Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 6
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 1965 Islenzk á 18. Björn Th. Björnsson. íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. Drög aS sögulegu yfirliti I. Helgafell, Reykjavík, MCMLXIV. 251 bls. í arkarbroti e.ða stóru kvarto. Verð 750 kr. Þetta er mikil bóik að vallarsýn og gæðuim enda góðir að henni nautarnir. Höfundurinn, Björn Th. Bjömsson, er enginn vi'ðvanlngur í listasögu, því hann hefiur áður gefið út íslenzku teiknibókina í Ámasafni (1954). Útgefandi hefur aldrei verið neinuim manni iíkur í gjöfum sínum til lista og mennta en þó virðist hann hafa yfirgengið sjálfan sig í útgáfu þessarar bókar. Höfundur segir svo frá: „Þótt ekki komi það riti þessu við sem slíku vil ég samt geta hér um tildrög þess sem bæði eru einstök og af stórhug sprottin. Hinn 17. júní 1961 færði Ragnar Jónsson for- stjóri Alþýðusambandi íslands að gjöf mikið og valið málverkasafn, er verða skyldi uppistaða í nýju og nýstárlegu listasafni íslenzkra alþýðusamtaka. Um haustið næsta á eftir skrifaði han nmér til Kaup- mannahafnar og spurði, bvort ég vildi taka að mér ritun íslenzkrar myndlistarsögu, er hæfist með mál umm 19. aldar og næði til hinna yngstu listamanna okkar. Þótt við hefðum oft rætt um slíkt verk áð- ur, ógnaði mér nú tilhugsunin þeg ar til kastanna kom. En þar sem Ragnar Jónsson er annars veg ar verður engum kjarkfátt til lengdar. Skommu síðar tilkynnti hann nýstofnuðu Listasafni Aliþýðusam- bands íslands að hann hyggðist gefa því 5000 eintök af væntan- legri listasögu og skyldi ágóði hennar renna til byggingar yfir listaverk safnsins. Listasafn ASI — gjöf Ragnars Jónssonar — er nú- tímasafn í þeim sikilningi að þar eru að mestum hluta listaverk, sem gerð eru eftir 1930 og skipa hinar yngstu kynslóðir þar raun ar mest rúm. Þess vegna sér þeirra ekki stað í þessum hluta ritsins en munu láta til sín taka þeim mun meira í hinum síðari. Með því bindi mun og fylgja reg istur beggja hlutanna, svo og nafnaskrá þeirra sem gerast stofn endur listasafns alþýðusamtakanna með áskrift sinni að ritinu.“ Eftir því s&m hér segir hefur bóikin verið samin og prentuð á tveim árum og er slíkt ekki lítið átak höfundar. Kvartar hann og undan því að ekki hafi einu sinni verið til rit um hina einstöku lista menn íslenzka er hann gæti farið eftir — eins og títt er í útlöndum, þar sem slíkar sögur eru helzt ekki samdar nema eftir slikum heimildum. En heimildir hans hafa aðallega verið bréf, blöð og tíma- rit, og svo minni manna þar sem það nær. Höfundur skiptir riti sínu í tvisv ar sinnum níu eða átján kafla. Fyrsti kafli heitir Allt skrif og ornament — er nú rifið og brennt/ bílæti Kristí brotin/ blöð og líkneski rotin. Þessi vísa eq: úr Aldasöng Bíarna Jónssonar skálda á Húsafelli og lýsir siðaskiptatím anum, þegar Gissur biskup Einars son braut krossinn helga í Kaldað Björn Th. Björnsson arnesi. Frá 16. öld eru feðgarnir Grímur Skúlason og Björn Gríms son er myndskreyttu bætour, frá 17. öld myndskeri Guðmundur Guð mundssou, frá 18.-öld hinn ágæti málari, manpamynda ííjaiti Þor? steinsson. Frá átjáándu öld eru líka feðgamir Hallgrímur Jónsson og Jón Hallgríimisson málarar, við- vaningar. Annar kafli Á hörðu vori fjallar um átjándu aldar manninn Sæ- mund Magnússon Hólm, sem var ágætur málari og teiknari (manna ndlist . öld mynda og innanhúsa) og um kumpánana Rafn Þorgrímsson Svarfdalín og Ólaf Ólafsson á Kóngsbergi. Eftir hinn síðamefnda er Hugrnynd að minnismerki um Jón Eiríksson með lágmynd hans eftir Bertel Thorvaldssen. í sam- bandi við þetta myndi ég hafa get ið um Sektamerki Eiggerts Ólafs- sonar (prentað í Eggert Ólafssyni eftir V.Þ.G. 1962 bls. 59) og ,,Ofsjónir“ hans við jarðarför Lov- ísu drottningar 1752 (prentað í Kvæðum Eggerts Khöfn. 1832 Ms. 107). Þar segir svo: „Lengst upp í dalnum þar sem áin kemur fram, sitr kona noiklkur á steini: yfir -höfði hennar stendur skrifað ís- land“ o-g neðanmáls „Sjón þesrf var mynduð og dregin á pappír (af skáldinu) þá íslenzkir lærdóms iðkarar í Kaupmannahöfn vildu, að dæmi borgarmanna, láta í Ijós harrn sinn yfir fráfalli drottningar innar, en fjárhagur þeirra leyfði ei útfærslu málverksins (sem krafði hér um 500 rdn. feostnað)“. Höfundur kvaðst þó hafa sleppt þessu með vilja. Til „Hins harða vors“, annars kapítula, heyra enn hinn róman tíski farandsveinn Þorsteinn 111- ugason Hjaltalín er lenti til Þýzka lands, Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð og Helgi Sigurðsson á Jörva eða Melum er dró sem læfcnir myndina af Jónasi Hallgrímssyni og skrifaði lofcs Ávísun um upp- drátta og Málaralistina, sem Matt hías Þórðarson ætlaði vera týnda en Björn beldur hér til haga. Þriðji kapituli heitir f leysing- um, fjallar fyrst og fremst um Sigurð Guðmundsson málara er málar hina fyrstu landslagsmynd, OLAFUR THORS fyrrum forsætisrádherra fæddur 19.1.1892 dánn 31. 12. 1964 Þjóðin heyrir helfregn gjalla og harminn nísta. Bæir fölna burstir drúpa um byggðir landsins. Þingvé hvísla þögnin svarar að þaðan hverfi skyggnsti sonur sinnar þjóðar og sannmerkastur. Varstu vondjarfur og vinum tryggur stýrðir stórhuga starfi þínu. Vafinn vinsældum, virðing krýndur. HeOl og hoUráður hverjum mannL Léku Ijósgeislar lífs á skjöldum, drupu daggperlur dagblóm yfir. Bærði blævindur barr í vindi. Stirndu stjömurnar stormi ofar. Á ég sem aðrir þér ólaunaðar ylgjafir hjartans og upphefð veitta, þó annað brygði hér óskum þínum. Gaztu þess oftar á götu okkar. Á feginsdegi þá finnast allir, mannanna böm og máUeysingjar. Þá munu glaðir að þínum ranni málvinir ganga og minnast lengL Láms Salómonsson. leiktjöldin í Skuggasvein. Af ung- um borgardœtrum í Reykjavík er lærðu að teikna eða mála nefnir Bjöm réttilega Þóru Pétursdóttur, síðar Thoroddsen. Málverfc hennar af Eyjafjallajökli var í búi Eiríks Magnússonar, nú á mínu heimili. í lofc leysinganna nefnir höfund ur tvo lærða amatör-mála, þá Bene difct Gröndal og Jón biskup Helga son, tvo ólærða listamenn, Guð- Helgi og Marlene í Hvíta húsinu Þessi mynd átti að fylgja viðtal- inu við Helga Tómasson baUelt- dansara, sem birtist hér í blaðinu fyrir áramót en komst ekki fyrir sökum þrcngsla. í viðtalinu segir frá því, að Helgi og Marlene kona hans eru á leið til Frakfclands til móts við ballettflokkinn, sem þau eru sóló dansarar í og hefst þar sýninga- för um nokkur lönd á meginland inu. Ballettflokkurinn er kostaður af auðugri amerískri konu, frú Harkness-Kean, og við hana kennd ur, en nýr stjóraandi flokksins er amerísk-rússneski ballettmeistar- inn Scibine. Flokkurinn dansaði fyrst undir stjóra hans í Hvíta húsinu í Washington í haust, og var þá þessi mynd tekin, er John- son Bandaríkjaforseti og frú hans þakfca dönsurunum persónulega hverjum og einum fyrir skemmtun ina. Helgi Tómassan stendur í aft- ari röð, fjórði frá hægri og hægra megin við hann Marlene Rizzo, sem nú er kona hans. mund Pálsson bíld og Sölva Heliga son og loks Arngrím Gíslason mál- ara, ólærðan amatör. Dögun heitir fjórði kapítulL Hann fjallar aðallega um þá Þór- arinn B. Þorláksson málara og Einar Jónsson frá Galtafelli mynd höggvara, en getur líka um Skúla Skúlason hinn oddhaga, sem lítið varð úr. Einar Jónsson var ný- rómantísfcur guðspekingur, eins og Björn sýnir, félagi Guðmundar Guðmundssonar skálds. Hann ge'fck í Hnitbjörg sín á vit forneskjunn- ar. Hann féfck enga lærisveina í höggmyndalistinni fremur en Ein ar Benediktsson í skáldskapnum. f málaralistinni fylgdu menn dæmi Ásgríms málara og í skáldskapn um dæmi þeirra Stefáns frá Hvíta dal og Davíðs frá Fagraslkógi. Undir heiðríkjunni heitir fimmti kapítuli bókarinnar, sem fjallar um Ásgrím Jónsson, uppvöxt hans, sölu fyrsta málverks hans til Ást- hildar, konu Bíldudalskóngsins Pét urs Thorsteinsson, föður Muggs, nám í Kaupmannahöfn, dvalir heima og á Ítalíu, góð ár í Vina- minni, þar sem Ásgrímur fær að borga eigandanum, frú Sigríði Magnússon, í málverkum Um líkt leyti vann Þórbergur Þórðar son fyrir mat sínum með því að mála Unuhús skammt frá Vina- minni. Björn segir skemmtilega sögu frá skiptum Ásgríms við AI- þingi. Ásgrímur hafði málað mynd af því fræga augnabliki er Gunnar sneri aftur til Hlíðarinnar, en gleymt beizlinu á hestinn. Þetta þótti þingmönnum grunsamlegt áð ur en Hermann Jónasson frá Þing- eyrum skýrði fyrir þeim, að þetta hefði verið orsök til þess að Gunn ar sneri aftur, og hefði Ásgrímur lagst dýpra en allir Njálufræðing ar. Málari blíðunnar, sjötti kapitíuli, fjallar um Þórarinn B. Þorláksson : og Heklumyndir hans. Sjöundi kapítuli heitir Jón Stef ánsson og expressionisminn. Jón Framnair á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.