þjónustu betra málefnis en nazisma áróðurs og útvarpar fagnaðarboðskapn um á yfir 20 tungumálum, en helmingur þeirra eru töluð í kommúnístiskum löndum Aust ur-Evrópu, hin aðallega í Norð ur-Afríku og löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. 5. Kristinni kirkju er nú sem oft áður hætta búin af að hún einangrist, rofni úr tengsum við samtímann, nái ekki með boðskap sinn og vitnisburð til mannanna, sjálfri sér til tjóns og þeim til óbætanlegs skaða. Nútímamaðurinn á margra kosta völ og gleymir auðveld- lega sál sinni. Auk þess eru einmitt nú dmar voldugustu og bezt skipulögðu andkristi- legu hreyfinga og kristindóms- ofsókna.sm sögur fara af. Þar til kemur að fólksfjölgun marg faldast í heiminum með ári hverju. Þrátt fyrir mikla fjölg- un kristinna manna, fer þeim hlutfallslega fækkandi. Nú mundi engum þykja það fánýtt verk að reyna að bjarga, þótt eigi væri nema einum manni þar sem hundrað manns væru í hættu staddir. Er, það er í þessu sambandi léleg huggun Síðustu áratugi hefur ýmis- legt gerzt, sem hefur orðið til þess að styrkja aðstöðu kristinnar kirkju, auðvelda henni að hlýða skipun Drott ins um að gera allar þjóðii að hans lærisveinum. Samgöngur eru þúsundfait betri en þær voru fyrir fáum árum, svo er m.a. flugtækm fyrir að þakka. Hinn mikli fjöldi tungumála, hefur flestu fremur tafið itbreiðslu krist innar U'úar. Nú miðai vel að ryðja þeirri miklu hindrun úr vegi, að svo miklu leyti sem mögulegt verður. — Til þess að gefa hugmynd um hverja þýðingu það hefur, skal þess getið, að á þessu ári bætti lútherska útvarpsstöðin við sig nýju tungumáli, hinu 16. á dagskránni, en það var hindí. Það þýðir fræðilega möguleika til þess að gera útvarpsefnið skiljanlegt 15 millj. manna á Indlandi i við bót. Útvarp er slíkt undratæki að það, með 300 þús. km hraða á sekúndu, skilar þeim boðskap, sem hljóðnemanum er afhentur, til viðtækja á sömu bylgjulengd, hvar sem hlustendur eru staddir, hvort heldur heima lijá sér, á vinnu- stað eða í sjúkrahúsi, og verð- ur með tímanum þáttur í dag- legu lífi þeirra. Útvarp er hið nýja mál- gagn kristinnar kirkju, með meiri möguleika til að ná til alls mannkyns en við enn get- um áttað okkur á. Raddir útvarpsins hljóma í afskekktum og óhrjálegum þorpum engu síður en nútíma stórborgum, þær berast til strjálla byggða heimskauta- landa og dreifðra mannabú- staða í frumskógum og brenn- heitum auðnum hitabeltisins, til kóraleyja Kyrrahafs og ís- lands nyrzt í höfum. Ósjaldan mun rödd útvarps- tækisins vera betur tekið ein- mitt fyrir það, að víðsfjarri er að flutningsmaður sé sým- lega nálægur, hvorki sjáist lit- arháttur hans eða látbrigði. íslendingur er búsettur var í Arabíu skrifaði heim þaðan, að hann hefði ferðast í stór- um áætlunarbílum fullum af Aröbum. Útvarpið glumdi lát- laust unz bílstjórinn skrúfaði fyrir og sagði: „Nú skulum við hlusta á þína stöð“. Næsta hálftíma hlustuðu allir á Rödd fagnaðarerindisins, og virtust kannast við hana. — Hefðu nú þeir, sem suður í Addis Abeba töluðu og sungu í út- varpið þar, verið komnir þarna inn í bílinn, er mjög ólík- legt að þeir hefðu fengið orð- ið eða á þá verið hlustað. 6- Jafn ágætt og útvarp er hverju góði máli til framdrátt- ar, er það ekki ævinlega ein- hlítt, — ekki fremur en ef frækorni hefði verið sáð í ak- ur og síðan ekkert um það hirt. Þá líkingu notaði Krist- ur í ræðu um boðun Guðs orðs: „Sáðmaður gekk út að sá. . . En akurinn er heim- urinn“. í kristilegri útvarpsstarf- semi er beðið fyrir flutningi hverrar dagskrár. Rík áherzla er lögð á að komast í bréfa- sambönd við sem allra flesta hlustendur, og þannig reynt að ná persónulegu sambandi • við þá. Vel skipulögð bréfa- námskeið eru auglýst, svo og margsikonar kristilegt lestrar- efni. Náin samvinna er höfð við söfnuði og kristniboðs- stöðvar trúboðslanda, og þeim tilkynnt nöfn og áritanir hlust enda, er gefið hafa sig fram úr nágrenni þeirra. Þeir skipta á ári hverju hundruðum þús- unda, sem þannig næst sam band við. Margir hinna beztu kristnu leiðtoga Japana, kom- ust fyrst í snertingu við krist indóm í útvarpi. Margir nýii söfnuðir hafa orðið til vegna áhrifa frá því Til dæmis um slík áhrii skulu birt hér bréf þriggja hlustenda, sem öllum er mein að trúfrelsi í sínum eigin lönd- um. Þar hvað að vísu ríkja málfrelsi en skoðanafrelsi ekki. Frá Kína er skrifað: Ég hef í útvarpi hlustað á kallandi rödd Guðs. t>að hefur glatt mig. Ég er nýbyrjaður að trúa á Guð. Mig vantar bókina um Guð. Gerið svo vel að senda mér hana. í bréfi frá Síberíu segir: Ég er einmana leitandi mað- ur. Eina ástæðan til þess að ég skrifa, er brennandi þrá mín eftir andlegum skilningi. Sendið mér ef mögulegt er Biblíu. Neitið mér ekki um það. Ég bið Guð um að svo megi verða. Hér er Biblía ófá- anleg. Loks er bréf frá Rússlandi: Er Guð raunverulega til, eða eruð þið að blekkja? Ég vil vita það ákveðið. Séuð þið eins vissir um tllveru Guðs og prédikun ykkar og söngvar benda til, þá vil ég hiklaust trúa á hann, eins og þið. 7. Á nú kristin kirkja svo mik- ilvægt erindi við þjóðir heims, að starfsemi eins rg þessi, — sem er miklu umfangsmeiri en hér hefur tekist að gefa hug- mynd um — sé nauðsynleg? Fer ekki bezt á því að fagn- aðarerindið um Krist sé flutt innan veggja þar til gerðra húsa, söfnuðurinn prédiki svo sem yfir sjálfum sér — eins og raunar oft vill verða? Innan kristinna kirkju hef- ur glæðst skilningur á og veru- legur einhugur um, hvert sé raunverulegt hlutverk hennar sem safnaðar Jesú Krists. Með kristniboðsskipuninni er höfuðverkefni hennar skýrt markað af Kristi sjálfum, sem vel vissi hvers mennirnir þarfnast mest, hvað þeim er „hið eina nauðsynlega“. Spakvitran kristinn Kín- verja heyrði ég eitt sinn segja, á kveðjusamkomu fyrir kristni boða eftir margra ára starf í Kína: „Það er verkefni sendi- boða kristinnar kirkju, að flytja mönnum fagnaðarerind- ið og stofna söfnuði, sem svo haldi áfram boðun fagnaðar- erindisins í þeim sama til- gangi, svo að söfnuðir geti þannig af sér æ nýja söfnuði“ Sú skoðun var ríkjandi í frumkristni, að kristinn söfn- uður hefði ekki sinn tilgang í sjálfum sér, væri ekki sjálf- um sér markmið. Söfnuðurinn í Antíókíu á Sýrlandi, sendi úr sínum hóp fyrstu kristni- boðana, þá Barnabas og Pál, eftir að hafa fastað, beðizt fyrir og lagt hendur yfir þá. Leiddir af Andanum fóru þeir síðan til Evrópu. Kristnir menn litu ekki svo á, að fagnaðarerindið væri á ( þeirra valdi, eða þeirra einka- j forréttindi, heldur voru þeir á valdi þess af því að það var i „orð Krists“. Það drottnaði I yfir þeim og þeir voru þess \ þjónar, með því að þeir voru lærisveinar og vottar Krists. Þegar Páll biður um fyrir- bæn í sínu erfiða verki, skrif- ar hann: „Biðjið fyrir oss að orð Drottins megi hafa fram- ! gang. Hann leit svo á að allt væri fengið með því. „Trúin kemur með boðuninni. en boð- unin byggist á orði Krists" skrifar hann öðru sinm. Öran vöxt í starfi sínu þökk uðu postularnir algerlega áhrifamætti þessa einstæða boðskapar Þegar margir sner ust til trúar. iýsa þeir pvi þannig: „Orð Drottix.s efldisl og útbreiddist . Svo kröft Framhald á 7. síðu J0L í gegnum myrkur drungadimm og hörð, úr djúpum skýja tindrar náðarstjarna. Af heimi er sungin heilög þakkargjörð, því himins son er gestur jarðarbarna. — Hann kemur ekki í hefðarmakt né móð, við merlað prjál, — með tignu fylgdarliði; en veikum hjörtum vekur sæluglóð og vefur lífið dýrðarmildum friði. — Nú skiptast svið, um kaldan myrkva mar, fer morgunn skær, með fagnaðsijúfum hreimi, því koma hans, sem lífsins ’ljómann bar, er líknin stærsta sektarþjáðum hejmi. — Knútur Porsteinsson — frá Úlfsstöðum. Bjarni Þorsteinsson, Lyngholti; Ur vígsluljóðum Ort við vígslu Prestbakkakirkju í Hrútafirði. I. Hringt er inn helgi heilagra tíða. Kunngjöra klukkur komu Drottins. Streymir Guð blessun staðinn yfir. Fyllist heilagt hús heilögum anda. II. Við boðskap bjartra fræða skal barnið finna það, að hátign lífsins hæða á heima á þessum stað. Sjá, Ijósin björtu Ijóma og leiftra í helgum yl. Vér sendum sigurhljóma, vorn sólstaf, himna til. III. Láttu, Drottinn, boðskap þinn birtast hér, ber það fram til sigurs, sem fagurt er. Streymi helgar lindir, þitt lífsins mál, lífgi, veki sumar í hverri sál. Blessa litlu börnin við skírnarskál, skírnarheitið festu í líf og sál. Blessa þá, er krjúpa á knébeð hér, kenn þeim ungu veginn, að fylgja þér. Blessa þá, sem knýta hér kærleiksbönd, kom og réttu vegmóðum sterka hönd. Kom og leggðu lífgrös við sollin sár, sættu oss við dauðann og þerra tár. Þú ert, Drottinn, öllum hið æðsta skjól, auðnu vorrar gimsteinn og náðarsól. Dýrstu strengir hjartnanna helgist þér, heill og gleði lífsins svo finnum vér. IV. Lofið höfund lífsins, hans dásemd aldrei dvín, hans dýrð oss vermir lengur en sólin rís og skín. Sjá, englafylking heilög, svo himinbjört og fríð, um helgidóminn skipar sér og verndar alla tíð. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.